Þjóðviljinn - 15.06.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.06.1976, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 15. júnl 1976 Lygar Framhald a£ 13. siðu. i plaggi sovétmanna er ekki vikið einu orði að meginatriði málsins, þeir minnast ekki einu orði á al- verlegustu ásökunina sem við höfum borið fram og ég lagði höfuðáherslu á i áðurgreindu viö- tali I Morgunblaðinu. Hér á ég að sjálfsögðu við það þegar Frolov, háttsettur sovéskur embættis- maður og form. skipulagsnefndar mótsins, lýsir þvi yfir að Pavlov, iþróttaráðherra Sovétrikjanna, hafi fyrirskipað að Islenska landsliðið skyldi kyrrsett i Kiev. Ég álit að þetta atriði varði ekki aðeins JSl, heldur islensk iþrótta- samtök I heild og einnig islensk stjórnvöld. 1 stað þess aö sýna ábyrg viðbrögð við þessu atriði hlaða sovétmenn lygi á lygi ofan og bæta þar við lágkúrulegum skætingi. Stjórn JSl hefur þegar fjallað um APN-plaggið. Viö teljum að málið sé nú komið á nýtt og alvar- legra stig en áður eftir þessi óvæntu viðbrögð iþróttaforyst- unnar i Sovétrikjunum. Þessi við- brögð eru að okkar áliti ögrun við islensk iþróttasamtök i heild. Stjórn JSt, telur óhugsandi að hafa nokkur iþróttasamskipti við land þar sem iþróttaforystan tekur slika óvinsamlega afstöðu gagnvart islenskum iþróttasam- tökum. Eysteinn Þorvaldsson, form. JSt. Smáhumar Framhald af 1 fl. humri, en bátar að sunnan hafa gert samninga um fast verö fyrir aflann og skiptir þá engu máli hvort humarinn er lltill eða stór hvaö veröið snertir. Humarbátar frá Höfn hafa veitt mjög vel að undanförnu eftir heldur daufa byrjun fyrst I vor. —S.dór. Jarðstöð Framhald af 8. siðu. og Venezuela munu um 54% allra auglýsingafyrirtækja vera i eigu eða i náinni sam- vinnu við fjöiþjóða fyrirtæki, með höfuðstöðvar I Banda- rikjunum. • Um 40% alls sjónvarpsefnis i Perú, 50% i Bóliviu og 85% i Costa Rica, er framleitt i Bandarikjunum....væntanlega á spönsku. • Árin 1973 og 1974 voru um 80% allra kvikmynda, sem sýndar voru i bíóhúsum Reykjavikur og nágrennis, bandariskar. • BONANZA, vinsæll sjón- varpsþáttur, sem bandariskur auðhringur framleiddi, hefur verið sýndur i 60 löndum, en áhorfendafjöldi þáttarins áætlaður 360 miljón manns. • Skv. ársskýrslu CBS (Colum bia Broadcasting System), munu um 95% allra heimila hins „frjálsa heims” taka á móti fréttamyndum CBS i gegnum gervihnetti (án þess að gera sér grein fyrir þvi.). Itök slikra auðhringa I löndum heims hafa tvær megin orsakir: 1. Vegna mikillar eftirspurnar (sem er sifellt verið að örva) eftir upplýsingum, kennsluefni og afþreyingarefni, er hér um að ræða mjög gróðavænlegan markað, sem vex i hlutfalli við fjölgun mannkyns, I hlutfalli við fjölgun þeirra sem auð- hringirnir ná til og i hlutfalli við fjölgun svokallaðra tómstunda. 2. Þar upplýsingar, sem auð- hringirnir matreiða, með að- stoð sálfræðinga og auglýs- ingasérfræðinga af ýmsu tagi, móta óhjákvæmilega skoðanir, afstöðu og hegðunmanna: • Fréttamyndir bandarískra fréttastofa hljóta að gera menn smám saman vinveitta almennum hagsmunum Bandarikjanna í utanrikis- málum og heimsvaldastefnu þeirra. • Bandariskar kvikmyndir og bandarisk timarit, a.m.k. þau sem eru framleidd af stórum gróðafyrirtækjum (Reader’s Digest, Time & Life, Mad, Playboy o.fl.), venja menn á bandariskt siðgæðismat, bandarisk orðatiltæki, banda- risk viöhorf og á neysluvenjur, sem auðvelda auöhringunum að koma vörum sinum á fram- færi. • Þær upplýsingar sem banda risk fyrirtæki dreifa meðal þjóöa jarðarinnar, hvort sem um er að ræða almennt frétta- efni, kvikmyndir, áróður, fræöikenningar, tónlist