Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. George Wallace. Wallace gefur kost á sér MONTGOMERY, Alabama 12/11 — George Wallace, rikisstjóri i Alabama, lýsti þvi yfir i dag aö hann mundi sækja um útnefningu sem forsetaefni demókrata fyrir forsetakosningarnar i Bandarikj- unum á næsta ári. Wallace er 56 ára og lamaöur upp aö mitti eftir aö honum var sýnt banatilræöi 1972. Læknar hans hafa engu aö siöur lýst hann færan til aö hafa forsetamebætti á hendi. Wallace vakti á sinum tima mikla athygli sem baráttumaöur fyrir aöskiln- aöi hvitra manna og blakkra i Bandarikjunum Wallace er sá tiundi, sem lýsir þvi yfir aö hann vilji fara i fram- boð fyrir demókrata i forseta- kosningunum og hefur safnað meira fé til kosningabaráttunnar en nokkur keppinautanna, eða þremur miljónum dollara. Hann er engu aö siöur talinn hafa litla möguleika á útnefningu, en talið er hugsanlegt aö hann muni þá bjóöa sig fram sér á parti, eins og hann gerði 1968. Af repúblikönum hefur Ford forseti einn lýst yfir framboöi sinu, en búist er viö aö Ronald Reagan, fyrrum rikis- stjóri i Karliforniu, muni gera þaö fljótlega. Báöir eru þeir Ford i ihaldssamari armi repúblikana, Reagan þó enn lengra til hægri. Víetnam sam- einað næsta ár? SAIGON 12/11 — Tuttugu og fimm manna sendinefnd frá Norður-VIetnam kom I dag til Saigon, höfuöborgar Suður-VIet- nams, til viðræðna viö bráða- birgðabyltingarstjórnina þar um sameiningu landsins. Formaður nefndarinnar er Truong Chinh, forseti þjóðþings Norður-Viet- nams. Þúsundir manna fögnuðu nefndinni við komuna til Saigon. Viðræðurnar munu meðal annars fjalla um almennar kosningar til þings, sem stendur til að fari fram, og stofnun stjórnarstofn- ana fyrir sameinað Vietnam. Er- lendir fréttaskýrendur i Suður- Vietnam segjast búast við að lýst verði yfir sameiningu Norður- og Suður-VIetnams snemma á næsta ári. Bœjarstjórinn í Hafnarfirði: r Attum aogang að kröfunum! Bœrinn vildi fá húsið fyrir 1,5 miljónir króna! „Úr þvi að samningar komust á áttum aö aö eiga greiöan að- gang aö kröfum okkar á hendur manninum,” sagði Bæjarstjór- inn I Hafnarfirði, Kristinn Guð- mundsson, er blaðið spuröi hann aö þvi I gær, hvort bærinn hefði ekki haft aöstöðu til þess að inn- heimta skuldir Bergs Jörgen- sens, þess sem átti húseignina Hraunbrún 18 i Hafnarfiröi, með öörum hætti en að fara fram á nauðungaruppboð þar sem gcrður haföi veriö samningur viö fyrirtæki hans um að vinna verk fyrir Hafnarfjaröarbæ upp á um 6 rniljónir króna. Bergur skuldaði bænum Ut- svör siðustu tveggja ára, og var það þessi skuld, sem innheimta átti. Þrátt fyrir samning um 6 milj. króna verk fyrir bæinn fór fram uppboð á eigninni, og við fyrra uppboðið gerði lögmaður bæjarins tilboð i húsið fyrir hönd bæjarins og hljóðaði það uppá l,5miljónir króna að sögn bæjarstjóra, og bætti hann þvi við, að lögmaðurinn hefði boðið persónulega í húsið i seinna til- vikinu, án þess að nokkur hafi boðið á móti, og þá hefði hann boðið 2,5 miljónir. Þetta taldi bæjarstjóri að væri til þess fall- ið, að valda umbjóðenda hans, Hafnarfjarðarbæ, tjóni, auk þess sem bæjarstjóri telur lög- manninn ekki hafa haft umboð til þess að bjóða i eignina fyrir aðra en bæinn i vinnutima, sem hann fær greiddan hjá bænum. Fyrra uppboðið fór fram 5. október, en það siðara 9. nóv- ember. Eins og blaðið skýrði frá i gær, samþykkti bæjarstjórn með atkvæðum