Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.02.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 197G. Kortasýning í tilefni af 200 ára afmæli Bandaríkjanna Bandarikjamenn minnast á þessu ári aö 200 ár eru liðin frá bandarisku „byltingunni” og verða þar i landi mikil hátiða- höld. Menningarstofnun Banda- rikjanna á íslandi höf hátiðar-^ dagskrá sina þann 2. febrúar með sýningu á landakortum af Banda- rikjunum, sem gerð hafa verið á s.l. 450 árum. A sýningunni eru kort og skyld skjöl og er elsta kortið frá 1525 eftir Laurentius Fries. Er um að ræða frumútgáfu á öllum sýningarmunum, að undanskildu Vinlandskortinu fræga. Allar upplýsingar liggja fyrir „ Þa ð er rétt að é g fé kk þetta bréf frá Karli Árnasyni bankaráðsmanni sem dagsett er 17. desember sl.,” sagði Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka ís- lands, i viðtali við Dagblaðið ,,Ég afhenti bankastjör- unum bréfið,” sagði Stefán, ,,og á fundi sem haldinn var fyrir jól svöruðu þeir ná- kvæmlega þeim spurningum sem fram voru bornar og þar á meðal þeim 10 liðum sem Karl bar fram.” Stefánkvað allar upplýsing- ar liggja fyrir i hagdeild bank- ans og ættu bankaráðsmenn aðgang að þeim. „Hvað menn telja fullnægjandi getur farið eftir ýmsu. Ég tel mig fá allar þær upplýsingar sem ég hefi óskað eftir,” sagði Stefán Val- geirsson. Hann kvað engar athuga- semdir við starfsemi bankans hafa borizt frá Seðlabankan- um. „Ef menn vilja vera i sviðsljósinu þá geta þeir gert það með ýmsu móti,” sagði Stefán að lokum. —BS- x 2 — 1 x 2 22. leikvika — leikir 31. jan. 1976. Vinningsröð: 121 — 222 — llx — 21x 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 90.500.00 9511 37285+ 38073+ nafnlaus. 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 2.700.00 717 3300 4308 5873 11190 36416 37013 1044 3501 4441 7087 + 11596 36503+ 37372 1121 3678 4835 8854 35101 36683 + 37372 1620 3983 5335 10051 36006 36733+ 37511 + 2089 4173 5599 10406 36109 37006 37602 2516 4175 5846 10487 36205+ 37013 37767 Kærufrestur er til 23. feb. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðubiöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 22. leikviku verða póstlagðir eftir 24. feb. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fuliar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVIK ÚTBOÐ Tilboð óskast i innréttingar (tréverk) sundlaugar i Bolungarvik. Verkið getur hafist i april og skal þvi að fullu lokið 1. september 1976. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Bolungarvikur og á arkitektsstofu Jes Einars Þorsteinssonar, Grettisgötu 3, Reykjavik, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist til bæjarskrifstofu Bolungarvikur kl. 11 f.h. þann 17. febrúar 1976. Byggingarnefnd sundlaugar i Bolungarvik. Hveragerðisfundurinn ÁLYKTANIR um landhelgismálið Almennur fundur um land- helgismál haldinn i Hótel Hveragerði, sunnudaginn 1. febrúar 1976, samþykkir eftir- farandi: 1. Skorar á stjórnvöld að taka fyllsta tillit til skýrslu Hafrann- sóknarstofnunarinnar um verndun fiskistofnanna f is- lenskri lögsögu. Einnig verði tekið tillit til ábcndinga sjó- manna um friðun ákveðinna veiðisvæða. 2. Harmar þá ákvörðun rikis- stjórnarinnar að semja við vest- ur-þjóðverja um veiðiheimildir innan 50 miinanna, bæði er varðar aflamagn og timalengd samningsins. Núverandi stærð fiskistofnanna gefur enga möguleika á samningum um fiskveiðar innan 200 milnanna, hvorki við breta né aðrar þjóðir. Slikir samningar hefðu i för með sér beina minnkun á aflamagni islenskra fiskiskipa. 