Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. júní 1976. UTBOÐ Bæjarstjórinn á Eskifirði óskar eftir til- boðum i að steypa 1. hæð grunnskóla Eski- fjarðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarsjóðs Eskifjarðar og hjá verkfræði- skrifstofunni Hönnun h.f., Höfðabakka 9, Reykjavik gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá bæjarstjóranum á Eskifirði þann 24. júni n.k. kl. 14. Bæjarstjórinn á Eskifirði F iskvinnsluskólinn Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júni. Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi staðist landspróf eða gagnfræðapróf. Ljósrit af prófskirteini fylgi umsóknum, sem sendist til Fiskvinnsluskólans, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði. Skólastjóri. ® ÚTBOÐ Tilboð óskast I holræsihreinsibúnað fyrir Vélamiðstöö Reykjavikurborgar. ÍJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 13. júli, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegl 3 — Sími 25800 Lausar stöður Við menntaskölann á Isafirði eru lausar til umsóknar tvær kennarastöður. Kennslugreinar eru islensk fræði og náttúrufræði (liffræði, lifefnafræði, haf- og fiskifræði, jarðfræði). Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 6. júli n.k. — Umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. júni 1976. Lausar stöður hjúkrunarfræðinga Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar: Heilsugæslustöð Hafnar i Hornafirði, nú þegar. Heilsugæslustöð Laugaráss i Biskups- tungum, nú þegar. Heilsugæslustöð Kópaskers frá 1. ágúst 1976. Heilsugæslustöð Húsavikur frá 1. des. 1976. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Uppl. eru veittar i heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og i viðkomandí heilsugæslustöðvum. Umsóknir as.amt upplýsingun um menntun og fyrri störf sendist ráðu- neytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Verslunin hættir Nú er tækifæriö aö gera góö kaup. Allar vörur seldar meö miklum afslætti. AUt fallegar og góöar barnavörur. Barnafataverslunin Rauðhetta lönaöarhúsinu v/HalIveigarstig Benny Goodman Borgar Garðarisson Miðaldir, djass og Suður-Afríka Sem fyrr segir: í kvöld koma grænlendingarnir í MIK fram í annað sinn á Kjarvalssföðum, fjórða sýning er á Sögu dáfans í Iðnó, Anneliese Rothen- berger heldur sína tón- leika. Á morgun, laugardag, eru ýmislega meiriháttar tiðindi á ferð. Á Kjarvalsstöðum heldur franski tónlistarflokkurinn Ars Antiqua sina fyrri tónleika. Hann flytur miðaldatónlist og leikur á hljóðfæri frá þeim tima. En sú ánægjulega þróún hefur viða verið að gerast i tónlistar- lifi, að áhugasvið tónlistarunn- enda hefur verið að stækka og ná i auknum mæli út fyrir nitjándu öldina, sem svo miklu hefur ráöið til þessa, bæði til okkar daga og siðan aftur i ald- ir. Á tveim leiksviðum 1 kjallara bjóðleikhússins er gestaleikur frá Lilla Teatern i Helsinki. Sizwe Bansi er dauður. Við höfum áður rakið efni þessa leiks hér i blaðinu: Hann segir, einatt á furðu gamansaman hátt frá fárán- leika og grjmmd kynþátta- kúgunarkerfis Suður-Afriku, en þar er leikurinn til orðinn i samvinnu tveggja þeldökkra leikara og hvits leikskálds. Leikarar eru tveir: Borgar Garðarson og Ronald Hedlund, sem báðir hafa hiotið hina bestu dóma fyrir frammistöðu sina. Uppi á stóra sviðinu verður að verki brúðuieikhúsmaðurinn Michael Meschke með sex manna flokk frá Stokkhólmi. Setja þeir á svið „Litla prins- inn” eftir Saint-Exupery. Meschke kemur með brúður, leiktjöld, tónlist á böndum og stjórnendur brúðanna, en is- lenskir leikarar fara með text- ann. Meschke mun siðan lána leik- húsinu