Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. júnl 1976 NÍELS S. JÓNSSON, SEYÐISFIRÐI F. 19.3. 1901 - D. 24.1. 1975 Nú er liöiö hátt á annaö ár siöan ég spuröi lát Nielsar Jónssonar. Mér fannst þá þegar, aö hann mætti ekki liggja óbættur hjá garöi, en af ýmsum ástæöum hefur dregist úr hömlu, að ég minntist hans. Vonast ég til, aö þeir sem hlut eiga að máli, viröi þetta á betri veg, minnugir þess, aö betra er seint en aldrei. Niels Sigurbjörn Jónsson var af húnvetnsku bergi brotinn. Hann fæddist 19. mars 1901 að Syðri- Þverá i Vestur-Hópi. Foreldrar hans voru Rósa Nielsdóttir og Jón Magnússon, sem siöar bjuggu að Króki i Viöidal. Ariö 1913 fluttist Niels með for- eldrum sinum að Borgarhóli i Brimnesbyggð við Seyöisfjörð. Hann byrjaði snemma að róa á árabát með fööur sinum og stund- aði siðan sjó i allmörg ár, bæði með föður sfnum og öörum. En tuttugu og fimm ára gamall festi Niels ráð sitt og hóf búskap með unnustu sinni, Ingiriði Ósk Hjálmarsdóttur, i Ingimunarhúsi á Vestdalseyri i Seyðisfirði. Þau gengu i hjónaband árið 1929. Fjórum árum seinna fluttu þau hjón að Bjólfsgötu 1 i Seyðis- fjarðarkaupstað, og þar var heimili þeirra alla tiö siðan. Stundaði Niels eftir þetta , almenna verkamannavinnu og smiðar. Börn þeirra hjóna eru: Bragi læknir á Akranesi, Sigrún hús- freyja á Akranesi, Rós húsfreyja á Seyðisfirði og Hjálmar járn- smiður á Seyðisfirði. Barnabörn þeirra Ingiriðar og Nielsar eru orðin 20. Niels missti konu sina 30. mars 1961, en bjó eftir það einn að Bjólfsgötu 1 og vildi ekki annars staðar vera. Hann andaðist 24. janúar 1975. Þannig er ævisaga Nielsar Jónssonar i fáum og grófum dráttum, en þeir segja næsta litið um þennan sérkennilega og merkilega mann. Ég sá Niels fyrst i hópi góðra félaga, er ég gekk i Sósialista- félag Seyðisfjarðar haustið 1944. Þarna voru staddir allmargir menn, sem siðar urðu góðkunn- ingjar minir og vinir. Vil ég þar tilnefna Stein Stefánsson, Friðjón Stefánsson, Sveinbjörn Hjálmarsson, Þorkel Björnsson, Eymund Ingvarsson og Vilhjálm Sveinsson. Fleiri gæti ég nefnt af þessum góöu drengjum, sem all- margir eru nú gegngir fyrir Ætternisstapann, og minningin um þá alla er mæt og ljúf. En einna minnisstæðastur af fundar- mönnum er samt Niels Jónsson. Ég man að hann sat einn sér, dálitið þyrrkingslegur, alvöru- gefinn, með þykkt rauðleitt hár, hreyfingarlaus, óbifanlegur eins og hraundrangur! Ég held, að hann hafi ekki sagt orð á fund- inum, en hann hlustaði auðsjáan- lega grannt eftir þvi, sem bar á góma. Þannig var Niels i augum heimsins. Þögull, fáskiptinn, vinnugefinn gekk hann sinn veg i lifinu, en hugsaði vafalaust fleira en hann talaði og tók betur eftir en margur, sem meira lætur á sér bera. Slikir menn e'ru ekki allra. Þeir eignast ekki fjölda vina, en reynast best er mest á riöur. Þó að fram- koman sé hrjúf og varirnar fljóti ekki i gælum, er hjartað sem undir slær viðkæmt og hlýtt. En hvað veldur þvi, að yfirborðið er ekki i samræmi við innri manninn? Uppeldisskilyrði og æskukjör móta manninn meira en flesta grunar. Ég hygg, að Niels hafi búið við kröpp kjör I æsku. Hann mun hafa veriö gæddur við- kvæmri lund að eðlisfari, og hefur vi örbirgðin