Þjóðviljinn - 15.04.1977, Side 6

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. aprll 1977 Þingvenjur brotnar viö um- ræður um kísiljárnverið Meirihluti iðnaðarnefndar skrifaði undir álit án þess að hafa kynnt sér af stöðu heilbrigðiseftirlitsins til starfsleyfishanda verksmiðjunni á Grundartanga Sigurður Magnússon, fulltnii Alþýðubandalagsins i iðnaðar- nefnd neðrideildar hóf umræðuna um þingsköp i gær. Óskaði hann eftir þvi við forseta, Magnús Torfa Ólafsson, að annarri umræðu um verksmiðjuna á Grundartanga yrði frestað þar sem þingmönnum hefði ekki gef- ist kostur á þvi að kynna sér kröf- ur heilbrigðiseftirlits rikisins um forsendur fyrir starfsleyfi fyrir verksmiðjuna. Kvaðst Siguröur itrekað hafa óskað eftir greinar- gerð heilbrigðiseftirlitsins (HER), en ekki hafa fengið. Loks á fundi iönaðarnefndar um morg- uninn hefði hann fengið eintak af skýrslu HER, sem væri mikið rit og nauðsynlegt fyrir þingmenn að kynna sér. Hann hefði hins vegar verið beðinn að meðhöndla skýrsluna sem trúnaðarmál, en sagðist ekki mundu verða við þeirri beiðni að þvi er snerti þau atriði sem væru i starfsleyfinu frábrugðin skýrslum og kröfum heilbrigðiseftirlitsins. Spurði Sig- urður heilbrigðisráðherra af hverju plaggið væri stimplað trúnaðarmál. Sigurður gagnrýndi vinnu- brögö meirihluta iðnaðarnefndar. sérstaklega Þórarin Þórarinsson, fulltrúa Framsóknarflokksins sem hefði skrifað undir án þess að hafa kynnt sér starfsleyfið. Sig- urður kvað vinnubrögð meirihlut- ans óþingleg. óþolandi að sniðganga álit visindamanna. Sigurður lagði áherslu á hversu þessi vinnubrögð meirihlutans væru fráleit með tilliti til þeirrar reynslu sem fengist hefði af mengunarvandamálum í ál- verinu og kísiliðjunni. Væri óþol- andi aö sniðganga meö þeim hætti sem meirihlutinn gerði umsagnir vísindamanna. Minnti Sigurður á aö starfsleyfi kisiljárnversins á Grundartanga væri hið fyrsta sinnar tegundar samkvæmt reglugerö sem Magnús Kjartans- son setti sem iðnaðarráöherra. Starfsleyfi þetta væri þvl fordæmi, prófsteinn, og hefði áhrif á framtiðarákvarðanir f þessum efnum. Vitnað i simtal Magnús Torfi ólafsson, forseti deildarinnar, vitnaöi til 44. gr. þingskapa þar sem segir að þing- menn verði að óska frestunar mála sama dag og dagskrá er samin. Ingólfur Jónsson, formaöur iðnaðarnefndar, vitnaöi til sfmtals viö Hrafn Friðriksson forstöðumann heilbrigðiseftirlits- ins.en Hrafn hefði óskaö eftir þvf að álit heilbrigðiseftirlitsins yröi trúnaðarmál. Af hverju? Jú, vegna þess aö Hrafn teldi aö unnt væri að misnota plaggið og sffta úr samhengi og væri slfkt málinu ekki til góös. Hrafn hefði svarað þvf játandi aö starfsleyfiö væri f samræmi við álit heilbrigöiseftir- litsins og haföi Ingólfur eftir alþingismenn eiga rétt á þvl að sjá álitið, og það er iðnaðarnefnd til háborinnar skammar að afgreiða áiitið án þess að hafa kynnt sér afstöðu heilbrigðis- eftirlitsins. Skoraði Lúðvik á forseta aðhann beitti sér fyrir þvf mál án þess aö kynna sér forsend- ur þeirra. Þessi vinnubrögð eru fyrir neðan allar heffur eftir þá reynslu sem fengist hefur