Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. desember 1974. (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Skólavörðust. 19. Sírni 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f. MÚÐVIIJINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS VILHJÁLMI ATT A BREKKUNA Fyrsta afrek nýju viðreisnarstjórnar- innar i menningarmálum hefur nýlega séð dagsljósið, en það er lagafrumvarp sem felur það i sér að setja af núverandi út- varpsráð og kjósa i staðinn nýtt sem er ihaldsflokkunum og forustumönnum þeirra betur að skapi. Þjóðin hefur mikla reynslu af ihalds- sjónarmiðunum i rikisfjölmiðlum. Það var einmitt sú stefna, sem réði þvi að ýmsir þekktir og ágætir útvarpsmenn voru reknir frá stofnuninni. Má þar nefna Jónas Árnason, Magnús Torfa Ólafsson, Ólaf Ragnar Grimsson og Pál Bergþórs- son. Til dæmis um ofstækið skal þess getið að sá siðastnefndi var rekinn vegna þáttar sem hann flutti um veðrið. Þess má lika geta að Ólafur Ragnar var rekinn frá út- varpsdagskrám er hann annaðist,eftir að einn ráðherranna i þáverandi rikisstjórn hafði tekið upptöku með þætti heim til sin og kveðið upp sinn dóm: Þetta efni má aldrei flytja! Það er heldur ekki svo ýkja langt siðan flutt var á alþingi lagafrum- varp um að róttækum viðhorfum vinstri- manna skyldi bannað að koma þar fram. Frumvarpið um breytingu á lögunum um útvarpsráð er fram komið vegna þess að núverandi útvarpsráð undir forustu Njarðar P. Njarðvik hefur verið óhæfilega frjálslynt að dómi afturhaldsaflanna. Ráðið hefur leyft það að allskonar skoðan- ir hafa fengið að koma fram i útvarpinu. Núverandi útvarpsráð starfaði enda ákaf- lega vel samkvæmt anda þeirra laga, sem sett voru á timum viðreisnarstjórnarinnar raunar, sem m.a. gerðu ráð fyrir auknu frelsi ráðsins til ákvarðana. Vissulega voru þau lög gölluð að þvi leyti að ráðinu voru gefin of takmörkuð völd gagnvart embættismannaliðinu, enda kom til árekstra milli þess og embættismannanna á timum núverandi útvarpsráðs, þar sem þeir fyrrnefndu voru i mörgum tilfellum útverðir viðreisnarstefnunnar i menn- ingarmálum. En hvað sem þvi liður má segja að núverandi útvarpsráð hafi mark- að þáttaskil i sögu útvarpsins. En nú á að breyta til. Nú skal hvorki verða hátt til lofts né vitt til veggja. Nú skal þrengja kosti starfsmanna útvarps- ins, þrengja aðgang að útvarpinu fyrir utanaðkomandi menn, þrengja þann hring við þá sem hafa flokksskirteini i Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknarflokknum —■ sem hafa helst af öllu skrifað undir Votergeitvixilinn. Nú á það ekki lengur að vera útvarp Reykjavik, — nú á það að heita Útvarp Morgunblað; Moggaviðhorf- in eiga að verða einráð i Rikisútvarpinu, þessum fjölmiðli þjóðarinnar. En frumvarpið um útvarpsráð er lik- lega aðeins fyrsta skrefið. Enn mun ihald- ið etja Vilhjálmi Hjálmarssyni á brekk- una. Skyldu það ekki verða skólarnir næst? Eða hvað boða leiðaraskrif Morgunblaðsins gegn islenskum náms- mönnum? Má kannski búast við þvi að næst flytji sá annars ágæti maður Vil- hjálmur Hjálmarsson stjórnarfrumvarp um að bannað sé að hafa róttækar skoðan- ir i Háskólanum? Vonandi eru