Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. aprll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 í reynd eru það fyrst og fremst eldri samvinnumenn, og þá oftast aðfluttir til Reykjavíkur, sem eru hinir tryggu félagsmenn KRON í 40 ár Þann 6. ágúst n.k. veröur kaupfélagiö i Reykjavik, KRON 40 ára. Þaö er þess vegna ekki úr vegi aö skyggnast aftur til upphafsins og vega og meta, hvernig tilhefur tekist hjá sam- vinnumönnum i höfuöborginni, en þvi er ekki aö leyna, aö mörgum finnst litil reisn yfir samvinnustarfinu, þar sem nær helmingur landsmanna býr. Afgreiðslubann sett á kaupfélagið Þaö þurfti kreppu til þess aö samvinnumenn og verkamenn i Reykjavik sameinuöust I kaupfélagi til aö kljást viö kaupmannavaldiö, sem þá eins og nú átti sinn höfuöstyrk i Reykjavik. Margar tilraunir höföu þó veriö geröar en ávallt mistekist. Svo var Kaupfélag Reykjavikur stofnaö 1931oghöf rekstur verslunar i Bankastræti 2,þar sem siöustu ár hefur mátt lita útstillingar frá DÓMUS, og sem eldurinn frá Bernhöfts- torfunni haföi næstum gert aö brunarúst. Þaö voru einkum samvinnu- menn, sem flutt höföu á mölina og flestir i Framsóknar- flokknum, sem stóöu aö þessu félagi. 1934 voru svo nokkur pöntunarfélög sameinuö i eitt félag, sem nefndist Pöntunar- félag verkamanna og náöi skjótt miklum viöskiptum. Fóru kaupmenn nú aö ókyrrast. Heildsalarnir sameinuöust i þvi aö selja ekki vörur til þessa félags og talaö var um þaö, aö um lif eöa dauöa kaupmanna- stéttarinnar væri aö tefla. Samvinnumenn og verkamenn snéru hins vegar bökum saman og sameinuöu félögin i Kaupfélag Reykjavikur og ná- grennis, en pöntunarfélög i Hafnarfiröi, Keflavik og i Sand- geröi geröust einnig aöilar aö þessu nýja félagi. Þetta haföi þau áhrif aö mat- vörukaupmenn i Reykjavik lækkuöu verö á sinum vörum um 10%, en fóru þó hvergi niöur fyrirkaupfélagsveröiö. Hiö nýja félag pantaöi kolaskip og seldi siöan tonniö af kolum á 54 krónur, þegar kaupmenn seldu á 62. Þeir uröu þvi aö lækka sitt verö til jafns viö kaupfélagiö. Nær undantekningarlaust var kaupfélagiö meö lægsta veröiö i Reykjavik og nágrenni. Þannig bauö KRON upp á kjarabætur, sem oft voru drýgri en þær krónur, sem fengust I höröum verkfallsátökum. Alþýöufólki haföi lærst aö beita úrræöum samvinnunnar til aö efla eigin hag, enda fjölgaöi félags- mönnum jafntogþéttogi árslok 1937 voru þeir orfmir yfir þrjú þúsund. KRON andstæðingur númer eitt Þrátt fyrir aö KRON væri meö lægsta veröiö skilaöi rekst-' urinn góöum hagnaöi og versl- anir spruttu upp á öðru hverju götuhorni, svo um áramótin 1937/8 voru þær orðnar 12 á félagssvæðinu eöa einni fleiri en KRON á í dag. Félagslegu hliöinni var heldur ekki gleymt. Efnt var til kvik- myndakvölda, þar sem sýndar voru samvinnumyndir frá Sviþjóð og viöar, efnt var til sér- stakra húsmæörakvölda og komiö á legg leshringastarf- semiumsamvinnumál, sem var alger nýjung og þekkist reyndar varla enn I dag. Þegar ráðist var i byggingu skrifstofu- og verslunarhús- næöis aö Skólavöröustig 12 var . lánsfé safnaö meöal félags- manna og þeim greiddir hærri vextir en I bönkum eöa 6%. Þá hóf KRON útgáfu mjög myndarlegs blaðs sem hét, „Heima”og einnig var staðiö aö útgáfu smárita um samvinnu- mál. Þannig var KRON lifandi félag, sem alltaf var aö huga aö nýjungum, bæöi I félagsstarfi sinu og framkvæmdum. Komiö var á fót efnagerð, tilraun gerö með grænmetisræktun austur i Biskupstungum til aö lækka verö á grænmeti og haldnir sér- stakir haustmarkaöir, þar sem kjöt, slátur, kartöflur og