allra bæjarfull- trúa að vikja lögmanninum úr starfi, og að sögn bæjarstjóra á það að gerast tafarlaust. Þá samþykkti bæjarstjórnin að fara fram á þriðja uppboðið, og berst bæjarfógeta beiðnin þar um væntanlega á mánudag, en eftir honum var haft i einu blað- anna i gær, að hann hyggðist ekki taka afstöðu til þess sjálf- ur, heldur muni hann vlsa mál- inu til úrskurðar dómsmála- ráðuneytis. —úþ Borgarfógetinn i Reykjavik um það þegar umbjóðendur hagsmunaaðila kaupa fyrir sjálfa sig á nauðungaruppboðum: Ef allir þegja, veit maður ekkert” „Ég veit ekki til, aö þaö hafi nokkurn tima komið fyrir. Mér er ekki kunnugt um þaö,” sagöi borgarfógetinn i Reykjavik, Friöjón Skarphéöinsson, fyrrv. dómsmálaráöherra, er Þjóð- viljinn spuröi hann að þvi í gær, hvort algengt væri, að réttar- gæslumenn ákveðinna aöilja byðu f fasteignir i eigin nafni á nauðungaruppboöum. „Hitt er annað, aö lögmenn sem mæta á uppboð, bjóða I eign og verða hæstbjóðendur, þeim er slegin eignin,” sagði Friðjón ennfremur. „Maður gerir ráð fyrir, að þeir taki það fram, ef þeir eru að bjóða fyrir einhvern annan en sjálfan sig. Þeir eiga að láta þess getið; ef ekki, þá er þeim sjálfum slegin eignin. Við vitum ekki I hvers umboði þeir eru,nema þeit- láti þess getið, en það er ávallt bókað hver mætir fyrir hvern þann, sem hags- muna á að gæta. Hins vegar eru ekki bókaðir þeir, sem ekki mæta sérstaklega fyrir ein- hvern hagsmunaaðila. Ég veit ekki til að svona mál hafi komið upp. Hitt er annað mál, að ef allir þegja, þá kann- ski veit maður ekkert um þetta.” —úþ Er SIF að klofna? Þuirfiskfranileiðendiir stofna sérsamband Ýmislegt bendir nú til þess aö SÍF, Sölusamtök Islenskra fisk- framleiöenda, séu aö klofna. Framleiöendur þurrkaös salt- fisks hafa stofnaö meö sér sér- samtök, en þeir hafa tii þessa vcriö aöilar aö SÍF sem einstak- lingar. Er þaö einkum óánægja meö sölustarfsemi SÍF, sem eru i höndum Tómasar Þorvaldssonar i Grindavík, sem valdiö hafa þvi, aö þurrfiskframleiöendur stiga nú þctta skref. Þjóðviljinn hafði I gær tal af Guömundi Þórarinssyni, þurr- fiskframleiöanda I Garðinum, en hann er formaður stjórnar hinna nýju samtaka. Tók Guðmundur fram, að ekki væri um sölusam- tök að ræða, heldur vilji samlagið fá að starfa sem deild innan SíF, en SIF sjá áfram um sölu þurr- fisks. Guðmundur sagði, að það væru þurrfiskframleiðendur I Garöin- um, Sandgeröi, Keflavík og Njarövikum, sem að stofnun þessara samtaka stæðu. Aðilar geta allir saltfiskframleiðendur oröið, hverra framleiðsla á þurr- Mósambískt herlið til hjálpar MPLA? jUANIIA 12/11 — t reuter-frétt segir að Mósambik hyggist senda þrautreynt skæruherliö til hjálpar angólska alþýöulýövcld- inu, sem Alþýöuhreyfingin til frelsunar Angólu (MPLA) stofn- aöi i gær og hcfur Luanda fyrir höfuöborg. Segir i fréttinni aö Mósambik muni fyrst senda 250 manns. i. sömu frétt segir aö kúbanskir hernaöarráögjafar starfi þegar hjá MPLA. Mósambik hefur viðurkennt stjórn MPLA sem hina einu lög- legu i Angólu og tekið þannig af- stöðu gegn Portúgal og Einingar- samtökum Afriku (OAU), sem reyndu að fá MPLA til að deila . völdunum með hinum angólsku sjálfstæðishreyfingum tveimur, FNLA og UNITA, sem myndað hafa aðra angólska stjórn er situr i Huambo i miðhálendinu. Þær hreyfingar njóta stuðnings Vesturlanda, Zaire og Suður- Afriku og að sögn einnig Klna. Við hátlðahöldin af tilefni sjálf- stæðisins