Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. jún! 1976 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 3 LIBANON Allt í hers höndum Harðir bardagar viða um land — Beirut sambands- laus við umheiminn, vatnslaus og rafmagnslaus — Arababandalagið boðar til skyndifundar Beirut, Damaskus 8/6 reuter ntb — Hörð átök stóðu yfir i allan dag milli iibanskra vinstrisinna og palestinumanna annars vegar og sýrlenska hersins hins vegar. Var barist i Beirut, hafnarborginni Sidon og hér og þar i f jalllendinu austan við Beirut. Barist var með skriðdrekum og stórskotaliði. Vinstrisinnar og liðsmenn PLO vörðust framsókn sýrlendinga allt hvað af tók og sagði talsmaður þeirra að þeim hefði tekist að granda 7 sýr- lenskum skriðdrékum og taka fjóra hernámi. Sýrlendingar gerðu skriðdrekaárásir á Sidon frá tveim hliðum og héldu uppi látlausri stórskotahrið á Sidon og borgina Zahrani þar sem er mikil oliuhreinsunarstöð. Sveitir Ur palestinsku herdeildinni Saiqa sem er hliðholl sýrlendingum hélt einnig upp skothrið á hverfi múhameðstrúarmanna i Beirut frá aðalbækistöðvum sinum á alþióðaílugvelli borgarinnar sem lokaðist i dag. Mikið vandræðaástand og ringulreið rikti i Beirut i dag. Vatn var af skornum skammti i mörgum hverfum. Rafmagns- framleiðslan var aðeins 15% af ivi sem hún er vanalega og var irri orku svo til allri beitt til að dæla vatni inn i borgina. Sima- samband er allt úr skorðum og um tima i dag var borgin svo til algjörlega einangruð frá um- heiminum. Palestinumenn og vinstrisinnar reyndu að brjóta niður siðferði- þrek sýrlensku hermannanna með þvi að útvarpa stöðugt áskorunum um að þeir hættu að berjast gegn öðrum aröbum en sneru þess i stað til Gólanhæða þar sem israelar biða. Talsmenn palestinumanna sögðu að margir landar þeirra sem lutu stjórn sýr- lendinga hefðu gerst liðhlaupar. Hægriöflin i Libanon sem áttu undir högg að sækja fyrir innrás sýrlendinga hafa aukiö hernað sinn gegn vinstrimönnum. Gæti það reynst þeim siðarnefndu skeinuhætt að þurfa að berjast á tveim vigstöðvum i einu. Sýrlendingar stöðvuðu fram- sókn sina milli bæjanna Sofar og Bhamdoun i dag en þeir eru i uþb. 17 km fjarlægð frá Beirut. Tals- maður vinstrimanna sagði að gert hefði verið vopnahlé i landinu og hefði það tekið gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Þá skýrði útvarpið i Damaskus frá þvi að vopnahlé hefði einnig %4,;. Wj Aigeng götumynd frá Beirut um þessar mundir. Vinstrimenn á varö- bergi við höfnina. verið gert milli Saiqa og A1 Fatah. Ekki varð þess vart I dag að þessi vopnahlé hefðu nein áhrif á bardagana. Boöað var til skyndifundar með utanrikisráðherrum Araba- bandalagsins i Kairó og átti hann að hefjast i kvöld. Yfirvöld 1 Damaskus kváðust myndu Framhald á 14. siðu. Nýfasisti sviptur þinghelgi Róm 8/6 reuter — ítalska þingið samþykkti I dag með öllum þorra atkvæða gegn einu að svipta einn þingmann nýfasista þinghelgi og gefa heimild til handtöku hans og rannsóknar á aðild hans að morði á ungum kommúnista fyrir 12 dögum. Þingmenn mættu vel til at- kvæðagreiðslunnar I dag sem liklega er sú siðasta á þessu þingi. Aðeins einn flokksbróöir nýfasistans greiddi atkvæði gegn tillögunni, en aðrir þing- menn nýfasistaflokksins MSI sátu hjá. Þingmaðurinn, Sandro Saccucci, hóf skothrið á kosn- ingafundi kommúnista fyrir 12 dögum. Hann var fallhlifarher- maður á sinum yngri árum og sat um skeið i fangelsi I eitt ár vegna ákæru um aðild að til- raun til valdaráns. Almennt er ekki vitað hvar Saccucci heldur