græn- meti var selt á nokkurs konar markaösveröi. Þaö var þvi ekki aö ástæöulausu aö kaupmenn og alltsem þeim fylgdi i Reykjavik geröu KRON aö höfuðandstæö- ingi númer eitt, en sam- vinnumenn glöddust yfir miklum og góöum framgangi samvinnustarfsins i Reykjavik þótt siöbúin væri. Merki KRON duldist hvergi. Markaðshlutdeild hefur minnkað um helming Þetta var fyrir fjörutiu árum en hvernig er svo ástandiö hjá kaupfélaginu okkar i dag? Blasir merki KRON viö á öðru hverju götuhorni? Hvar eru vöggur samvinnufélaganna i Bankastræti og á Skólavöröu- stig og viöar? Nei, merki KRON stendur hvergi hátt i Reykjavik og aðeins i Kópavogi sést þaö utan höfuöborgarinnar. Hvað hefur gerst? Menn tala um að KRON hafi ekki fengið lóðir og ávallt oröiö aö versla i leiguhúsnæöi. Aö pólitikin hafi hlaupið I spiliö og gert Sambandiö andsnúiö KRON, og að KRON hafi veriö afskipt i áhrifum á aöalfundum samvinnufélaganna. Einnig aö stööugt sé erfiöara sökum mik- illar samkeppni aö bjóöa hag- stæöara verð en keppinautarnir, og aö veröbólgan hafi kippt fótunum undan söfnun arös af viðskiptum til félagsmanna. Allt á þetta sinar skýringar, en þær duga þó hvergi til aö skýra þaö, aö hlutur KRON i dag er aöeins 8 til 9 prósent af umsetningu matvöruverslana i Reykjavik eöa meira en helm- ingi minni en var á fyrstu árum KRON a.m.k. varðandi sumar vörutegundir. Þrettán á fundum en þrettán þúsund félagsmenn Aö nafninu til teljast rúmlega þrettán þúsund félagsmenn i KRON, en aðeins örlitiö brot þeirra sækir deildafundi. Gott ef eitt prósent þeirra kemur á fundina. Félagslegur áhugi er þvi I lágmarki. Undirritaöur átti hlut aö fundum, sem reynt var aö koma á i tveimur félags- deildum sameiginlega er telja þúsundir félagsmanna. Haldnir voru tveir fundir og mættu þrettán á hvorn og var meira en helmingur þeirra úr deilda- stjórnunum. Þessir fundir voru þó eina félagslega viöleitnin meöal félagsmanna á s.l. vetri. Hinn almenni félagsmaöur i KRON er þvi gersamlega áhugalaus og þar af leiöandi áhrifalaus i félaginu. Stjórnin hefur því litinn styrk og aðhald frá félagsmönnum, og i reynd er þaö kaupfélagsstjórinn sem og i öðrum kaupfélögum og samvinnufyrirtækjum, sem ræöur smáu og stóru. Búöir eru þvi lagðar niöur þótt nær hver einasti félagsmaöur i viökomandi deild sé þvi mótfall- inn I hjarta sínu, enda gera félagsmennirnir nánast ekkert til aö koma hugmyndum sinum á framfæri og vinna þeim fylgi innan félagsins. Firringin lifir þvi góöu lífi i KRON. Hagkaup og Vöru- markaðurinn hafa tekið forustuna Þá er mikil hreyfing á starfs- fólki og lítið gert til aö veita þvi sem besta fræöslu og glæöa félagsáhuga þess. Þó hefur þarna orðiö nokkur breyting á hinallra siöustuár.KRON berst þvi ibökkum i samkeppninni og hefur glataö þvi frumkvæöi, sem þaö eitt sinn haföi i lækkun vöruverös til aöila eins og Hagkaups og Vörumarkaöarins svo dæmi séu nefnd. KRON hefur hvorki tekist að aölagast þeim verslunar- háttum, þegarkeypter tillengri tima i senn s.s. viku og ekið á bilum til og frá verslun eða halda i horfinu meö búöir i gömlu hverfunum, þar sem einkum býr gamalt fólk sem þarf þjónustu nærri sér og ferðast ekki meö bilum langar leiðir til aö versla. Þaö veröur að segjast eins og er aö KRON stendur ekki framar og oft ekki jafnfætis i verslunarrkestrí, samanboriö við aöra, hvort sem litið er á vöruverö, vörugæöi eöa þjónustu. Þetta er haröur dóm- ur, en sá sem nokkuð hefur fylgst meö þessum þætti sam- vinnustarfsins annars staöar á Norðurlöndum veröur að horfast i augun viö