Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 af erlendum vettvangi begar Nelson Rockefeller var kosinn fylkisstjóri New York fylkis áriö 1958, var sagt aö aldrei áöur hefði jafnauðugur maöur verið kosinn til sliks embættis. Þetta veröur ekki sagt nú, þvl þótt hæpið sé að nokkurn tima hafi jafnauðugur maður veriö varaforseti Bandarikjanna, hefur Nelson Rockefeller ekki veriö kosinn til þess embættis. Árum saman reyndi hann að ná útnefn- ingu sem forsetaefni flokks sins, repúblikana, en það mistókst allt- af. Tvisvar náði Nixon þeim heiðri frá honum, og einu sinni Barry Goldwater, og var þvi jafn- an haldið fram, að hann væri of „frjálslyndur” til að fá fullan stuðning hinna ihaldssömu repú- blikana. Nú hefur hann loks náö þvi að verða varaforseti, eftir aö hinn gamli keppinautur hans varö að hrökklast frá með smán. Frá þvi hefur áður verið skýrt hér i blaðinu, hvernig Vatns- gáttaruppgjörið var þáttu i deil- um og valdabaráttu nýrikra „kúreka” úr sólarbelti suður- rikjanna, sem Nixon var fulltrúi fyrir, og gróinna auðkýfinga, „jankia”, frá austurströndinni. bessum deilum hefur nú lyktaö með sigri hinna siðarnefndu, og er útnefning Rockefellers sem varaforseta gott tákn um það. En baráttan hefur einnig haft i för með sér að nú i fyrsta skipti skipa embætti forseta og vara- forseta menn, sem aldrei hafa verið til þess kjörnir. Ford forseti kynnir hinn nýja varaforseta Bandarikjanna: Nelson Rockefeller. Nelson Rockefeller auðkýfingur og varaforseti Munurinn á þessum tveimur öngum bandariskrar yfirstéttar er einkum sá — og það er ákaf- lega mikilvægt — að „kúrekar” sólarbeltisins eru tæplega enn lausir við sinn banditta-uppruna, en „jankiar” austurstrandarinn- ar eru komnir óraveg þaðan, og hafa tekið upp nokkuð aðra siöi. Gott dæmi um þessa þróun og árangur hennar er Nelson Rocke- feller. Þótt sagan um Rockefeller fjölskylduna hafi oft verið sögö er þessi nýi frami Nelsons góð átylla til að rifja hana upp einu sinni enn. óbrigðult ráð við krabbameini Stóri Bill Rockefeller, ættfaðir þessarar frægu fjölskyldu, var fæddur i New York fylki 1810. Þótt hann hefði aldrei I læknaskóla komið titlaði hann sjálfan sig „Doktor William A. Rockefeller, hinn fræga krabbameinssérfræð- ing”, enda lifði hann á þvi að selja mixtúru, sem var óbrigðult ráð við krabbameini eöa hvaða sjúk- dómi öðrum, sem kaupandinn kunni að hafa, og kostaði flaskan 25 dollara. Hann ferðaðist alla leið til Dakota-fylkja með þenn- an varning sinn, og yfirgaf að lok- um konu og sex börn og dó hundr- að ára, ákærður fyrir tvikvæmi. Samt sem áður er hans ekki leng- ur getið nema vegna sonar hans Johns. John Davison Rockefeller, sem fæddur var 1839, ólst að mestu upp undir áhrifum móður sinnar, sem var trúuð, sparsöm og bind- indissöm og sannfærði börn sin um að flest væri syndsamlegt nema þjófnaður. Að þessu bjó hann alla ævi, og kornungur hugsaði hann ekki um neitt annað en aðgræða peninga. Hann keypti t.d. bauka af brjóstsykri og seldi systkinum sinum vöruna i stykkjatali. Siðan setti hann á- góðann i sparibauk. Þegar John Rockefeller var 18 ára stofnaði hann sitt eigin fyrir- tæki, sem verslaði aðallega með