hér á landi vegna mengunarvarna kísiliðjunnar og álversins. Rakti Sigurður viðskipti stjórn- Sigurður Magnús Magnússon Torfi ólafsson Ingólfur Jónsson Þórarinn Þórarinsson Ingvar Gislason Benedikt Gröndal Hrafni aö hann væri ánægður með starfsleyfið. Ingólfur sagöi aö starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins vildu tfýggja mengunarvarnir sem best, en þeir vildu ekki fara út I öfgar. Hann skýrði frá þvf, að enginn annar iðnaðarnefndarmaður en Sigurður Magnússon heföi óskað eftir skýrsfu HER. Hefði Siguröur fengið álitið um morguninn sem trúnaðarmál skv. beiöni Hrafns. Það er fjarstæða, sagöi Ingólfur, að fara nú fram á að taka málið út af dagskrá. Að beita bolabrögðum Lúðvlk Jósepssonkvaö ummæli forseta hafa komiö sér á óvart, þau bentu til þess að hann væri lftt kunnugur starfsvenjum alþingis. Hér er um það að ræða að þingmaður óskar eftir þvi aö umræðu verði frestað þar sem nefndaráfit eru ekki komin fram, enda hafi komið fram um hádegisbifið þýðingarmikif gögn I málinu. Neitun forseta er brot á öllum þingregfum. Tugir eða hundruð dæma eru um þaö að málum hafi veriö frestað sam- dægurs aðbeiðni þingmanna. Það verður að gera nýjar kröfur um gerð og útbýtingu dagskrár þingsins ef á aö beita bolabrögð- um eins og forseti er að vitna til, og ég beini þvl til rikisstjórnar- innar aö þaö mun ekki greiða fyrir frekari umræðum um málið aö beita sllkum aðferöum. Þetta mál hefur legiö hjá iðn- aöanefnd I tvo og hálfan mánuð vegna þess að átök hafa verið um skilyrði fyrir starfsleyfi handa verksmiðjunni. Nú er starfsleyfiö veitt, en þingmenn eiga heimtingu á þvl að fá aö vita hvaö stöövaði máliö svo langan tlma. Dettur nokkrum I hug að þaö sé frambærileg ástæöa að embættis- maður neiti alþingi um slikar skýrslur? Alþingi má ekki láta bjóða sér slika forsmán. Allir Lúðvik Jósepsson að umræðunni yrði frestað I stað þess að þjösna málinu I gegn og brjóta venjulegar þingreglur. Magnús Torfi ólafsson vlsaði á bug ásökunum um þekkingarleysi á þingvenjum. Þaö hefði veriö á vitorði þingmanna allra að málið yrði á dagskrá á fimmtudag þegar daginn áður, miðvikudag. Um það þarf þjóðin að vita Jónas Arnason sagði að ræða Ingólfs Jónssonar væri I rauninni söguleg, hann hefði vitnaö I slmtal viömann útilbæsem hefði sagt aö ákveöin skýrsla yröi að vera trúnaðarmál, þvl annars væri hætta á þvi, aö efnisatriði hennar yröu slitin úr samhengi! Eg hef aldrei heyrt jafnfáránlega yfirlýsingu úr þessum ræðustól, sagði Jónas. Sllk „rök” mætti nota um öll plögg sem þingmenn fengju. Jónas sagöi þaö argasta hneyksli að frétta af að enginn annar nefndarmaöur I iðnaðar- nefnd en Sigurður Magnússon hefði óskaö eftir margnefndri skýrslu; þeir heföu skrifað undir meirihlutaálit án þess að kynna sér máliö. Jónas sagðist vona að Magnús Torfi sæi að sér; gerði hann þaö ekki yröi hann sekur um hneyksli. Sigurður Magnússon sagði efnislega á þessa lgiö: Þaö er eins gott að þjóðin fái að vita hvers- konar vinnubrögö eru tiðkuð hér á alþingi þegar þingmenn afgreiða valda við heilbrigðiseftirlit vegna kröfugeröar þess um