Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. aprll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Eitth vað fyrir göngugarpa Gönguferðir bæði langar og stuttar verða stöðugt vinsælli meðal ferðalanga hér á landi. Oft vill það samt vefjast fyrir fólki sem er að byrja að fara I sllkar ferðir, hvað nauðsynlegt sé að hafa með sér i slikum ferðum og oft verður útbúnaður manna af þeim sökum ekki sem bestur. Ferðafélag Islands hefur tekið saman upplýsingar fyrir félaga slna um hvað hafa skuli með sér i gönguferðum hvers konar og eins hvernig gott sé aö búa sig út I sumarleyfisferð þegar ætlunin er að gista að mestu I tjöldum. Nú þegar mikil ferðahelgi fer i hönd gæti lesendum Þjóðviljans komið vel að hafa þessar upplýs- ingar við höndina og þvi birtum við þær hér þ.e. það sem lýtur að gönguferðum, þar sem ekki er liklegt að margir fari að tjalda á þessum árstima. Hafnarstræti 15, 2. hæð símar 22911 og 19255 3ja herbergja Grenimelur Erum meö I sölu rúmgóða og skemmtilega um 86 ferm. kjallaraibúð i 3býlishúsi við Grenimel. Fallegt hús meö vel ræktuðum trjágarði. Seljavegur Til sölu 3ja herbergja um 80ferm. ibúð á 1. hæð. Sann- gjarnt verð og skilmálar. 4ra herbergja Ránargata Erum meö i sölu 4ra her- bergja um 100 ferm. snotra ibúðarhæð við Ránargötu. 3 svefnherbergi. Tvennar svalir. Einbýli — Hafnar- f jörður Litið gamalt einbýlishús á rólegum staö i Hafnarfirði. Góð lóð. Húsið þarfnast við- gerðar. Hentar fyrir lag- hentan mann. Einbýli — Jöldugróf í Jöldugróf er til sölu litið og snoturt einbýlishús. Allt ný-standsett. Húsið er i skipulagi. Opið í dag frá kl. 10-5 Opið laugardag frá kl. 1-4 Jón Arason lögmaður Málf lutningsstofa og fasteignasa la. Sölumaður Kristinn Karlsson. Heimasími 33243. Otbúnaður farþega í gönguferð með tjald Þegar bera skal allan viðlegu- búnaö og mat til viku er áriðandi að vanda sérstaklega til alls undirbúnings. Engan hlut má taka með að óþörfu og allt skal vera svo létt sem kostur er. Tveggja manna tjald má helst ekki vega meir en 2.5 - 3.5 kg., svefnpoki eitt til tvö kg. Gott er að hafa meðferðis þunna svamp- dýnu, hálft til eitt kg. Létt gastæki eða spritttæki til eldunar, en ekki er gert ráð fyrir upphitun tjalds. Bakpoki þarf að vera búinn góðri grind og burðar- belti. Æskilegt er að bakpokinn sé búinn vatnsheldri yfirbreiðslu. Hentugasti fatnaður er: þunn ullarnærföt, ullarsokkar, sterkar ytri buxurj bómullarskyrta, ullarpeysa, vindheld blússa, sterkir gönguskór meö grófrifluö- um sóla, þunnur sléttur regn- fatnaður, léttur varafatnaður, göngustafur eða prik. Hentugur matur er: Harðfisk- ur, smjör, þurrmjólk, þurrkaður ávaxtasafi, þurrkaðir ávextir, kex, sykur, ávaxtasykur (glúkósi), þurrbullion, te, þurrar súpur, súkkulaði, niðursoðnar sardinur I oliu, þurrkað græn- meti, þurrkaðar kartöflur, kæfa, C-vitamin, kaffiduft, brauð. Matarskál úr plasti og glas úr plasti eru létt mataráhöld. Ekki er ráðlegt aö þyngd farangurs fari yfir 20-25 kg á mann i sjö daga ferö. útbúnaður vegna göngu- ferðar f hálendinu eða á annnesjum norðan og vest- an. Hér á landi geta ferðamenn átt von allra veðra á hvaöa árstima sem er. Hitastig viö sjávarmál getur komist niðúr undir frost- mark og hafa þarf i huga að hita- stigiö lækkar um 0,6-1.0 gr. C við hverja 100 metra hækkun i landi. Vegna hitastigslækkunar með hæð má búast við freöinni jörð eöa snjó á f jöllum þótt hitastig sé nokkuö yfir frostmarki við fjalls- rætur. Æskilegur klæðnaður i fjall- göngu er: vindþétt hettublússa sem einnig þolir smá-skúrir; slik blússa þolir vérulega rigningu ef góð lopapeysa er innanundir nær skyrta úr þunnri ull tekur vel við svita, milliskyrta úr bómull, nær- buxur úr þunnri ull, utanyfirbux- ur úr sterku þéttu efni, sem ekki þrengja að hnjám viö gang, sterkir gönguskór úr leðri, ullar- sokkar, húfa og vettlingar. Rétt er ab hafa meöferöis léttan bakpoka til að geyma i nesti og föt sem ekki eru notuð hverju sinni. Hafið með ykkur nesti Enda þótt göngumenn hafi boröaö kjarngóðan morgunverö áður en ferö hefst ættu allir að taka með sér eitthvert nesti. Likaminn geymir aðeins tak- markaðan forða af nýtanlegri orku, en orkutæming við mikla áreynslu eöa kælingu er lifs- hættuleg. Þetta á sérstaklega viö ef hætta er á kulda og vosbúð og hvenær er þaö ekki að vetrarlagi I okkar veðráttu? Gönguferðir þar sem saman hefur farið óhentugur klæðnaöur og skortur á nesti hafa fengið ör- lagarikan endi. Vegna neyðartilfella er gott að hafa meðferöis glúkósa eöa frúktósa sem likaminn hagnýtir án meltingar. Annað hentugt nestitildagferðarer: molasykur, brauð meö áleggi, kex, þurrkaðir ávextir (ef nægilegt vatn er til umráða), súkkulaði. Drykkjarföng Til drykkjar er gott að hafa blandaðan ávaxtasafa. Bæta má vatni I flöskuna jafnóðum og af er tekið ef tækifæri gefst. Epli og Framhald á bls. 22 Nú getur þú líka valið stutta ferð til IVIallorca. 5, 7, 9, 10, 12 eða 15 daga Úrvalsferð fyrir ötrúlega gott verð. Stuttar úrvalsferðir: 5 daga ferð verð frá kr Þetta eru ferðir, sem allir geta ráðið við. Stuttar ferðir — litið verð! FERÐASKRIFSTOFAN Eimskipafélagshúsinu simí 26900 URSLIT — URSLIT Dregið hefur verið úr lausnum sem bárust við auglýsingamyndagetraun 4. Út var dregið nafn Sigurðar Magnús- sonar, Hverfisgötu 14 Hafnarfirði, og biðjum við hann að ganga við og sækja verðlaunin. Rétt lausn gátunnar er: //Sóló eldavél- i 4 ar í sumarhús og báta."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.