Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. nóvember 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM PÓLITÍSKAN SÍMAHASAR Eitt af þvl sem menn aldrei minnast á nema setja upp djúpfrystan alvörusvip er tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er skrltinn fugl. Það er mikilvægt, háleitt og sameign okkar allra. Fyrrnefndur alvörusvipur er hins vegar sjúkdómseinkenni heilalömunar eða skoð- analegrar vatnsorkusálsýki sem viðist slá alla jafnt þegar þetta hugtak ber á góma. Þetta minnir einna helst á lamandi sefj- unarkraft fljúgandi svana I lyrikkinni. Þjóðin er svo lyrisk. Hugtök eins og tjáningarfrelsi eru annað veifið að fljúga hjá, en þau fljúga of hátt til að viö séum neitt að skoða þau I smáatriðum. Við bara hættum að hugsa, hlustum á þau kvaka og horfum á þau svifa út I buskann. Það er hrifningin af þessum hugtökum sem er sameign okkar og svo náttúrlega athug- unarleysið sem fylgir allri hrifningu. Og ekki nóg með það. Svörtu systkinin þessara hvltu hugtaka þau fljúga jafnvel enn hærra og fjær'öllu þvl sem stendur I báðar lappir á jörðunni. Hversu oft heyrum við ekki um það talað og hversu oft lesum við ekki um það að það sé meinlegur ókostur og megnasta takmörkun að eiga engin dagblöð nema þau sem póli- tisku flokkarnir ráða. En þetta er ekki rætt í neinum áþreifanleg- um smáatriðum. Gæti verið að þetta skýrði sig sjálft? Úr llkingunni I dæmisöguna. Fyrir tæpum áratug varð ég fyrir þeirri lifsreynslu að vera ritskoðaður alveg vafn- ingalaust. Ég hafði samið við heimilisblað hér i bæn- um um að skrifa fyrir það lýsingu á ákveðn- um atburði i sjávarplássi. Greinin hófst á inngangi sem lýsti staðn- um. Upplýsingarnar voru úr samtölum við staðarbúa og raunar var þetta saga nokkuö margra sjávarplássa um leiö. Barátta við náttúruöflin, þarámeðal kapitalismann. Eitt- hvað var vikið að þvl óláni þorpsbúa að hver auðmaðurinn á fætur öðrum hefði eignast at- vinnutæki staðarins, fjárfest ágóðann I Reykjavik, manóreað heimafyrirtækjunum á hausinn og farið suður til eigna sinna en skil- ið staðinn eftir I rúst handa næsta „athafna- manni” að kaupa á slikk og leika sama leik- inn. Þessi inngangskafli var strikaður út úr greininni. Ritstjórinn sagði mér að eigandi ritsins, ungur ihaldsmaöur sem við getum bara kallað N.N., hefði gert það. Honum fannst þetta vera kommúnismi. Þessu kyngdi ég, djöfuls aulinn. Og fannst meir að segja bót I máli, ef satt væri, aö al- menn skoðun fólks I sjávarplássi væri komm- únismi enda þótt fólkið ætti eftir að átta sig á þessu og væri enn að kjósa íhaldið. Ritstjórinn sagði við mig nokkur hu^g- unarorð i þessu sambandi. — Það eru nú aðallega húsmæður sem lesa þetta blað, Þorgeir minn, og þær hafa lítið við svona efni að gera. Skrifaöu bara skáldsögu um þetta, ha. Þá var enn ekki fariö að kalla þjóðfélags- legt samhengi innihaldslaust tlskuorð. Þaö kom seinna. Síöan þetta gerðist hef ég ekki látiö strika út parta úr greinum hjá mér. En nú segir meira af N.N. Litlu slöar hætti heimilisblaðið hans að koma út og hann gekk i Alþýðuflokkinn. Það var á miðvikudegi. Sagan segir að honum hafi hlotnast embætti á hvern virkan dag út þá viku. Það þriðja og seinasta á laugardagsmorgunn. Ekki dreg ég af þessu neina neikvæða ályktun nema þá að laugardagsfriin voru ekki komin til þegar þetta gerðist. Engu fagna ég meir en þvi að menn kasti trúnni á einkakapitalið og hallist að félagslegum framkvæmdum I einhverri mynd. En það verður að gera kröfu til sinnaskipta eins og annarra hluta. Og N.N. þessi hefur bersýnilega haldið á- fram að fleyta kerlingar yfir flokkana til vinstri þvi nýlega var ég að skrifa I vinstr- asta dagblað landsins og hóa I einhverjar umræöurum „opinbert hneyksli” eins og það heitir þegar kerfispólitikusarnir eru að grlpa handfylli af einhverju kerfisleyndarmálinu og henda upp i augun á mótstöðumanni sin- um á almannafæri svo hann verði viðráðan- legri á næsta nefndarfundi — auðvitað þóttist ég hafa vit á málinu og leiðrétti einhverjar missagnir og rangfærslur — en hver er það þá sem hringir eftir að skrifið birtist nema sjálfur N.N. og er reiður, hneykslaður og sár. — Hvað á það að þýða að birta greinar sem styðja málstaö íhaldsmanna? segir þessi voldugi maður og vinstrisinnaði. Ekki kærir hann sig þó um að skrifa og hrekja það sem sagt hefur verið. Ekki frekar en forðum. Ansar liklega ekki hverju sem er. Eða hann vill fá frið fyrir sannleikanum til að tefla sina refskák bakvið tjöldin. Þó er það nú svo að einmitt sannleikurinn og þekkingin hefðu getað hvislað að honum mörgum góðum leik I þeirri skák ef sinna- skiptin hefðu verið nógu gagnger til að koma honum I samband við þau fyrirbæri. Nú má ekki gleyma þvi að þetta er algild dæmisaga og heldur ekki draga af henni fleiri eða þrengri ályktanir en ég geri sjálfur. Leyfilegar ályktanir eru I bili þessar: Gróf og bein ritskoöun er hreinn greiði við mannkynið hjá þeim hugsunarhætti óbeinnar ritskoðunar sem þrifst I skjóli vöntunar á al- veg óháðum málgögnum. Þessi hugsunarháttur birtist óðgeðslega i pólitiskum simahasar sem ALLIR atvinnu- pólitikusar stunda meira og minna. Þetta tef- ur llka tlma ritstjóranna sem ættu að hafa annað og merkara viö timann að gera. I skjóli rikisstuddrar einokunar flokkanna á dagblöðum og öðrum fjölmiðlum fær vof- veifleg tilhneiging allt of mikinn stuðning. Tilhneiging til nýrrar stéttaskiptingar milli valdamanna, atvinnupólitlkusa annars vegar og sauðsvarts almúgans hins vegar. Þessi nýju valdahlutföll ýta lika undir þá stórlygi að þessi almenningur sé „laus við stétta- skiptingu”. Sameiginleg áhugamál og hagsmunaeining þeirra 429 manna úr öllum flokkum sem ráða hér mestöllu eru að verða djúptækari og raunverulegri en ágreiningsefnin sem þeir nota eftir föstum reglum til aö halda hver öðrum I skefjum og slá ryki I augun á okkur. Falstónninn I deilum þeirra verður lika til þess að breiða yfir raunverulega stéttaskiptingu úr þvl sumir flokkanna telja sig enn fulltrúa ákveðinna stétta. ■ ■ ■ Og nú til likingarinnar aftur. Sjónvarpið er mubbla.Það vita allir og reikna ekki með öðru. En dagblöðin eru máski ekki enn orðin að mubblum, Tjáningarfrelsið er skritinn fugl. Lömuð af hrifningu störfum við á hann fljúga hjá en á meðan við hrifumst eru aðrir að plokka af honum eina og eina fjöður. Það merkist ekki næst þegar hann kemur. Og svo þegar álftin er fullplokkuð þá verða dagblöðin máski ekki nema borðstofustól- arnir sem klikan situr á viö allsnægtaborðið. Og hún gæðir sér á grillsteiktu tjáningar- frelsinu. Þorgeir Þorgeirsson Ekki bara falleg Hurðirnar okkar þekkjast af fallegri áferð, völdu efni og faglegum frágangi. Hitt sést ekki eins vel. Þær eru gerðar með fullkomnustu tækni, sem hér þekkist. Smiðirnir hjá okkur smíða fátt annað en hurðir, — en því meira af hurðum. Þess vegna merkjum við hurðirnar, sem fara frá okkur. Þá geta allir séð, að þær eru ekki bara fallegar, — heldur líka góðar. SEINNIHURDIR ■ GÆDI í FYRIRRÚMI SIGURÐUR 144*-1 ELÍASSONHF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 FRAMLEKKIM: GLUGGAVEGGI PANORAMA H JARAGLUGGA E V R I S O L G L U G G A GLUGGAEFNI V I P P U — úr timbri klædda með '^Jprofllum. — Rlugga — með þcttilistum — þakglugga — samkvæmt sérteikningum — úr furu samkvæmt íslenzkum staðli — bílskúrshurðir Gluggasmicfjan Gissur Simonarson, Sidumúla 20, simi 38220

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.