landbúnaðarvörur, en 1859, þegar fyrst var farið að bora eftir oliu i Bandarikjunum, áttaði hann sig á þvi hvað hægt var að græða mikið á oliuhreinsun. Arið 1863 var hann búinn að byggja oliuhreinsunar- stöð, og varðhún fljótlega stærsta fyrirtæki af sinni gerð i Cleve- land, þar sem Rockefeller hafði starfsemi sina. En þetta var þó alls ekki nóg fyrir hann: hann leit svo á að samkeppni væri synd og vildi þvi verða eini oiiuhreinsand- inn i heiminum. Standard Oil Arum saman vann hann að þessu markmiði, og hikaði ekki við nein bellibrögð. Hann beitti mjög undirboðum til að gera keppinauta sina gjaldþrota eða neyða þá til að selja sér fyrirtæk- in, þegar það dugði ekki beitti hann mútum, eða hann leigði sér glæpamenn til að sprengja sund- ur oliuleiðslur keppinautanna og eyðileggja oliuhreinsunarstöðvar þeirra. Hann náði á skömmum tima yfirráðum yfir öllum oliu- félögum i Cleveland og_ hélt svo áfram að færa út kviarnar. Arið 1870 komst hann yfir Standard Oil, og var það siðan nafn fyrir- tækis hans. Strax árið eftir var það orðið stærsta oliuhreinsunar- fyrirtæki i heimi, og þegar John Rockefeller dró sig i hlé 1896 réð hann yfir langstærstu fyrirtækja- samsteypu veraldar, og var þá sjálfur rikasti maður heims — að Aga Khan einum kannske und- anskildum. Þegar árið 1890 var ljóst að Standard Oil var brot á banda- riskum lögum gegn einokunar- hringum, og var þess krafist að það yrði leyst upp. Fyrst i stað komst Rockefeller hjá þvi með mútum, en svo fór að lokum, að hæstiréttur Bandarikjanna leysti fyrirtækið upp árið 1911. Það var þá klofið sundur I rúmlega þrjátiu samsteypur, en það breytti litlu um auðæfi fjölskyldunnar, þvi að hún hanði öll völd i fyrirtækjun- um eftir sem áður. Mannúðarstarf Samtsem áður urðu talsverðar breytingar á viðskiptaháttum Rockefellers fjölskyldunnar á þessum tima. Þolinmæði Banda- rikjamanna gagnvart „ræningja- barónum” eins og Rockefeller var þá á þrotum, og almennt sið- ferði gat ekki lengur sætt si^ við menn, sem leigðu glæpalýð ul að fremja skemmdarverk hjá keppi- nautum sinum. Það var þvi nauð- synlegt að breyta um starfshætti og einkum dulbúa auðæfin betur. Þetta var upphafið að mikilli skipulagsbreytingu innan banda- riskrar auðstéttar, sem Rocke- feller-fjölskyldan tók ekki aðeins þátt i heldur einnig aðrar smærri fjölskyldur sömu stéttar. 1 staðinn fyrir auðkýfinginn, sem var i sviösljósinu meö alla sina starfsemi og stjórnaði risa- fyrirtæki, sem bar kannske hans nafn, kom nú auðkýfingur, sem var meir á bak við tjöldin, átti hiuta i fjölmörgumfyrirtækjum og hafði úrslitavald yfir málum þeirra, en gætti þess að ekkert þeirra yrði beinlinis kennt sér. Oftast stóð hann ekki einn að þessu heldur hafði fjölskylduna með sér. Þessi nýja gerð auðkýf- inga kom ekki fram i sviðsljósið nema til þess að gefa fé til alls kyns góðgerða og menningar- starfsemi. Þeirri þjóðsögu var komið á kreik, að auðkýfingurinn væri orðinn frábitinn harðneskju- legri auðsöfnun og hefði þess i stað gefið sig að alls kyns góð- gerðarstarfsemi — og var það gjarnan notað til þess að réttlæta framferði hans — eða forfeðra hans) á fyrri timum. Helsta tákn þessarar stefnu- breytingar