Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975. Lúðvík Jósepsson um landhelgismálið á alþingi í gœr: Krefst bess að hulunni verði létt af og aðvara ríkisstjórnina Rikisstjórnin neitar að skýra frá viðræðunum við breta og þjóðverja Miklar umræður urðu um landhelgismálið utan dagskrár i neðri deild alþingis i gær. LUðvik Jósepsson kvaddi sér hljóðs og kvaðst vilja leggja nokkrar spurningar fyrir for- sætisráðherra og dómsmála- ráðherra varðandi ýmis atriði I tengslum við landhelgismálið, þar sem nú væri að renna út gildistimi samninga um veiðar erlendra skipa i islenskri fisk- veiðilandhelgi. 1 fyrsta lagi kvaðst Lúðvik vilja fá ótvlrætt úr þvi skoriö, hvenær rikisstjórnin teldi, að samkomulagið sem gert var við breta fyrir tveimur árum félli úr gildi, hvort það væri á miðnætti að kvöldi þess 12. eða þess 13. þessa mánaðr. Þá sagði Lúðvik það réttláta kröfu allra landsmanna, að rikisstjórnin gerði skýra grein fyrir þvi, hvernig ætlunin væri að standa að framkvæmd land- helgisgæslunnar þegar samningarnir renna út. Þörf væri á ótviræðri yfirlýsingu frá rikisstjórninni um, að allar veiðar erlendra skipa af hvaða tagi sem er, sáu óheimilar innan 200 mllnanna strax og samninguri'nn gangi úr gildi, og komið verði i veg fyrir ólöglegar veiðar með öllum tiltækum ráðum. Það hvernig hér verði haldið á málum í byrjun, nú þegar aðstæður breytast, geti haft mjög mikil áhrif á allan framgang málsins siðar. Brýn nauðsyn sé á að sannfæra and- stæðinga okkar i landhelgis- málinu um alvöru okkar, og allur m’innsti undansláttur sé hins vegar stórhættulegur og ýti undir ágengni. Við getum varið landhelgina Landsmenn eiga fyllsta rétt á að fá að vita um fyrirætlanir rikisstjórnarinnar i þessum efnum. Ég óska þvi eftir þvi, sagði Lúvik Jósepsson, að for- sætisráöherra lýsi þvi yfir nú hér á alþingi, að landhelgin verði frá degfnum á morgun varin með öllum tiltækum ráðum, og gæsluskipum okkar falið að taka brotlega togara og færa til hafnar, en klippa aftan úr þeim skipum veiðarfæri, sem ekki reynist unnt að taka. Slika yfirlýsingu þarf að gefa svo þjóðin öll heyri. Það er skoðun þeirra manna sem best þekkja til, að við getum fullkomlega varið landhelgi okkar, ef. beitt er öllu afli varð- skipanna og viðbótarskipum, sem auðvelt er að útvega, væri bætt við, það er að segja, ef skipherrum varðskipanna er þingsjá heimilað að beita öllum þeim tækjum, sem við höfum yfir að ráða að eigin mati og samkvæmt eigin dómgreind. Lúðvik sneri sér siðan að viðræðunum um undanþágu- samnihga, sem i gangi háfa verið og sagði: Um þessar við- ræður hafa ekki verið gefnar út neinar þær upplýsingar, sem hægt er að telja fullnægjandi. Um hvað snúast þær? Hver er stefna islensku rikisstjórnar- innar, og hverjar eru kröfur hinna? Skrif stjórnarblaðanna um þessi efni hafa verið mjög undir * rós, og þjóðin engar upplýsingar fengið frá rikis- stjórninni. Andstaðan gegn samningum er gífurlega sterk I landinu, og mótmæla- samþykktum hefur rignt yfir frá margvislegum fjölda- samtökum. Ekkert umboð til samninga Rikisstjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar til neinna undanþágusamninga. Verði slikir samningar gerðir, þá er það gegn vilja þjóðarinnar, og eiga þvi slikir samningar engan rétt. Það er nú i dag staðhæft I