Þjóðviljinn - 30.07.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.07.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. júli 1975. Sundmeistaramót íslands í Laugardal: Þórunn Alfreðsdóttir kom með þrjú ísl.met Sundfólkiö okkar er ungt og lofar góöu Meistaramót íslands í sundi tókst prýðiiega og gaf af sér betri árangur en búast hefði mátt við eftir þeim öldu- dal að dæma, sem íslenskt sundfólk virðist hafa verið í. Á þessu móti kom þó i Ijós að sundfólk okkar er ungt og lofar góðu í framtiðinni/ þ.e.a.s. ef það hættir ekki sund- iðkun á besta aldri eins og svo margar stjörnur undan- farinna ára. Þórunn Alfreðsdóttir bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og setti hvorki meira né minna en þrjú íslandsmet. A hún þá islandsmet í fimm greinum og er þó aðeins fjórtán ára gömul. Hún vann afreksbikar mótsins og átti auk þess þriðja og fimmta besta afrekið. Guðmundur ólafsson SH (Hafnarfirði) vakti einnig athygli. Hann var einráður í bringusundunum og sigraði þar bæði f 100 metrum og 200 metrum. Hann vann annað og fjórða besta afrek mótsins. betta mót var upphefð fyrir sundiþróttina. Ahuginn virðist á uppleið, það verður frisklegri blær yfir mótunum fyrir bragðið og um leið og met fara að fjúka hverfur lognmollan og deyfðin. bótt Meistaramótið sé ekki stigakeppni milli félaga fór ekki á milli mála að Ægir er yfirburðalið i sundinu. bar er hver unglingur- inn á fætur öðrum sem á eftir að setja svip á sundmótin næstu ár- in. bórunn Alfreðsdóttir er þar fremst i flokki og metin sem hún setti að þessu sinni voru i 800 m. skriðsundi 400 m. skriðsundi og 200 m. flugsundi. Hún var ekki langt frá meti i 200 m. fjórsundi og sveit Ægis i 4x200 m. skrið- sundi var aðeins sekúndubrotum frá nýju íslandsmeti. Leikstjóri á Meistaramótinu var Siggeir Siggeirsson, ræsar voru örn Geirsson og Flosi Sigurðsson, yfirdómari Guðjón Emiisson og dómarar þau Torfi B. Tómasson, Trausti Guðlaugs- son, Helga Gunnarsdóttir, Sigurður b. Guðmundsson, Erlingur b. Jóhannsson, Garðar bórunn Alfreðsdóttir vann afreksbikarinn i sundi og ekki i fyrsta sinn þvi þessi mynd af henni er gömul og sjáum viö ekki betur en að hún hampi hér afreksbikarnum. tslenska sundfþróttin hefur verið i öldudal undanfarið vegna þess hve margt af okkar besta sundfólki hætti skyndilega keppni. Unga fólkið okkar lofar hins vegar góðu.og hver veit nema bjóðviljinn geti skýrt frá Meistaramóti tslands á næstu árum eins og hér, en þessi iþróttasfða birtist árið 1971. Sigurðsson og Jón Otti Jónsson. Yfirtimavörður var Guðbrandur Guðjónsson. Fyrstu menn i hverri grein urðu þessir: 100 m bringusund: Sonja Hreiðarsdóttir UMFN 1:27.7 bórunn Magnúsdóttir UMFN 1:31.1 Björg Helgadóttir SH, 1:32.0 100 m. skriðsund karla: Sigurður Ólafsson Æ, 57.9 Arni Eyþórsson A, 1:00.1 Guðjón Guðnason SH, 1:03.8 100 m baksund kvenna: Vilborg Sverrisdóttir SH, 1:21.0 Guðrún Halldórsdóttir 1A 1:23.1 Sonja Hreiðarsdóttir UMFN, 1:29.4 200 m flugsund karla: Axel Alfreðsson Æ, 2:28.1 Arni Eyþórsson A, 2:39.0 Brynjólfur Björnsson A, 2:42,7 200 m fjórsund kvenna: bórunn Alfreðsdóttir Æ, 2:39.0 Bára ólafsdóttir Á, 2:54.4 Hrefna Rúnarsdóttir Æ, 2:56.5 4x100 m fjórsund karla: A-sveit Ægis 4:34,9 A-sveit Armanns 4:40.6 Sveit SH 4:47.2 4xl00m skriðsund kvenna: Sveit Ægis 4:59.3 Sveit Armanns 5:09.6 100 m flugsund karia: Sigurður Ólafsson Æ 1:06.7 Guðjón Guðnason SH 1:06.9 Arni Eyþórsson A 1:07.4 200 m baksund kvenna: Vilborg Sverrisdóttir SH 2:52.3 Bára ólafsdóttir Á, 2:55.2 Guðrún Halldórsdóttir 1A, 2:57.7 Sonja Hreiðarsdóttir UMFN 3:05.6 (telpnamet) 400 m skriðsund karla: Sigurður Ólafsson Æ, 4:32.9 Axel Alfreðsson Æ, 4:33.0 Brynjólfur Björnsson Á, 4:40.9 200 m bringusund kvenna: Sonja Hreiðarsdóttir UMFN, 3:10.5. Björg Halldórsdóttir SH, 3:18.4 bórunn Magnúsd. UMFN, 3:20.4 100 m bringusund karla: Guðmundur Ólafsson SH, 1:11.3 100 metra flugsund kvenna: Hrefna Rúnarsdóttir Æ, 1:18.4 Elin Gunnarsdóttir HSK, 1:24.6 Björg Halldórsdóttir SH, 1:30.8 200 metra baksund karla Bjarni Björnsson Æ, 2:27.9 (drengjamet) Axel Alfreðsson Æ, 2:36.3 Hermann Alfreðsson Æ, 2:38.9 400 m skriðsund kvenna: bórunn Alfreðsdóttir Æ, 4:50,1 (Islandsmet) Vilborg Sverrisdóttir SH, 5:01.3 Bára ólafsdóttir A, 5:05.6 200 m bringusund karla: Guðm. Ólafsson SH, 2:38.4 örn Ólafsson SH, 2:44.9 Guðm. Rúnarsson Æ, 2.50.3 Orn Ólafsson SH, 1:13.9 Guðm. Rúnarsson Æ, 1:18.4 100 m skriðsund kvenna: Vilborg Sverrisdóttir SH, 1:05.4 Bára ólafsdóttir Á, 1:06.0 Guðrún Halldórsd. 1A, 1:15.0 100 m baksund karla: Bjarni Björnsson Æ, 1:08.5 borsteinn Hjartars. HSK, 1:10.1 Guðjón Guðnason SH, 1:13.4 200 m flugsund kvenna: bórunn Alfreðsdóttir Æ, 2:30.1 (Islandsmet) Hrefna Rúnarsdóttir Æ, 3:04.6 200 m fjórsund karla: Axel Alfreðsson Æ, 2127.3 Árni Eyþórsson Á, 2:28.0 Guðm. Ólafsson SH, 2:32.2 4x100 m fjórsund kvenna: Sveit Ægis 5:34.2 Sveit Ármanns 5:55.3 Sveit HSK 6:23.2 4x200 m skriðsund karla: A-sveit Ægis 8:54.8 A-sveit Ármanns 9:39.9 B-sveit Ægis 10:03.5 Bestu afrekin á sundmeistara- mótinu: Framhald á bls. 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.