3. Lýsir aðdáun á störfum skipshafna varðskipanna við erfiðustu aðstæður. Forsendur þess, að við getum varið 200 milurnar, er að stórefla Land- helgisgæsluna með leigu eða kaupum á hentugri stærð hrað- skreiðra varðskipa og verði i þvi sambandi tekið fyllsta tillit til óska skipherra Landhelgisgæsl- unnar. Reykvíkingnm fækkaði Vestfirðingiim fjölgaði Skv. bráöabirgðatölum hag- stofunnar um mannfjölda 1. des. 1975 fækkaði reykvikingum á siðasta ári úr 84.772 I 84.423 eða um 349. Hefði það einhvern tima þótt saga til næsta bæjar. A sama tima fjölgaði vestfirðingum úr 9940 i 10.039 eða um 99 manns. Heildarfjölgun landsmanna var 1.16% á móti 1.46% á árinu þar á undan. Þeir eru nú orðnir 218.682 og eru karlar I meiri hluta þó að konur séu fjölmennari i Reykja- vik. Ibúafjöldi kaupstaðanna er á jtessa leið (tölur frá 1. des. 1974 innan sviga) Reykjavik 84.423 (84772) Kópav ogur 12.553 (12.090) Akureyri 11.944 (11.689) Hafn.fj. 11.061 (11.372) Keflavik 6.169 (6ill3) Vestm.eyj. 4.467 (4.396) Akranes 4.624 (4.514)-- fsafj. 3.081 (3054 Seltj.nes 2.567 (2.494) Húsavik 2.191 (2.170 Siglufj. 2.045 (2.080) Sauðárkr. 1.792 (1.767) Nesk.st. 1.665 (1.653) Grindavik 1.663 (1.598) Dalvik 1.194 (1.159) Ólafsfj. 1.115 (1.123) Bol.vik 1.053 (1.027) Eskifj. 988 (969) Seyð.fj. 960 (938) ibúafjöldi sýslnanna er þessi: Árness. 9.444 (9.226) Kjós.sýsla 6.621 (6.170) Snæf.sýsla 4.499 (4.464) S-MUl. 4.329 (4.320) Gullbr. 4.139 (4.107) Rang. 3.569 (3.539) S-Þing. 2.949 (2.905) Eyjafj.s. 2.688 (2.704) A-Hún. 2.461 (2.434) Skagafj.s. 2.351 (2.386) Mýras. 2.310 (2.289) N-Múl. 2.189 (2.210) V-Barð. 1.991 (1.984) A-Skaft.s. 1.876 (1.829) N-Þing. 1.814 (1.822) V-ls. 1.669 (1.676) Borg.fj.s. 1.446 (1.424) V-HUn. 1.432 (1.423) V-Skaft. 1.359 (1.368) Strandas. 1.178 (1.179) Dalas. 1.151 (1.171) N-Is. 586 (567) A-Barð. 481 (453) Lóðaúthlutun Borgin hefur nú nýlokiö viö úthlutun einbýlis- húsalóða/ blokkarlóða, raðhúsalóöa og fleiri teg- unda lóða. Allt fórst þetta heldur álappalega úr hendi, sem oft fyrr. Ein er sú meginregla, sem svokölluð lóðanefnd hefur til viðmiðunar þegar hún ákveður hverjir skuli fá lóðir og hverjir ekki-. tekjur umsækjenda næst- liðið ár. Miðvikudaginn siðasta birti Mogginn minn auglýsingu frá einum styrktarmanna sinna þess efnis, að hann hefði til sölu byggingarlóð i Seljahverfi. Um- rædd lóð reyndist vera þar i Seljahverfi, sem siðasta úthlut- un fór fram i. Úthlutunin var staðfest á borgarráðsfundi föstudaginn 23. janúar, en ekki send blöðum fyrr en mvd. 28. janúar, sama dag og umrædd auglýsing birtist. Við athugun kom i ljós að verðið á lóðinni átti að vera tvær og hálf miljón króna, greiðsla samkomulag. Þar sem þeim, er úthlutað fær lóð, er aldeilis óheimilt að selja hana, skal tekið fram, að vegna undantekninga var löglegt að selja umrædda lóð, þvi hún áskotnaðist manneskju vegna lands, sem borgin fékk hjá henni. En það er verðið á lóðinni. Tvær og hálf miljón. Við úthlutun einbýlishúsalóða erveriðað gefa þeim, sem lóðir fá miljónir króna. Og þeir einir geta fengið gjöfina, sem nógu mikið eiga fyrir. Finnst engum þetta afkáralegt? Fimm barna faðir, sem býr með fjölskyldu sinni á 60 fer- metrum en hafði eina og hálfa miljón I laun siðasta ár, á þess engan kost að fá lóð til þess að byggja yfir sig og fjölskylduna svo sem 120 fermetra einbýlis- hús, vegna þess að um lóðina sækir guðsgeldingur, sem haft hefur 4 miljónir i tekjur á sið- asta ári og hefur ekki fyrir nein- um að sjá öðrum en sjálfum sér og einmana eiginkonu i 200 fermetra einbýlishúsi, sem lokið var við að byggja 1972. Ótal fleiri dæmi mætti nefna. En það er ástæðulaust. Þau yrðu öll eins. Þvi er það réttlætiskrafa, að lögð verði niður sú fámennasta nefnd i heimi, tveggja manna lóðanefnd, og þess i stað farið að úthluta lóðum i borginni eftir skynsamlegum aðferðum, þar sem inni og samanvið væri blandað nauðsyn og þörf. Um þetta mál er hægt að skrifa fleiri blaðsiður en nokk- urt eitt dagblað getur séð af undir eitt málefni. Það verður þó ekki gert að sinni. Heldur verður þess vænst, að jafnvel hið stokkfreðna borgarstjórnar- ihald sjái til að, svo litill pistill sem þessi verði ekki skrifaður einvörðungu fyrir vindinn. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.