Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júlt 1975. DJÚÐVIUINN MALGAGN SÖ'S'IALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjdri: Eiöur Bergmann Eitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. 1974 VAR GOTT ÁR Sem kunnugt er og menn muna væntan- lega kvað á sl. ári sifellt við söngurinn um að allt væri að fara i kalda kol i efnahags- málum þjóðarinnar i áróðursgögnum ihaldsins. Þessi áróður varð svo magnaður um tima að með honum tókst ihaldinu að særa til fylgis við sig nokkurn hóp kjósenda sem ekki hafði fylgt Sjálf- stæðisflokknum i kosningunum 1971. Og mest er þó það áróðursafrek ihaldsafl- anna að þeim tókst að fleka framsókn til fylgisspektar við sig i stórkostlegustu kjararáns- og verðhækkanaherferð sem yfir hefur gengið á jafnskömmum tima. Nú hafa ýmsir aðilar i þjóðfélaginu að undanförnu verið að birta* skýrslur sinar um afkomu siðasta árs. Er þar næsta fróð- legt að virða fyrir sér tölurnar og bera þær saman við barlómssönginn sem sunginn var. í þessum tölum kemur fram ma., að sum þeirra fyrirtækja sem birt hafa skýrslur sinar hafa grætt mörg hundruð miljónir króna. Til að mynda græddi Eim- skipafélag Islands samkvæmt eigin reikn- ingum mörg hundruð miljónir króna. Þá hefur komið fram i ársskýrslum kaup- félaganna verulegur hagnaður á sl. ári og i ársskýrslum SIS kom fram gróði upp á hundruð miljóna. Nýlega birti einn rikisbankanna, Búnaðarbankinn ársskýrslu sina fyrir sl. ár. Þar kemur fram margt afar fróðlegt, en þar segir orðrétt i inngangi skýrslunn- ar: ,,Árið 1974 varð Búnaðarbankanum gott ár. Innlánsaukning i bankanum varð með almesta móti á árinu, hlutfallslega séð og sú langmesta i krónum talið. Til marks um hagfellda þróun siðustu ára er sú stað- reynd, að innstæður viðskiptavinanna hafa meir en tvöfaldast á þrem árum. Vöxtur innlána hjá viðskiptabönkunum varð 28,2% á árinu og nam i árslok 32,6 miljörðum. Hins vegar varð 31,5% aukn- ing i Búnaðarbankanum og hefur hann nú yfir að ráða 22,6% af heildarinnlánum við- skiptabankanna sjö.” Ennfremur segir: „Sem afleiðing stefn- unnar i útlánamálum hefur lausaf járstaða bankans verið góð, en hún er einmitt mælikvarðinn á sambandið milli fjár- magnsins sem bankinn hefur yfir að ráða og ráðstöfunar þess.” Þetta var úr ársskýrslu Búnaðarbank- ans. Áður hefur verið skýrt frá afkomu ýmissa fyrirtækja, og þó ber að taka fram, að aðeins brotabrot fyrirtækja i landinu birta opinbera reikninga. En meginhluti þeirra fyrirtækja sem birta opinbera reikninga sýnir að „árið 1974 varð þeim gott ár” svo notað sé orðalagið úr árs- skýrslu Búnaðarbankans. Það var þvi ekki vegna erfiðrar afkomu atvinnuveg- anna eða vegna almennra efnahagsörðug- leika að kjaraskerðingin varð i þeim mæli sem menn þekkja. Þar komu til aðrar ástæður: Stefna stjórnarvalda sem er fjandsamleg launafólki, en um leið i þágu milliliðanna. —s. EINA BJARGRÁÐIÐ Utanrikisráðherra lýsti þvi yfir um helgina að dagsetning útfærslu landhelg- innar yrði ákveðin á morgua fimmtudag. Forsætisráðherra leiðrétti þessa yfir- lýsingu og sagði að ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir helgina