leiðara Morgunblaðsins, að likur séu á, að hægt sé að ná hagkvæmum samningum við vestur-þjóðverja. Þannig telja menn sig geta skrifað á sama tima og þvi er haldið algerlega leyndu fyrir þjóðinni, hvaöa kostir séu i boði t.d. af hálfu þjóðverja. Sólnes sendi ríkis- bókara yfirlitið Á fundi Sameinaðs alþingis i fyrradag kvaddi Jón Sóines sér hljóðs utan dagskrár til að bera af sér sakir vegna blaðaskrifa og umræðna um störf Kröflu- nefndar, sem hann er formaður fyrir. Hann kvaðst vilja leiðrétta þá fullyrðingu að engar upplýsingar hafi verið hægt að fá um greidda þóknun fyrir störf i Kröflunefnd. Þótt þessi fullyrðing væri sett fram i skýrslu fjármálaráðu- neytisins um stjórnir, nefndir og ráð rikisins árið 1974, þá væri hún alröng. Yfirlit yfir þessar greiðslur hafi verið sent rikis- bókara þann 27. des. s.l., en þóknun til sin sem formanns hafi verið kr. 182.160,-, en þóknun óbreyttra nefndarmanna verið kr. 136.632.- á mann á siðasta ári, samtals kr. 747.658.-. Þessi greiðsla væri i samræmi við greiðslur fyrir sambærileg störf til stjórnarmanna Laxár- virkjunar. Þá kvaðst Sólnes að auki hafa fengiö greiddar kr. 200.000,- i skrifstofukostnað, en ferð sin til Japan verið Kröflu- nefnd að kostnaðarlausu. Þótt mér hafi verið afhent skýrsla sem fulltrúa i land- helgisnefnd, þá er húnstimpluð sem trúnaðarmái, og mér meinað að opinbera innihald hennar. Ég vona þó, að sú binding vari ekki lengi eftir þennan dag, og með hliðsjón af skrifum Morgunblaðsins tel ég mig engan trúnað brjóta, þótt ég segi hér, að ekkert það hefur komið fram, sem bendi til þess að vestur-þjóðverjar vilji hnika nokkru til frá fyrri kröfum, varðandi veiðisvæði, en það atriði hefur alltaf verið einn allra viðkvæmasti þáttur máls- ins. Þeir munu hafa boðið, að frystitogarar færu út fyrir 50 milurnár, en enda þótt það sé að sjálfsögðu mikilvægt atriði, þá er hitt ekki siður stórmál, hvort aðrir togarar þeirra eiga að fá að veiða allt upp að 12 milum á vissum svæðum, eins og krafa þeirra er enn um. Feluleiknum verður að ljúka Þeim feluleik, sem haldið hefur verið uppi af rikisstjóm- inni varðandi gang viðræðna við aðrar þjóðir um landhelgis- málið verður að ljúka, og stjórnin að gefa opinbera skýrslu um stöðuna.Hverjar eru kröfurnar? Hvað geta islensk stjórnvöld hugsað sér að ganga langt? Þannig gæti þjóðin fengið tækifæri til að átta sig á viðhorf- unum og tekið afstöðu á grund- velli þess. I stjórnarblöðunum er haldið uppi stanslausum áróðrþum að okkur beri að semja, betra sé að semja en vera samningslausir, þvi að án samninga taki út- lendingar bara meiri afla hér en ella. Þetta er sem sagt hreinn og alger uppgjafartónn. Það er hins vegar mat skipherra landhelgisgæslunnar, að verði ekki sendur herskipa- floti á vettvang, þá getum við fullkomlega varið landhelgina. Og ég hef enga trú á, að herskip verði send á miðin, nema þá til að láta þá gefast upp, sem sýnt hafa á sér hræðslumerki. Það er óverjandi að láta að þvi liggja eins og gert hefur verið, að minniháttar við- skiptavandamál eigi einhverju að ráða um afstöðu okkar, hvað varðar hugsanlega samninga við útlendinga i hinu stóra land- helgismáli. Aukaskatt á vörur frá EBE Við eigum þvert á móti að svara tollaþvingunum Efnahags bandalagsins með þvi að leggja sérstakan aukaskatt