sig.en lögreglan stöðvaði hann fyrir nokkru á landamærum Sviss er hann ætlaði að lauma sér úr landi. RÓDESÍA: Ættarhöfðingja rænt Salisbury 8/6 reuter — Ródesiskir skæruliðar rændu i dag einum áhrifamesta ættbálkahöfðingja landsins,en hann hefur verið mjög handgenginn stjórn Ian Smiths og fordæmt baráttu skærúliða fyrir meirihlutastjórn blökkumanna i Ródesiu. Höfðinginn, Makiba, var frá suðausturhluta landsins og var honum rænt á sinum heima- slóðum i héraðinu Bikita. Makiba átti sæti I öldungadeild þingsins, einn af tiu ættafhöfðingjum sem þar sitja. Tilkynnt var I aðalstöðvum öryggissveita landsins að reynt hefði verið að sprengja i loft upp tvær litlar einkaflugvélar i hlið- unum meðfram Karibavatni en það er á landamærum Sambiu og Ródesiu. Þessi frétt olli ótta meðal hvitra ibúa landsins við að Kaunda forseti Sambiu hefði staðið við fyrirheit sin um að opna landamæri Sambiu fyrir innrás skæruliða. Hingað til hafa skæru- liðar ekki haft sig i frammi ródesiumeginn vatnsins. Stjórnarhersveitir leita nú skæruliða sem komu fyrir jarð- sprengju nærri landamærum Mósambik en hún varð konu og tveim dætrum hennar að bana er bill þeirra ók yfir sprengjuna. Maður konunnar og önnur börn þeirra komust af litt slösuð. Tiu óbreyttir borgarar hvitir á hörund hafa fallið siðan striðs- átökin tóku að magnast i landinu i janúar sl. URUGUAY Segir Borda- berry af sér? Montevideo 8/6 reuter — Juan Maria Bordaberry, forseti Uru- guay, virðist I dag reiðubúinn að segja af sér siðar i þessari viku vegna ágreinings við yfjrvöld hersins i landinu sem ræður öllum málum bak við tjöldin. Kunnugir herma að ágrein- ingurinn snúist um þá kröfu Bordaberrys að hann verði skip- aður forseti til lifstiðar og fái völd til að stjórna með tilskipunum. Herinn er sagður vilja hverfa aftur til þingræðishátta og tveggja flokka kerfis fyrir 1984. Bordaberry vill hins vegar við- halda rikjandi banni á allri starfsemi stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga. Bordaberry var kjörinn forseti EBE: Hafnar landhelgiskröfu breta Brilssel 8/6 ntb — Fastanefnd Efnahagsbandalags Evrópu vis- aði i dag á bug kröfu breta um yfirráð yfir hafsvæðinu milli 12 og 50mllna frá ströndum Bretlands. Nefndin hefur lagt til að innan 200 milna efnahagslögsögu verði 12 milna fiskveiðilögsaga hvers lands sem öðrum löndum EBE verði óheimilt að veiða I. Bretar hafa hins veear krafist þess að fiskveiðilögsagan verði 50 milur. í skýrslu fastanefndarinnar um þetta mál kemur fram að bretar skuli fá bætur fyrir hugsanlegt tjón sem þeir verða fyrir með auknum veiðikvótum innan hinnar sameiginlegu 200 milna lögsögu. A ráðherranefnd EBE að ákvarða kvótana. Allar þjóðir EBE nema irar hafa hafnað kröfu breta. Bordaberry forseti Uruguay Uruguay i nóvember 1971 og á kjörtimabili hans að ljúka i febrúar á næsta ári. Formaður Rikisráðsins, sem sett var á laggirnar i stað þingsins sem leyst var upp er Bordaberry tók sér alræðisvald 1 skjóli hersins árið 1973, hefur lagt hart að her- foringjunum að setja fram mála- rniblun sem geri Bordaberry kleift að ljúka kjörtimabili sinu með sæmd. Litlar likur eru taldar á þvi ab samkomulag takist og ráðsliðar töldu sýnt að Bordaberry segi af sér að eigin frumkvæði einhvern næstu daga. 6. flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 342 - 50.000 — 17.100.000 — 9.063 - 10.000 — 90.630.000 — 9.432 123.030.000 kr. Aukavinningar: 10 á 50.000 kr. 900.000 — 9.450 123.930.000.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.