Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Langardagar 7. septcmber 1»74. Gamalt land 50 Skáldsaga eftir J.B. Priestley i málaraslopp og sýndist vera litil, seigluleg kona með stutt- klippt hvitt hár og dökkleitt andlit með hvössum augum; sambland af gömlu frænku, málara og sigaunaspákonu. — Þú virðist heitur og þreyttur. Hann viðurkenndi að hann væri hvort tveggja. — Drykk? Bað? Hvort á undan? — Bað, takk fyrir. — Skynsamlegt. Og drykkirnir eru þarna inni — i setustofunni — og fáðu þér sjálfur þegar þú kem- ur niður. Ég ætla að snyrta mig til og elda svo eitthvað. Ég er ekki svo afleit eldabuska þegar ég gef mér tima til þess. En það er ekk- ert gaman að elda handa sjálfum sér. Og þess vegna lifi ég mest- megnis á köldu snarli, eins og hæna. Komdu, ég skal sýna þér herbergið þitt. Og útskýra ýmis- legtum leið. Hún gekk á undan og hélt áfram að tala. — í þessum enda er setustofan, eldhúsið og borðstofan — og þrir fylla hana og fjórir troðfylla. 1 hinum endanum — hinum megin við ganginn sem ég byggði — er vinnustofan min á allri neðri hæðinni, og uppi eru gestaherbergin tvö og baðher- bergi. Annað herbergið er eigin- lega ætlað henni frænku minni, Júdy og það er fullt af dóti frá henni. Ég læt þig i hitt herbergið. Og þá förum við upp. 1 þessum enda hússins var heilsusamlegur þefur af terpen- tinu og kalki. Svefnherbergið sem hún visaði honum inn i var litið og búið látlausum húsgögnum, en þar var bókahilla og náttlampi,og nokkrar óinnrammaðar rauðkrit- arteikningar höfðu verið festar upp á beinhvita veggina. Glugg- inn vissi að bakgarðinum.og það- an sáust dökku, úfnu útlinurnar sem hann hafði áður tekið eftir. — Dartmoor? — Byrjunin á þvi. Og mér finnst það dásamlegt.en ég mála það aldrei. Snerti ekki á neinu nema kyrralifsmyndum lengur. Jæja,heldurðuaðþig vanhagi um nokkuð? Segðu til ef svo er, þvi að ég fer rétt strax i eldhúsið, hinum megin, en auðvitað gætirðu reynt að stinga höfðinu út um gluggann og æpa. Eins og herbergið og trúlega rúmið lika var baðkarið fulllitið handa honum, en þegar hann var búinn að hagnýta sér það og kom- inn I hrein og þurr föt, fannst hon- um hann undarlega hagvanur á þessum framandi stað, kvenleg- um, en þó næstum meinlætaleg- um og gerólikam öllu öðru sem hann hafði áður kynnst. En samt var eins og einhver hulinn hluti af sjálfum honum hefði beðið þess aö kynnast honum. Hann gekk niður stigann og eftir ganginum og inn i setustofuna, rétt eins og það væri ekki i fyrsta skipti, held- ur hundraðasta. Hann blandaði sér veika ginblöndu, dreypti á henni þegar hann hafði tekið sér sæti i stærsta stólnum og horfði makindalega á myndir á veggn- um á móti, fór slðan að dotta. Glamur i glösum vakti hann. Frú Oliver var komin inn, uppábúin I svörtu pilsi og skær- grænum jakka. — Viltu annan drykk? Gott. Það er ekkert vin til, bara whiský og bjór. Og mér finnst vin betra, en ég gleymdi þvi. Ég er stundum dálítið við- utan. Jæja, en við fáum lamba- smásteik, sagði hún hróðug. — Lauktertu, ost, ávexti og það virðist kannski samtiningur eftir kjötkatlana i London, en á þess- um slóöum nálgast það veislu, þvi máttu trúa. Og ég tæki það örugg- lega fram yfir það sem þeir fram- reiða 1 kvöld á Abbey Lodge, hótelinu niður með veginum — þú hlýtur að hafa tekið eftir þvi þeg- ar þú komst. Reyndar vinnur hann faðir þinn þar. Hún sagði þetta næstum of kæruleysislega. — Hvað gerir hann þar? Hann reyndi sjálfur að gera rödd sina kæruleysislega. — Hann er eins konar húskarl. En við skulum koma að þvi seinna. Reynum heldur að troða okkurinni borðstofuna mina. Allt er komið á borðið. Komdu með whiskýið, ef þú skyldir vilja það. Meðan þau snæddu, heimtaði hún að hann segði fyrst sögu sina alveg frá upphafi. — Við erum vinir, faðir þinn og ég — og Judý þekkir hann auðvitað lika — en hann má sjaldan