á vörur frá þessum löndum, og nota það fé til að styrkja þá aðila, sem verða fyrir skakkaföllum hér vegna tollaþvingana Efnahags- bandalagsins. Nú liggur fyrir að breskir og islenskir fiskifræðingar eru i öllum meginatriðum sammála um ástand helstu fiskistofna hér á miðunum, bresku visinda- mennirnir hafa i öllum aðal- atriðum fallist á skýrslu Lúðvik Jósepsson Jónas Árnason Geir Hallgrimsson ólafur Jóhannesson islensku Hafrannsókna- stofnunarinnar. Með þær stað- reyndir ihuga sem fram koma i þeirri skýrslu, þá liggur alger- lega ljóst fyrir, að hér er ekkert svigrúm til samninga um veiöar útlendinga, og rikisstjórnin ætti strax að Hæt’ta að hugleiða slika samninga Ég vil aðvara rikisstjórnina, að hún stefni ekki þessum mjög alvarlegu málum i öngþveiti. Það er ekki á valdi neinnar rikisstjórnar, að semja um okkar landhelgismál gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar, þar á meðal gegn vilja allrar sjómannastéttarinnar. Rikisstjórninni ber að athuga, hvaða dilk slikt gæti dregið á eftir sér. Yfirlýsingar krafist Ég óska eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um að rikis- stjórnin muni hið allra fyrsta . skýra þjóðinni frá viðræðunum við erlenda aðila um landhelgis- máliö, og hvernig þær viðræöur standa. Ég krefst þess að hulunni verði létt af. Yfirlýsing um það, að engir undanþágu- samningar verði gerðir, er það sem þarf að koma frá rlkis- stjórninni. Ég spyr, hvernig stjórn landhelgisgæslunnar hyggist standa að málum, hvortekki sé algerlega ljóst, að brotlegir veiðiþjófar verði teknir, hvenær sem varðskipsmenn telja það fært, og klippunum beitt miskunnarlaust? Ekki er hægt að liða það, að beitt verði i upphafi linkind við landhelgisgæsluna og það siðan notað til að réttlæta samninga með fullrðingum um að við getum ekki varið okkar landhelgi. Þoka Ólafs og þögn Geirs Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, varð fyrstur til að svara ræðu Lúðviks. Hann sagði túlkun íslensku rikis- stjórnarinnar vera þá, að samningurinn við breta rynni út klukkan 12 á miðnætti i kvöld, þann 13. nóvember. Um það hvernig stjórn landhelgis- gæslunnar hygðist standa aö málum nú við breyttar aðstæður, sagði Ólafur það eitt, að á öllu 200 milna svæðinu yrði haldið uppi lögsögu. „á venju- legan hátt”jafnt utan og innan þeirra veiðisvæða, sem brðtar hafa hingaðtilhaft. Ráðherrann kvaðst vilja vænta þess, að bretar virtu 200 milurnar, það myndi greiða fyrir samkomu- lagi. Ekki væri heppilegt að vera með eða móti samningum fyrr en menn vissu, hvað kynni að verða i boði. Hugsanleg taka togara yrði „fyrst og fremst” komin undir mati skipherra við- komandi varðskips. Astæðu- laust að ræða slikt I einstökum atriðum. Ólafur kvaðst ekki munu láta neina kjósendahópa hafa áhrif á afstöðu sina til samninga, þegar þar að kæmi. „Ég hef mitt umboð til loka kjörtimabilsins”, sagði ráðherrann og kvaðst fara eftir eigin sannfæringu, en standa kjósendum reikningsskap gerða sinna að kjörtimabili loknu. Geir Ilallgrimsson, forsætis- ráðherra, kvaðst ekkert vilja segja um það, hvenær þjóðinni yrði skýrt frá innihaldi skýrsl- unnar um viðræður við breta og v-þjóðverja. Fundur væri boðaður i landhelgisnefnd klukkan niu i fyrramálið (þ.e. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.