Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1977. Þriðjudagur 29. mars 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ur loðnunni Hérsjástþeir Þórður stýrimaður og Böðvar vélstjóri á fullu þegar nótin er dregin inn Slðasta kastið var stærst og hér er allt f fullum gangi. Loðnunni er dælt um borð og sjór er tekinn að flæða inn á dekkið. Litla myndin: Fiskurinn sem allt snýst um. Þetta er karlloðna. Einar Arnason skipstjóri á sinum stað. MYNDIR: EIK TEXTI: GFr Menn taka hressilega til matar slns milli kasta 1 hádegi á sunnudegi. Viö borðiö sjást sitjandi frá vinstri: Eðvarð Skarphéðinsson, Guðjón Engilbertsson, Sigurður Haltgrimsson, Viðar Svavarsson og Tómas Andrésson. Standandi frá vinstri eru Júlfus llaraldsson, Ólafur Marfnósson kokkur, Hallgrimur Sigurðsson og Þórður Sigurösson. í: 8« y - rT- Irim ! * Loönubáturinn Helga frá Reykjavfk hefur flækt nótinni um sig og I skrúfuna. Arni Sigurður aðstoðar og allt fer vcl. Laugardagur 19. mars. Sól lýsti land og sjó Klukkan hálf sex að morgni voru blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans komnir á bryggju i Sundahöfn i Reykjavik með stirur i augum, albúnir að leggja á loðnumið með Arna Sigurði AK 370. En löndun hafði gegnið hægar fyrir sig en ráð hafði verið fyrir gert, bæði vegna bilunar i tækjum og skorts á bilum. Klukkan var farin að ganga 11 þegar loks var lagt úr höfn. Og dásamleg var siglingin út flóann. Sól lýsti land og sjó og ský sást vart á skaíheiðum himm. Sléttur sjór. Einn af nýjustu og full- komnustu bátunum Árni Sigurður er einn af nýjustu og fullkomnustu bátunum i islenska flotanum. Hann er smið- aður i Mandal i Noregi árið 1975 og er 347 tonn að stærð. Eigendur eru tveir, Einar Arnason skip- stjóri og Þórður Sigurðsson 2. stýrimaður sem báðir eru um borð. Báturinn er skirður i höf- uðið á feðrum þeirra. Árni Sig- urður á sér þrjú systurskip i flotanum. Þau eru Gullberg, Huginn og Skarðsvik. Einar segir okkur að hann sé ekki ánægður með hversu mikiö skipið taki miðað við stærð, en það er tæp- lega meira en 380 tonn. Nú stendur fyrir dyrum að lengja skipið og byggja yfir það. Nú reynir á hvort við erum fiskifælur Okkur er tekið fágætlega vel um borð. En þó meö nokkrum fyrirvara. 1 fyrra fengu kvik- myndagerðarmenn að fara einn túr og það stóö heima að .ekkert fiskaðist og varð að setja þá i land. Nú reynir þvi á hvort við erum fiskifælur. Þó að Árni Sigurður hafi veitt helmingi minna en aflahæsta skipið eða um 10 þúsund tonn telst hann með aflahæstu skipum. Maður veit ekkert hvað maður er að rifa í Haldið er beint norður á Akranesforir i Faxaflóa þar sem fengust góð köst i síðasta túr. En þar eru nú engin skip að veiðum og astekið, fisksjáin og alls konar dýptarmælar gefa ekki til kynna neina loðnu sem vert er að kasta á. Við stöndum uppi i brú og fylgjumst með Einari skipstjóra. „Þetta eru svo margir takkar að maður veit ekkert hvað maður er að rifa i”, segir hann. Stýrishúsið er fulit af tólum sem gefa frá sér torkennileg hljóö og pip. Hér er allt hið nýjasta og fullkomnasta sem til er. Hásetarnir eru greini- lega hreyknir af „karlinum” og segna að hann sé býsna lúnkinn að finna torfur og ná þeim eftir þessum tækjum. Einhverjir helvítis punktar Eftir að hafa hringsólaö um hrið þarna norður i Bugtinni og hlerað i talstöðinni ákveður Einar að halda suður á bóginn en mest- allur loðnuflotinn heldur sig skammt frá Reykjanesi. Þangað er tveggja tima stim. Fyrsti stýrimaður á Arna Sigurði er Gunnar, sonur skip- stjórans. Annar sonur hans er skipstjóri á Fagurey sem er á netum. Við hann hefur Einar samband og skýrir honum frá hverju hann hafi lóðað á. „Það eru innfrá einhverjir helvitis punktar”, segir hann, „sunnan við bauju”. Líf í tuskunum Vestur af Reykjanesinu við Röstina er lif i tuskunum. Þar er fjöldi báta, litilla og stóra sem kasta hver i kapp við annan. 