brúðurnar og kenna með ferð þeirra svo að hægt verði að taka leikritið aftur upp til sýn- inga i haust. Þar með gerist eitt af þvi sem margir velunnarar listahátiðar vilja helst sjá: að hátiðin leiði tii jákvæðs sam- starfs sem dragi vænan dilk á eftir sér. (Sjá nánar annars- staðar i blaðinu) Liösmenn sveif lunnar 1 fjórða lagi eru djasstón- leikar miklir i Laugardalshöll, þar er Benny Goodman mættur með sina menn. Á trommum er Connie Kay, sem um tuttugu ára skeið lamdi fyrir Modern Jazz Quartet. Peter Appleyard leikur á vibrafón, en hann hefur viða komið við, og þá mikið einmitt með Benny Goodman. Gene Bertoncini leikur á gitar, hann hefur verið með sveiflu- kóngi meira eða minna allar götur siðan 1966. John Bunch situr við pianóið — hann hefur bæði stjórnað sinfóniuhljóm- sveitum og spilað með Good- man, Woody Herman, Buddy Rich og fleiri. Michael Moore spilar á bassa, en hann hefur verið kallaður einhver snjallasti djassisti sem fram hefur komið á siðari árum. George „Buddy” Tate leikur á saxófón — hann hefur m.a. verið með Mary Lou Williams og Count Basie. Warren Vache heitir ungur og mjög efnilegur trompetleikari sem blæs með Benny. Tónlist á Listahátíð: - Ogleymanleg stund í Norræna húsinu zAirv Ofe. Michala-tríóið Michala Petri: blokkflauta David Petri: sello Hanne Petri: sembal Þegar minnst er á blokkflautu dettur sennilega flestum i hug það uppeldislega hlutverk sem þetta hljóðfæri hefur, þ.e.a.s. að kenna börnum að stauta nóturnar og spila fyrstu lögin áður en framtið- arhljóðfærið er valið. Fáir hugsa blokkflautuna sem margslungið hljóðfæri og enn færri gera sér áreiðanlega i hugarlund þá risa- vöxnu örðugleika sem það hefur i för með sér að leggja blokkflautu- leik fyrir sig sem atvinnu. Michala Petri er aðeins 17 ára gömul, og hefur myndað tríó ásamt móður sinni Hanne Petri sem leikur á sembal og bróður sinum David Petri sellóleikara. Þau fluttu saman verk fyrir flautu og Michala Petri lék nokk- ur einleiksverk. Efnisskrá þeirra var aðallega barokktónlist en einnig tvö nýrri verk. Það skiptir greinilega engu máli frá hvaða tima tónlistin er, Michala Petri leikur allt af svo góðum þokka að unun er á að hiýða. Hún yfirstigur tækniiegar hindramr algjörlega að þvi er virðist án örðugleika.og þar kem ég ef til vill að kjarna málsins, að Michala Petri hefur náð þeirri miklu fullkomnun að frá sjónarhóli hlustenda hljóma jafnvel hinar erfiðustu strófur, sem þurfa allt i senn nákvæmni fingra, tungu, og öndunartækni við, likt og fyrirhafnarlaust. Ekki má gleyma hinum meðlimum hópsins, David Petri sellóieikara og Hanne Petri sem með mikilli vandvirkni og einingu innramma Michala Petri. Það er mikið hljóðfæri blokkflautan. þá mynd sem Michala Petri málar af svo mikilli sannfæringu Af einstökum verkum á efnis- skránni fannst mér „Gesti” eftir Luciano Berio einna athyglis- verðast, þar sýndi flautuleikarinn á sinn yfirlætislausa hátt nútima tæknibrellur og opnaði augu okk- ar hlustenda fyrir möguleikum hljóðfærisins. Þegar ég lit yfir efnisskrána hefði ég óneitanlega kosið að meira væri af nútima- músik, en vonandi fáum við aftur seinna að heyra til listakonunnar og þá meira af þeirri tegund tón- listar, helst áður en langt um lið- ur. Sigursveinn Magnússon KENNARAR Við Alþýðuskólann á Eiðum eru lausar kennarastöður. Kennslugreinar m.a.: íslenska — stærðfræði — eðlis- og efna- fræði. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Kristinn Kristjánsson. Frá Alþýðuskólanum á Eiðum Umsóknarfrestur um skólavist næsta vet- ur er til 15. júni. Skólastjórinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.