Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Blaðsíða 26
2 6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1975. Francos Framhald af 15. siðu. urnar fóru að „svitna”, vegna blóðstorkunar i æðum garnanna, sem eru, að þvi ég held, átta metrar á lengd (að minnsta kosti i Franco, að sögn blaða,) Blóðstorknunin breyttist i blóð- tappa. Gripið var i skyndi til blóð- tappatogarans, og einnig var lyfj- um beitt gegn honum. Jafn skjótt og það var gert, byrjuðu blæðing- ar. Þá var blóðstorkulyfjum dælt i likama þjóðarleiðtogans. Við þau hófst á ný myndun blóðtappa, nú margra og örsmárra um allan likamann. Læknavisindin voru stödd i eilifum vitahring: þegar eitt læknaðist með lyfjum, þá fór annað úr ólagi. Lif Francos var i hreinni „lifshættu”. Ollu þessu fylgdu voðalegar kvalir, einkum i kviðarholinu, flökuríeiki og uppköst. Að siðustu var Franco gefið róandi lyf. Nóttin var friðsæl. Að siðustu unnu læknavisindin sigur, og Franco sofnaði. Næturfréttirnar hermdu, að hann hefði sagst vera svangur um daginn, og beðið um mat. Blóðþrýstingurinn er sagður hafa lækkað, liklega við kossinn, og hjartslátturinn sé nú eðlilegur. Þennan dag eru félagar þjóðar- ráðs falangistahreyfingarinnar kallaðir til fundar. Á morgun á að halda upp á 42 ára afmæli hreyf- ingarinnar, sem mun hefjast klukkan hálf niu i leikhúsinu Comedia, þar sem hreyfingin var stofnuð. Nú er verið að leika þar sjónieikinn Hross, um mann, sem reynir að hafa mök við hestinn sinn. Leikurinn hefur ollið mikl- um deilum, þvi að á sviðinu birt- istfyrsta sinn i sögu Spánar nakin kona á sviði, sem ritskoðunin færði reyndar i blúndubuxur. Lik- ur eru fyrir, að falangistar muni hreinsa leikhúsið af ósómanum. 29. október. Franco fer nú að elna sóttin, þótt möttullinn góði liggi honum til fóta. Samt fer hann ekki i annan heim. - I dag eru 37 ár liðin frá þvi að bróðir hans, flughetjan Ramon Franco, lét lifið i einni orrustu borgarastyrjaldarinnar nálægt baðströnd á Mallorca. Ramon gerði sér það lil frægðar, að fylgja fordæmi Kólumbusar, i loftinu, þegar hann flaug fyrstur manna, án viðkomu, frá Palos i Moguer á Suður-Spáni (þaðan lagði Kólumbus upp i sina fyrstu sjóferð) til Buenos Aires. Innan viku mun Franco eiga 83 ára af- mæli. Afmælishátið stofnunar hreyf- ingar falangista er aflýst um morguninn, vegna veikinda leið- togans. Blöðin færa þær fréttir, að Franco hafi rætt við konu sina og barnabörn, eftir að hann kyssti möttul Meyjarinnar, og nú fari honum batnandi. Samt eru uppi raddir innan rikisstjórnarinnar, að nauðsyn sé að 11. grein stjórn- arskrárinnar gangi i gildi og prinsinn taki við, meðan Franco er sjúkur. Gunnar Framhald af 9. siðu. gellur Björn þessi við: ,,já, með stórkostlegum herstyrk”. Þessi „stórkostlegi” herstyrkur Svisslendinga er 4 herfylki (Armeekorps), sem mun svara nálægt 7% af landher Sovétrikj- anna einna, fyrir utan öll ná- grannalöndin. Að visu hafa Svisslendingar að auki sitt sér- kennilega fornfræga varalið, sem geymir