i Luanda neitaði Agostinho Neto forseti að skera sér sneið úr istertu, sem bökuð hafði verið I mynd landsins. Neto lét svo um mælt að hann tæki ekki i mál að búta Angólu sundur á einn eða neinn hátt. fiski nær 51% af heildarfram- leiöslunni. Guðmundur sagöi, að i stofn- samþykkt deildarinnar væri tekið fram, að hún skyldi vinna að efl- ingu þurrfiskframleiðslu, fram- förum við þá atvinnugrein og að sölumálum. „Viö teljum hiklaust, aö hags- munir okkar hafi veriö fyrir borö bornir af SIF,” sagði Guðmundur. „Okkur þykir ekki vera unniö nóg né heldur nógu markvisst að sölu- og markaös- málum fyrir þurrfisk.” Sagði Guðmundur að stofnun slikra samtaka hefði verið I deigl- unni sl. 5 ár, og nú væru aðstæður orðnar slikar, að ekki væri lengur komist hjá samtakastofnun. Guðmundur sagði að vissulega væri slæmt útlit með þurrfisk- framleiðsluna. Norðmenn hefðu undirboðið íslendinga á mörkuð- um, og islendingar treystu sér Framhald á 14. siðu. Andrei Sakarof. Sakarof neitað um fararleyfi til Oslóar MOSKVU 12/11 — Sovésk yfirvöld neituðu i dag Andrei Sakarof um leyfi til aö fara úr landi til aö taka viö friöarverölaunum Nóbels, á þeim forsendum að honum væri kunnugt um rikisleyndarmál, en Sakarof átti á sínum tima einn drýgsta þáttinn i aö Sovétrikjun- um tókst aö smiöa vetnissprengj- una. Sakarof hefur fordæmt neit- unina sein brot á Helsinki-sam- komulaginu og móögun við norsku 'nóbelsnefndina og al- menningsáliiiö i heiminum. Hann sagði ennfremur aö ekki væri óhugsandi að yfirvöldin skiptu um afstööu ef þau yröu þess vör að ákvöröun þeirra vekti nógu víötæka andúð erlendis. Ekki er talið útilokað að eigin- kona Sakarofs, Jelena Sakarova, sem dvelst til lækninga I Flórens á Italiu, muni taka við verðlaun- unum fyrir hönd manns sins. Jelenda Sakarova sagði I dag að sú ástæða, sem sovésk yfirvöld gáfu upp fyrir neituninni, væri fyrirsláttur einn. 1 dag var þvi lýst yfir af hálfu sovéskra stjórnarvalda að annar andófs- maður, rithöfundurinn Vladimir Maximof, sem nú dvelst I Parls, hefði verið sviptur sovéskum rikisborgararétti vegna „athafna sem eru virðingu Sovétrikjanna til skaða.” Narayan látinn laus NÝJU DELHI 12/11 — Indverski vinstrileiðtoginn Jaya Prakash Narayan.einn aí helstu forustu- mönnum stjórnarandstöðunnar sem stjórn Indiru Gandhi lét handtaka I júni sl. var látinn laus I dag I Chandigarh, höfuðborg Punjab. Sagt er að þetta hafi ver- ið gert vegna þess að óttast sé um heilsu Narayans, sem er 73 ára. Ekki hefur verið gefiö til kynna að fleiri af forustumönnum stjórnarandstöðunnar, sem hand- teknir voru þegar lýst var yfir neyðarástandi, verði einnig látnir lausir. SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM 12/11 — Komoreyjum var i dag veitt innganga I samtök Sameinuðu þjóðanna og eru rikin i samtökun- um þá 143 talsins. Eyjarnar eru I sundinu milli Madagaskar og meginlands Afriku norðanverðs og voru áður frönsk nýlenda. Deila er milli hins nýja rikis og Frakklands út af einni eynni, Mayotte, en ibúar hennar eru sagðir vilja heyra áfram undir Frakkland. Nýtt þurrverkunarhús I gær var tekið i notkun nýtt þurrvcrkunarhús I Garöinum. Er þaö fiskyerkun Guömundar Þórarinssonar sem húsið á, en þurrfi§kverk- un hans brann i fyrra, sem kunnugt er. llúsið er 500 fermetrar að flatarmáli og i þvi blaulfisk- kælir auk þurrkklefa. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.