Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1977, Blaðsíða 4
I — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfuféíag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Sföumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Einn skömmtunarstjóri Annar skömmtunarstjóri Nú er Morgunblaðið farið að halda þvi fram i forystugreinum dag eftir dag að verkalýðshreyfingin á íslandi vilji banna innflutning á ávöxtum og fleiri nauðsynjavörum, en koma þess i stað á laggirnar einu allsherjar haftakerfi, svo sem hér tiðkaðist á fyrra skeiði sam- stjórnar núverandi stjórnarflokka fyrir 20-30 árum. Þessi boðskapur Morgunblaðsins er auðvitað ekkert annað en hreinn heila- spuni þeirra Morgunblaðsmanna, og annarra forkólfa Sjálfstæðisflokksins, sem óttast nú ekkert meira en hinn almenna stuðning, sem kröfur verkalýðs- samtakanna um rúmlega 100 þúsund króna lágmarkslaun og fulla verðtrygg- ingu launanna njóta. Þeir tæplega 100 fulltrúar verkalýðs- samtakanna, sem sátu kjaramálaráð- stefnu ASÍ i siðustu viku leyfðu sér að benda á i ályktun að nokkrar ráðstafanir þurfi að gera til að heildsalastéttin, sem nú fær þeim mun meiri hagnað i sinn hlut eftir þvi sem hún flytur inn dýrari vörur geti ekki ausið ótakmarkað úr nær tómum gjaldeyrissjóði þjóðarinnar, en siðan sé komið til verkafólks á eftir og sagt, að ekki sé hægt að greiða hér nema helming þeirra launa sem sjálfsögð þykja á öðrum Norðurlöndum, af þvi gjaldeyrisstaðan sé svo slæm! Kjaramálaráðstefnan benti á, að gera þurfi ráðstafanir til að beina eftirspurn- inni að innlendri framleiðslu. Slikt eru ekki bara hagsmunir verkafólks heldur þjóðarbúsins i heild. Þessi krafa verk- alýðshreyfingarinnar er þvi sjálfsögð.—- í samþykkt kjaramálaráðstefnunnar er talað um að setja i þessu skyni nokkrar hömlur um eins árs skeið á innflutning vörutegúnda, sem sannanlega má fram- leiða hér innanlands á jafn hagstæðu eða hagstæðara verði, og á vörutegundir, sem ekki teljast til brýnna nauðsynja. Hér er ekki verið að heimta bann á einar né neinar almennar neysluvörur. Það er ekki stefna verkalýðshreyf- ingarinnar að reyra allt þjóðfélagið i höft og bönn, með svipuðum hætti og forkólfar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins beittu sér fyrir um miðja þessa öld. En eitt er það, að bjóða heildsalastétt- inni að valsa gjörsamlega ótakmarkað með gjaldeyri þjóðarinnar, svo þokkaleg sem meðferð gjaideyrisins nú er i hennar höndum, og annað hitt að vekja upp hinn gamla draug núverandi stjórnarflokka, kerfið, sem neyddi menn til að sækja auð- mjúkir um opinbert f járfestingarleyfi, ef þeir ætluðu að setja girðingu um lóðina sina, og rak fólk i jafnvel næturlangar bið- raðir, ef það ætlaði að kaupa sér föt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn en ekki verkalýðshreyfingin, sem á heiðurinn eða skömmina af þvi að hafa haldið sliku kerfi upp á landi hér árum saman. Það er hins vegar eitt að flytja inn epli og banana, annað að flytja inn litasjón- vörp og t.d. allt erlenda kexið, sem fyrir- tæki forsætisráðherrans mokar inn i landið. Þjóðviljinn boðar ekki allsherjar hafta- kerfi, en við fullyrðum, að hafi þetta þjóðfélag ekki efni á þvi, að tryggja vinnandi fólki á íslandi 100 þús. króna mánaðarlaun