i Rockefeller-fjöl- skyldunni var það, að John D. Rockefeller eldri hætti alveg að skipta sér af fyrirtækjunum (hann dó háaldraður árið 1937), en sonur hans John D. Rockefell- er yngri, uppnefndur „Junior”, tók við. Þótt auðæfi fjölskyldunn- ar minnkuðu ekki á hans dögum, kom hann aldrei opinberlega ná- lægt viðskiptum, heldur lét þeim mun meira til sin taka við stofnun „Rockefeller-Foundation” 1912, og er kallaður „filantróp” i vel- þenkjandi alfræðibókum. Oft hefur verið sýnt fram á það hversu mikil blekking þessi „góð- gerðarstafsemi” var. Þær upp- hæðir sem veitt var til hennar voru sáralitlar miðað við ofsa- gróða fyrirtækjanna (en blekktu menn, þvi að fæstir gerðu sér grein fyrir þvi hvað gróðinn var mikill), og komu auðkýfingunum einkum að góða af þvi að hægt var að draga þær frá skatti. Svo veitti þessi starfsemi yfirráð yfir sitt- hvað, sem annars hefði verið erf- itt að hafa áhrif á. Hið sanna and- lit mannvinarins „Juniors” kom hins vegar i ljós i atburðum eins og verkfallinu i Ludlow (Colorado) 1913, þegar vopnuð lögregla var send á verkfalls- menn og felldi fjölda þeirra ásamt konum þeirra og jafnvel börnum. Aðsópsmiklir synir Annars lét John Junior aldrei mikið aðsér kveða, en hann lét þó sonum sinum fimm eftir miklu meira fé en hann hafði erft af föð- ur sinum, og eru þeir óneitanlega talsvert aðsópsmeiri en faðir þeirra. Af þeim fjórum sonum Juniors (einn er látinn), sem fara nú með Rockefeller auðinn, eru tveir merkastir: David Rocke- feller, yngsti bróðirinn, sem stýr- ir Chase Manhattan Bank og er bæði einn valdamesti maður Bandarikjanna og áhrifamesti talsmaður „Big Buisness”, og Nelson Rockefeller. Um David Rockefeller hefur verið sagt, að það væri lækkun i tign fyrir hann að verða forseti Bandarikjanna, enda hefur hann aldrei sóst eftir neinum frama á sviði stjórnmála, en Nelson Rockefeller tók snemma allt aðra stefnu i lifinu. Það stafar kannske af þvi, þótt auður hans sé metinn 500-1000 milj. dollara, hefur hann aldrei komið undr sig fótunum á viðskiptasviðinu til jafns við bróðurinn. Nelson Rockefeller fæddist árið 1908, og var eitt af fyrstu verkum hans eftir að hann kom út úr skóla, að sjá um Rockefell- er-center, sem þá var i byggingu i New York. M.a. fékk hann einn þekktasta veggmálara i heimi, Mexikóbúann Diego Rivera til aö mála stærsta veggmálverkið I skýjakljúfunum. Rivera fékk frjálsar hendur og málaði risa- stóra kempumynd af Lenin og stúlku með kynsjúkdóm, sem átti að tákna lifið undir ógnarhæl kapitalismans! verkið kostaði 21500 dollara, en Nelson lét eyði- leggja það. Arið 1940 útnefndi Franklin Roosevelt forseti Nelson Rocke- feller einn af ráðgjöfum sinum i málefnum Ameriku og siðan voru honum falin ýmis opinber störf. Árið 1958 hóf hann fyrst bein af- skipti af stjórnmálum, þegar hann bauð sig fram til fylkis- stjórakjörs i New York fylki, eggn demókratanum Averell Harritmann, sem var fráfarandi fylkisstjóri, og vann hann kosn- ingarnar ekki sist vegna þess áróöursstefs sins að skattar væru of háir. En hann var tæplega bú- inn að taka við embætti þegar hann hækkaði skattana og lét þá bitna meir á láglaunafólki en áð- ur. Hélt hann