Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. júni 1976 1>J0ÐVILJINN — SÍÐA 3 Portúgal: Kosninga ba ráttan hámarki Lissabon 22/6 reuter — Barátta þeirra fjögurra manna sem hafa boðið sig fram til forseta í Portú- gal er nú i hámarki en kosið verður á sunnudaginn kemur. Þrir frambjóðenda eru her- Suður-Afrika: Biðraðir líkhúsin við Jóhannesarborg og Bonn 22/6 reuter — Ungir blökkumenn grýttu rlkisbifreiðir og opinbcrar byggingar i tveim útborgum Pretoríu i dag, en í öðrum borg- um blökkumanna var lifið að færast i eðlilegt horf eftir margra daga óeirðir sem kostað hafa 140 manns lifið I Ga-rankawa sem er uþb. 20 km norðaustur af Pretoriu réðust þúsundir skólanemenda á bila sem hvitir óku.og grýttu opinber- ar byggingar. Einn skóli var brenndur til grunna. 1 Mamelodi sem er uþb. 12 km austur af höfuðborginni var kveikt i verslun og heilsugæslustöð. Lögreglan sagði að þessar óeirðir væru óverulegar miðað við það sem gekk á fyrir og eftir helgina. Um 900 blökkumenn hafa verið handteknir undanfarna daga. Blökkumenn stóðu i biðröðum utan við likhúsið i Jóhannesar- borg i dag og leituðu ættingja sem saknað er. Skólastjórar i mörgum skólum i Soweto hafa i hyggju að efna til fjöldagreftrunar nemenda sinna sem féllu i óeirðunum. A morgun, miðvikudag, hefjast viðræður þeirra John Vorsters forsætisráðhérra Suður-Afriku og Kissingers i Bæjaralandi. Menn úr fylgdarliði Vorsters sögðu i dag að Vorster væri reiðubúinn að hlýða á gagnrýni á stefnu sina en hann myndi ekki láta undan kröf- um um að beita Rodesiu viðskiptabanni eða segja þar- lendum stjórnvöldum fyrir verk- um. A föstudaginn mun Vorster ræða við Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýskalands. foringjar, núverandi eða fyrrver- andi, og ganga hnúturnar á milli þeirra. Liklegasti sigurvegarinn er An- tonio Ramalho Eanes hers- höfðingi en hann nýtur stuðnings þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Þrir menn reyna að koma i veg fyrir kosningu hans: Jose Pinheira de Azevedo aðmir- áll og núverandi forsætisráð- herra, Otelo Saraiva de Carvalho fyrrum yfirmaður öryggissveita landsins og kommúnistinn Octa- vim Pato. Eanes hefur ekki haft sig mikið i frammi I kosningabaráttunni en i dag gekk Vasco Lourenco yfir- maður heraflans á Lissabon- svæðinu fram fyrir skjöldu og réðst á Azevedo. Sakaði hann Azevedo um að sækjast eingöngu eftir metorðum og frama. Kvað hann Azevedo hafa boðist til þess — á fundi með Eanes — að draga framboð sitt til baka ef honum yrði tryggð valdamikil staða i rikiskerfinu. Þeir Azevedo og Carvalho hafa reynt að koma kjósendum i skilning um að Eanes sé fulltrúi hægriaflanna i landinu. Azevedo bendir á að Eanes hafi ekki tekið þátt i byltingunni frá upphafi en Carvalho heldur þvi fram að Eanes hyggist, nái hann kjöri, segja af sér svo Spinola hers- höfðingi geti tekið við forsetaem- bættinu. Enn barist Beirut / í BeirUt 22/6 reuter ntb — Bardagar brutust út i Beirút i dag þrátt fyrir nærveru arabisku friðargæslusveitanna, en þær telja nú um þúsund manns. Kom til átaka Yfirvinnubanni aflétt Yfirvinnubanni ^verkamanna hjá jarðborunum rlkisins var af- létt frá og með sl. sunnudegi. Daginn áður höfðu náðst samningar um kjör bormanna, en þessir nýju samningar eru fyllri en þeir sem áður voru i gildi. Yfirvinnubann bormanna stóð I þrjár vikur. milli kristinna og mú- hameðstrúarmanna. Jalloud forsætisráðherra Libýu, sem átti mestan heiðurinn af vopnahléi sýrlendinga og libanskra vinstrimanna og pale- stinumanna, kom til LÍbanon i dag frá Damaskus til þess að ræða við forystumenn palestinu- manna. Settu menn það i sam- band við það að