Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Miðvikudagur 9. júni 1976 Fjölmenn nefnd sett á laggirnar Þing fatlaðra á Norður- löndum hefst i dag Þing fatlaðra á Norðurlönd- um verður sett á Hótel Loft- leiðum kl. 10. árdegis i dag. Þingið sækja á annað hundrað fulltrúar frá öllum Norður- löndunum. Formaður sam- taka fatlaðra á Norðurlöndum Theodór A. Jónsson flytur ávarp, en félagsmálaráðherra Gunnar Thoroddsen setur þingið. Siðdegis verða um- ræður um örorkutryggingar. Þinginu lýkur á laugardag. Mikil aðsókn í orlofshús SFR t félagstiðindum Starfs- mannafélags rikisstofnana er skýrt svo frá að 500 umsóknir hafi borist um 171 viku i or- lofshúsum félagsins i Munaðarnesi. Félagið hefur aðeins til ráðstöfunar sem svarar 171 vikudvöl i orlofs- húsum, en rétt um fimm- hundruð umsóknir bárust. Eftir þvi sem frést hefur frá öðrum félagasamtökum er reka orlofshús, er aðsókn mikil i sumar og virðast sifellt fleiri kjósa að dvelja i orlofs- húsum hér á landi. Frá Orlofs- nefnd hús- mæðra í Reykjavík Orlofsnefnd húsmæðra i Reykjavik rekur orlofsheimili sitt að Laugum i Dalasýslu I sumar. Farið verður i hópum i júli- og ágústmánuði. Tekið verður á móti umsóknum frá og með 14. júni að Traðarkots- sundi 6, kl. 13—18 virka daga. Orlof húsmæðra hefur notið mikilla vinsælda og aðsóknin aukist með ári hverju. Fram- lag til orlofsins hefur verið frá riki og borg, (sveitarfélög- um), til þessa. Má segja, að það sé viðleitni löggjafans til að koma á móts við þennan eina starfshóp i þjóðfélaginu, sem ekki nýtur orlofs, sam- kvæmt hinum almennu orlofs- lögum. En rétt til þess að sækja um orlof húsmæðra hefur hver sú kona, sem veitir, eða hefur veitt, heimili for- stöðu, án launagreiðslu fyrir það starf. Þegar aðsókn er svo mikil sem raun ber vtni hér i Reykjavik, er nefndinni vandi á höndum, en sú regla er ófrá- vfkjanleg, að kona sem hefur ekki farið áöur i orlof hefur allan forgang. Siðastliðin þrjú sumur hefur orlofsnefndin staðið fyrir rekstri barnaheimilis i ágúst- mánuði að Saltvik á Kjalar- nesi fyrir börn á aldrinum 4—7 ára og svo mun einnig verða i sumar. Þessi fyrirgreiðsla til handa yngri konum hefur gefið einkar góða reynslu. Skrifstofa Sambands almennra lifeyrissjóða (SAL) hefur hafiö útffáfu á fréttabréfi um málefni lifeyrissjóðanna. Nefnist það SAL-FRÉTTIR. 1 fyrsta tölublaði er sagt frá nefnd þeirri sem rikis- stjórnin mun skipa, skv. sam- komulagi aðila vinnumarkaðar- ins 28. febrúar sl. til að fjalla um endurskipulagningu lifeyris- kerfisins. Gert er ráð fyrir að nefnd þessi verði fjölmenn, jafnvel um 15 manns, og ýmsum hagsmuna- aðilum verði boðin þátttaka. Al- þýðusamband Islands hefur þeg- ar tilnefnt 3 menn, þá Björn Jóns- son, Eðvarð Sigurðsson og Guð- mund H. Garðarsson og Vinnu- veitendasambandið 2 menn, þá Gunnar J. Friðriksson og Jón H. Bergs. Ljóst er að nefndin tekur fljót- lega til starfa þar sem hún á að skila áliti fyrir 1. október nk. Nú fyrir skömmu kom út heildarspjaldskrá yfir sjóðfélaga aðildarsjóða SAL. Skráin er I til að fjalla um endurskipu- lagningu lif- eyriskerfisins vörslu SAL og geta lifeyrissjóðir fengið upplýsingar hjá skrifstofu sambandsins, hvort