hið fyrsta. Verður fróðlegt að sjá hvort utanrikisráð- herrann lætur forsætisráðherra auðmýkja sig á sama hátt og þegar kurteisisferðin mikla var farin til Bretlands. Þá fór ráð- herrann utan án þess að láta undirmann sinn utanrikisráðherrann vita, og mál- gagn utanrikisráðherrans tók upp þykkj- una fyrir hann og uppnefndi forsætisráð- herrann! Þannig er samkomulagið i stjórnarheimilinu um þessar mundir; þegar þjóðin er i öðru orðinu beðin um að standa saman um útfærslu landhelginnar reyna ráðherrarnir að níða skóinn hver niður af öðrum. Það eina sem gæti orðið núverandi ríkisstjórn til bjargar i land- helgismálinu andspænis þjóðinni og um- heiminum væri að hún fylgdi stefnu Al- þýðubandalagsins um útfærslu i 200 milur 13. nóvember og um leið algera útilokun erlendra veiðiskipa af miðunum innan við 50 sjómilur. —s KLIPPT... SVAR um EFTIR BILLY GRAHAM Hvað segið þér um lögin um byssuleyfi? Haldið þér I raun og veru, að iög geti f sjálfu sér stöðvað mannvfg f þjðöfélagí okkar? Ég gæti nefnt. margar tölur úr athugunutn, sem gerðar hafa verið í sambandi við þessi mál. Fjöl- margir glæpir eru framdir með byssum. Þvi er jafnvel haldið fram, að þjóðin sé orðin „grá fyrir járnum“ vegna almennrar byssu-eignar lands- manna. Þó verðum víð að gera ráð fyrir, að menn kaupi byssur almennt til annarra hluta en að fremja afbrot með þeim. Þér spyrjið, hvort komið verði í veg fyrir mannvíg með iögum. Þegar á allt er iítið, er byssa skaðlaus, nema maður taki í gikkinn. Jafnvel byssur, sem nægðu hfeilli þjóð, væru sk.aðlausar, nema einhverjir menn fylitust hatri, ágirnd eða hieypidómum. Þér sjáið því, að þetta er í rauninni andlegt vandamái. Ströng lög um skotvopn gætu haft þau áhrif, að heimurinn sæí, að við viljum útrýma ofbeldi, ef unnt væri. Ofbeldi er í raun og veru vandamál mannlegs hjarta og samvizku. Ef menn ætla sér að drepa, þá finna þeir einhver ráð til þess, hvort sem þeir eiga byssu eða ekki. Orb Morgunblaösspámannsins 1. júli 1975 Verður skipt um spámann? Skáldritstjóri Morgunblaðsins upplýsti nýlega að blaðið hefði ekki séð sér annað fært, en skipta um stjörnuspákonu. Var Dixon sett af og einhver skandi- navlsk ráðin i staðinn (vonandi ekki frá sænsku menningar- mafiunni). En er ekki orðið timabært að athuga fleiri fasta þætti blaðsins? Daglega birtir Morgunblaöið pistil eftir lýð- predikarann og bullukollinn Billy Graham og virðast engin takmörk fyrir þvi hvað blaöið getur tekið til birtingar. Að vísu hefur Billy þessi ágæt meömæli frá Islenskum presti sem lýsti eitt sinn I blaðagrein hve hrif- andi samkomur Billy væru. En við skulum llta á eitt dæmi. I Morgunblaðinu I gær er fjallað I opnu um CIA og morð- tilræðisfyrirætlanir þessarar leyniþjónustu. Þar er fjallaö ýt- arlega um hvernig opinber stofnun I þessu fyrirmyndarríki „lýðræðis og frelsis” hefur beitt ofbeldi og gripið til byssunnar. Þá hefur á þessu ári verið lýst striðsglæpum bandarlkja- manna I SA-Aslu. En hvernig er boðskapur Billy til lesenda Morgunblaðsins 1. júli 1975. Er ekki oröiö timabært fyrir skáldritstjórann að leita að nýj- um spámanni? Einn svalandi að norðan 1144. tbl. 