fyrir dagvinnu, þá hefur það enn siður, og miklu siður efni á þvi að verja miljörðum króna i innflutning á lita- sjónvörpum. Við viljum ekki liða þjóðfélag, þar sem hinir betur settu með allan lúxusinn fyrir bæta nú litasjónvarpi við, meðan öðrum eru skömmtuð 70 þús. í laun á mánuði fyrir fulla vinnu. Hið gamla haftakerfi núverandi stjórnarflokka var slæmur skömmtunar- stjóri. Nú eru þessir sömu stjórnarflokkar þó að gera skortinn að enn verri skömmtunarstjóra á fjölmörgum alþýðu- heimilum á íslandi. Ef valið stendur um það, hvort tryggja eigi heildsölum rétt til að verja hund- ruðum milljóna i ótakmarkaðan inn- flutning litasjónvarpa ellegar hitt að hækka lágmarkskaupið upp i 100 þús. kr. á mánuði og fá það verðtryggt, — þá er ekki vandi að velja milli kosta. Rýmilegt viðskiptafrelsi og álitlegt vöruúrval er mikilvægt, en lifvænleg kjör og aflétting hóflauss vinnuþrældóms er þó enn mikilvægari svo sem mál standa á íslandi i dag. k. Enn ein röksemdin gegn orkusölu til stóríðju Jónas Elfasson, prófessor kemst aö athyglisveröri niöur- stöðu f grein um raforkusölu og stóriðju i Visi i gær. Þar fjallar hann m.a. um þaö aö tvö sjónar- miö séu uppi i orkusölu, annars- vegar hagsjónarmiöið og hins- vegar kostnaöarsjónarmiöiö. Hiö fyrrnefnda er allflókiö.en miöast viö aö selja alla orku sem aröbært getur talist aö selja og stefna aö þvi að aröurinn borgi áframhald- andi uppbyggingu raforkukerfis- ins. Hitt sjónarmiöið er kostnaðarsjónarmiöiö, en sam- kvæmt þvi greiöa notendur kostnaðinn af framleiðslunni i hlutfalli við notkun sina. Veröiö til stóriöju hefur veriö selt sam- kvæmt svonefndu hagsjónarmiöi, en kostnaöarsjónarmiðiö ráöiö veröinu til almennra neytenda, sem þola mega örar verö- breytingar og hátt verö. Hvorugt þolir stóriöjan. Niöurstaða prófessorsins af hugleiöingum sinum i greininni er áreiöanlega þess virði aö henni sé gefinn gaumur, þótt hún kunni aö vera umdeilanleg. Hún er enn ein röksemdin gegn stóriöjuákefö núverandi stjórn- valda: En þaö er staöreynd eigi aö siður, að ofnotkun kostnaðar- sjónarmiðsins hefði leitt til hærra raforkuverðs tii almennings en nú er. Með þvi að gera stóriðju- samninga hefur tekist að koma stórrekstriá i hinum islenska raf- orkuiðnaði með þeirri hag- kvæmni sem honum fylgir. Að þvi kemur hinsvegar og við erum mjög að nálgast þann tima, að raforkuiðnaðurinn hefur enga þörf fyrir frekari stóriðju- samninga til að fjármagna nýjar virkjanir, heldur getur gert það beint úr eigin rekstri, þar eð ár- legur vöxtur á almennum mark- aði nálgast nú það mark að borga stórvirkjanir hjálparlaust. Ef landið væri samtengt i dag, þá stæðum við raunverulega á þess- um punkti. Prentarar ekki hálfdrœtt- ingar Þjóöviljans viötali við i Odda aö í laugardagsblaði var frá Jjví skýrt i prentsmiöjustjórann útlendingar leituöu nú mjög eftir prentun bóka hérlendis vegna lágra vinnulauna. Þar var m.a. birtur eftirfarandi samanburður: Ástæöan fyrir þvi aö útlending- ar leita oröiö i auknum mæli hingaö meö prentun er augljós- lega sú aö Island er láglauna- svæöi. Kaup handsetjara og pressumanna hér á landi er sam- kvæmt taxta Prentarafélagsins 21.700 kr. á viku en vélsetjara 22.591 kr. Kaup prentara i Dan- mörku er á milli 16 og 1700 krónur