Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. júní 1976. Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Nú er sá timiárs þegar dytta þarf aft ýmsu, sem aflaga hefur fariö I umhleypingum liöins vetrar. Keflavik Frá aðalfundi Kaupfélags Suðurnesja Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var haldinn i félags- heimilinu Festi i Grindavík 22. mai, sl. Fundarstjórar voru þeir Guðni Magnússon, Keflavik og Svavar Árnason, Grindavik, en fundarritarar Sigtryggur Árna- son og Helgi Kristjánsson. Formaður félagsstjórnar, Sigfús Kristjánsson, flutti skýrslu félagsstjórnar. Á árinu var kaupfélagið Ingólfur i Sand- gerði sameinað Kaupfélagi Suðurnesja, sem tók þar með við rekstri búðarinnar i Sand- geröi. Rekur kaupfélagiö nú verslun i Grindavik, Ytri-Njarð- vik og Sandgerði, auk Kefla- vikur. Á árinu tók tii starfa ný markaðsverslun á vegum félagsins, (sparkaup). Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, flutti skýrslu um rekstur félagsins. Heildar- velta ársins nam kr. 906.844.373,-. Tekjuafgangur var kr. 861.323,-. Afskriftir kr. 3.597.463,-. Af tekjuafgangi félagsins var ráðstafað til eftir- greindra aðila: Leikfélags Grindavikur kr. 100.000 . Björgunarsveitarinnar Sigur- von i Sandgerði kr. 200 þús. Starfsmannafélags kaup- félagsins kr. 150 þús. Ung- mennaféi. Þróttar á Vatns- leysuströnd kr. 50 þús. Úr stjórn félagsins átti að HUGLEIÐING UM STJÓRN SYR Frá upphafi viröist svo, sem yfirvöld Reykjavikur hafi rekiö strætisvagnakerfiö fyrir aftan rassinn á sér, ef svo má segja, — meiri áhersla lögö á biiastæöi fyrir hina „sjálfstæðu” borgara, aðrir eru ekki fólk nema aö litlu ieyti, og þá helst um kosningar. Ekki vantar forstjórann fyrir þessari stofnun, en aldrei virðist hann hafa komið auga á, að þegar ný hverfi eru i byggingu, þurfa þeir, sem verkin vinna, að komast þangað. Þá fyrst þegar fólkið er flutt inn i húsin, er farið að hugsa. Afleiðingin af þessu er sú, að þeir, sem það geta, kaupa sér bila, margir af litlum eða engum efnum, til þess að komast á vinnustað, þvi það eru aðeins stærstu verktakarnir, sem hafa bolmagn til þess að halda uppi þessari ferðaþjón- ustu. Siðan endurnýja þessir menn sina bila, hver eftir sinni getu, og forstjórinn hefur engar áhyggjur af of mörgum far- þegum. Nú upp á siðkastið virðist svo sem ákveðin tilhneiging sé til þess að leggja þessa þjónustu við almenning niður með þvi að sýna fram á að fjárhagslegur grundvöllur sé ekki lengur fyrir hendi fyrir þessari starfsemi. Við hverjar hækkanir á far- gjöidum, — sem ekki eru skornar við nögl, — er eitthvað dregið úr hinni svonefndu þjón- ustu, en þó keyrir nú fyrst um þverbak með svonefndri sumar- áætlun 1976. Þar er t.d. miðhluti timatöflunnar felldur úr gildi. En ég ætla ekki að gera það að umtalsefni heldur hitt, að á þessum bleðli, sem manni er réttur, upplýsist, að leið 8 og 9 er breytt, algerlega að ástæðu- lausu þvi að allir aðrir bilar aka eftir sem áður Kringlumýrar- braut — Miklubraut, án nokk- urrar hindrunar. Nú aka vagn- arnir suður Kringlumýrarbraut á Bústaðaveg og öfugt. Þarna eru engin hús, engir farþegar, en á gömlu leiðinni: Kringlu- mýrarbraut — Miklabraut — Háaleitisbraut var alltaf tals- vert af farþegum milli Háleitis- hverfis og Hliðahverfis, þar á meðal ungar mæður með börn á handlegg á gæsluvöilinn við Grænuhlið. Hér er þvi um beinan kvikindishátt að ræða og tap fyrir strætisvagnana. En vera má, að forstjórinn hafi öðru að sinna um þessar mundir, sem er honum hug- stæðara en þarfir almennings. Það er nefnilega verið að inn- rétta skrifstofu fyrir hann inni á Kirkjusandi og þar er ekkert skorið við nögl. Auðvitað er sprenglærður „hönnuður” látinn „hanna” verkið, verk- lýsingin er stór og falleg bók, — að utan, — en þegar til fram- kvæmda kemur þarf ráðstefnur til þess að