56. árg Alþýöublaðs- ins, áður en blaðið fór i sumarfrl og starfsfólk fékk uppsagnar- bréf, þá birtist hressileg grein eftir menntaskólakennara á Akureyri um árangur verka- lýðsbaráttu og jafnaðarmanna. Hann kallaði greinina „Þvíþótt þú tapir, það gerir ekkert til” og deilir þar hart á verkalýös- forystuna og segir m.a.: „Þeir hafa algerlega vanrækt allt, sem heitið gæti hugsjónaleg endurskipulagning hreyfingar- innar, framtiðaráætlanir, gagn- rýni á þjóðfélagsskipanina, þjóöfélagsleg könnun, þar með talda til aö mynda eignakönnun — I stuttu máli sagt, hafa þeir látið reka á reiðanum og látið sér nægja aö karpa viö svo- kallaða atvinnurekendur um kauphækkun I hraðminnkandi krónum.” Bárði er mjög gjarnt að nota smáorðin „alltaf” og „aldrei” og mikiö er um alhæfingar I greininni, en manninum liggur mikið á hjarta. Hann hefur haft mikla löngun til aö leggja orð I belg I umræöuþættinum um kjaramálin I sjónvarpinu á dög- unum, þvl eftirfarandi innlegg I umræðuna hefur hann: BárAur Ilulldórsson. mennta- skólakennari á Akureyri, skipar I 'fjóröa sætiö á lista Alþýöu- '! flokksins í Vestfjaröakjördæmi. Bárður Halldórsson „Aldrei kom hann að þvf einu oröi, aö þeir, sem sitja hinum megin borösins viö hann — ,,at- vinnurekendurnir” væru I raun- inni fæstir neinir atvinnurek- endur — heldur ríkisstyrkt glæsimenni — flottræflar — sem i rauninni er fjandans sama, hvernig ailt veltist og fer — sýna bullandi tap á útgerö sinni eöa öörum rekstri ár eftir ár og eiga samt skuidiausar eignir upp á tugi eöa hundruö miijóna vegna kolvitlausra afskriftarreglna eftir nokkurra ára taprekstur. Aidrei minntist verkalýösleiö- toginn á, aö á hverju ári „frjósa” þúsundir miljóna ium- boöslaunum isienzkra innflytj- enda erlendis. Aidrei var minnzt á rikiseftirlit meö inn- flutningi hvaö þá þjóönýtingu utanrikisverzlunar. Nei — þaö kom honum — og kemur Islenzkri verkalýösforystu ekki par viö, hvernig þeir háu herrar „atvinnurekendur” haga slnu lifi.” Þaö er svalandi aö heyra svona tón frá krata aö noröan. En undir lok greinarinnar spyr hann athyglisverörar spurning- ar sem leiötogar Alþýöuflokks- ins geta ekki skotiö sér undan að svara. Báröur spyr: „En hvaö liöur þá óska- landinu — þeirri Sóriu Mórlu, sem allir jafnaðarmenn eiga sameiginlega? Eru ekki öll grundvallaratriöi jafnaöar- stefnu aö glutrast úr höndum þeirra, sem helgastan vörö áttu aö standa um þau — úr höndum islenzkrar verkalýöshreyfing- ar?” Það þarf engan aö undra að menn sem enn eru i Alþýöu- flokknum og telja sig jafnaðar- menn, séu farnir að örvænta undir forystu Gylfa Þ. Báröur vitnar með ágætum I Maó for- mann um nauðsyn sjálfsgagn- rýni, og fyrrnefnd tilvitnun ber þess vitni að hún hefur boriö árangur. Bárður hlýtur þvl fremur að snúa sér til Maó for- manns en leita til Gylfa sem „glutraö hefur niöur grund- valíaratriöum jafnaöarstefn- unnar” ásamt verkalýösleiðtog- um kratanna. Báröur hefur auð- sæilega fremur kosið að fletta upp I kveri Maó formanns, en rykfallinni bók Gylfa Þ. „Um jafnaðarstefnuna”. _ór«> Báröur tók Maó fram yfir Gylfa ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.