sjóðfélagar eigi iðgjaldaeign hjá aðildarsjóöi SAL. Þá hefur sérhver aðildar- sjóður SAL skrá yfir sina sjóð- félaga, ásamt upplýsingum, hvort þeir eigi iðgjaldaeign hjá öðrum sjóðum innan SAL. Heildarspjaldskráin var unnin i tölvudeild Sambands Islenskra samvinnufélaga. Sá SIS um for- skriftargerð, en Hagvangur h.f. var skrifstofu SAL til aðstoðar við gerð verkalýsinga fyrir for- skriftargerö. Þá annaðist Hag- vangur h.f. samskipti við úr- vinnsluaðila þeirra lifeyrissjóða, Eövarð Sigurðsson formaöur Sambands almennra lifeyrissjóða (SAL) ' þar sem uppfærsla iðgjalda fer fram i tölvum. Skrifstofa SAL annaðist hins vegar innheimtu sjóðfélagaskráa þeirra lifeyris- sjóða, þarsem uppfærsla iðgjalda fer ekki fram i tölvum. Auk þess annaðist skrifstofa SAL inn- heimtu lánalista hjá sjóðunum. Fjöldi nafnnúmera, sem bárust SAL nam alls 91.924. A heildar- spjaldskrá SAL eru hins vegar 70.925. Er það vegna þess aö nokkuö algengt er að sjóðfélagar hafa greitt i fleiri en einn lifeyris- sjóð. Samkvæmt samskiptareglum aðildarsjóða SAL skal ekki flytja iðgjaldaeign milli sjóðanna fyrr en kemur til greiðslu lifeyris. Skráin hefur þvi nú þegar komið aö góðum notum varðandi ákvörðun um lifeyrisrétt og lán- veitingar. Stjórn SAL er nú skipuö 20 mönnum, 10 frá ASl og 10 frá VSl. Formaður SAL er Eðvarð Sigurðsson, en framkvæmda- stjórn skipa Eðvarð Sigurðsson, Gunnar Guðjónsson, Barði Frið- riksson, Benedikt Daviðsson, Gunnar Björnsson og Óskar Hall- grimsson. —GFr mm Fyrsta ferð Arnarflugs Myndin sýnir hópinn i fyrstu ferð Arnarflugs stiga út úr flugvél félagsins af gerðinni Boeing 720 á flugvellinum við Malaga á Spáni. Ferð þessi var farin á laugardag- inn fyrir hvitasunnu, klukkutima að lokinni skoðun á flugvélinni. Með vélinni fóru um 140 farþegar, en alls tekur vélin 171 farþega. Farþegarnir i þessari fyrstu ferð Arnarflugs voru margir nýút- skrifaðir stúdentar úr Verslunar- skólanum og á leið til dvalar á Costa del Sol. Ferðin var farin á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu og verður stærsti liðurinn i starfsemi Arnarflugs I sumar væntanlega flug á vegum Sunnu til sólar- landa. Annar mikilvægur liður I starfsemi Arnarflugs I sumar verður flug með þýska ferðamenn frá Dllsseldorf til Islands og frá Islandi aftur til DiisseldorL Virðist áhuginn vera mikill I Vestur-Þýskalandi á Islands- ferðum, svo að gert er ráð fyrir 1—2 ferðum á viku með þessa þýsku ferðamenn. Flug þetta er á vegum vestur-þýskra aðila. -dþ íslendingar ferðast mikið til útlanda 1 yfirliti útlendingaeftirlitsins um töiu farþega sem komu hingað fyrstu 5 mánuði ársins kemur i ljós að fleiri islendingar komu til landsins á þessum mánuðum heldur en á sama tima i fyrra. Tölurnar eru 13819 á móti 11796 árið 1975. Hins vegar komu færri útlendingar á þessum tíma i ár. Fækkar þeim úr 18217 1 17021. Þjóðviljinn hafði samband við Lúðvik Hjálmtýsson hjá Ferða- málaráði i þessu sambandi og sagði hann að siauknar feröir is- lendinga til sólarlanda væri meginskýringin á þessari Fjórðungssamband norðlendinga efnir til ráðstefnu: Nýting hafsins fyrir Norðurlandi á Sauðárkróki um nœstu helgi N.k. laugardag 12. júni