Þjóðviljinn - 15.06.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.06.1976, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 15. júnl 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 A ÞRIÐJUDEGI Þegar forsætisráöherra landsins haföi lokiö baktjalda- makkinu við breta vestur-þjóðverja og aöra vest- ræna vini sina ákvað hann aö halda I söluferð um lands- byggöina. Sjómenn, verkamenn og bændur höfðu frostharöa vetrardaga haft litlar spurnir af þessum oddvita þjóöarinnar. Almannarómur sagði að hann væri týndur en kunnugir töldu að hann væri aðeins að svipast um með hinum alvarlegu aug- um. Þannig liðu vikur og mánuðir. Sagan segir að ráðgjafar for- sætisráðherrans hafi bent á að | svona gætu hlutirnir ekki gengió lengur. Hann yrði að fara um landið svo að alþýða manna sannfærðist um að hann væri I raun og veru til. Siðan var skipulögðsöluferð frá Blönduósi til Sauðárkróks, Húsavik til Akureyrar og siðan austur og vestur likt og strandferðaskip i hringferð. Þegar landsmenn fá nú loks að lita hin alvarlegu augu for- sætisráðherrans er engin furða þótt spurt sé: Hver er hann, þessi ráöherra? Hvaða hags- munir eru honum kærastir? Hvers konar varning er hann að bjóða? Slfkar spurningar eru i senn eölilegar og nauðsynlegar. Þjóðin þarf að vita hvaða öfl standa að baki þessum ráða- manni. Hagsmunir heildsalans Segöu mér hverjir eru hags- tæki hinna erlendu framleið- enda skjaldborg um þennan fulltrúa sinn: H. Ben & Co., Ræsir, Shell, Hekla h.f., Sveinn Egilsson h.f., O. Johnson & Kaaber, Garðar Gislason h.f. — svo aðeins nokkrir máttarstólp- ar liðsins séu nefndir. A söluferð forsætisráðherrans um landið er vert að minnast þess að þar fer einn helsti prókúruhafilandsins og umsvifamesti umboðsmaður breskrar og vestur-þýskrar framleiðsu á tslandi. Mercedez- Benz, Cadbury, Kellogs, Armi- tage og Shell — allt eru þetta vörumerki forsætisráðherrans. Það er talandi tákn um siðgæði samtimans að forsætisráð- herra þjóðarinnar skuli einnig vera umboðsaðili og sölumaður fyrir breskan og vestur-þýskan varning: súkkulaðikex, korn- flex, lúxusbila og klósett. Jafnvel ekki i Ameriku Slikt siðleysi tiðkast jafnvel ekki i sjálfu gósenlandi kapítalismans, Ameriku. Þar eru lög og venjur sem skylda ráöherra og aðra stjórnendur til aðláta af hendi öll hlutabréf um leið og þeir taka við em- bætti. Þau eru siöan falin sér- stökum aðilum til varðveisiu svo að ekkistangist á hagsmun- ir hlutabréfa og landsstjórnar. I Ameriku hafa menn hreinskilni til að viðurkenna hætturnar og siðleysið sem felst i þvi, að Nú kætast þeir Cadbury munir þínir og ég skal segja þér hver þú ert. Þau ávarpsorð væru tilvalin af hálfu fólksins á fundum forsætisráðherrans. Þá kæmi i ljós að gestur þess er úr hópi helstu heildsala þessa lands. Hann er aðaleigandi nokkurra stórfyrirtækja sem safnað hafa auði með sölu- mennsku fyrir útlenda fram- leiðendur. Heildsölur forsætis- ráöherransgræða einkum á inn- flutningi breskrar og vest- ur-þýskrar vöru. Þær faktúrur kunna aö hafa verið mikilvægur áhrifaþáttur i landhelgisstrið- inu. Það var umfram allt kapp- kostað að halda tengslum við ættlönd hinna erlendu umboða. Aðgerðir rikisstjórnarinnar I landhelgismálinu verða ekki skyrðar til hlitar nema höfö séu i huga hin