1 tal- stöðinni heyrir maður að dauft hljóð er þó I körlunum. Þeim finnst aflinn ekki umtalsverður i dag. Einar siglir skipi sinu varlega um þessi mið og klukkan 5 kemur kallið skyndilega: KLARIR. Mannskaþurinn drifur sig i sjóklæði og nú eru gefnar snöggar og ákveðnar skipanir. Nótin er látin vaða út og mynda stóran hring. Þar undir sýna tækin torfu.Slaka — stoppa virinn — sleppa. Þegar nótin er öll komin út er snurpað og síðan farið að draga. Kraftblökkin rembist við að draga þennan mikla þunga inn. Þegar loðnan er komin upp á yfir- borðið er dælan sett ofan i nótina við byrðing skipsins og brátt rennur loðnan ofan i lestirnar. Þetta kast var ekki sem verst eða 50-60 tonn. Blaðamönnum léttir talsvert. Við erum þó ekki algerar fiskifælur. Annars voru 100-200 tonna kö§t algeng meðan mest var af loönunni. Slakaðu til mín jarðsprengjunum Frá þvi að kallið kemur og þangað til loðnan er komin um borð liður ekki nema klukkutimi. Mannskapurinn fer I borðsal og gleypir i sig hangikjöt með viðeigandi athugasemdum. Búið er að draga nótina upp svo að loönan er farin að sprikla i yfirborðinu. Þóröur Sigurðsson 2. stýrimaöur er fremstur. Málfar er allsérstætt: Slakaðu til min jarðsprengjunum, segir yngsti hásetinn, hann er ekki nema 17 ára gamall. Réttu mér beljuna, segir annar. Aö lokinni máltið sigur værö á menn og þeir fara að gylla fyrir sér hvað eigi að gera viö hlutinn. Hásetahluturinn er orðinn um hálf önnur miljón króna. Sumir ræða fram og aftur um bila. Þrir ætla til Spánar i vor. Július Haraldss. háseti er aðeins tvitugur. Samt er hann kvæntur maður og tveggja barna faöir. Hann er nýfluttur á Skagann frá Ölafsvik. Þar á hann ibúð og er nú að reyna að selja hana og kaupa sér aðra á Akranesi. Hann segist svo sannarlega vita hvað hann eigi að gera við peningana. Slæm sjónvarpsskilyrði Menn eru rétt nýbúnir að boröa þegar ræst er út á ný og rétt fyrir myrkur er kastaö I þriðja sinni en þetta eru litil köst, aðeins 10-15 tonn i hvoru. Kvöldinu er eytt i að glápa á sjónvarp sem tæplega sést eða heyrist i vegna slæmra skilyröa. Sunnudagur 20. mars Dauft hljóð og eitraðar athugasemdir Farið er á fætur upp úr sjö en ekki er kastað fyrr en kl. hálf ellefu. Það er dauft hljóð I öllum flotanum. Loönan virðist vera að hverfa. Þó fréttist að Gisli Arni hefði fundið nýja göngu austur við Hrollaugseyjar og fyllt sig i tveimur köstum. Meöan Einar skipstjóri stendur sina pligt biöur mestöll áhöfnin i boðsal, hlustar á Arna Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson i útvarpi og gantast. Miklar getgátur eru á lofti um hver hefði laumast i kælinn um nóttina og stolið nokkrum appels- inum. Þeir Gunnar, Július, Tómas, Georg og Viöar eru háværir en Ölafur kokkur segir fátt. Sigurður vélstjóri grúfir sig niður en kemur þó öðru hvoru með eitraðar athugasemdir. 