Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 16
PJOÐVIUINN Föstudagur 20. ágúst 1976 innlendar fréttir í stuttu máli Enn neitar borgarráð styrkveitingum til skákmanna Borgaryfirvöldum virOist ekki vera ákafiega hiýtt til skákmanna né skáklistar- innar yfir höfuö. Fyrir ekki löngu felldi meirihluti borg- arstjórnar styrkbeiöni til handa stúdentum til þess aö létta á þeim viö þátttöku I heimmeistaramóti stúdenta, sem þessadaga stendur yfir I Caracas i Venesúela. A siöasta borgarráösfundi varsiöan samþykkt að veröa ekki við beiðni Skáksam- bands Islands um ferðastyrk til þess að sækja olympiu- skákmót sem haldið veröur i Israel. Reyndar mun Skáksam- bandið hafa verið búið að á- kveða að taka ekki þátt i þessu móti, Israels- menn munu hins vegar hafa nauðað mjög i islendingum að koma. þrátt fyrir allt, og bjóðast jafnvel til að greiða mest-allan kostnað af komu þeirra þangað suður. —úþ. Vöruskipa- jöfnuðurinn hagstœður í júli Vöruskiptajöfnuðurinn i júlivar hagstæðurum 1.160,2 miljónir króna, en var i sama mánuði i fyrra óhag- stæður um 1.505,6 miljónir króna, segir i frétt frá Hag- stofu Islands. Ef litið er á timabilið jan- júli þá er vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 2.805,5 miljónir króna, en var á sama timabili i fyrra óhag- stæður um 15.218,8 miljónir króna. bað sem einkum hefur bætt stöðu viðskipta- jafnaðarins er, að innflutn- ingur hefur að mestu haldist óbreyttur, en útflutningur afturá móti aukist gifurlega. Norrœnu fiskimálaráð- stefnunni lauk í gœr Norrænu fiskimálaráð- stefnunni, sem staðið hafði i þrjá daga, lauk I gær. Siðasta dag fundarins störfuðu fjórir umræðuhópar árdegis, en siðdegis voru ræddar niðurstöður starfs- hópanna. Frá árangri ráðstefnunnar verður væntanlega skýrt i blaðinu á morgun. ÁTVR byggir eiturefna- geymslu í Arbœnum Borgarráð hefur samþykkt að veita ATVR og lyfjaverslun rikisins stækk- un á lóð þessara aðilja uppi á Bæjarhálsi I Árbæjarhverfi. Er ma. ætlunin aö byggja þar eiturefnageymslu. Forsiöumynd Dagblaösins I gær sýnir blaðamanninn og ljósmyndara blaösins koma út úr Sakadómi. — Hún er þrælfölsuö, segir rannsóknar- lögreglumaðurinn. Halldór Sigurösson rannsóknar- lögreglumaöur. BLAÐAMENN HANDTEKNIR VIÐ STÖRF SÍN: Osköp sak laust mál segir Halldór Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður í Dagblaöinu i gær er skýrt frá þvi, aö i fyrradag hafi tveir starfsmenn blaösins veriö hand- teknir i húsakynnum sakadóms I Borgartúni þegar þeir voru aö reyna að ná þar myndum af þýska rannsóknarmanninum Karli SchUtz, sem hér starfar aö rannsókn Geirfinnsmálsins svo- nefnda. I blaöinu er rakin frásögn Dagblaösmanna, blaöamanns og ljósmyndara, og gefur frásögn blaðamannsins til kynna mjög furöulega framkomu I garö blaöamanna aö starfi, sérstak- lega hvaö snertir framkomu Arn- ar Höskuldssonar sakadómara viö'ljósmyndarann. Þjóðviljinn sneri sér i gær til Halldórs Sigurðssonar rann- sóknarlögreglumanns, en hann var gæslumaður blaðamannsins meðan á stofufangelsisvist hans stóö. Halldór kvað frásögn Berg- lindar Asgeirsdóttur blaðamanns sanna og rétta i meginatriðum, en hitt væri ekki rétt, sem þar kæmi