Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 17. júll 1974. Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley á græn og gullin engi, syfjuleg þorp, þokukenndar hliðar, alls þessa draumalandslags i Oxfordshire. Honum þótti næstum miður þegarhann kom til Bushworth Lodge, sem var stórt gervi-Tudor hús innanum rósa- runna og geislandi blómskrúð hásumarsins. Leónóra frænka hans var sjálf hávaxin en hreint ekkert geislndi. Hún var ekki vitund lik Chas bróður sinum, og það virtist öldungis ótrúlegt að nokkur skyldleiki væri milli þeirra. Hún var mögur og vetrar- leg kona, um fimmtugt, og virtist eins og fáeinar aðrar enskar konur sem hann hafði hitt, hafa þvingað sjálfa sig inn i hlutverk aðalskonunnar, án þess að hafa til þess orku, sjálfstraust eða þann þokka sem það útheimti, rétt eins og leikkona i heldur klénum leik- flokki. Hún gat þess strax, að hádegis- verðurinn yrði siðbúinn. Mað- urinn hennar væri að ræða við annan þingmann — Bob Nokes, úr verkamannaflokknum — um sameiginlega skýrslu sem þeim væri mikið i mun að ljúka við fyrir hádegisverð, vegna þess að báðir væru önnum kafnir siðdegis. Og ef Tom væri sama, ætlaði hún að gefa honum sherryglas úti i garði og hann gæti sagt henni hvað honum lægi á hjarta meðan þau væru ein. Og hann hagræddi sér þvi eftir bestu getu i veinandi körfustól. Með sherrýið kom maðurinn sem hafi trúlega svarað i simann, eins konar Neapel-útgáfa af enskum bryta, og hann var ósköp fölur, ósköp skorpinn og of magur — rétt eins og Leonóra sjálf. En sámt hlutsaði hún með athygli á frá- sögn hans, stutta lýsingu á eigin högum og lengri skýringu á þvi hvers vegna hann væri að leita að föður sinum. — Ég vildi óska að ég gæti orðið að liði, sagði hún, þegar hann hafði lokið máli sinu. — Mér er fyllsta alvara, Tom. Það er svo skrýtið að kalla þig Tom, svona bráðókunnugan mann, en við erum nú einu sinni bræðrabörn, er ekki svo?' — Já, Leonóra. Hann sagði þetta til að brjóta Isinn sin megin. — En ég er hrædd um að ég komi ekki að gagni. Sjáðu til, hann faðir þinn og faðir minn höfðu litið samband hvor við annan. Þeim kom illa saman. Ég man að ég sá hann nokkrum sinnum þegar ég var krakki og mér fannst hann skemmtilegur og aðlaðandi. A leiksviðinu og allt það — mjög spennandi fyrir ung- lingsstelpu. En auðvitað er óra- timi síðan. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvar hann er núna, hvað varð um hann — Hún þagnaðfsnögglega. — Hvað varðum hann.endurtók Tom með hægð og virti hana rannsakandi fyrir sér. Hún mætti ekki augna- ráði hans en reyndi að sýnast niðursokkin i að fá sér sherrýsopa, og það var ekki mjög sannfærandi. — Ég held þú vitir eitthvað, sem þú ákvaðst allt i einu að segja mér ekki, Leonóra. Og mér finnst þú ættir að segja mér það. Gleymdu þvi ekki, að ég er kominn óraveg til að hafa upp á honum. Og hvað sem er gæti hjálpað. — Sennilega ekki þetta, Tom. Og ég sagði þér alveg satt, þegar ég sagðist ekkert um hann vita — ég veit ekki einu sinni hvort hann er enn á lifi. Of af hverju ætti ég að særa þig? — Vegna þess að ég verð að fá aö vita það. Og hafðu engar á- hyggjur af tilfinningum minum. — Jæja, þetta var allt ósköp hvimleitt. Það gerðist einu eða tveimur árum eftir strið. Ég man ekki almennilega hvaða ár það var. Viö Dudley giftum okkur i striðinu og einhvern veginn frétti faðir þinn um hjónaband okkar og komst að þvi hvar við áttum heima. Hann kom — og satt að segja var hann heldur rytjulegur og illa á sig kominn — til þess að fá lánaða peninga, ekki fáein pund, heldur nokkur hundruð, minnir mig fastlega. Hann sagðist vera i hræðilegri klípu. Hann útskýrði það ekki nánr, þvi að Dudley kom inn i sömu svifum og var ekki sérlega þægilegur við hann. Dudley leist illa á hann, enda er honum meinilla við fólk sem reynir að fá lánaða peninga, og það varð leiðindaþras milli þeirra. Jæja, en þannig fór nú