danskar eöa rúmar 50.000 kr. is- lenskar. Kaup prentara i Sviþjóð er svipaö og kaup þaö sem fær- eyingar buöu islenskum prentara ef hann vildi koma til þeirra fyrir stuttu; var um 1500 kr. eða sem svarar 40 þúsund kr. isl. á viku. Ömurlegar staðreyndir um ísland Samanburður á kjörum fólks milli þjóölanda er háöur ýmsum annmörkum og verður seint ná- kvæmur. Þó má slá þvi föstu aö verölag á brýnustu lifsnauðsynj- um t.d. húsnæöi og matvælum er ekki helmingi hærra annars- staöar á Noröurlöndum en á ts- landi. Skýrasta dæmiö um þaö er án þess aö þörf sé á aö fara út i talnadans, sú staðreynd, að þar er almennt unninn átta stunda vinnudagur. Enginn skyldi þó halda aö um sældarlif sé aö ræöa hjá verkafólki annarsstaðar á Noröurlöndum, en þaö þarf þó ekki aö leggja á sig gegndarlausa vinnuþrælkun til þess að hafa I sig og á. 1 Bandarlkjunum eru launakjör i krónum reiknuð örugglega um þrisvar sinnum hærri en á ís- landi. Þaö vekur þvi athygli þeg- ar Dagblaöiö birtir I fyrradag verö á nokkrum algengum vöru- tegundum úr bandarlskri stór- verslun og skýringar á þvi hvers- vegna sömu vörur eru þrisvar til fjórum sinnum hærri I veröi hingaðkomnar. Ríkið veldur verðbólgunni Verö á ýmsum matvörutegund- um hér á landi er þrisvar til fjór- um sinnum hærra en verð á sömu vörutegundum út úr búö I Banda- rikjunum. Verömunurinn er svo hrikalegur aö undrum sætir viö samanburð. Þegar farið er I saumana á veröútreikningum kemur I ljós aö þaö er Islenska rikiö sem hirðir langstærsta hlut- ann af vöruverðinu. Rlkissjóöur með sinar stóru álagningarliöi á allan innflutning er þvi mesti veröbólguvaldur á Islandi og á stærsta sök á þvi að tslendingar borga allt að fjórum sinnum hærra verö fyrir sömu vöru en Bandarikjamenn. Munurinn veröur enn geigvænlegri þegar þess er gætt aö laun I Banda- rikjunum eru miklum mun hærri en hér gerist. Ein dós af aspargus Viö athuguðum lauslega hvernig verð einnar þessarar vörutegundar veröur svona rosa- iega hátt hér á landi. Útreikning- urinn er ekki nákvæmur, en viö bárum niöurstööu okkar undir starfsmenn á skrifstofu verðlags- stjóra,og töldu þeir útreikninginn ekki fjarri lagi, án þess þó aö þeir könnuðu hann nánar. Fyrir valinu i þessari könnun varð aspasdósin, sem hér fæst i velflestum búöum. Erlendis kostar hún eins og áöur segir 120,77 krónur samkvæmt skráöu sölugengi dollarans, en hér má hún kosta 481 krónu. Verðið verður þannig til sam- kvæmt athugum okkar. Hver liður er ónákvæmur en hlutföllin raskast ekki mikið. Innkaupsv. Fragt, vátr., erl. kostn Tollur 60% Vörugjald Smás.-álagn. Heildstálagn. Vestir, upp- skipun,akstur Söluskattur 104 kr. eöa 21,6% 30 kr. eöa 6,2% 80 kr. eöa 16,6% 39 kr. eöa 8,1% 112 kr. eða 23,2% 27 kr. eöa 5,6% 9 kr. eöa 1,9% 80 kr. eöa 16,6% 481 kr. 100% Gœti ríkið slegið af Sé þetta dregið saman litur dæmiö þannig út: Innkaupsverö 21,6% Ýmiskostn. 8,2% Alagning 28,9% Hluti rikisins 41,3% Af þessu má sjá aö rikis- álögurnar eiga stærsta þáttinn i dýrtlöinni á Islandi. Rikiö kaup- manna og heildsala stærri, þvi álagning þeirra leggst á tollinn og vörugjaldið alræmda. Það er þvl fyrst og fremst rikiö sem hefur þaö á valdi sinu að draga úr geig- vænlegri verðbólgu hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.