fram, að hún og félagi hennar hefðu verið handtekin að fyrir- skipan Sakadóms. — Ég gerði það algerlega af eigin hvötum að bjóða henni inn i herbergið mitt — eða öllu heldur kannski að skipa henni þangað inn, sagði Halldór. — Þegar ég sá að pilturinn var tekinn, þá vissi ég að eitthvað var á seyði og þar sem ég hafði séð þau tvö saman inni i matstofunni, þá ákvað ég að halda henni þar til málið skýrðist. Það var gert beinlinis til að hafa hana við höndina ef hér skyldi vera á ferðinni eitthvað saknæmt. Þetta er i rauninni ósköp saklaust mál. — Finnst þér saklaust að taka svona blaðamanna að störfum? — Um það skal ég ekkert segja, en ég vissi hreinlega ekki að þetta væri blaðamaður fyrr en eftir á, þegar hún sagði mér það. En eins og ég sagði áðan taldi ég rétt aö láta hana biða hjá mér þegar ég sá piltinn tekinn. Biðin varð um klukkustund, þar sem ég gerði ..ráö fyrir að verða látinn vita þeg- ar hún mætti fara. Pilturinn fékk að fara eftir hálftima, en þar sem það fórst fyrir að' láta mig vita af þvi, varð biðin lengri hjá stúlkunni. Þegar hún svo losnaði var ljósmyndarinn löngu farinn, þannig að forsiðumyndin á Dag- blaðinu i gær er hreinasta fölsun. Ekki tókst að ná sambandi við Orn Höskuldsson i gær til að ná hans hlið á málinu, en Halldór sagðist ekki vita um það i smá- atriðum sem fram hefði farið inni hjá Erni og ljósmyndaranum. Hitt veit ég eftir þeim sem þarna voru, að það er ekki rétt, aö hann hafi ekki fengið að hringja. Hann fékk það að visu ekki þegar i upp- hafi, en þegar leið á hálftimann fékk hann leyfi til þess, en gekk vist eitthvað illa, kannski vegna taugaæsings. Ragnar Aðalsteinsson hrl. mun hafa tekið að sér að gæta réttar Dagblaðsmanna i þessu máli, en ekki tókst að ná sambandi við hann i gær. — hm. Félagsdómur: Mars- samning- , ar við sjómenn gilda Félagsdómur hefur fellt úrskurö i máli Farmanna- og fiskimannasambands ts- lands gegn Landsambandi isl. útvegsmanna, um á hvern hátt gera skuli upp laun þeirra félagsmanna FFSl, sem á fiskiskipum vinna. Er dómur á þann veg, aö gert skuli upp samkvæmt samningum frá 1. mars sl. þrátt fyrir þaö aö samningar þeir voru felldir i almennri atkvæöagreiöslu um þá. Jafnframt þessu segir i dómnum, aö enginn kjarasamningur sé nú I gildi milli þessara aöilja. Að sögn Finns Torfa Stefánssonar, lögfræöings FFSI, þýðir úrskurður félagsdóms, að engir kjara- samningar séu I gildi milli yfirmanna félaga annars vegar, þeas. þeirra sem aðilar eru að sambandinu og fiskveiðar stunda, og LÍÚ hins vegar. Þau félög "sjómanna, sem voru með fasta samninga, svo sem félög sjómanna á Vestfjörðum, eru ekkiskuld- bundin til að fara eftir þess- um úrskurði. Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn telur áreiðanlegar fórst fyrir að undirrita kjarasamninga sem gerðir voru á árinu 1975, eftir að samningum frá 1974 hafði verið sagt upp vegna gengisfellingar. Vegna þessa ma. er úrskurður félags- dóms á þann veg, sem að framan greinir. —úþ. Ávísanasvindlhringurinn Hefur starfað í sjö ár en rannsóknin nœr ennþá aðeins tvö ár aftur í tímann Ávisanahringur sá, sem upp hefur komist um mun hafa starf- aö allt frá þvf á árinu 