orðið honum þyngri skauti en þeim, sem harðari höfðu skrápinn. Vörn slikra manna gagnvart umhverfinu, er oftast fólgin i þvi aö sniða sér eins konar vérndarhjúp. Þeir hylja sig andiegri klakabrynju, sem fáum einum er leyft að skyggnast bak við. Þeir verða þöglir, fáskiptir menn, sem varast að bera tilfinningar sinar á torg, en finna þó til engu siöur en aörir. Nákunnugur hefur sagt mér, að mjög kært hafi verið með þeim hjónum Ingiriði og Nielsi, og dauði hennar um aldur fram hefur verið þungbær raun fyrir hann. Sama heimild hermdi mér, að hann hefði verið einkar hlýr við börn sin, þó að hann væri ekki afskiptamikill á heimili að öllum jafnaði. Ég vann nokkur sumur meö Nielsi i sildarverksmiðjunni á Seyðisfirði og kynntist honum þvi nokkuð. Mér varð brátt ljóst, að þar fór óvenju greindur og skynugur maður. Hann var ákaf- lega ljóðelskur og kunni mikið af visum og kvæðum. Bólu-Hjálmar var uppáhaldsskáld hans, og þarf það ekki að koma neinum á óvart, sem kynntist Nielsi að einhverju marki og þekkir eitthvað til skáldmæringsins i Bólu, svo eðlislikir sem mér virtist þeir vera á ýmsa lund. Ég minnist þess t.d. hvað Niels var hrifinn, þegar hann fór með þessar hend* ingar:„Sjá nú.hvað ég er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar, eld- steyptu lýsa hraunin hér höröum búsifjum ævi minnar...”Má vera, að Nielsi hafi komið i hug eins og fleirum, aö Hjálmar sé hér vit- andi eða óafvitandi aö yrkja um eigin ævi ekkert siöur en rauna- sögu Fjallkonunnar. í þessum ljóðlinum hefur húbetnski bónda- sonurinn fundiö samsvörun viö eigin ævikjör. Hvernig „búsifjar” fátæktar og látlauss strits höfðu breytt viðkvæmum hug i ,,hraun”fáskiptni og hrjúfrar lundar. Niels mun hafa verið vel hag- orður en aldrei lét hann mig heyra neitt af visum sinum, svo að um þær get ég ekki dæmt. Hann var ákveðinn sósialisti og mun hafa verið i kommúnista- flokknum meðan hann starfaði. Ingiriður var hins vegar gall- harður krati, og hef ég fyrir satt, að oft hafi verið deilt óvægilega um pólitik á Bjólfsgötu 1 og hvorugt hjónanna dregiö af sér, enda var Ingiriöur kvenskör- ungur mikill og mælsk i besta lagi. En það fylgdi sögunni, að ekki hefðu slikar sennur skyggt á sambúð hjónanna að öðru leyti, heldur hefðu þau á eftir sest aö kaffidrykkju eins og ekkert hefði i skorist. Þetta er ef til vill ekki eins dæmi um hjón, en þó hygg ég það fremur fátitt, og sýnir glöggt hverrar gerðar þau Ingi- riður og Niels voru. Nieis var fágætlega góður verk- maður og þjóðhagasmiður. Það sem ég þekkti til smiöa hans voru það eingöngu hlutir úr málmum, sem hann fékkst við. Allt, sem ég sá af þvi tagi var fádæmá vel unnið sá ég hann fægja og sverfa smiðisgripi, sem ég sá ekki á neina missmiði. Ég hef oft getið mér þess til, að hugur Nielsar hafi staðið mjög fast til smiða, og það að hann fékk ekki aö helga sig smiðum eingöngu, hafi mótað skapferli hans meira en margan grunaði. Slikt skilja þeir best, sem ekki hafa lent á réttri hillu i lifsstarfi vegna erfiðra aðstæðna og skorts á tækifærum á upp- vaxtarárunum. Ég sendi þessum gamla félaga hlýjar kveðjur yfir hafið, sem biður okkar allva. Björn Jónsson Auglýsing Tvö lyfsöluleyfi, f" .