þeirri stefnu þangað til hann lét af störfum sem fylkis- stjóri i fyrra: þá hafði hann hækkað skatta átta sinnum á fimmtán árum. Þrátt fyrir allt var þó alltaf litiö á Nelson Rockefeller sem frjáls- lyndan mann, þvi að hann hafði nokkuð róttækar skoðanir á kyn- þáttamálum og var andvígur dauðarefsingu. Þetta bakaði hon- um vissra óvinsælda meðal ann- ara repúblikana. A siðari árum hefur hann þó mjög endurskoðað þessa afstöðu sina og er nú talinn miklu meira „hægfara”.. Viðburðarrikt ferðalag En i utanrikismálum var hann alltaf harður fylgismaður striðs- rekstursins i Vietnam og mál- svari afturhaldsstjórna i Rómönsku Ameriku. Erlendis var hann þvi gjarnan talinn tákn um verstu þætti bandariskrar utanrikisstefnu. Arið 1969 sendi Nixon forseti i ferðalag um Rómönsku Ameriku til að kynna sér ástandið i þeirri heimsálfu. Fylgir hér stutt yfirlit yfir það sem gerðist i þeirri ferð: í Honduras voru viðtækar óeirðir og einn stúdent drepinn. 1 Dóminikanska lýðveldinu var oliuhreinsunarstöð Standard Oil sprengd I loft upp. 1 Costa Rica fóru tvö þúsund stúdentar i mótmælagöngu. i Panama varð að kalla út þjóð- vörðinn. í Venesúela varð stjórnin að af- lýsa heimsókn Nelsons. Stúdentar höfðu lagt undir sig háskólabygg- inguna og það voru viðtækir bardagar með grjótkasti og skot- hrið á götum úti. í Kólumbiu var kallað út 20.000 manna varalið til að reyna að stöðva stúdentaverkföll og götu- bardaga. í Ekvadorlá við að bill Nelsons yrði velt. Lögreglan drap tiu menn, sem mótmæltu komu hans. i Bólivíu varð Nelson að stytta sólarhringsdvöl sina i landinu i þrjár klukkustundir vegna óeirða, og komst hann ekki út úr flugvellinum. í Paragvai kyssti Alfredo Stroessner einræðisherra Nelson meöan mótmælendur brenndu bandariska fánann. í Chilekomst Nelson ekki inn i landið. Verkföll og mótmæla- göngur um allt land neyddu hann til að hætta við ferðina. i Brasiliu gekk allt vel, þvi að stjórnin hafði handtekið þúsundir manna áður en hann kom og bannað birtingu á óvinsamlegum greinum um hann i blööum. i úrugvai var kveikt i verk- smiðjum General Motors og þær brunnu til grunna. í Argentinuvar kastað sprengj- um á niu stórverslanir sem Rockefeller fjölskyldan átti og brunnu þær. Það var allsherjar- verkfall um allt land, og lögregl- an drap einn mann. Þegar John D. Rockefeller eldri var upp á sitt besta, kom það fyrir að gerðum hans var mótmælt á svipaðan hátt, þótt i minni mæli- kvarða væri. Það kom fyrir að myndir af honum væru brenndar eða hengdar. En slikt hefur ekki sést i guðs eigin landi siðan af- komendur hans sneru sér að mannúðarstörfum. Hins vegar vekja viðbrögð Suður-Ameriku- búa við nærveru Nelsons Rocke- feller menn óneitanlega til um- hugsunar um það hvort aðgerðir Bandarikjamanna á þessum hálf- um nú séu mjög frábrugðnar framferði „ræningjabarónanna” á sinum tíma. Hin gamalgróna yfirstétt austurstrandarinnar hefur tekið upp nýtt andlit heima fyrir, og hneykslast mjög á fram- ferði „kúrekanna” nýriku, en gömlu aðferðirnar eru alltaf jafn- góðar til útflutnings — og á þvi bera hinir þrautfáguðu og mennt- uðu Rockefeller-bræður sina ábyrgð. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.