Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Viðtal við Pétur Reinert sjávarútvegs- ráðherra Fœreyja Á Norrænu fiskimála- ráðstefnunni/ sem lauk í gær i Reykjavík, sitja ma. 23 færeyingar. Einn af þeim er Pétur Reinert sjávarútvegsmálaráð- herra. Blaðamaður Þjóð- viljans náði tali af honum í fyrradag og innti hann ef ti r f ærey sku m f iskveiðimálum og stjórnmálaástandi í Fær- eyjum. Pétur Keinert sjávarútvegsráöherra (Ljósm.:Eik)) mjöli og lýsi lágu verksmiöju- togarar okkar við bryggju fyrri hluta árs 1975 en þeir voru siöan margir geröir út á þorskveiöar og hafa verið það siöan. — Hefur borið á atvinnu- leysi? — Nei, allir menn hafa vinnu. Viö höfum núna 18 frystihús og hafa þau flest risið eftir útfærslu landhelginnar i 12 milur áriö 1964. Þá gátu færeyingar fariö að veiða á heimamiðum og gjörbreytti þaö ástandinu. — Nú hafið þiö eins konar vinstri stjórn. Hvernig stendur hún? — Að stjörninni standa þrir stærstu flokkarnir þe. Sósial- demókratar, Fólkaflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn sem ég er i. Þessi flokkar hafa saman- lagt 18 þingmenn af 26 i lögþing- inu. Samvinnan hefur verið góð og engin merki um að hún sé aö rofna. Við erum að reyna að býggja upp velferðarþjóðfélag sem ekki er um of miðstýrt. Við viljum halda gamla byggða- þjóðfélaginu og höfum þess vegna lagt kapp á að bæta sam- göngur, sem við teljum vera einn megingrundvöllinn fyrir sliku þjóðfélagi. Nú hafa þau gleðilegu tiðindi gerst að i fyrsta sinn i mörg ár flyst fleira fólk til Færeyja heldur en frá þeim. Þjóðfélagið er i vexti og fólk finnur að það er gott að búa i Færeyjum. Annars eru þetta miklir breytingartimar. Vanda- málin hrannast upp og oft þarf að finna lausn á málum áður en maður sér fyrir endann á þeim. — Hver er staða Þjóðveldis- flokksins? Færeyingar mun háðari fiskveiðum en íslendingar — Hvernig breytast færeysk- ar fiskveiðar með útfærslu land- helginnar i 200 milur? — Með henni stefnum við að þvi að bæta okkur upp það afla- magn sem við missum á fjar- lægum miðum vegna útfærslu landhelgi hjá öðrum þjóðum. Mikill hluti af fiskiskipim okkar er úthafsfloti og nú þurfum við að glima við þaö stóra vanda- mál aö skipuleggja flota okkar upp á nýtt miðað við veiðar á heimamiðum. Við þurfum aö taka ákvarðanir um hvers kon- ar skip við ætlum að nota, á hvaða svæðum við ætlum að veiða og hvers konar veiðarfæri aö nota. — Hvernig er ástand fisk- stofnanna á Færeyjamiöum? — Þorskur og ýsa hafa stöð- ugt orðið mikilvægari fiskteg- undir á Færeyjamiðum og i fyrra veiddum við upp aö þvi hámarki, sem fiskifræðingar álita að megi eða 32 þúsund tonn. A miðju þessu ári vorum við búnir að veiða talsvert yfir 20 þúsund tonn á heimamiðum svo að nú eru viss hættumerki fram undan. Fiskstofnarnir eru i góðu standi nú en við þekkjum vel hvað hefur gerst við ísland, V-Grænland, Kanada og viðar og viljum ógjarnan lenda i sömu aðstöðu og þurfa aö setja ströng aflatakmörk og standa i þvi að reyna að bjarga ofveiddum fisk- stofnum. — Nú er i gildi samningur við erlendar þjóðir um veiðar á Færeyjamiðum. — Já, það er svokallaður kassasáttmáli, sem kom i gildi 1. janúar 1974 og geröur var við breta, v-þjóöverja, frakka, norðmenn, pólverja og belga. Þessum samningi verður nú sagt upp um leið og landhelgin verður færð út i 200 milur Báðar þessar aðgerðir eru nauðsyn- legar til aö koma i veg fyrir of- veiöi sem ég gat um áðan. Hins vegar höfum við merkt hjá þessum þjóðum að þær vilja ganga til nýrra samninga, annaðhvort skammtimasamn- inga eöa varanlegra og er það eitt af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir núna. Hitt er annað mál að á meðan á allri þessari aðlögun stendur eru samningur á borö við þann sem islendingar geröu við okkur um veiðar færeyinga innan