byssurnar undir rúminu, en ef heimskommún- isminn skelfist slikan viðbúnað, þá væri öryggi íslands best borgið með þvi að hver maður keypti sér kindabyssu eða ann- an frethólk i svefnherbergið. Einhverjum kynnu að koma i Orðsending til félagsmanna Máls og menningar I Reykjavík. Þeir félagsmenn sem óska að fá bækur félagsins heimsendar, hafi sam- band við umboðsmann bókaútgáf unnar í síma 34183. Mál og menning JOLATRE LANDGRÆÐSLUSJÓÐS Reykjanesbraut í Fossvogi. — Símar 44080 og 44081. AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: Blómatorgið v/Birkimel Vesturgötu 6. Jólamarkaðurinn Hlemmtorgi. Runni, Hrísateig 1. Laugarnesvegur 70. Rósin Glæsibæ. Valsgarður v/Suðurlandsbraut. Félagsheimili Fáks v/Elliðaár (Kiwanis- kl. Elliði). Garðakjör v/Rofabæ (íþr.fj. Fylkir). Grimsbær v/Bústaðaveg. Furu og grenigreinar seldar á öllum útsölustöðum Styrkið Landgræðslusjóð MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA JÓLATRÉ OG GREINAR AF FRAMANGREINDUM AÐILUM. Aðeins fyrsta flokks vara. LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR I KÓPAVOGI: Blómaskálinn v/Kársnesbraut. Álfhólsvegur 1. Undirgang v/Kópavogsbrú. I HAFNARFIRÐI: Reykjavíkurvegur 56 (Hjálparsveit skáta) I KEFLAVIK: Kiwaniskl. Keilir. hugannarskonar leiðir, ef menn geta ómögulega hugsað sér lífið án svokallaðra öryggissveita. Fyrir 30-40 árum kom sú tillaga fram á Alþingi, að stórveldin öll yrðu beðin um að ábyrgjast i sameiningu öryggi og hlutleysi íslands, án þess þó að hafa hér nokkurn her. önnur hugmynd gæti verið sú, að Sameinuðu þjóðirnar sjálfar hefðu hér tækniaðstöðu og fylgdust með öllum þessum hrollvekjandi kafbáta- og flugferðum um- hverfis landið, og birtu um þær upplýsingar opinberlega. En það þýðir vist litið fyrir oss auma að viðra þvilikar þanka- dettur gegn mætti skáldskapar- ins um menningarfrelsarann NATÓ, sist eftir að guðfeður þessarar goðsagnar eru orðnir skáldin þrjú: Solsénitsin, Maó og Ma. Joh. Pípulagningarsveinar Sveinafélag pipulagningamanna heldur felagsfund að Freyjugötu 27 miðvikudag- inn 17. des. kl. 8,30. Fundarefni: Uppsögn samninganna. önnur mál. Stjórnin Viö lækkum vöruverö lækkun á nýlenduvörum Sem dæmi má nefna: Alm. KRON- Vörutegund verð verð Púðursykur 1/2 kg. 113.- 107.- Flórsykur 1/2 kg. 103.- 99.- Hveiti 5 Ibs 316.- 288.- Bl. grænmeti 1/1 ds. 222.- 198.- Gulr. og gr. baunir 1/2 ds.220.- 196.- Rauðkál 600 gr. 252.- 229.- Kocktail ávextir 1/1 ds. 318.- 265.- Perur 1/1 ds. 252.- 210.- Jarðarberjasulta 450 gr. 197.- 176.- Bláberjasulta 936 gr. 363.- 330.- Hunang 450 gr. 197.- 179.- Maggí súpur 100.- 89.- Royco súpur 48.- 44.- Cocoa Puffs 243.- 221.- Cornf lakes 258.- 231.- Tekex Jacobs 104.- 93.- Kanill 150 gr. 400.- 357.- Vex uppþvottalögur 582.- 483.- Vex þvottaef ni 677.- 607,- WC-pappír 24 rl. 1.488.- 1.392.- \Æ K I V/Norðurfell 1^1 Breiðholti Raðstólar Svefnbekkir Raðstólasett Verksmiðjuverð Flafnarbraut 1 Kópavogi Sími40017

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.