Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Húsnœðisskortur háir Samvinmiskólanum — pláss fyrir 37 nýnema en 200 sœkja um Samvinnuskólanum að Bifröst varslitið laugardaginn 1. mail 58. sinn. t skólaslitaræðu greindi skólastjóri, Haukur Ingibergsson, frá skólastarfinu á liðnum vetri. Umsóknir um skólavist i 1. bekk hefðu verið rúmlega 200 en húsrými hefði aðeins verið fyrir 37 nýnema. 12. bekk sátu 42 nem- endur þannig að samtals stund- uðu 79 nemendur nám við Sam- vinnuskólann að Bifröst I vetur. Skiptast nemendur þannig eftir kjördæmum: Úr Reykjavik llnem. — Reykjaneskjördæmi 12 — — Vesturl.kjördæmi 20 — — Vestfjarðakjördæmi 2 — — Norðurl.kjörd. v. 8 — — Norðurl.kjörd. eystra 11 — — Austurlandskjördæmi 7 — — Suðurlandskjördæmi 8 — Eru 29% nemenda þvi af höfuð- borgarsvæðinu en 71% utan af landi og taldi skólastjóri þessa skiptingu alls ekki óeðlilega er tekið væri tillit til uppruna og starfsemi samvinnuhreyfingar- innar auk þess sem höfuðborgar- búar hefðu margar leiðir til mennta sem landsbyggðarfólk hefði ekki. Vorpróf I 2. bekk hófust 5. april og i 1. bekk 21. april, en þar eru aðeins tekin lokapróf i nokkrum greinum. Úrslit prófa urðu sem hér segir: I. bekkur 1. Kristin Bryndis Guðmunds- dóttirfrá Stöðvarfirði.... .9.14 2. Sigrún Inga Sigurðardóttir úr Skagafirði..............9.00 3. -4. Þórveig Þormóðsdóttir úr S-Þingeyjarsýslu .......8.89 3.-4. Rósa Hansen, Vestmanna- eyjum..................8.89 II. bekkur 1. Maria Jónsdóttir frá Dalvik..................9.34 2. Vilhjálmur Sigurðsson úr Reykjavik...............8.68 3. Sigurjón Ingólfsson, Vest- mannaeyjum..............8.58 Þessu næst ræddi skólastjóri um framtiðarmál skólans og á- Haukur Ingibergsson taldi siendurtekna frestun á af- greiðslu frumvarps til laga um viðskiptamenntun á framhalds- skólastigi, sem nú liggur i 3. sinn fyrir Alþingi. Einnig ræddi hann um húsnæðismál að Bifröst og sagðiþað brýntað hefja byggingu ibúðarhús fyrir starfsfólk auk þess sem bæta þyrfti starfsað- stöðu. Skólastjóri ræddi nokkuð um félagsmál og sagði aö sú óvenju- lega áheisla sem skólinn legði á félagslega þjálfun nemenda sinna ætti rætur sinar að rekja til þess að samvinnuhreyfingin væri i eðli sinu félagsmálahreyfing sem alltaf hlytiaöstefna að þvi aðefla félagsþroska og samfélagsvitund manna og slikt gerðist trauðla á annan hátt en með félagslegri þjálfun sem reynt væri að ná með virku starfi nemenda i hinum ýmsu félögum og klúbbum. Fjöldi gesta var viðstaddur skólaslitaathöfnina. Fyrir hönd 10 ára nemenda talaði Ingólfur Sverrisson en Arnór Valgeirsson fyrir hönd 25 ára nemenda og færðu þeir skólanum góðar gjafir og óskuðu honum velfarnaðar i framtiðinni.Leopold Jóhannesson ávarpaði nemendur og starfslið og færði þeim þakkir fyrir gott nágrenni i 2 ár. Af hálfu heima- manna töluðu Pétur Þorgrims- son, Sigurbjörn Kristinsson og Guðbrandur Gislason. Vinnuveitendasamband íslands: Ráðstafanir stjórn- arinnar verðbólguhvetjandi — leysa engan vanda í gær fjallaði framkvæmda- stjórn Vinnuveitendasambands Islands um efnahagsmála- frumvarp rikisstjórnarinnar. I ályktun stjórnarinnar fallast atvinnurekendur á skattheimtu upp á miljarð til landhelgisgæslu og fiskileitar og telja ekki efni til þess að sú skattheimta hafi áhrif á launagreiðslur til hækkunar. Þeir vilja semsagt að þessar auknu álögur fari fram hjá „rauðu strikunum”. Hins vegar vara atvinnurekendur við frekari skattheimtu umfram þetta, en leggja til að i stað þess verði f jár- hagsvandi rikissjóðs leystur með sparnaði i rikisbúskapnum, niðurskurði rekstrarútgjalda og frestun ótimabærra fram- kvæmda. Jafnframt er varað við aukinni útgáfu rikisskuldabréfa á vegum sveitarfélaga. I ályktun atvinnu- rekenda segir svo: 2. Annan fjárhagsvan-da rikis sjóðs má leysa með tvennum hætti: aukinni skattheimtu eða niðurskurði rikisútgjalda. I frumvarpi rikisstjórnarinnar er fyrri leiðin valin, en eins og tillögurnar eru úr garði gerðar munu þær auka snúningshraða verðbólguhjólsins, skapa frekari rekstrarfjárörðugleika atvinnuveganna og stefna at- vinnu i hættu. Vinnuveitenda- samband tslands leggur þvi enn á ný áherslu á þá sameigin- legu málaleitan aðila vinnu- markaðarins i siðustu kjara- samningum, að fjárhagsvandi rikissjóðs verði fremur leystur með sparnaði i rikisbúskapn- um, niðurskurði rekstrarút- gjalda og frestun ótimabærra framkvæmda. 