landhelginnar hér mjög mikil- vægir fyrir okkur. — Verða ekki danir að sam- þykkja útfærslu landhelginn- ar? — Eins og kunnugt er höfum viö ekki rétt yfir utanrikis- málum okkar. En þegar alit lögþingið stendur einhuga að þessari útfærslu þá skil ég ekki i öðru en danska stjórnin sam- þykki hana. — Hversu háðir eru færeying- ar fiskveiðum? — Þeir eru mun háðari þeim en islendingar. Segja má að 95% af útflutningsverðmæti okkar sé fiskur. Og um 80% af iðnaði okk- ar — og er þá ekki talinn meö fiskiðnaður — er tengdur sjósókn. Það eru netaverk- smiðjur og linuverksmiðjur, skipasmiðar og fataiönaður fyrir sjómenn. Við lifum ekki af öðru en fiskveiðum og þess vegna er þetta fámenna sam- félag i N-Atlantshafi ákaflega viðkvæmt. — Hvernig er atvinnuástand- ið i Færeyjum? — Við álitum að ástandið sé gott núna. Við áttum við vissa erfiðleika að striða i lok ársins 1974 og byrjun árs 1975 vegna verðfalls á fiski en það hefur jafnað sig. I fyrra stofnuðum viö jöfnunarsjóð til að mæta slikum verðsveiflum. Vegna verðfalls á — Við höfðum verið lengi i stjórnarandstöðu og ég held að það hafi verið gott fyrir flokkinn að komast i samvinnu við aðra flokka. Við höfum nú i hálft ann- að ár fengið tækifæri til að fá hluta af stefnuskrá okkar fram- kvæmda og fengið að vera með i að breyta þjóöfélaginu. Ég held að Þjóðveldisflokkurinn standi vel að vigi. —- Að lokum. Hvaða gildi 'nef- ur þessi ráðstefna sem þið sitjið nú á? — Hún hefur fyrst og fremst það gildi að maður kemst i sam- band við aðra norðurlandabúa, getur útskýrt hugmyndir sinar og skipst á skoöunum. Það er gagnlegt að vita hvaða sjónar- mið menn hafa á nýtingu hafs- ins. —GFr Seveso Eiturfram- leiðendum stefnt? Milanó 18/8 reuter — ltalskur dómari hefur sent eigendum Icm esa - verksmiöjunnar i Seveso viðvörun um að þeir verði etv. dregnir fyrir rétt * vegna dioxin-lekans sem varð i verksmiðjunni 10. júli sl. Viövörun þessi jafngildir ekki formlegri ákæru en er aðeins tilkynning um að veriö sé að rannsaka málið svo eig- endurnir, svissneska fyrir- tækið Givaudan sem er dótturfyrirtæki lyfja- auöhringsins Hoffman-La Roche, geti ráðiö lögfræðing til að annast fyrir sig málið. I viðvöruninni segir að Givaudan kunni aö verða ákærtfyrir að eiga sök á eitur- lekanum og fyrir slælegar öryggisráðstafanir i verk- smiðjunni. Tvö klló af eitrinu dioxin sluppu út i andrúms- lofiö i Seveso og hundruð fjöl- skyldna urðu að flýja heimili sin. Átta konurhafa verið lagðar inn á spitala þann I Milanó sem um daginn framkvæmdi fóstureyðingar á þrem konum frá Seveso. Ekki er vitað hvenær þær eiga að gangast undir fóstureyðingu. Yfirvöld i Lombardy-héraði segjast ætla að hefja tilraunir bráðlega til að kanna hvort þau finna eitthvert mótefni gegn áhrifum dioxinsins. Meðal þeirra aðferöa sem ræddar hafa verið til að gera eitrið óvirkt er að sprauta yfir þaö ólivuoliu sem menn telja að muni brjóta niður sam- ■ eindir þess. U tanrikisráðherrar Norðurlanda: Rœða málefni Sam- einuðu þjóðanna Haustfundur utanrikisráðherra Norðurlanda hefst i Kaupmanna- höfn I dag og lýkur á morgun. Aðalmál fundarins verður staðan i alþjóðamálum og undirbúningur Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Einnig er búist við að ráö- herrarnir ræði sérstaklega um ástandið i Suður-Afriku og Ródesiu. Auk Einars Agústssonar, utan- rikisráðherra, fara héöan á fund- inn þeir Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri og Hörður Helgason, skrifstofustjóri, en einnig munu sitja fundinn af Is- lands hálfu Agnar Kl. Jónsson sendiherra, Ingvi S. Ingvason, fastafulltrúi Islands hjá Sam- einuöu þjóðunum og Þorleifur Thorlacius sendifuUtrúi. Kaupid bílmerki Landverndar HreintÉ fáSland 1 fagurt 1 land I LAIMDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.