Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. september 1974. ÞJóÐVILJlNN — SIÐA 7 1 skýrslunni segir að allt frá þvi á árinu 1970 hafi verið i gangi at- huganir á fjölþættri og samhæfðri nýtingu jarðvarma til raforku- framleiðslu, iðnaðar, ræktunar og fl. Viðfangsefni þetta var siðar takmarkað við raforkuvinnslu og nýtingu afgangsvarma til hitunar gróðurhúsa i stórum stil i ylrækt- arveri. Með þessu átti að leiða i ljós þýðingu innlendra orkugjafa og auðlinda, rekstrargrundvöll og útflutningshorfu. Staðsetning ylræktarvers í skýrslunni segir um forsendur fyrir staðsetningu ylræktarvers, að það þurfi að vera á aflamiklu jarðhitasvæði. Siðan segir orð- rétt: „Vegna lélegra birtuskilyrða i skammdeginu verður að gera ráð fyrir gervilýsingu og þvi er æski- legt, að á jarðhitasvæðinu sé fá- anleg gufa til raforkuframleiðslu. Valið takmarkast þar með við háhitasvæði, en flest þeirra eru i A kortinu má sjá hugsanlega staðsetningu ylræktarvers norðan við Hveragerði. óbyggðum. Alitleg svæði eru nærri byggð á Reykjanesskaga, á Reykjanestá og við Svartsengi norðan Grindavikur, ennfremur Krisuvikursvæði og Hengils- svæði. Sá galli er þó á svæðunum Reykjanesi og Svartsengi, að heita vatnið er salt sem sjór og henta þau betur til annarra nota. A Norðurlandi kæmu til greina háhitasvæðin Námafjall, Þeista- reykir og Krafla. t 30 ha ylræktarveri mundu vinna um 250 manns, og þvi er æskilegt, að starfsemin sé nálægt þéttbýli. bá verða samgöngur milli versins og flugvallar til út- flutnings að vea góðar og örugg- ar. Með þessi atriði i huga virðist ölfusdalur ofan Hveragerðis bjóða best skilyrði fyrir það yl- ræktarver, sem hér verður f jallað um. Þar er nægur varmi og gufa til raforkuframleiðslu, þéttbyli nærr og samgöngur ágætar við Keflavikurflugvöll, sem notaður yrði til útflutnings. Rafstöð yl- ræktarversins (14 MW) gæti tengst háspennulinum Lands- virkjunar, sem liggja rétt sunnan við dalinn og orðið mikils virði sem varaafl á mestu álagstimum ogi neyðartilfellum. Landrými er nægilegt i dalnum, en vegna fjalla, sem umlykja hann, er sól- argangur þar nokkru styttri en á opnu svæði. Úr þvi mætti bæta með aukinni raflýsingu eða með þvi að byggja verið sunnan Hveragerðis, en þá þyrfti að leiða heita vatnið um 3-5 km veg.” Gervilýsing A einum stað i skýrslunni segir svo: „Náttúruleg ljósskilyrði hér- lendis eru takmarkandi þáttur fyrir ylrækt á timabilinu október- mars og er gert ráð fyrir gervi- lýsingu á þessum tima til að tryggja sambærilegar vaxtarað- stæður og erlendis gerast. Hins vegar hefur ekki reynst unnt að afla nægilega haldgóðra upplýs- inga til að leyfa áætlun um af- urðaaukningu eða breytingar á uppskerutima með tilkomu gervi- lýsingar.” A öðrum stað i skýrslunni er gerð grein fyrir þvi hvaöa mánuði ársins náttúrubirtan er ekki næg, 33,5 hektarar ræktunarsvæði Stofnkostnaður 1480 miljónir króna að viðbættum 500 miljón króna stofnkostnaði vegna jarð- varmavirkjunar og 14 Mw raforkuvers Rekstrar- kostnaður 486 miljónir króna á ári Rekstrartekjur 650 miljónir króna 250 manna starfslið g hversu langan gervilýsingar- ima þurfi hvern mánuð. Lýs- ngataflan litur þannig út: Jktóber 31x4 T 124 timar Movember 30xl2t 360timar Desember 31x121 372timar lanúar 31x121 372timar Febrúar 28x5 t I40timar dars 31x2 1/2 t 80 timar á timabilinu 1448 tima. Gert er ráð fyrir að lýsa húsinu með 10 MW afli. Afraksturinn Um kostnað við framkvæmd- irnar og afrakstur segir i skýrsl- unni: „Heildarstofnkostnaður yl- ræktarversins án tonna er áætl- aður um 1480 Mkr. og reksturs- kostnaður 486 Mkr/ár. 1 reksturs- kostnaði er innifalið árgjald fyrir varma- og raforku, en stofnkostn- aður jarðvarmavirkja og 14 MW raforkuvers (500 Mkr.) er ekki talinn með i stofnkostnaði yl- ræktarversins. Uppskerumagn er miðað við góða meðaluppskeru á ársgrundvelli erlendis og þá gert ráð fyrir, að gervilýsing bæti úr lélegum birtuskilyrðum hér, en auki ekki uppskeru umfram það. Verð plantna er reiknað út frá markaðsverði á meginlandi Evrópu, en verð grænmetis mið- að við innlenda heildsölu. Rekstrartekjur ylræktarversins að frádregnurri sölu- og dreif- ingarkostnaði eru áætlaðar um 650 Mkr/ár og rekstrarafgangur án vaxta fyrir skatta þvi 164 Mkr/ár. Meðalendurheimta yrði um 11% af upprunalegri fjárfest- ingu fyrir skatta”. Asparagus plumosus A einum stað