finna leiðir svo að allt falli ekki um sjálft sig, þegar upp er komið. Allt verður að vera hárnákvæmt upp á brot úr millimetra og finslipað, svo ekki þekkist eins gott eða betra i hús- gagnaiðnaði. Siðan málað svart, þótt harðviður sé. Heyrst hefur, að þiljur á einn vegg hafi kostað kr. 90 þús. Hér verður örugglega ekki halli á rekstrinum og vonandi ruglast ekki reikningsfærslan við þessa framkvæmd saman við viðhalds-og reksturskostnað vagnanna. Hinsvegar væri fróð- legt fyrir farþega strætisvagn- anna að fá vitnsekju um kostnað veislunnar, þegar henni er lokið. Farþegi Vorvaka á Akureyri ganga Sigfús Kristjánsson, Keflavik en var endurkjörinn. Framkvæmdastjóri hrað- frystihússins, Benedikt Jóns- son, flutti skýrslu um rekstur þess. Heildarvelta hússins var kr. 407.160.700,-. Tap varð á rekstrinum, kr. 18.442.917,-, er færðar höfðu verið afskriftir, kr. 29.720.973,— Gerðir voru út tveir bátar, sem félagiö á, auk togarans Aðalvikur. Auk þess keyptur afli af 5 öðrum bátum Togarinn aflaði mjög vel og var afli hans uppistaðan i framleiðslu frysti- hússins á árinu. Afkoma togarans mátti heita allgóð o^ skilaði hann um 5 milj. kr. upp í afskriftir. mhg — Hér á Akureyri ræður hið norðlenska vor rikjum nú og i samræmi við það efnum við Akureyringar til sérstakra há- tiðahalda, sem við köllum Vor- vöku Akureyrar 1976, sagði Steinar Þorsteinsson^ tannlækn- ir, i viðtali við blaðiö. — Þetta er einskonar listahátið hjá okkur, þótt smærri sé i sniðum en sú, sem yfir stendu i sjálfri Reykja- vikinni. Vorvakan okkar hófst hinn 7. þ.m. og er ætlað að vara til þess 20. Hún fer að meiri hluta fram i iþróttaskemmunni, sem hólfuö var sundur og útb. að öðru leyti til þess, að Vakan gæti verið þar til húsa. Þar veröur myndlistar- sýning opin alla dagana og skiptist hún i þrjár deildir. I fyrsta lagi grafiksýningu, þar sem 12 listamenn, flestir inn- lendir og ungir ab árum, sýna 44 myndir. 1 annari deildinni er sýning á 67 myndum, sem eru i eigu Akureyrarkaupstaðar og eftir ýmsa listamenn. Loks er svo deild, með 42 listaverkum eftir akureyringana: Gisla Guð- mann, Óla G. Jóhannsson, Aðal- stein Vestmann og örn Inga. Geta má þess, að myndirnar i fyrstu og þriðju deildinni eru allar til sölu. Dagskrá Vökunnar er annars mjög fjölbreytt og við það miðu- að sem flestir geti sótt þangað einhverja ánægju. Tónlistar- skólinn hér skipuleggur tón- listarflutninginn. Við opnunina lék 16 manna strengjahljóm- sveit Tónlistarskólans. Á mánu- daginn voru tónleikar i Akur- eyrarkirkju og þar fluttu orgel- tónverk fjórir nemendur skólans. 9. júli er það Tónsmiðj- an, (Gunnar Waitari), Hinn 10. koma fram i iþróttaskemmunni 60— 70 tónlistarmenn frá Akur- eyri ásamt 4 gestum úr Reykja- vik. 11. júni verða flaututónleik- ar Michsalatriósins. 14. júni heldur Arni Harðarson, fiðlu- leikari úr Kópavogi tónleika. 15. júni verður ljóðakvöld. Þá lesa upp úr verkum sinum þeir Bragi Sigurjónsson, Einar Kristj- ánsson, Guðmundur Frimann, Kristján frá Djúpalæk, Böðvar Guðmundsson, Rósberg Snædal, Heiörekur Guðmundsson, Anton Friðþjófsson, Gisli Ingvarsson, Jón Danielsson og örn Ingi, alls 11 skáld. Þá munu 8 færeyingar flytja leikþætti og þjóðlög, að verulegu leyti eftir Heinesen og svo sýnir Inúk — leikflokkurinn þann 20. Myndlistarsýningin er opin alla virka daga frá kl. 18 - 22,30. Að endingu skal þess getið, að það er stjórn Menningarsjóðs Akureyrar, sem fyrir Vökunni stendur, en formaður stjórnar- innar er Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. Og af þvi að við höfum nú ein- göngu talað um listir þá má bæta þvi við, að Alþýðuleikhús- ið er nýkomið úr vel heppnaðri leikför um landið. Hefur sýnt Krummagull Böðvars Guð- mundssonar 50 sinnum og mun nú taka sér sumarfri fram i ágústmánuð. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.