þaö. Ég sá hann aldrei eftir það. Hann leit hvasst á hana enn á ný. — Þú sást hann ekki aftur, nei. En fréttirðu af honum eftir þetta, Leónóra? — Af hverju spyrðu að þvi? — Af þvi að ég held þú hafir gert það. Og ég verð að fá að vita það. Hún hikaði andartak, sagði siöan fljótmælt: — Dudley les alltaf svo mikið af blöðum. Og einn morguninn — nokkrum mánuðum eftir að faðir þinn hafði komið til okkar — benti Dudley á dálitla klausu i einu af blöðunum. Ég man ekki fréttina i smá- atriðum, en þar stóð að Charles Adamson, fyrrverandi leikari, hefði verið sendur i fangelsi fyrir að skrifa falskar ávisanir viðs- vegar um landið. Mig tekur þetta sárt, Tom. Ég ætlaði ekki að segja þér þetta, en þú heimtaðir það. — Þetta er allt I lagi, heyröi hann sjálfan sig segja. — Eigin- lega er ég ekki sérlega undrandi á þessu. Ég held að gamall vinur hans, leikari sem ég talaði við, hafi allt I einu munað eftir þessu en reyndi að láta sem hann gerði það ekki. Einhvern vegin hefur þessi fangavist legið I loftinu siðan ég kom hingað. Ég held það hreinsi loftið að fá þetta á hreint. — Fáðu þér meira sherry. Þetta eru svo lítil glös. — Þakk fyrir. Hann starði á garðinn sem þá stundina heföi getað verið málaður strigi, sem lyfta mátti til að sýna raunveru- leikann — til að mynda f öður hans á leið i fangelsi . Og hann spurði sjálfan sig hvort honum liði i rauninni betur, þegar hann vissi þetta, vegna þess að hann vildi vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér, og komst að þeirri niöurstöðu aö honum liði sist betur. —Fyrirgefðu, Leónóra. Hvað varstu að segja? — Ég var að segja, að þig langaði auðvitað til að vita hvar þetta gerðist. Og ég vildi óska að ég gæti sagt þér það. En ég man það einfaldlega ekki. Það var ekki i London eða neins staðar i grenndinni, það er ég viss um. Einhvers staðar i Miðlöndum eða fyrir norðan, held ég, sagði hún loks tvíráð. — Ég get reynt að komast að þvi. En siöan eru fjölda mörg ár og hamingjan má vita, hvdð komið hefur fyrir hann siðan e^a hvar hann er nú niðurkominn. Þetta hljómaði dapurlega, hann var dapur. — Jæja, en þú fannst mig Tom, var það ekki? Hún var að reyna aö vera hressileg, ef til vill til að uppörva hann. — Það var snjallt hjá þér. Hvernig fórstu að þvi? — Það var ’ auðvelt. Bróðir þinn — Chas — sagði mér hvar þú værir. — Ó. Það fólst mikið i þessari upphrópun. — Já, auðvitað — Charles. Þú hefur samband við hann, eða hvað? Þá get ég sagt þér hvað gerist. Hann hefur auðvitað sagt þér, að hann geti fundið hann pabba þinn á svip- stundu. Og þú ert þegar búinn að uppgötva að það kemur til með að verða nokkuð dýrt. Er þetta rétt hjá mér? — Alveg rétt. Mér skilst, Leónóra, að það sé ekki sériega hlýtt á milli ykkar Chas? — Það er alveg rétt. Ég hef staðið i ströngu út af Charles. Hann var reyndar litli bróðir minn, dekurbarn allra á heimilinu:En árum saman hefur hann veriö alveg ómögulegur. Ég foröast hann eins og ég mögulega get. Og Dudley aftekur að hann komi í þetta hús eða i ibúðina okkar i London. Þú verður að skilja það, Tom, að Charles er gersamlega samviskulaus. Það er ekki óhætt að trúa einu einasta orði sem hann segir. Hann tekur ekki i mál að vinna heiðarlega vinnu. Hann fer með konur eins og skepnur. Hann lýgur og svikur linnulaust — — Já, ég veit það. — Ó, — þú veist það? Hún var bersýnilega steinhissa. — En ef þú veist það, hvers vegna ertu þá i sambandi við hann? Láttu þér ekki koma til hugar að hann hjálpi þér i alvöru að finna hann föður þinn. Hann gerir ekki annað en sóa peningunum þinum og gæti hæglega komið þér i klandur. Af hverju ertu þá nokkuð að skipta Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæöur, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiöar i öllum stæröum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, boröbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). ffljl OTin 0i9i flNi rm tnn Miðvikudagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7,00 8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugreinar dagbl.) 