er skýrt frá þvi hvað ræktað skyldi: „Gerð var áætlun um ræktun á Asparagus plumosus (10 ha), Anthurium (10 ha), rósum (10 ha), græðlingum (1 ha). Alls var þvi reiknað með 33,5 ha ylræktar- veri”. Ræktun tegundanna virðist misjafnlega ábatasöm og sýnist þeim sem skýrsluna gerðu af- rakstrarniðurstöður þær, sem birtar eru hér að framan, ekki einhlitar, en i skýrslunni segir á einum stað: „Þessar niöúrstöður eru þó ekki einhlitar og virðist unnt að fá mun meiri hagkvæmni (21% meðalendurheimtu) með þvi að rækta aðeins Asparagus, Anthur- ium og græðlinga, en tap virðist vera á öðrum afurðum. Jafn- framt hefur ekki verið gerð til- raun til að finna bestu rekstrar- skilyrði hverrar afurðar, né tekið tillit til sérþarfa einstakra teg- unda. Þessar niðurstöður eru þvi fyrst og fremst visbending og gefa grófan samanburð á megin- kostnaðarþáttum og hlutfallslegri hagkvæmni tegunda”. Margt er enn ókannað Lokaorð ávarpsins með yl- ræktarskýrslunni hljóða svo: „Enda þótt meginniðurstöður athugana á rekstrargrundvelli yl- ræktarvers séu jákvæðar, þarf málið mun Itarlegri undirbúning og eru gerðar tillögur um verk- efni, sem vinna þarf áður en hægt er að taka ákvörðun um fram- kvæmdir. Lagt er til að: 1. kannaðir séu nánar möguleik- ar á samrekstri ylræktarvers og gufuaflsstöðvar miðað við á- lagskröfur til hvors um sig, og jafnframt athugað, hvort sam- starf við hið almenna dreifi- kerfi raforku (þar með eignar- aðild) kemur til greina svo hagkvæmt sé, 2. kannað sé nánar með hvaða hætti frárennslisvatn frá yl- ræktinni (80 gr. C) verði nýtt, t.d. til hitaveitu eða fiskræktar, eða gert óskaðlegt áður en þvi er hleypt út I umhverfið, 3. efldar verði sem fyrst islensk- ar rannsóknir á sviði ylræktar og er talið, að brýnustu og arð- bærustu rannsóknarverkefnin varði notkun gervilýsingar til að hafa áhrif á vaxtarhraða, afurðasemi og uppskerutima einstakra tegunda, 4. gerð verði hið fyrsta könnun á markaðsaðstæðum ýmissa yl- ræktarafurða, enda fáist þann- ig leiðbeinandi upplýsingar fyrir val á tegundum til rann- sókna. Jafnframt verði gerð at- hugun á hagkvæmustu leiðum til flutninga á afurðum, 5. fengin verði sérfræðileg aðstoð á vegum UNDP til að skipu- leggja og verða ráðgefandi um ylræktar- og markaðsrann- sóknir og athuganir á flutn- ingamálum. 6. hannaö verði upphitunar- og loftrækstingakerfi, sem henta fyrir islenskar aðstæður, 7. búnaður til gervilýsingar verði hannaður hérlendis, þannig að hann henti tii framleiðslu inn- anlands, 8. fram fari tilraunir meö ræktun valinna afurða, t.d. Chrysan- themumgræðlinga, Anthurium og Asparagus i lengri tlma áður en ákvörðun um endanlega framkvæmd verði tekin, til að kanna hugsanleg lifeðlisfræði- leg áhrif gjörlýsingar. Verði tilraunaræktun þessi einnig i nægilega stórum stil til þess að senda afurðir á markaði og kanna viðskiptaleiðir og mark- aðsviðtökur. 9. sérstaklega verði athugað á hvern hátt eignaraðild og rekstrarábyrgð i ylræktarveri skuli hagað. Mjög vel kemur til greina að semja við einstaka garðyrkjubændur um ræktun einstakra tegunda og þá ákveð- ins magns, og mundi þá við- komandi garðyrkjubóndi njóta sameiginlegrar þjónustu og ráðgjafar. Slikt fyrirkomulag gæti og stóreflt ylrækt viðar um landið, eftir að traust erlend markaðssambönd væru komin. Hugsanlegt væri einnig að veita aðstoð til eignaraðildar ein- staklinga eða leigja út einstaka hluta versins til sjálfstæðs garðyrkjubónda, sem starfa myndi þá innan heildarskipu- lags og njóta sameiginlegrar þjónustu og ráðgjafar. Eðlileg- ast er, að um þetta verði f jallað I samráði við samtök garð- yrkjubænda”. Þö er mikið starf unnið Allsendis er óhugsandi að gera fullnægjandi grein fyrir starfi þeirra visindamanna, sem að skýrslu þessari standa, né heldur skýrslunni sjálfri, en hún er tæp- ar 100 vélritaðarsiður. Greinilegt er þó að mikið starf hefur verið unnið við gerð þessarar skýrslu, og augljóslega margir nýtinga- möguleikar á þeim auðlindum, sem landið hefur upp á að bjdða enn ónýttir. En þvi er þessi úr- dráttur gerður hér, að hann mætti verða til þess að vekja einhverja þá til umhugsunar um enn frekari nýtingu landsins gæða, og jafn- framt til þess að sýna, að visinda- menn okkar hafast nokkuð að þó ekki sé að jafnaði I hávegum haft. —úþ |af rannsóknarstarfsemi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.