brottflutningur sýrlenska herliðsins er enn ekki hafinn þrátt fyrir ákvæði þaraðlútandi i vopnahlés- samningnum. Bilalest fór i dag frá Beirút til Damaskus með uþb. 200 útlend- inga og fengu þeir fylgd pale- stinumanna og friðargæslu- manna. Um helgina fóru 276 út- lendingar áleiðis til Grikklands með bandarisku liðsflutninga skipi og komu þeir til Pireus I dag. Hagvöxtur takmark- aður við 5 prósent Paris 22/6 reuter — Leiðtogar helstu iðnrikja á Vesturlöndum ákváðu I dag að stuðla i sameiningu að þvi að halda verðbólgu i skefjum með þvi að takmarka hagvöxt i rikjum sinum við 5% á ári. Fjármálaráðherrar OECD - rikjanna sem eru 24 sam- þykktu þetta eftir að hafa hlýtt á margar ræður um slæmar afleiðingar verðbólgu. Mark- mið þeirra með samþykktinni er að binda endi á þær hag- sveiflur sem gengið hafa yfir auðvaldsheiminn öðru hvoru • frá striðslokum, en sú krappasta er nýafstaðin. Hagvöxtur I OECD- rikjunum er nú að meðaltali um 5%,en i sumum rikjum, einkum Bandarikjunum og Frakklandi, hefur hann verið mun meiri síðustu mánuði. Denis Healey frá Bretlandi sagði að 5% hagvöxtur myndi ekki minnka atvinnuleysi nema um mesta lagi helming. Nú eru uþb. 13 miljónir manna atvinnulausar i OECD - rikjunum. 320 þúsund Framhaldaf bls. 1 mai-desember 1975 og sókn og aflabrögð það sem af er þessu ári gæti þorskaflinn á siðari hluta árs orðið svipaður og á sama tima I fyrra. Þar með yrði ársaflinn 250 til 260 þúsund tonn samanborið við um 267 þúsund tonn 1975. Þótt áhrifa friðunaraðgerða kunni að gæta á næstu mánuðum I ríkari mæli en til þessa, er óliklegt, að þorskafli minnki um meira en 20- 25 þúsund tonn á þessu ári, nema veiðar verði stöðvaðar um tima eða aflamörk sett. Veldur hér mestu um, hve sóknarþunginn er mikill. Þvi verður að telja lik- legast, að þorskafli Islendinga á árinu 1976 verði á bilinu 240-260 þúsund tonn. örðugt er að áætla heildar- þorskafla útlendinga á íslandsmiðum á árinu 1976, en likur benda til, að hann verði nálægtso þúsund tonnum. Aætlun þessi er meðal annars byggð á nýgeröum samningum við breta og aðrar þjóðir um veiðar innan islensku fiskveiðilögsögunnar. Samkvæmt framansögðu virðist heildarþorskaflinn á Islandsmiðum að öllu óbreyttu munu verða á bilinu 290-320 þúsund tonn á þessu ári, saman- borið við 370-380 þúsund tonn siðastliðin þrjú ár. Þótt þannig séu horfur á verulegri minnkun þorskaflans i heild, sýnist eigi að siður stefna yfir það hámark, sem fiskifræðingar hafa talið ráðlegt.” Eins og sjá má gerir stofnunin i tölum sinum ráð fyrir mun lægri afla handa útlendingum en almennt er talið að veiðist hér við land á árinu — en samt er þorsk- aflinn talinn verða langt um fram það sem fiskifræðingar töldu ráð- legt hámarksmagn eða allt að 40 þúsundum fram yfír það. Kosningarnar á ítaliu: Enrico Berlinguer á kosningafundi. — Nú er allt breytt. ERFITT AÐ MYNDA STJÓRN Þá er lokið einhverjum tvisýnustukosningum sem fram hafa farið á Italiu eftir strið. Úrslitin benda hins vegar ekki á neina hefðbundna leið út úr vandanum, þvert á móti. Þrátt fyrir það að kristilegir demó- kratar héldu velli eru engir möguleikar fyrir hendi á mynd- un stjórnar hægri- og miðju- flokka eins og þeim sem stjórn- að hafa Italiu undanfarin 30 ár, þvi veldur fylgishrun smáflokk- anna. Aður en lengra er haldið er rétt að lita á endanleg úrslit kosninganna og þingmannatölu flokkanna. 