Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. oktdber 1976 Frá Flatey á Breiöafirði Gömlu húsin vitna um Það er fátt fréttnæmt úr Flatey á heims- eða landsmælikvarða, enda þótt hér sé miðja al- heimsins. Hér er fámennið, eins og f lestir vita. Aðeins um 20 manns búa hér yfir veturinn. Þetta fámenni setur sterkan blæ á viðmót og viðskipti manna. Spáðer í sérhvert fótmál og lesið úr hverj- um andlitsdrætti. En stórviðburöir hafa öngvir gerst i lengri tiö i Flatey. Fifill hreppsins hefur oft fegurri ver- iö. Aðeins er ársbúseta i einni eyju utan Flateyjar, Svefneyj- um. Hin eylendin fimm eru nýtt af heima- eöa sumardvalar- fólki. An efa verður aö telja búsetu- og jaröeignamál i hreppnum höfuðvandamál eyjafólksins. Ekki eru menn á eitt sáttir um hvaö veldur búsetutregöu hér. Hitt er vist, að ófáir hafa flust héðan suöur i sælunnar reit og séð eftir þvi, ef marka má þau orð. óneitanlega hvarflar sú hugsun aö manni, aö jaröeigna- málin eigi sinn þátt i þvi, að búseta er ekki eins æskileg og eölileg, sem vera skyldi i þessu mikla gósenlandi. Jaröeigna- málin standa þannig, aö i fjölda ára,og áratugi, hafa allir bænd- ur Flateyjarhrepps veriö ein- hverskonar leiguliöar. Þeir hafa leigt einhvern jaröarpart eöa heilu jaröirnar, sem þeir búa á. Leigan hefur veriö okurleiga, oft á tiðum, enda reiknuö i dún. Jaröeigendur eru hinir og þessir um hvippinn og hvappinn, stór- karlar i Reykjavik og minni karlar annarsstaöar. Jaröeigendur eru miklu fleiri en allir ibúar Flateyjarhrepps, en lögheimiliihreppnum eiga milli 40 og 50 manns. En i svo alvarlegum ólestri eru þessi mál, aö yfirvöld vita ekki nándar nærri um alla eig- endur jaröa. Viröist þetta vera einkamál jaröeigenda. Eitt er vist, aö eigendur einstakra jaröa Flateyjarhrepps skipta tugum. Trúað gæti ég, aö alls væru eigendur þessara sex jaröa nálægt 100. Það þarf ekki visan mann til að átta sig á þvi að búseta á þessum jörðum hefur oft verið erfiö þegar illa áraöi, vegna leigugjaldsins, og hvort sem fólki þykir þaö ljúft eöa leitt, þá eru þaö jaröeigendur, margir, sem hafa mergsogið þennan hrepp og komiö beint eöa óbeint i veg fyrir aö hann veröi blóm- leg byggö aö nýju. Enda þótt hér hafi veriö vagga lýöveldisbar- áttunnar þá er eins og sú hug- sjón hafi fjaraö út með lýöveld- inu og hafi ekki rist mjög djúpt i málefnum sveitarinnar. Þvi hér rikir enn landsdrottna-og leigu- liðafyrirkomulag. Á siðustu árum hafa margir lagt hug og hönd aö þvi, aö vernda gömul hús I Flatey. Er það ekki að ástæöulausu, þvi her er enn mjög sérstæð byggö gamalla timburhúsa, er sýna ljóslega glæsileika fyrri tima. Byggðin i Flatey er tviskipt. Annarsvegar eru húsin (öll hin nýrri) út I eyjunni, en hins- vegar er gamla verslunarþorpiö á miðri eyjunni noröanveröri, við svonefndan Grýluvog. Þaö er, að þvi er ég best veit, heilsteyptasta byggö gamalla húsa hér á landi. Þau eru öll byggö i svipuöum stil og þó eru engin tvö eins. Ekkert hús með skúrþaki er i gamla þorpinu, og veröur þvi vonandi ekki breytt. En mun betur má ef duga skal til aö bjarga gömlum menn- ingarverðmætum aldinna bygg- inga og framkvæmda I Flatey, ogmargthefur farið forgörðum. Atvinnulif hér hefur veriö meö nokkrum blóma i sumar. Auk vinnu viö heföbundin hlunnindi og búskaparstörf hef- ur verið vinnuflokkur á vegum Nikulásar Jónssonar, bónda i Svefneyjum,við þangöflun fyrir þörungaverksmiöjuna á Reykhólum. Ovenju mikil grásleppuútgerö var hér i Flatey i vor og sumar. Þau tiðindi geröust og, aö bryggja i Flatey var endur- byggð, og má telja þaö meiri háttar framtak. Einnig hefur hér verið unniö aö vatnsveitu og skolpveitu. Margt er hér um manninn á sumrin og viss kjarni sumarfólks dvelst hér á hverju ári. Er það fjölskrúöugur hópur. Félagslif er eins ágætt á sumrin og þaö er fátæklegt á veturna. Fólk kemur oft saman til þess aö dansa og gera sér glaðan dag og þykir þó flestum, aö fram úr hófi keyri um verslunarmanna- helgar. Er svo komið, aö sam- komur okkar um þær helgar, sem þó eru ekki auglýstar, eru svo vinsælar, aö enda þótt þær hafi ætiö fariö einstaklega vel fram, þá veröum viö llklegast aö leggja þær niöur. Óþurrkar sumarsins hafa ekki farið fram hjá Eyjabænd- um og er ekki langt siðan þeir hirtu sinar fyrstu þurrheystugg- ur, en senn liöur nú aö haust- verkum. Fjáreigendur sigla til lands til þess að smala saman skjátum sinum og flytja þær út I Eyjar á bátum. Eftir aö sláturfé hefur veriö valiö úr er bústofn- inum dreift um úteyjarnar og eru þaö miklir flutningar. Féö er svo sótt aftur um eöa eftir áramót eöa jafnvel látiö vera ai- veg sjálfala fram aö sauöburöi. Brátt fer vetur kóngur aö heilsa og þrýsta skammdeginu i huga fólksins, en börnin fara i skóla og hlakka til jóla. A meöan heldur andi Strindbergs hátiö i hugum fulloröna fólksins, án þess aö nokkur fái viö gert. G.P.ó. Vorsölum, Flatey. Bentshús — Vinaminni — Vertshús — Bókasafn — Skfina — Sólheimar. Samkomuhús — sláturhús — Vorsalir — Asgaröur — Vogshús — Skóli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.