hlustunar- skilyrðin á Austurlandi ekki svo slæm, að Vilhjálmi sé ekki kunnugt um að ihaldið vill fyrst og fremst nýtt útvarpsráð til þess að banna isl, námsmönnum að hafa vinstrisinnaðar skoðanir og að útvarpa þeim. Aðalmaður ihaldsins i útvarpsráði hefur á undanförnum árum verið Magnús Þórð- arson, starfsmaður NATO á Islandi — raunar sá eini sem sliku starfi gegnir. Hann hefur á siðustu þremur árum ein- beitt sér gegn hverskonar viðsýnni út- varpsstefnu, en hefur ekki flutt aðrar til- lögur en þá að kynna NATO i sjónvarpinu! Það þarf engum að koma á óvart. En það eru slikir einstaklingar sem ihaldið ætlar að leiða til vegs i Rikisútvarpinu; þegar loksins er búið að loka Keflavikursjón- varpinu á að gera islenska rikisútvarpið að flaggskipi sjónarmiða amerikanism- ans á íslandi. Það eru mikil tiðindi og ill. Vonandi man Sisco sá, sem nú nýtur gistivináttu Einars Ágústssonar, eftir að þakka fyrir þennan vinargreiða — um leið og hann þakkar fyrir sveigjanleikann og stór- mennskuna i herstöðvamálinu. þingsjá þjóðviljans Stofnlánasjóður vöru- bifreiða og vinnuvéla Alþingi ályktar aö skora á rikisstjórnina aö hlutast tii um, aö komiö veröi á fót stofnlána- sjóöi, sem hefði þaö hlutverk aö veita stofnlán tii kaupa á vörubif- reiðum, langferöabifreiöum og stórvirkum vinnuvélum. V eiði- heimildir við Eyjar Þrir þingmennSuöurlands, þeir Guölaugur Gislason, Garöar Sig- urösson og Þórarinn Sigurjóns- son, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum frá þvi i fyrra um veiöar með botnvörpu, flot- vörpu og dragnót i fiskveiðiland- helginni. Um er að ræða að skipum 105 brúttólestir aö stærö og minni verði heimilt að stunda veiöar á ákveönu svæði, D8, rétt vestan Eyja um 2ja mánaöa skeiö árlega frá miðjum febrúar fram i miðjan april ár hvert. Slik heim- ild var I gildi frá 1969 til 1973. Svæðið nær upp að suðurströnd meginlandsins og takmarkast aö austan af linu sem dregin er þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman og að vestan af linu réttvisandi suð- vestur frá Þjórsárósi. Þingsályktunartillögu þessa flytja þeir Helgi Seljan, Karvel Pálmason og Páll Pétursson, og er hún endurflutt frá siðasta þingi. Vörubifreiðar hvers konar verða sifellt stærri og dýrari og útbúnaður allur fullkomnari og um leiö kostnaðarsamari. Vöru- flutningar á landi með stórum bifreiðum fara sivaxandi m.a. vegna bættra vegasamgangna landshluta á milli. Nauðsyn góðrar þjónustu I far- þegaflutningi með bifreiöum er ó- tviræð og brýn þörf á þvi, að skipulag þessa þáttar samgangna verði eflt og bætt stórlega. En langferðabifreiðar eru dýr tæki, og þar sem samgöngur eru efið- astar, vegir viða slæmir, en þörf- in um leið allra mest á þessum samgöngutækjum, þar er á- standið oftlega lakast, einmitt vegna þess, að viðskiptin eru hvergi nærrí nægileg til að bera uppi eðiilega endurnýjun. Sums staðar liggur við stöðvun af þess- um ástæðum. Stórvirkar vinnuvélar hvers konar eru æ meira notaöar, kran- ar, gröfur, ýtur o.s.frv., og einnig þessi tæki verða fullkomnari og um leið dýrari. Staðreynd er, að allir þeir, sem hefja vilja atvinnu á einhverju þvi sviði, Sem hér er