þaö, aö heldur er lágt risiö á þessum þætti samvinnustarfsins 1 höf- uöborginni okkar. Og enn lægra veröur þetta ris, þegar haft I I huga hversu umfangsmikiö samvinnustarfiö er á tslandi, og á stað eins og Akureyri hefur kaupfélagiö um 80—90 prósent af sölu i matvörubúöum og er til fyrirmyndar, hvort sem verðið, þjónustan eða gæöi vörunnar er viömiöunin. Rekstur KRON er traustur Hins vegar má ekki gleyma þvi aö rekstur KRON hefur þrátt fyrir allt veriö traustur og aðhalds gætt og ofthefur KRON viö verökannanir sýnt það, aö vöruverö er þar neöan viö almennu mörkin. Lagt hefur veriö kapp á þaö hin siðari ár, aö KRON eignaöist allt það hús- næöi, sem starfsemi félagsins er rekin i og hefur þar oröiö gjör- breyting á frá fyrri tiö. Þá mætti gjarnan minnast þess aö söluskatti skilar KRON öllum og reikningar félagsins eru raunveruleg viömiöun um stööu verslunarinnar eins og aö henni er staðiö á heiöarlegan máta. Hagur kaupmannastéttar- innar hefur kannski fyrst og fremst grundvallast hin siöari ár á húsnæöisbraski og skatt- svikum eöa hvoru tveggja. En eins og of mikiö má gera af þvi að f járfesta til aö græöa á verö- bólgunni, þá má lika segja, aö of mikil varkárni feli i sér kyrr- stöðu og afturför miöaö viö aöra. Þannig hefur fariö fyrir KRON aö vissu leyti. Aöeins ein ný verslun hefur veriö byggö á vegum félagsins á þeim tima, sem veröbólgan hefur slegiö öll sin fyrri met, þótt hafa veröi I huga i þessu sambandi, að neitun borgaryfirvalda um stórmarkaö I Birgðastööinni 'nýju tilhandaKRON settiþarna stórt strik i reikninginn. Aumingjaskapur félagshyggjumanna Hvaö er þá til ráöa? Forustu- menn s a m v in n u h r ey f - ingarinnar telja þaö hennar stærsta verkefni aö efla samvinnustarfiö I Reykjavik. Um þaö er undirritaöur þeim hjartanlega sammála. Það er hins vegar ekki nóg aö segja þaö. Þaö eru verkin sem tala. Þaö má skrifa langt mál um aumingjaskap þeirra sem kalla sig vinstri menn, verkalýös- sinna, sósialista, jafnaöarmenn, félagshyggjumenn eöa bara samvinnumenn þegar sam- vinnustarf i Reykjavik er annars vegar. I reynd eru þaö fyrst og fremst eldri samvinnu- menn og þá oftast aöfluttir til Reykjavikur, sem eru hinir tryggu félagsmenn. Þaö er mörg sjötug eöa áttræö kempan, sem ennþá lætur sig ekki muna um aö fara nokkurn spöl I næstu KRON-búö, þó ekki hafi verið hlaöiö undir þennan hóp á undanförnum árum. Verkalýöshreyfingin hefur brugöist eins og hún leggur sig ogsama veröuraösegjaum þau öfl, sem nú ráöa i Sambandinu og dótturfyrirtækjum þess. Alþýöuflokkurinn hefur ekkert lært, þótt kaupfélag þeirra alþýðuflokksmanna færi á haus- inn á sinum tima,og flokksmenn i Alþýöubandalaginu hafa hvergi nærri verið KRON sá styrkur, sem ætla mætti eftir samsetningu stjórnar KRON. Framsóknarmennimir hafa svo flestir hverjir ekki getaö unað þvi, aö þessu félagi hefur ekki veriö stjórnaö af fram- sóknarmönnum alfariö eins og flestum öörum kaupfélögum. Heilindin hafa þvi veriö af skornum skammtiogkannski er þar komin ein meginskýringin á hægagangi KRON. Forustu félagsins hefur svo skort frumkvæöi og ferskleika um fjölda ára, svo nýjar hug- myndir félaginu til góöa hafa rykfallið á æöstu stööum. Menn viröast vera búnir aö sætta sig viö þaö, aö KRON hjakki i sama farinu — kannski til aö sumir geti sagt: — Þarna sjáiö þið — svona gengur þaö þegar komm- amir stjórna. 5. aprill977 Reynir Ingibjartsson RÍKISÚTV ARPIÐ SKÚLAGÖTU 4 — REYKJAVÍK Auglýsingasímar: 22274 og 22275 GÓÐA FERÐ!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.