sterku bönd sem binda heildsölur forsætisráð- herrans við breska og vestur-þýska framleiðendur. Hinn mikli auður H. Ben & Co, Ræsis og Shell er grundvallaður á sölumennsku fyrir slika aðila. Sú var tiðin að islenskir út- gerðarmenn og iðnrekendur áttu fulltrúa i forystu Sjálf- stæöisflokksins. En nú situr þar helsti heildsali landsins, oddviti sölumanna erlendra fyrirtækja. Hann hefur lært að meta mest hagsmuni þeirra afla sem græða á innflutningi og umboðs- mennsku fyrir útlendinga. Reynsla siðustu mánaða sýnir að hagsmunum islenskra framleiðenda er fórnað þegar heildsölugróðinn er i veði. Breskur og vestur-þýskur varningur 1 ljósi aðgeröa rikisstjórnar- innar i landhelgismálinu stuðn- ings hennar við EFTA i stað is- lensks iðnaðar, gjaldeyris- sóunar i óheftan innflutning og stórfeldrar skuldasöfnunar til aö fjármagna þennan inn- flutning er nauösynlegt að skoða betur heildsöluhagsmuni for- sætisráöherrans. Þá kemur i ljós að breskur og vestur-þýskur Kellogg og Benz varningur skipar þar stærstan sess. Cadbury súkkulaöi og kex i fjölda tegunda; Mercedes-Benz iúxusbflar, strætóar og trukk • ar; Armitage gæðaklósett (Armitage Virtuous) vaskar og böð.einnigflisará gólf og veggi, dúkar og málning varnarefni og veggfóöur; Kellogs kornflex, súkkulaöihris og annað moigunverðargóðgæti. Svo að- eins fátt eitt sé talið. Auk þess eru oliur og bensin, kveikjarar og primusar. Þú getur. lesandi góður, borðað Kellogs kornflex i morgunmat, setiö á Armitage gæðaklósetti, horft á flisalagt gólfiö, baðiö og vaskana, farið i Mercedes-Benz strætó eða drossiu sem gengur fyrir Shéll olium og bensini, nartað i Cad- bury súkkulaði og kex og glaðst yfir þvi að af öllu þessu fær for- sætisráöherra landsins pró- sentur. Þetta selur hann allt fyrir vini sina i Bretlandi, Vest- ur-Þýskalandi og fleiri löndum Efnahagsbandalagsins. Engin islensk fyrirtæki græða eins mikiö á viöskiptum við þetta ágæta bandalag eins og H. Ben. & Co, Ræsir og Shell. íslenskum iðnaði fórn- að ■Rsmunir heildsalanna hafa reynst svo sterkir að vaxtar- sprotar íslensks iðnaðar hafa verið skomir innflutningum til dýrðar. Þrátt fyrir itrekuð til mæli framleiðenda islenskrar iðnaðarvöru var rikisstjórn heildsalaforystunnar ófáanleg til ab skerða athafnafrelsi EFTA-landanna á íslandi. f nafni hinnar frjálsu samkeppni og hins alþjóðlega verslunar- auðvalds setti heildsalastjórnin islenskum framleiðendum stói- inn fyrir dyrnar. Tollar á EFTA-vörum voru lækkaðir, auglýsingum hinna útlendu fyr- irtækja hellt yfir landslýð og is- lenskri iðnþróun látið blæða miskunnarlaust. Og svo fórnar leiðarahöfund- ur Visis höndum i siöustu viku, harmar örlög iðnaöarins og þykist ekkert skilja i þessari sorgarsögu. „Það vantar póli- tiskan vilja”, segir aumingja pilturinn. Mikil er einfeldnin. Hann hlýtur að vita aö þaö er einmitt hinn pólitiski vilji heild- salaforystunnar i Sjálfstæðis- flokknum sem ræður. Þaö ættu nú að vera hæg heimatökin á Vísi að kynna sér það. Eigendur blaösins, bilaumboðin Ford og Volkswagen, ættu að geta frætt ritstjórann. Nú er blómatimi heildsalanna i forystu Sjálf- stæöisflokksins H. Ben. & Co., Garðar Gislason h.f., O. John- son & Kaaber eru meðal aðal eigenda Morgunblaðsins, Hekla h.f. og Sveinn Egilssonh.f. eiga Visi