nefnt, og þurfa til þess að eignast atvinnu- tækið, eiga mjög erfitt með það, séu þeir ekki þvi fjáðari fyrir eða hafi óvenjugott lánstraust i banka. Þvi hlýtur að vera á þvi nauðsyn, að þessir aðilar eigi kost á eðlilegri fyrirgreiðslu i stofn- lánum, en hún er ekki fyrir hendi I dag. Nýir varaþingmenn Skúli. Sverrir. t gær tóku sæti ó alþingi þrir varamenn I forföllum þing- manna. Skúii Aiexandersson á Hellissandi tekur sæti Jónasar Árnasonar sem hverfur af þingi um sinn vegna anna. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir tekur sæti það sem Gunnar Ragnheiður. Sveinsson hefur skipað i fjarveru Jóns Skaftasonar. Loks tekur Sverrir Bergmann læknir sæti á þingi, og er hann varamaður Einars Agústssonar, utanrikisráðherra, sem fer utan i embættiserindum. Þau Ragnheiður og Sverrir hafa ekki áður setiö á þingi. Athugun á Laxalóni Alþingi ályktar aö kjósa nefnd 5 manna, er rannsaki orsakir deiina þeirra, sem risið hafa vegna starfsemi fiskeidisstöðv- arinnar að Laxaióni. Skulu sér- staklega rannsakaðar ástæður þær, scm tii þess liggja, að yfir- völd hafa neitaö um nauösynleg leyfi til frjálsrar söiu og meðferö- ar á afuröum stöðvarinnar. Fimm þingmenn úr öllum flokkum bera fram þessa tillögu, og var hún einnig á dagskrá I fyrra, flutningsmenn eru: Jón Arm. Héðinsson, Sverrir Her- mannsson, Karvel Páimason, Geir Gunnarsson og Gunniaugur Finnsson. í greinargerð segir m.a.: Það hefur varla farið fram hjá mönnum, að málaferli og alvar- legar deilur hafa risið I sambandi viö ræktun, eldi og rekstur lax- eldisstöðvarinnar i Laxalóni, einkum að þvi er varðar regn- bogasilungsstofninn, sem stöðin á og hefur ræktað siðustu tvo ára- tugi. Þessar deilur hafa verið á milli eiganda stöðvarinnar, Skúla Pálssonar, fiskræktarbónda i Laxalóni og veiðimálastjóra, Þórs Guðjónssonar.og siöar fisk- sjúkdómanefndar. Verða slikar deilur að teljast mjög óheppilegar og skaðlegar fyrir þróun fisk- ræktarmálanna i landinu. Vegna þess að ekki hafa fengist heilbrigðisvottorð sem eru nauð- synleg forsenda fyrir útflutnings- leyfi og útflutningi á regnboga- silungsafurðum frá laxeldisstöð- inni i Laxalóni, hefur á undan- förnum árum orðið að grafa i jörð miljóna virði af regnbogasilungs- hrognum og eyðileggja frystan regnbogasilung til manneldis, sem nógir kaupendur voru að. Gera má ráð fyrir þvi, að hefði þróun I eldi og ræktun regnboga- silungs á íslandi verið með eðli- legum hætti og árekstralaus og nyti stuðnings fiskræktaryfir- valdanna i landinu, væri risinn hér upp myndarlegur visir að þýðingarmikilli atvinnugrein, sem fiskeldiö er og mikil áhersla er lögð á að styðja af alefli hjá ná- grannaþjóðum okkar. í kjölfar þessa hefði svo að sjálfsögðu risið upp viðtæk ræktun og eldi i is- lensku bleikjunni og unniö aö markaði fyrir hana erlendis. Sú staðreynd virðist fyrir hendi, aö regnbogasilungsstofn- inn I laxeldisstööinni i Laxalóni sé hraustur, heilbrigður og ósýktur, sennilega eini stofninn i Evrópu af þessari verðmiklu fisktegund, sem svo vel er ástatt fyrir. Þess vegna er brýn nauðsyn, að mál þetta verði athugað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.