vera að þvi að rifja upp minningar og virðist helst ekki vilja fara lengra aftur i timann en nokkur ár. Og auðvitað er ég forvitin. Og ef þú getur sagt Judý og honum gamla Firmiusi hennar það, þá ættirðu lika að geta sagt mér það. Ekki siður, ef nokkuð væri. Alla söguna, takk fyrir, frá upphafi til enda. Hann gerði hlé á frásögn sinni meðan hún tók af borðinu,og siðan drukku þau kaffi i setustofunni.og klukkan var orðin yfir niu þegar hann hafði lokið máli sinu. — Og eftir alla þessa sólarsögu, frú Oli- ver, ættirðu að skilja, að það er ekkert skjall, þegar ég segi að bréfið frá þér i morgun hafi verið óvæntasta og mesta gleðiefni sem ég hef orðið fyrir siðan ég kom til Englands. Ég er ákaflega þakk- látur. Hann brosti til hennar. — En nú hef ég sagt þér allt af létta, og nú finnst mér röðin komin að þér að útskýra. — Hvar á ég að byrja? — Tja — við skulum sjá — — Andartak — Tom! Ég má kalla þig Tom, er það ekki? Spyrðu mig engra spurninga sem koma Judý við og ekki mér. Ungar konur eins og Judý verða fokreiðar ef einhver annar reynir að útskýra hvað þær ætlast fyrir. Þær halda að þær séu svo marg- brotnar og auk þess þykir þeim gaman að útskýra sig sjálfar. Og ef mér finnst þú vera að seilast inn á yfirráðasvæði Judýar, þá aðvara ég þig. En kannski ætti ég að byrja á þvi að segja þér frá sjálfri mér. Ég lofa að vera stutt- orð. — Það vildi ég gjarnan — má ég segja Alison? — Auðvitað, Tom. Ég missti manninn fyrir sex árum. Hann var sögukennari — fyrst I Exeter, siðan Manchester og þá i Cam- brigde —hannvarfráDevon. Það var lfka þess vegna sem ég vildi gjarnan bjóða þér gistingu. Þú ert lika sögukennari, er það ekki? Við tókum Judý að okkur eftir að foreldrar hennar fórust fyrir fjórtán árum. Faðir hennar var bróðir minn. Ég er atvinnumál- ari. Enginn snillingur en ég hef haldið nokkrar einkasýningar i London og selt myndir á mörg opinber söfn. Ég skal sýna þér sitt af hverju á morgun. Ég geri aðal- lega kyrralifsmyndir, ósköp kvenlegt allt saman, flnlegt og snyrtilegt, þótt ekki verði það sama sagt um sjálfa mig. En ég fikta dálitið við það abstrakt vegna þess — nei, ekki vegna þess — ef ég fer að tala um málaralist þá færðu aldrei að heyra orð um föður þinn. — Ég hef verið að velta fyrir mér, hvort þú vissir að hann var einu sinni að föndra við að mála. — Jú — já, vissulega. Abbey Lodge, hótelið hans, er opið megnið af árinu, og þegar sumar- leyfistlminn er á enda, er þar býsna rólegt. Og þegar Judý er heima, förum við stundum þang- að að fá okkur drykk. Charles — allir kalla föður þinn Charles eða Charlie — vinnur þar áfram þeg- ar íhlaupafólkið er farið. Ekki vega þess að hann sé svo mikils metinn, heldur vegna þess að hann er láglaunaður. En ég vil ekki faraútl það núna. Við skulum sleppa hótelinu, þangað til þú hefur séð það sjálfur. En við Judý kynntumst honum. Hann heyrði að við vorum að tala saman um málverk. Seinna fór hann að koma hingað stundum þegar hann átti fri, og ég lánaði honum áhöld, leyfði honum að mála á texplötu eða gamlan striga, og svo unnum við sitt i hvoru horni á vinnustofunni. Hann var ekki sér- lega góður og hann vissi það, en hann hafði komið sér upp kenn- ingu, nýju viðhorfi meðan hann hafði bjástrað tlmunum saman við hanastél og kartöfluflögur, og honum þótti gaman að fá að reyna. Og nú verð ég að segja þér eitt — það skiptir talsverðu máli — ég hef engan rómantiskan né tilfinnanlegan áhuga á honum ' sjálf, og láttu þér ekki detta i hug að ég hafi nokkurn tima haft áhuga á að giftast honum eða búa með honum. Mér fellur vel við hann, ég hef samúð með honum og ég er forvitin um hann sem mann — en það er allt og sumt. — Hvernig stóð á þvi að Judý var svona fljót til að uppgötva tengsl hans við mig? — Vegna þess að við vissum sitt af hverju, þótt við vissum ekki alla söguna. Við vissum