gengst Fjórðungssamband Norðlendinga fyrir ráðstefnu um nýtingu hafs- ins fyrir Norðurlandi og verður ráðstefnan á Sauðárkrók. Meðal frummælenda veröur sjávarút- vegsráðherra. Ráðstefna um nýtingu hafsins fyrir Norðurlandi fyrir svæðiö frá Horni að Langanesi verður haldin i félagsheimilinu Bifröst á Sauö- árkróki laugardaginn 12. júni 1976 og hefst kl. 9.30 f.h. og lýkur sam dægurs. Ráðstefnan er haldin i samstarfi við sjávarútvegsráðu- neyti og sjávarútvegsstofnanir, ennfremur I samvinnu við samtök sjómanna, útvegsmanna og fisk- framleiðenda á Norðurlandi. Þetta er opin ráðstefna, þar sem allir hafa málfrelsi og tillögurétt. Málefnum ráðstefnunnar verður visað til sérstakrar samstarfs- nefndar sem undirbýr tillögur fyrir næsta þing Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Ráðstefna þessi er liður i þvi starfi Fjórðungssambands Norð- lendinga að leita eftir breiöu samstarfi sveitarstjórnarm.anna og hagsmunaaðila um mótun heildarstefnu fyrir landshlutann i þeim málaflokkum, sem eru efst á baugi. Jafnframt liður i þeirri viðleitni að skapa opinn vettvang til skoðanaskipta á milli þeirra, sem öðrum fremur móta stefnuna og framkvæma, svo og þeirra sem búa við vandamálin heima fyrir. Að þessum niöurstöðum fengnum verði mótuð heildar- stefna fiskveiðiréttar- og sjávar- útvegsmála fyrir Norðurlands- svæðið frá Horni að Langanesi. Stefna stjórnvalda í sjávarútvegsmálum Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra mun gera grein fyrir stefnu rikisstjórnarinnar i hafréttar-; fiskveiði- og sjávarút- vegsmálum almennt með hliðsjón af samningum viö erlenda aðila Framhald á 14. siðu. aukningu. Hins vegar áleit Lúð- vik að færri útlendingar fyrstu mánuði ársins þyrftu ekki að benda til fækkunar þeirra yfir árið i heild þar sem nú væri fram- undan aðalferðamannatiminn en á sumrin koma um 65% allra er- lendra ferðamanna til landsins. Meðalaukning á komum erlendra ferðamanna til tslands á árunum 1965—1975 var um 6,5% á ári og benti allt til þess að sú þróun héldi áfram á þessu ári. Lúðvik sagði að hlutur skandinava i komum erlendra ferðamanna undanfarin ár hefði aukist, en hlutur breta og þjóð- verja tiltölulega minnkað. Veldur þessu liklega að alls konar nor ræn samtök halda þing sin hér i auknum mæli. Um 90% ferðamanna koma til landsins með flugvélum og af- gangurinn að mestu leyti með er- lendum skemmtiferðaskipum. Komum erlendra skemmtiferða- skipa hefur fækkað undanfarin ár en er nú aftur að fjölga. 1 fyrra voru 16 ferðir með 7300 farþega eða um 9,3% allra erlendra ferða- manna á Islandi. Lúðvik taldi að nú væru aö verða nokkur þáttaskil i feröa- málum með samvinnu Isienskra ferðafélaga við stór og sterk fyrirtæki erlendis, aðallega á Noröurlöndum. Nefndi hann sem dæmi Samvinnuferðir og Alþýðu- orlof. —GFr Alþýðubandalagsferðin verður 27. júní Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður farin sunnudaginn 27. júni n.k. Ferðaáætlun verður nánar kynnt siðar. BARUM BfíEGST EKK! _ Fólksbíladekk Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. | TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/F AUOBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.