1969 og munu ýmsir kunnir menn þar hafa komiö viö sögu. Aö llkindum sleppa sumir þeirra þó með skrekkinn, þar sem rannsóknin nær aöeins tvö ár aftur i timann. Nokkrum erfiðleikum er háö aö fá upplýsingar um mál þetta hjá opinberum aðilum. Seðlabankinn hefur sent máliö frá sér og til Sakadóms, og f bankanum rfkir þögnin ein. Hjá Sakadómi mun Orn Höskuldsson hafa yfirumsjón með framhaldsrannsókn málsins, en I gær var þvl svarað til I þeirri stofnun að þann dag ræddi örn ekki við blaöamenn. Staf- F y rsta Næstkomandi laugardag kl. 3 verður fyrsta skóflustungan tekin aö nýju húsi fyrir endurhæfingar- stöö Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri, og á þaö aö risa viö Sjafnargötu i Glerár- ar þaö llklega af heilabrotum vegna málsins, nema ef vera kynni aö kyrrsetning tveggja hverfi, vestan Hörgárbrautar, aö þvi er Heiðrún Steingrimsdóttir á Akureyri tjáöi blaðinu I gær. Verður byggingin tæpir 1700 ferm. aö flatarmáli. Svo er til ætlast að þessi nýja blaðamanna Dagblaðsins sem hann fyrirskipaöi i gær og stóð I klukkutima hafi lagst heldur þungt á þennan helsta rann- sóknarmann okkar. Framhald á bls. 14. endurhæfingarstöð verði mjög fullkomin. Þar verður sundlaug og öll aðstaða til sjúkraþjálfunar. I stöðinni verður m.a. aðstaða til þess aö taka fólk til meðferöar i Framhald á bls. 14. skóflustungan Aðalverkefni vegagerðarinnar við Borgarfjarðarbrú Yerið að steypa 3. stöpulinn — Stærsta verkefni okkar viö brúarsmiöar i sumar er náttúr- lega Borgarfjaröarbrúin, sagöi Helgi Hallgrimsson, verkfræö- ingur hjá Vegagerðinni er blaöiö spuröi aö þvi í gær hverjar væru helstu framkvæmdir viö brúargerðir nú. Telur Helgi aö þvi verki miði nokkurnveginn i samræmi við þaö, sem ráð var fyrir gert. Verið er nú að steypa þriðja stöpulinn og búið að reka niður staura undir þann fjórða, en alls verða stöplarnir 12. Ef við teljum upp þær brýr, sem nú eru I smiðum og lengri eru en lOm þá eru þær þessar, sagði Helgi: Brú á austur-ós Héraðsvatna i Skagafirði, en það er 130 m. löng stálbitabrú, I fjórum höfum. Ætlunin er aö ljúka brúargeröinni I ár,en þá er eftir að fylla mikiö að vestari brúar- sporöinum. Þá kemur brú á Laugardalsá I Isafjarðardjúpi, 40-50 m. að lengd, steypt og I þremur höfum. Verið er að byggja brú á Bjarnardalsá á Vesturlandsvegi I Norðurárdal og er hún 39 m. löng, með tvöfaldri akbraut. Nú, þá kemur brú að Hvalsá I Hrútafirði, 24 m. löng og er hún á Hólmavikurvegi. Næst er þá brú á Efri-Laxá á Ásum I Húna- vatnssýslu, en áin liggur milli Svinavatns og Laxárvatns. Er sú brú 16 m. að lengd. Aöra 16 m. langa brú er veriö að smiða á öxnadalsá og er hún á sýsluvegi þar i dalnum. I Vopnafiröi eru tvær brýr i smiðum, báðar á Vesturdalsá, sin fyrir hvorn bæinn, sem þar eru einangraöir og eru þær 18 og 20 m. langar. Loks er það svo brú á Tungulæk i Landbroti, 16 m. löng og er á Meðallandsvegi. Við þessar framkvæmdir vinna 9 vinnuflokkar alls og i þeim eru um 200 manns. Flestum þessum brúm er þaö sameiginlegt, að þær leysa af hólmi eldri brýr, sem orðnar eru meira og minna hrörlegar, sagði Helgi Hallgrimsson að lokum. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.