ýhi f ■n> J ;:iT» Vji i ■ ‘ ir'tjí *.rí:uí r.2 v sem forseti Islands veitir 1. Lyfsöluleyfið i Borgarnesi er laust til umsóknar. Leyfið veitist frá 1. október 1976. Samkvæmt heimild i 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er viðtakanda gert skylt að kaupa vörubirgðir og áhöld lyfjabúðar- innar. Einnig getur fráfarandi lyfsali gert viðtakanda skylt að kaupa húseign- ina Borgarbraut 23, þar sem lyfjabúðin og ibúð lyfsalans er. 2. Lyfsöluleyfi á Egilsstöðum er laust til umsóknar. Lyfjabúðinni er aðallega ætlað að þjóna heilsugæsluumdæmi Egilsstaða, sbr. a- lið 1. töluliðs gr. 16.6. i lögum un heil- brigðisþjónustu nr. 56/1973. Leyfið veitist frá 1. júli 1977. Umsóknarfrestur um leyfi þessi er til 20. júli 1976. Umsóknir sendist landlækni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 22. júni 1976. ISýtt sumarhótel: Laugarhótl í Bjarnar- firði Nýtt hótel, Hótel Laugarhóll, hefur verið opnað að félagsheim- ilinu Laugarhóli í Bjarnarfirði i Strandasýslu. Er það I fyrsta sinn sem starfrækt er hótel svo norö- arlega i Strandasýsiu. Hótelið verður rekið með svip- uðum hætti og Edduhótelin. For- stöðukona er Ingigeröur Guðjóns- dóttir. Þarna verða svefnpokapláss, og uppbúin rúm einnig ef þess er óskaö. Þá verður á boöstólnum morgunveröur, kaffi, öl, sælgæti og tóbak. Einnig veröur matur fá- anlegur ef pantað er með fyrir- vara. A staðnum er sundlaug og þar er ágætur heitur pollur frá náttúrunnar hendi. Hreinlætisað- staða er hin ágætasta. 16 rúm eru i herbergjum, en unnt er aö koma fleirum fyrir i skólastofum eða leikfimissal eftir þvi sem þörfin segir til um. Bjarnarfjörður er meðal hinna fegurstu sveita landsins. Þaöan er vitt útsýni til austurs og sér i Skagafjöl! í góöu skyggni. Þarna i grenndinni er silungsá sem ferða- langar geta fengið aðgang að. Hótelið er vel i sveit sett fyrir þá sem ferðast vilja um strandirnar,, til dæmis er mjög hæfileg dags- ferð frá Laugarhóli noröur i Ár- neshrepp. Hóteliö var opnað sl. laugardag og er þegar upppantað næstu næt- ur af stórum hópum ferðalanga. Við viljum vekja athygli á eftirtöldum bókum: ISLANDICA XL. Bibliography of Modern Icelandic Literature in Translation, 317 bls. 8520.00, The Shorter Oxford English Dictionary I-II 3990 bls. 163.000 orö, stórt brot, 3. útg. 1974, 10.800,00, The Oxford Com- panion to Film, 4200.00. Kitchen Ideas, 1386,00, Bathroom Ideas, 1386,00, Home Improvement Project Ideas, 788.00, 100 Custom Home Plans 788,00 DEcks and Pations 1386,00. Viö höfum nú mjög fjölbreytt úrval af enskum og amerlskum vasabrotsbókum þar á meðal marga „bestseliers” eins og: Looking for Mr. Goodbar. (J. Rossner), Save your Life Diet (D. Reuben), The Hindenburg (M.M. Mooney), The Stonewall Brigade (F. Slaughter), The Explorer(F.P. Keyes), Portraitof Marriage (N. Nicolson), Marathon Man (W. Gold- man), The Straw Man (B. Goldsmith), The Pirate (H. Robbins), Circus (A. MacLean), Snow Tiger (D. Bagley), svoog marga fleiri titla eftir Harold Robbins, Barbara Cartland, Georgette Heyer o.fl. Nýjar bækur daglega. Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 9 m Áskriflarsími 175 05

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.