3. t frumvarpinu er gert ráð fyrir, að f jármálaráðherra geti heimilað sveitarfélögum verðbréfaútgáfu vegna' hita- veituframkvæmda. Hér er lagt út á hála og hættulega braut. Útgáfa rikisskuldabréfa er þegar úr hófi fram og endur- greiðslubyrðar munu i vaxandi mæli hefta fjárhagssvigrúm rikissjóðs. Auk þess eykur sú óeðlilega samkeppni um spari- fé landsmanna, sem rikisvaldið stendur fyrir með útgáfu verð- tryggðra spariskirteina á erfið- leika atvinnuveganna um láns- fjárutvegun og mundi sá vandi enn magnast ef sveitarfélögum yrði einnig heimiluð verðbréfa- útgáfa. Róið með sand og grastorfur til þess að herja með á gulbráinni ill ræmdu, sem dafnar svo vel i fugladritinu I hólmanum. Starfsmenn borgarinnar hlúa að dýralífi í miðbœnum Búið að gera klárt fyrir kríuvarpið! Núna i vikunni hafa starfs- menn borgarinnar unnið við að gera hólmann i tjörninni kláran fyrir kriuvarpið, en von er á kriunni um fardaga að venju, en þeir eru 14. mai. Að sögn Hafliða Jónssonar var kriuvarp orðið óverulegt i hólmanum þar til brugðið var á það ráð að halda honum við meö nokkrum tilkostnaði. Hefur varpið siðan stóraukist og auk kriunnar er nokkuð um það að æðarfuglinn verpi i hólmanum. — Krian skilur eftir sig mikið Framhald á 14. siðu. Albert Guðmundsson: Meiri refsing ef ég mætti Dagblaðið skýrði frá þvi á dög- unum, að Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi og alþingismaður, sem talaði harðlega gegn fram- lengingu v-þýsku veiðisamn- inganna á alþingi á dögunum, hefði að loknum þingfundi fengið kaldar kveðjur á þingflokksfundi hjá sjálfstæðismönnum og ma. skammadembu frá fulltrúa þingflokksins við þá samninga- gerð, Guðmundi H. Garðarssyni. Atti þingflokksfundi að ljúka með þeim hætti, að Albert yfirgaf samþingsmenn sina, en eftir sátu þeir og kittu áfram. Jafnframt þessari frásögn hafði Dagblaðið eftir Alberti, að hann væri ennþá i þingflokknum og lagði siðan út frá þessum orðum þingmannsins og dró þá ályktun, áð svo kynni að fara, að hann segði sig úr honum. Þjóðviljinn ætlaði að hafa tal af Alberti i þinghúsinu i gær, en var sagt, að hann væri ekki við- staddur. Þegar að var spurt, hvort það væri vegna þess, að Flugmenn Vœngja slá árangurslaust af kröfum sínum „Við bíðum bara í start- holunum” sagði Omar Olafsson flugmaður um stofnun nýja flugfélagsins ef Vœngir leggja niður starfsemi sina — Við vorum á fundum hjá sáttasemjara fyrir helgi og fram eftir á laugardeginum og á þeim fundum slóum við flugmennirnir mjög verulega af okkar kröfum og var þó búið að gefa mikið eftir áður, sagði Omar ólafsson einn af flugmönnum Vængja i samtali við Þjóðviljann i gær. — Ókkur viröist hins vegar að samnings- vilji hjá stjórnarmönnum Vængja sé afskaplega takmarkaður og að minu viti er ekki hægt aö gefa einn einasta punkt eftir, i viðbót við það sem komið er. — Heldurðu þá að Vængir ætli að leggja niður starfsemina? — Nei, ég á nú ekki von á þvi. Þeir stefna greinilega að þvi að halda áfram og það eina sem samningar stranda á er aðild okkar að Félagi islenskra atvinnuflugmanna. Þá aðild munum við aldrei gefa eftir og þeir hjá Vængjum hafa siðustu þrjá dagana verið að kanna möguleikana á þvi að kyngja þeim bita, sem þeim virðist finn- ast svo súr. Framhald á bls. 14. Happdrætti Kópavogshælis Starfsfólk kópa vogshælis efndi til happdrættis sl. mánuð til kaupa á þroskaleikfanga- safni f. vistmenn hælisins. Allir vinningar voru gefnir og vill starfsfólkið koma á fram- færi þakklæti sinu til fyrirtækj- anna og einnig fólki almennt fyrir góðar undirtektir. Einnig gaf kvenfélagið Freyja 20 þús. kr. gjöf. Upplagiö var 5000 miðar og seldust þeir allir upp og var dregið 30. april 1976 hjá bæjar- fógetanum i Kópavogi og eru vinningsnúmer sem hér segir: 1. 4203. 2. 3251. 3. 3425. 4 . 227. 5. 4272. 6. 327. 7. 536. 8. 3199. Vinninga má vitja á Kópa- vogshæli hjá riturum. þinghald væri búið þennan daginn, var þvi svarað til, að það væri vegna þess að þingflokks- fundir stæðu yfir! Virtist þvi frétt Dagblaðsins á rökum reist, og hafði Þjóðviljinn nú samband við Albert, en hann var þá á borgar- ráösfundi, og spurði hann aö þvi Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.