Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Miftvikudagur 2. mars 1977 Hvert er starf Bessa? Teikning af stólnum. Ný uppfinning — ný adferd Skrásetning setutímans Kona hringdi til Póstsins og lét i ljós óánægju sina með svör Bessa Bjarnasonar i sambandi við hina alræmdu sigarettu- auglýsingu þar sem hann sést með sigarettu i hendi. Bessi lýsti þvi yfirað honum þætti það leitt ef auglýsingin vekti tílfa- þyt, en þetta væri nú einu sinni starf hans. Konan sagðst ekki vita betur en Bessi væri ráðinn þjóðleikari og það væri hans starf en ekki að selja sig undir sigarettuáróður heildsala. Verið er að koma á nýju fyrir- komulagi við norska útvarpiö og sjónvarpið, sem kallað er Sitt- ing Time Recorder, eöa „Skrá- setning setutima”. Uppfinn- ingamaðurinn er Arild Feld- borg. I blaði norska útvarpsstarfs- manna „Uke Omkring” við NRK, er sagt frá þvi aö stimpil- klukkur sýni ekki annað en að viökomandi starfsmaður sé i byggingunni. Með „skrásetn- ingu setins tima” er hægt að ganga úr skugga um að maður- inn sitji einnig á vinnustað, og eyði ekki timanum á kaffistof- Rangfedradar vísur Póstinum hefurborist bréf frá gömlum barnakennara með leiðréttingum viö rangfeðraðar visur. Það hljóðar svo: „Heill og sæll, Bæjarpóstur. Það kemur of oft fyrir að Þjóðviljinn rangfeðrar vísur Visan „Allt hafði annan róm ” er ekki úr Heimsósóma heldur úr Aldasöng eftir Bjarna Jónsson. Visan „Þegar deyrsá drottins þjón — ” er ekki eftir Stefán frá Hvítadal. Hún er landskunn og austfirsk.” unni, snyrtingunni eða með flakki og kjaftæði á milli ann- arra vinnufélaga. Hér er um mjög einfalda aö- ferð aö ræða, sem þráölaust er tengt tölvukerfi og mælingum klukku. í stólnum eru tveir rof- ar, þyngdarrofi og hitarofi. Þegar hitastigið i stólsetunni fer yfir 37 stig, þá hættir kerfið að starfa, og maðurinn má fara heim og bæta heilsu sina. Upp- finningamaðurinn fullyröir aö stóllinn sé vingjarnlegur gagn- vart umhverfinu og að það sé sönn ánægja að sit'ja i honum. Mætti sennilega koma þessu kerfiá i vissum islenskum ríkis- stofnunum i embættismanna- kerfinu, þó manni verði fyrst hugsaö til nýtisku alifuglarækt- ar, þar sem mikilvægt er, að fuglarnir séu á sem minnstri hreyfingu, svo að hagnaöurinn verði sem mestur. Bergþór S. Kjærnested. VERÐLAUNAGETRAUN Hvað heitir skipið? í þessari viku birtast myndir af skipum nr. 16-20 i skipaget- rauninni Hvað heitir skipið? Ef þú veist nöfn þessara 5 skipa og sendir lausnir til Póstsins Þjóð- viljanum Siðumúla 6 áttu möguleika á bókarverölaunum. Verðlaunin að þessu sinni er falleg og vel myndskreytt bók sem Sögufélagið gaf út árið 1974. Heitirhún Reykjavik I 1100 ár. Dregið verður úr réttum lausnum. Þetta er fyrsta islenska varðskipið sem fylgdi fslenska flotanum á fjarlæg mið með lækni og sjúkra- stofu. Einnig fyrsta varöskipiö með þyrluþilfari. ALDARSPEGILL / Ur íslenskum blððum á 19. öld Til höfunda Fjárræktarkversins. I fjárræktarkverinu segir, aí) gjöra sem allra bezt vií> fje?) og gefa þvf vel. Níí þar sem jeg þekki til, er fje miklu smærra og gagnminna énn þegar því var hartílega beitt og hafbi litla heygjöf. þab væri gott aí) fá upplýs- íngn meí) þetta. Einfeldníngur. ¥ Norðri 15. mars 1856 Gfsli og Róbert f Meistaranum Tvær aukasýningar verða á Meistaranum Vegna mikillar aðsóknar að sfðustu sýningu Þjóöleikhússins á hinu nýja leikriti Odds Björns- sonar, Meistaranum, veröa tvær auka-sýningar á leikritinu nú i vikunni. Hin fyrr?verður i kvöld, miðvikudagskvöld og hin siðari annað kvötd, fimmtudagskvöld. Leikrit þetta er töluvert frá- brugöið fyrri leikritum Odds og hefur hlotiö góðar umsagnir gagnrýnenda. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason en hann hefur um skeið dvalist erlendis. Aðalhlutverkin leika Róbert Arnfinnsson og GIsli Alfreösson. Þriðji leikarinn er Margrét Guö- mundsdóttir. Leikmynd er eftir Birgi Engilberts. Leikritið er sýnt á litla sviðinu og hefjast sýningar kl. 21. Nám í félagsráðgjöf er í undirbúningi við Háskóla íslands Siðastliðna viku hefur staðið yf- ir námskeiö á vegum mennta- máiaráðuneytisins, Háskóla ts- lands og Stéttarfélags fsl. félags- ráðgjafa fyrir starfandi félags- ráðgjafa. Námskeið þetta er mið- að við að þjálfa félagsráögjafa I að veita tilsögn i verklegum hluta féiagsráðgjafanámsins. Leiö- beinandi var Ulla Patterson kennari við Félagsráðgjafarskól- ann f Stokkhólmi. 1 fréttatilkynningu frá stéttar- félagi isl. félagsráögjafa segir aö flestir ísl. félagsráögjafar hafi menntast á Norðurlöndunum, en þar er verklegur hluti námsins tæpur einn þriöji hluti heildar- námstímans. Þá segir og aö á vegum Háskóla Islands sé nú ver- ið að undirbúa nám i félagsráð- gjöf innan félagsvísindadeildar- innar, en meö áöurnefndu nám- skeiði er fsl. félagsráðgjofum veittur nauðsynlegur undirbún- ingur til að geta kennt verklega hluta námsins f væntanlegri námsbraut I félagsráðgjöf. Um 30 félagsráðgjafar eru nú f stéttarfélaginu og jafnmargir eru að læra félagsráðgjöf erlendis. Mikill skortur er á félagsráðgjöf- um um land ailt og iðulega sækir engin um auglýstar stööur i fé- lagsráðgjöf. —hs. Fjármál rafveitna til umrœöu á miðsvetrarfundi SIR Miösvetrarfundur Sambands isl. rafveitna hefst i dag á Sögu. A fundinum, sem stendur I tvo daga, verður að venju fjallað um mörg mál. Meðal annars verða kynntar niðurstöður vinnuhóps, sem starfaðhefur á vegum sambands- ins um fjármál raforkuiðnaöar á Islandi. Þá flytur Jakob Björns- son, orkumálastjóri, skýrslu orkuspárnefndar. A morgun flyt- ur Sigurjón Rist, vatnamælinga- maöur, erindi um mælingu á vatnsrennsli við virkjanir og rætt verður um dreifingu raforku á hafnarsvæðum. Að öðrum málefnum rafveifna sem fjalla verður um má nefna gjaldkrármál og framtíð rafknú- inna ökutækja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.