og Bæjarritari Garðabær auglýsir eftir umsóknum um stöðu bæjarritara. Upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri i simum 42678 og 42698 milli kl. 11 og 12 næstu daga. Skriflegar umsóknir um starfið berist skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu, eigi siðar en 21. þ.m. Bæjarstjóri W ÚTBOÐ Tilboð óskast I jarðvinnu við Lönguhllð 3, Reykjavik (milli Flókagötu og úthliðar). Verkkaupi er Reykjavikurborg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað, föstudaginn 25. júni 1976, kl. 11 f.h.. INNKAUP'ASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 (P TILSÖLU Tilboð óskast I kaup á 2 malbikssilóum ásamt vagni, vagnbraut, spili og virum. Malbikssilóin eru frá 1965, með lokum að ofan og neðan og taka 70 tonn hvort. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama staö, þriðjudaginn 29. júni 1976, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Nemandasamband Menntaskólans að Laugarvatni heldur aðalfund og árshátið annað kvöld 16. júni I Glæsi- bæ. Húsið opnað kl. 6. Borðhald hefst kl. 7. Dansað til kl. 2. Mœtum öll Stjórnin. Starf ljósamanns Þjóðleikhúsið óskar að ráöa ljósamann (rafvirkja) til starfa frá 1. september 1976. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist skrifstofu Þjóðleikhússins fyrir 1. júli n.k. Þjóðleikhússtjóri Þökkum inniiega samúð við andlát og jarðarför Björns Benediktssonar, prentara, Tjarnargötu 47. Guðriður Jónsdóttir Sigrún Björnsdóttir Sveinn Kristinsson Gunnvör Björnsdóttir Barnabörn og aðrir ættingjar og vinir. Alþýðubandalagið i Kópavogi Alþýðubandalag Kópavogs: Félagsfundur verður i Þinghól MIÐVIKUDAGINN 16. júni, kl. 8.30. Rætt um sumarferðalagið. Þið, sem eigið litskuggamyndir úr siöustu ferð, vinsamlegast komið með þær. Kaffiveitingar. Stjórnin. Alþýðubandalagið Vestur-Barðastrandarsýslu Almennur stjórnmálafundur I félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 18. júni n.k. kl. 21. Málshefjendur: Lúðvik Jóscpsson, alþingismaður og Kjartan ólafsson, ritstjóri Frjálsar umræður Alþýðubandalagið I Vestur- Barðastrandarsýslu Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru áminntir um að greiða framlag sitt fyrir árið 1976. Giróseölar hafa verið sendir út, en nýir styrktarmenn eru beðnir um að senda framlag sitt inn á hlaupareikning nr. 47901 Alþýðubankanum eða greiða það til skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3. Alþýðubandaiagið m.a.s. vlsindagreinar, miða meðvitað eða ómeðvitað aö þvi að slæva þjóðerniskennd manna eða vinna markvisst á móti henni. Hinn tilætlaði árangur verður sá, að menn vanrækja að huga að efna- hagslegu og menningarlegu sjálfstæði lands sins. Þess ber raun vitni hér á landi, svo ekki verður um villst! Dreifing þess hugarefnis, sem bandariskir auðhringir fram- leiða, er háð vissum erfiðleikum. Stjórnvöld einstakra landa geta tekið fyrir innflutning viss hugar- efnis sem þau telja óæskilegt eða takmarkað áhrif erlendrar fjöl- miðlunar á innlenda menningu með lögum og reglugerðum. Þetta á a.m.k. við allan „hugbún- að” sem er áþreifanlegur (bækur, blöð, kvikmyndaeintök, segul- bandsspólur, plötur, o.s.frv.). Með tilliti til hugsanlegra hindrana af ofangreindu tagi, hafa fjölþjóða auðhringir Ieitað að aðferðum við dreifingu upplýs- inga og áróðurs, sem sniðganga kjörin stjórnvöld einstakra rikja, þannig að fjölmiðlun þeirra geti náð beint til íbúanna. Ein aðalleið auðhringanna til að ná þessu markmiði mun vera þróun alheimssjónvarps um gervihnetti sem gerir kleift milli- liðalausa móttöku á sendingum. Þótt ekki sé búið að ná þessu markmiði, bæði