að hann hét i rauninni Adamson. Við vissum að hann átti fjölskyldu — lika son — sem hafði flust til Ástralíu fyrir löngu. Við vissum meira að segja að þú hést Tom. Indversk undraveröld Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breytt úrval af austurlenskum skraut- og list- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrval af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af mussum. Nýtt úrval af reykelsi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætlð gleður, fáið þér I Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). flMflMlSÍSWSllSffil LAUGARDAGUK 7. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Helga Harðardóttir les söguna „Lyklana” eftir Sigurbjörn Sveinsson. Til- kynningar. Létt lög milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Tónlcikar: a. Don-kó- sakkakórinn syngur rúss- nesk lög. b. Rússnesk bala- lajkahljómsveit leikur. 14.00 Vikan sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni 15.00 Miðdegistónleikar Útvarpshljómsveitin i -Berlin leikur Introduction og Allegro eftir Maurice Ravel, Nikanor Zabaleta leikur á hörpu, Ferenc Fri- csay stjórnar. I Musici leika Oktett i Es-dúr op. 20 eftir Felix Mendelssohn-Barth- oldy. 15.45 A ferðinni ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 Horft um öxl og fram á við Gisli Helgason fjallar um útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar næstu. 17.30 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kólumbíukvöld a. Þórir Ólafsson hagfræðingur talar um land og þjóð. b. Flutt þjóðleg tónlist og lesin smá- saga. 20.50 Sönglög eftir TURE Rangström Elisabeth Söderström, Erik Saeden, Aase Nordmo Lövberg, Joel Berglund og Kerstin Meyer syngja. 21.10 Kirkjugarðsævintýr smásaga eftir Guy de Maupassant Aðalgeir Kristjánsson islenskaði. Guðrún Guðlaugsdóttir les. 21.30 Tveir konsertar fyrir mandólin og strengjahljóð- færi Alessandro Pitelli og I Solisti Veneti leika Claudion Scimona stj. a. Konsert fyr- ir mandólin og strengjasveit eftir Domenico Caudiso. b. Konsert I G-dúr fyrir mandólin, tvær fiölur og kontrabassa eftir Giuseppi Giuliano. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 7. september, 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Duke Ellington. Sjón- varpsupptaka frá jasstón- leikum I Bandarikjunum. Auk Ellingtons kemur fram á þessum hljómleikum fjöldi af frægu listafólki, þar á meðal Sammy Davis. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.35 Borgir. Kanadískur fræðslumyndaflokkur um borgir og borgarllf, byggður á bókum eftir Lewis Mum- ford. 6. þáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Rógburður. (The Childr- en’s Hour). Bandarlsk bió- mynd frá árinu 1961. Leik- stjóri William Wyler. Aðal- hlutverk Audrey Hepburn, Shirley McLaine og James Garner. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin greinir frá tveimur ungum kennslukonum, sem koma á fót einkaskóla og reka hann af miklum dugnaði. Þær njóta I fyrstu mikilla vin- sælda hjá foreldrum jafnt sem nemendum, en fyrr en varir skellur ógæfan yfir. Ein af námsmeyjunum breiðirútsögu, þar sem gef- ið er I skyn, að samband þeirra kennslukvennanna sé ekki að öllu leyti heilbrigt. 23.45 Dagskrárlok MINNINGARSPJÖLD , MINNINGARSJÓÐSÍ ÍSLENSKRAR ALÞÝÐU UM Sigfús Sigurhjartarson fást á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins Grettisgötu 3 og Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. UH U(j SKARIGHIPIR KCRNFLÍUS JONSSOM SKÖLW0ROUSIÍU8 BANKASIR4U6 ,J»HfctH->Hat8600 VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Z-kasanr LagerstærSir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar sUerðir.smiðaðar oftír beiðnl OLUGQA8MIÐJAN StðuMíla 12 - SU 3S220 ©M) SeNDIBÍLASTÖBINHf Auglýsingasíminn er 17500 DJOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.