og Ræsir og Shell standa ótrauð að baki formanninum. Sjávarútvegur á undanhaldi Það er ekki aöeins iðnaðurinn sem á litlum skilningi að mæta i forystu Sjálfstæðisflokksins Framleiðendur i sjávarútvegi og fiskiðnaði hafa einnig átt erf itt uppdráttar. Þeir mega muna sinn fifil fegurri. Þegar Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson með bræðrum sinum Sveini og Pétri voru i forsvari gátu útgerðarmenn með stolti talið Sjálfstæðisflokkinn sinn flokk. Nú eru margirhins vegar i vafa. Þeir hafa séö hvernig heildsalahagsmunirnir hafa ráðiö ferðinni i efnahagsmálum og landhelgismálinu. Hin nýja forysta flokksins er bundin inn- flutningi frá Bretlandi og Vest- ur-Þýskalandi sterkum fjár- hagsböndum. Það er fyrirtækj- um forsætisráðherrans lifs- nauðsynlegt að viðskiptasam- bönd við þessi tvö lönd séu opin og frjáls. Ella fara þessar heild- sölur á hausinn. Það væri lærdómsrikt fyrir framleiðendur i sjávarútvegi og fiskiðnaði að hugleíða h'vaöá hagsmuni H. Ben. & Co., Ræsir og Shell hafa af samningum við Bretland og Vestur-Þýska land i landhelgismálinu ■ Það er nauðsynlegt að öllum sé ljóst að hagsmunir is- lensks sjávarútvegs og fisk- iðnaðar eru á undanhaldi i for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Hags- munir heildsala og annarra sölumanna erlendra fyrirtækja sitja i fyrirrúmi. Oddviti sölumanna Það markar timamót i is- lendcum stjórnmálum að heild- salaliðinu skuli hafa tekist að festa oddvita sinn i sessi sem formann Sjálfstæðisflokksins og gera hann að forsætisráöherra landsins. Og nú slá öll sölufyrir- stjórnendur séu jafnframt að vasast i fyrirtækjarekstri. Svo ströng eru hin bandarisku ákvæði að Spiro Agnew var rek- inn úr embætti varaforseta, þar eð hann reyndist sekur um brot á þeim. Og brall Nixons með sumum umboðsfyrirtækjum og söluaðilum átti verulegan þátt i falli hans. Mikið hljóta ameriskir auö- jöfrar þvi að öfunda forsætis- ráðherrann okkar. Hann getur haldiö áfram að vasast i sinum heildsöluhagsmunum. Auð-— hyggjan og kaupmennskan hafa brenglað svo islensk lög og venjur aö það sem væri brott- rekstrarsök i Bandarikjunum lýðst islenskum forsætisráð- herra. Þeir eru kátir Það er eðlilegt að almenn kæti sé nú rikjandi i aöalstöðvum Cadbury, Kellogg og Benz. Um- boðsmaður þeirra á tslandi hef- ur staðið sig vel. Hann hefúr auðveldað áframhaldandi inn flutning með þvi að fórna hags- munum islensks iönaöar. Hann hefur staðið vörð um óheftan innflutning þótt það hafi kostað stórfellda skuldasöfnun er lendis. Hann hefur kappkostað aö vera lipur við breta og vest- ur-þjóöverja i landhelgismálinu þótt sú þjónusta hafi skert veru- lega athafnamöguleika is lendinga sjálfra. Forsætisráðherra hefur sýnt á tveggja ára ferli sinum, bæði með aðgerðum i efnahagsmál- um, gjaldeyrismálum, tolla málum og landhelgismáli að hin erlendu fyrirtæki geta treyst umbobsmanni sinum i Reykja- vik. Hann hefur staðist þeirra próf. Heildsalahagsmunirnir sitja algerlega i fyrirrúmi. Otgerðarmenn, fiskframleið- endurog iðnrekendur hafa orðið undir. Sölumenn útlendra fram- leiðenda sitja nú i öndvegi og stjorna landinu i samræmi við hagsmuni sina. Þess vegna ber- astnú heillaskeyti frá Cadbury, Kellogg og Benz. —A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.