6 köst eftir hádegi Þegar kastað er sunnan Reykjaness, skammt frá Grindavik er það ekki nema 10 tonna kast. Þórður stýrimaður segir i gamni að það ætli að veiðast litið á okkur blaðamenn en Böðvar vélstjóri ber i bæti- fláka fyrir okkur og segir að viö höfum aðeins komið viku of seint. Eftir hádegi er kastað 6 sinnum og eru það allt léleg köst nema það næstsiðasta. Það var fengið i Nyrðri Sandvik, rétt við Reykja- nes. Það nálgast sennilega 100 tonn og eru þá komin um 300 tonn i bátinn og vantar þá aðeins um 80 tonn til að fá fullfermi. Danskt landslag Þetta er merkilegt samfélag þarna úti á sjónum. Menn tefla og spila og fylgjast náið með skák- inni. Biða spenntir eftir úrslitum einvigisskáka viða um heim. Hvar ætli þaö gæti gerst um borð i svona báti annars staðar i heiminum? Svo lifa menn og hrærast i knattspyrnunni. En þetta eru nú líka skagamenn. I eftirmiðdaginn milli kasta er dreginn upp kvikmyndasýningar- vél i tilefni af gestakomu um borð og okkur eru sýndar fræöandi myndir um danska náttúru en i miðju landslagi þurfa menn aö hlaupa til vinnu. Kappsiglingar Um kvöldið er enn glápt á sjón- varp meðan siglt er inn á Faxa- flóann. Einar ætlar að reyna aö fá það sem á vantar nærri löndunar- stöðum til að hafa forskot i kapp- hlaupinu um löndunarpláss. Ef löng bið er eftir þvi getur það skipt öllu máli og strákarnir segja margar sögur af æðis- gengnum kappsiglingum til. hafnar. Þaö gekk meira segja svo langt i fyrra að tveir bátar komu jafnt að bryggju á Akranesi og siðan var kapphlaup upp bryggjuna til aö tilkynna sig. En nú er búið að breyta þessum reglum eitthvað. Bítlarnir og Astríkur Fyrsti stýrimaöur hefur gengið úr rúmi fyrir okkur. Ég sef i koju en ljósmyndarinn á bekk með teppi yfir sér. Það eru góð býti. Klefinn er rúmgóður, með teppi út i öll horn, skrifborð og vask, þetta er eins og á finu hóteli. Auk þess á stýrimaðurinn stereó- græjur og fulla skúffu af kassett- um. Svo lesum við Astrik i þýð- ingu Tobba vinar mins fyrir svefninn meö ómþýða bitla i tækjunum og notalegan smávelting og öldugjálfur. Mánudagur 21. mars Kolsvart strik á dýptar- mæli Siglt er fram og aftur um Faxa- flóann I leit að loðnu án árangurs. Við erum farnir að sjá fram á aö verða einn dag i viðbót á miðum. Hvers konar er þetta? Loks klukkan að ganga fimm um daginn er öskrað: KLARIR, og allir hlaupa upp til handa og fóta. Ég hleyp á sokkaleistunum upp I stýrishús þvi að ekki má vera á útiskóm innan dyra i bátnum. Og sjá! A dýptarmælinum er kol- svart strik. Það er loðnutorfa. Við erum staddir út af Hraunum. Skipstjórinn vandar sig og nótin umkringir torfuna. Þetta er liklega stærsta kastið i túrnum. Þeir segja að þau komi oft siðast og þurfi þá jafnvel að sleppa meginhlutanum út aftur. Þetta er um 100 tonna kast og brúnin lettist á mönnum. Eftir þvi sem lestarnar fyllast byrjar sjó- gangur á dekki. Okkur land- kröbbum list ekki á blikuna en engin hætta er á ferðum. Slagsíöa og heimsigling Eitthvaö er mishlaðiö i lest- arnar og komin slagsiða á Arna Sigurð. Gripið er til þess ráðs aö dæla oliu yfir á bakborða. Hann réttir sig þó ekki af fyrr en hann erkominn á fulla ferð heim á leið. A Akranesi, i heimahöfn, er laust löndunarplass og um kl. 20.30 skriöur báturinn i höfn. Búist er við að löndun geti hafist innan skamms og siðan verður haldið beint á miðin á ný i nótt. Blaöamenn útvega sér hins vegar far til Reykjavikur reynslunni rikari. _nFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.