1 efri deild urðu úrslitin þessi: Kristilegir demókratar: 12.215.036atkv.eða 38.9% og 135 þingmenn (1972: 38.1% og sama þingmannatala) Kommúnistar: 10.631.871 atkv. eða 33.8% og 116 þingmenn (1972 : 27.6% og 93 þingmenn) Sósialistar: 3.208.382 atkv. eða 10.2% og 29 þingmenn (1972:10.7% og 33 þingmenn. Nýfasistar: 2.088.318 atkv. eða 6.6% og 15 þingmenn(1972: 9.2% og 26 þingmenn) Sósialdemókratar: 965.478 atkv. eða 31% og 6 þingmenn (1972: 5.4% og 11 þingmenn) Frjálslyndir: 436.506 atkv. eða 1.4% og 2þingmenn (1972: 4,4% og 8 þingmenn). Repúblikanar: 845.629 atkv. eða 2.7% og 6 þingmenn (1972: 3% og 5 þingmenn) Radikalir: 265.420 eða 0.8% og engan þingmann (buðu ekki fram 1972) öreigalýðræðið: 78.055 eða 0.2% og engan þingmann (bauð ekki fram 1972) Auk þess hlaut sameiginiegur listi frjálslyndra, repúblikana og sósialdemókrata 2 menn kjörna, listi sósialista og komm- únista 1, flokkur þjóðernissinna i Suður-Týrol 2 og þjóðernis- sinnar i Val d’Aosta 1. Auk þess eiga sjö menn fast sæti i efri deild og alls eru þvi þingmenn i henni 322. Kosningarnar til neðri deildar fóru þannig: Kristilegir demókratar: 14.211.005 atkv.eða 38.8% og 263 þingmenn (1972: 38.8% og 267 þingmenn) Kommúnistar: 12.620.509 atkv. eða 34.4% og 228 þingmenn (1972: 27.1% og 179 þingmenn) Sósialistar: 3.541.283 atkv. eða 9.6% og57 þingmenn (1972:9.6% og 61 þingmann) Nýfasistar: 2.2421849 atkv. eða 6.1% og 35 þingmenn (1972: 8.7% og 56 þingmenn) Sósialdemókratar: 1.237.483 atkv. eða 3.4% og 15 þingmenn (1972: 5.1% og 29 þingmenn) Repúblikanar: 478.157 atkv. eða 1.3% og 5 þingmenn (1972: 3.9% og 21 þingmann) Frjálslyndir 1.134.648 atkv. eða 3.1% og 14 þingmenn (1972: 2.8% og 14 þingmenn) Radikalir: 555.980 atkv. eða 1.5% og 6 þingmenn (buðu ekki fram 1972) öreigalýðræðið: 394.623 atkv. eða 1.1% og 4 þingmenn (bauð ekki fram 1972) Flokkur suður-týróla: 184.286 atkv. eða 0.5% og 3 þingmenn (1972: 0.5% og 3 þingmenn) Alls eru þingmenn i neðri deild 630. Astæðan fýrir þvi hve mikill munur er á atkvæða- magni eftir deildum er sú að kosningaréttur miðast við 25 ár i efri deild en 18 ár i neðri deild. A aldrinum 18-25 ára eru 5.5 miljónir æskufólks. Samanlagt atkvæðamagn vinstriflokkanna fjögurra er þvi 46.6% i neðri deild og 45% i efri deild. Það tókst sem sé ekki að hnekkja veldi kristilegra svo neinu nam. En úrslitin verða ekki túikuð öðru visi en sem hrein vinstrisveifla. Kristilegir héldu sinu á kostnað nýfasista og kommúnistar tóku fylgi af miðflokkunum og sennilega eitthvað úr vinstriarmi kristí- legra. En hvers konar stjórnar- myndun er liklegt að verði ofan á? Þvi er ekki gott að svara. Kristilegir geta ekki myndað starfhæfa meirihlutastj. nema með þvi að bjóða nýfasistum til samstarfs en með þeim vill eng- inn vinna frekar en Glistrup hinum danska. Sósialistar hafa neitað að ganga inn i stjórn með kristilegum án þess að leitað sé samráðs við kommúnista og einn leiðtogi sósialista itrekaði þetta i fyrrakvöld. En er hugsanlegt að kristileg- ir þiggi boð kommúnista um myndun nokkurs konar þjóð- stjórnar, þe. stjórn allra flokka nema nýfasista? Vitað er að ýmis öfl i flokknum vinna að þvi, td. iðnjöfrarnir á Norð- ur-ítaliu. En flokkúrinn rak kosningabáráttu sina fyrst og fremst á grundvelli and kommúnisma og á þvi erfitt með að kúvenda eftir kosningar og ganga i eina sæng með þeim djöflum sem hafa verið málaðir á veggi undanfarnar vikur. Eins og er virðist þetta þó eina leiðin til myndunar starfhæfrar rikisstjórnar á ttaliu. Leiðtogar kommunista benda réttilega á að þeir timar séu liðnir sem „menn reyndu að stjórna með þvi að útiloka kommúnista.” eins og Berlinguer sagði i fyrrakvöld. En þaö má búast við að það taki leiðtoga kristilegra vikur eða mánuði að átta sig á þessari staðreynd. Ef þeir gera það ekki er enginn kostur sjáanlegur annar en nýjar kosningar. pH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.