9.00, 10.00. Morgunbæn 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Steinunn Jóhanns- dóttir byrjar að lesa „Söguna af Jóni Oddi og Jóni Bjarna” eftir Guðrúnu Helgadóttur. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: RIAS-sinfóniuhljómsveitin i Berlin leikur forleik að óperunni „Þjófótta skjón- um” eftir Rossini/Ein- söngvarar, kór og hljóm- sveit St. Cecilia tónlistar- skólans I Róm flytja atriði úr óperunni Madam Butterfly eftir Puccini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með slnu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Sfðdegissagan. Endur- minningar Mannerheims Þýðandinn, Sveinn Asgeirs- son,les (19). 15.00 Miðdegistónleikar. Arthur Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin leika Fiðlukonsert I h-moll op. 61 eftir Saint-Saöns; Manuel Rosenthal stj. Fil- harmóniusveitin í Los Angeles leikur „Hátið I Rómaborg” (Roman festi- val) eftir Respighii Zubin Metha stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 veðurfregnir) 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Litli barnatirninn. Gyða Ragnarsdóttir sér um þátt- inn. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.35 Landslag og leiðir, Dr. Haraldur Matthiasson talar um Þjórsárdal. 20.00 Einsöngur: Kristinn Ilallsson syngur lög eftir Markús Kristjánsson, Þórarin Jónsson, Sigfús Einarsson Pál Isólfsson og Jón Leifsj Arni Kristjáns- son leikur á planó. 20.20 a. Hans Wium og Sunnefum álin. Gunnar Stefánssonflytur þriðja hl- frásagnar Agnars Hall- grimssonar cand. mag. b. Ólabragur. Sveinbjörn Beinteinsson kveður rímu eftir Einar Beinteinsson og Halldóru B. Björnsson. c. Lifskeðja náttúrunnar, Hugleiðing eftir Jón Arn- finnsson garðyrkjumann; Jóhannes Arason flytur. d. Seyðisfjörður um aldamótin. Vilborg Dagbjartsdóttir flytur lok greinar eftir Þorstein Erlingsson. e. Kór- söngur. Alþýðukórinn syngur undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar. 21.30 Étvarpssagan: „Ar- minningar” eftir Sven DelblancJIeimir Pálsson Is- lenskaði. Sverrir Hólmars- son og Þorleifur Hauksson lesa (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir, Dagamun- ur.Einar örn Stefánsson sér um þáttinn. 22.35 Nútlmatónlist. Halldór Haraldsson kynnir 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar 8. júli 1974 1. vinningur: Ford Bronco Sport nr. 7372 Númer Flokkur Númer Flokkur Númer Flokkur 169 2-41 11084 2-41 24992 42-100 194 2-41 11085 42-100 24993 2-41 1250 42-100 11190 42-100 25063 42-100 1302 2-41 12522 2-41 25483 42-100 1507 42-100 12946 2-41 27042 2-41 1711 42-100 14855 42-100 27065 2-41 1765 42-100 15001 2-41 27119 42-100 2063 42-100 15607 2-41 27153 42-100 2397 42-100 15937 42-100 28150 42-100 2674 42-100 16155 2-41 28380 2-41 2996 42-100 16156 42-100 28414 42-100 3425 2-41 16242 42-100 28564 2-41 3648 2-41 16491 2-41 28623 2-41 4285 2-41 17607 42-100 28733 42-100 4379 42-100 17626 42-100 28821 42-100 4548 42-100 17684 42-100 29109 42-100 4970 42-100 18020 42-100 29208 42-100 5047 42-100 18063 42-100 29416 2-41 5064 2-41 18109 2-41 29418 2-41 5164 2-41 18178 42-100 30070 2-41 5264 2-41 18675 42-100 30726 42-100 5371 42-100 18676 42-100 30796 42-100 5372 2-41 18695 42-100 31717 42-100 6070 2-41 18906 2-41 31721 2-41 6445 42-100 18921 2-41 31725 42-100 7372 Blllinn 20810 42-100 31735 42-100 8911 42-100 20904 42-100 31758 2-41 8982 2-41 20905 42-100 33501 42-100 9247 42-100 23155 2-41 33521 42-100 10001 42-100 23171 2-41 33582 2-41 10315 42-100 23692 2-41 33798 2-41 10708 42-100 24775 2-41 33900 2-41 10711 42-100 24978 42-100 33901 42-100 34967 42-100 Sjá vinningaskrá á bakhlið happdrættis- miðans. Auglýsingasiminn er 17500 mmmh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.