vagna tæknilegra og stjórnmálalegra annmarka, hafa bandariskir auðhringir þeg- ar lagt undirstöðu að þessum langtima áformum sinum með stofnun og rekstri gervihnatta- samsteypunnar INTELSAT. Eins og að framan greinir, mun notkun þeirrar jarðstöðvar, sem sett hef- ur verið á dagskrá hér á íslandi, fela það i sér, að fjarskiptin færu fram I gegnum gervihvetti þess- arar samsteypu. Um það hvers konar fyrirtæki INTELSAT i raun er, verður fjallað i næsta kafla. Frá aðalfundi Framhald af bls. 3. deildar til frystihúsa og fisk- vinnslustööva SAFF námu á ár- inu 56,4 millj. kr. í lok skýrslu sinnar sagöi Sig- urður Markússon: ,,Ekki verður annað sagt en aö kringumstæöur séu nú dágóðar á flestum þeim mörkuöum, þar sem við Islendingar seljum afurð- ir okkar. Þrátt fyrir þetta steöjar þó margskonar vandi aö Isl. fyrir- tækjum I sjávarútvegi og fiskiðn- aöi. Þýðingarmiklar fram- kvæmdir frystihúsanna hafa viða dregist úr hömlu vegna skorts á fé til framkvæmda. Alltof mörg fyrirtæki eru að sligast undan vaxtabyrði, sem er þyngri en svo, að menn hafi spurnir af nokkru svipuðu i okkur skyldum og ná- lægum þjóöfélögum. Hvert, sem litið er, virðist rekstrarfjárskort- urinn yfirþyrmandi og þvl eyða stjórnendur of margra fyrirtækja of miklum tlma I að bjarga pen- ingamálunum frá degi til dags. Þá er ótalið það vandamál, sem stærst er, en það er minnkandi fiskgengd. Virðist nú mörgum sem sjái þeir i botninn á þeirri gullkistu sem þeir eitt sinn trúðu, að aldrei yrði til þurrðar ausin. 1 þessu efni veltur allt á farsælli lausn landhelgismálsins. Takist okkur að bægja hönd ræn- ingjans frá gullkistunni. þurfum við engu að kvlða um framtlð- ina.” —mhg Hitakerfið Framhald af bls. 16 stig vatnsins miðað við vatn I öðr- um hitaveitum hér á landi. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi sagöi I gær að hitaveitan hefði sent Ibúum á Seltjarnarnesi bréf I vor, þar sem skýrt er mjög itarlega frá þessu máli svo og þvi sem til úrræða má verða. Þar er helst um að ræða að setja upp forhitara I húsin eða fá sérstök tæki sem verið er að hanna til að hækka sýrustigið áður en vatniö er tekið inná ofn- ana. Eins kemur auðvitað til greina að setja upp aðrar gerðir ofna en það er mjög dýrt. Hins vegar eru forhitarar til af mörg- um gerðum og eru þeir misdýrir, kosta frá 65 þúsund kr. og uppi 130 þúsund kr. Sigurgeir bæjarstjóri sagði að starfsmenn hitaveitunnar hefðu rannsakað nákvæmlega 106 hús sem hafa svona þunna stálofna og byggö voru á timabilinu 1967 til 1974 og kom i ljós að af 2020 ofnum sem i þessum húsum voru biluðu 69 eða 3,9%. Það er að visu ekki há prósentutala en of há samt og verður ailt gert sem hægt er til aö koma I veg fyrir þetta, en þar er ekki um auðvelt viðfangsefni að ræða, þar sem vísindamenn hafa ekki getað sagt nákvæmlega af hverju þessi tæring i ofnunum stafar. —S.dór Friðrik Framhald af bls. 16 5. Kortsnoj (Sovétr.) stórmeistari (2670 stig) 6. Kurajica (Júgóslavia) stór- meistari (2.525 stig) 7. Langeweg (Holland) alþjóðl. meistari (2.450 stig) 8. Ligterink (Holland) alþjóöl. meistari (2.400 stig) 9. Miles (England) stórmeistari (2.510 stig) 10. Friðrik Ólafsson stórmeistari (2.550 stig) 11. Ree (Holland) alþjl. meistari 2.420 stig) 12. Sax (Ungverjalandi) stór- meistari 2.530 stig. (Eins gott að passa sig á þessum, hann hlýtur að vera nokkuð skarpur”, skaut Friörik inn i upptalninguna og leist lltið á nafngiftina!) 13. Guömundur Sigurjónsson stórmeistari (2.530 stig) Styrkleikatalan á mótinu er ell- efu og þykir það nokkuð sterkt. -gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.