Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. ágdst H74. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Þetta er svona aukastarf — Þetta er nú bara svona auka- starf hjá mér, ég ber út blöB á morgnana og er svo i þessu seinni part dagsins, sagði Kormákur S. Högnason, 12 ára gamall strákur sem var aö taka uþp af kappi. — Ég er nú eiginlega búinn að taka upp úr minum garði allt nema kartöflurnar, en ég er að hjálpa systur minni sem einnig er með garð hérna, hún er i útlöndum, en kemur á morgun. — Hefurðu verið með garð áður? — Nei, aldrei, en mér hefur þótt gaman að þessu, þetta er ágætt. — Verðuröu svo ekki orðinn of gamall næsta sumar til að fá garð? — Það er liklega, annars gæti ég vel hugsað mér að hafa garð næsta sumar. — Selur þú uppskeruna? — Nei, ekki neitt, við borðum þetta allt heima. Sumir strákarnir hafa selt sina uppskeru, einn seldi sina alla, pabbi hans á grænmetisverslun og hann seldi allt heila klabbiö fyrir hann. En ég vil ekki selja þetta, við borðum það heima. Mamma, amma og frœnka mínfáupp skeruna Hvað ætlar þú að gera við alla þessa uppskeru? spurðum við Birnu Lisu Jensdóttur, 10 ára gamla stúlku, sem var með mikiö af alls konar garðávöxtum i kringum sig og i óðaönn að taka upp? — Ég er nú alveg að verða búin að taka upp og hef gefið mömmu, ömmu og frænku minni þetta. Ég á bara eftir að taka kartöflurnar upp, ætli ég geri það ekki á morgun. — Hefur þú áður verið meö garð? — Nei, aldrei. Mér hefur fundist þetta bara skemmtilegt, nema aö reyta arfa, það er voða leiðinlegt verk. — Hefurðu unnið mikið i garð- inum i sumar? — Eins og ég hef getað. Annars var ég i útlöndum i sumar, ég fór i 10 daga til Danmerkur, og svo fór ég nýja hringveginn lika. Svo hef ég verið i garðinum þegar ég hef getað, ég fékk 9 I einkunn fyrir hann siðast. — Eru ykkur gefnar einkunnir i skólagörðunum? — Já, eftir þvi hvað við hugsum vel um garðinn okkar. — Ætlarðu að fá þér garð næsta sumar? — Kannski, ég veit annars ekki: jú, ætli það ekki. Kormákur S. Högnason, blaö- buröastrákur og garöeigandi Birna Lisa Jensdóttir i garöinum slnum. Gaman að borða sínar eigin rófur — Það er auðvitað mest gaman að geta borðað sinar eigin rófur eða næpur, annars finnst mér þetta starf allt skemmtilegt, sagði Jón Smári, 9 ára gamall snaggaralegur strakur, sem var að ljúka við að taka upp allt nema kartöflurnar. — Mér fannst ekkert leiðinlegt að setja niöur eða að reyta arfa eins og sumum fannst, en það er náttúrulega skemmtilegast að taka upp, sagði Jón. Með honum var vinur hans Björn Halldórsson 10 ára. Björn sagðist ekki eiga neinn garð, þvi miður. Sér fi«ndist mjög gaman að vinna i garðinum með vini sin- um. — Og ég er ákveðinn i að fá mér garð næsta sumar, sagði hann. — Hvað gerir þú svo við upp- skeruna, Jón? Við ætlum bara að borða hana heima, ég sel ekkert af henni, en sumir krakkarnir gera það, ganga i hús með hana og selja. — Græða þau mikið á þvi? — Dálitið, en ekki mikið, það er miklu betra að borða þetta sjálfur. Fyrst hittum við að máli tvær ungar dömur sem voru i óðaönn að taka upp næpur og rófur. Þær heita Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, eigandi garðsins, og Asdis Bragadóttir, vinkona hennar, sem var bara að hjálpa til við uppskeruna. Þær eiga báðar heima að Fellsmúla 22. Sveinbjörg sagði okkur að hún hefði sett niður i 5 beð og það sem hún ræktar er; grænkál,- rófur, radisur, blómkál, hvitkál, næpur, kartöflur, spinat, salatkál og blöðrukál, svo ekki er nú i litiö ráðist. — Finnst þér svolitið gaman að þessu? — Það var ágætt að setja niður, en voða leiðinlegt að reyta arfann i sumar, en svo er auðvitað skemmtilegast að taka upp, það er langmest gaman. — Ætlarðu sjálf að eiga alla uppskeruna? — Nei, ég hef selt svolitið af káli, en mest af þessu borðum við heima. — Og ætlarðu aftur i skólagarð- ana næsta sumar? — Nei, þá ætla ég austur á Fá- skrúðsfjörð til afa og ömmu og vera þar. Það sem flestum þótti ánœgjulegast var að borða sina eigin uppskeru — Nokkrir vildu þó grœða á öllu saman, en aðrir höfðu meira gaman a f að gleð ja vini og vandamenn með þvi að ge fa þeim nýja garðávexti. Voða spennandi að taka upp Jón Smári, garöeigandi ásamt vini sinum og hjálparmanni Birni Halldórssyni sem er t.v. á myndinni Sveinbjörg Guömundsdóttir t.v. og vinkona hennar Asdis Bragadóttir Myndir og texti S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.