mengunarvarnir þessara fyrir- tækja, m.a. er alþingi hefði samþykkt stækkun álversins I blóra viö óskir HER. Aðvaranir vlsindamanna voru fótum troðnar. Þá vitnaöi Sigurður til starfs- leyfis annars vegar og álitsgerðar HER hins vegar, þar sem I starfs- leyfinu væru gerðar miklu minni kröfur ef um bilanir hreinsitækja yrði að ræða en gerð hefði verið tillaga um af HER. Magnús Torfi ólafssonsagði að hvaö sem athugasemdum liði færu fram umræöur um framkomin álit strax, en umræðu yröi síðan frestað til morgun- dagsins. Þetta mun minnihlutinn ekki þola Lúðvlk Jósepsson vitnaði til 17. greinar þingskapæen þar segir að álitum nefnda skuli dreift á þing- fundum og þau slöan ekki rædd fyrr er. aö liðinni einni nóttu frá útbýtingu þeirra. Vitað væri aö iðnaðarnefnd hefði lokiö störfum fyrir nokkrum klukkutimum, nefndarálit ekki komiö fram, og tilsettur frestur ekki liðinn. Þess vegna væri fráleitt að hafna þvl að taka máliö út af dagskrá. Hér eru gerðar tilraunir til þess aö brjóta þingsköp, sagði Lúðvlk. Hvaö kemur Magnúsi Torfa til eð brjóta margra ára þinghefö um frestun mála ef óskir koma fram? Skoraði Lúðvik á forseta að nefna dæmi um að sllkum beiðnum þingmanna heföi verið neitaö. Meirihluti þingsins má ekki gera sér vonir um að minnihlut- inn þoli það að brotnar séu á mönnum viðteknar reglur; það mun ekki flýta fyrir afgreiöslu málsins. Jónas Arnason þingsjé Frávik i tveimur atriðum Matthlas Bjarnason sagði að I tveimur atriöum hefði veriö vikiö frá óskum HER við veitingu starfsleyfis. 1 fyrsta lagi aö þvl er varöar bilunartímann. Upphaf- legar tillögur HER um að loka fyrir rafmagn til verksmiðjunnar eftir klukkustund frá bilun hreinsitækja hefðu verið meö öllu óraunhæfar. Þá heföi HER I upp- hafi aðeins miöað starfsleyfið við einn ofn, en sllkt væri einnig óframkvæmanlegt; annaö hvort var að leyfa báða ofnana strax eða hafna leyfinu, sagði Matthlas Bjarnason. Hann kvaðst enga ástæðu sjá til þess aö halda I það aö mál þetta væri trúnaðarmál. Að treysta fræðimönn- um. Benedikt Gröndal kvaðst að vfsu hafa skrifað undir nefndar- álit meirihlutans án þess að hafa séð álit HER, en hann heföi þó á nefndarfundum og I einkaviðtöl- um viö forráðamenn HER kynnt sér efnisatriöi málsins áöur en hann skrifaði undir. Hann sagðist ekki vilja blanda sér I deilurnar um þingsköp. Þórarinn Þórarinsson (F) kvaðst hafa skrifaö undir áöur en starfsleyfið kom vegna þess að hann heföi treyst á að tillögum fræðimanna yrði hlýtt. Sagöist þingmaðurinn litla þekkingu hafa á heilbrigðisvörnum við verk- smiðjur. Jónas Arnason spurði hvort Ingólfur Jónsson væri hæfur til Framhald á 14. siðu Tillaga þingmanna Alþýðubandalagsins Fleiri fyrir- tæki greiði landsútsvar Þingmenn Alþýðubanda- lagsins I efrideild, Ragnar Arnalds, Geir Gunnarsson, Helgi F. Seljan og Stefán Jónsson flytja frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir fjölgun þeirra fyrirtækja sem bera landsútsvar. I frumvarpinu eru talin þessi fyrirtæki: Vátryggingafélög Flugfélög Eimskipafélag íslands Hafskip hf Sölumiðstöö hraðfrysti- húsanna. Sölusamband fslenskra fisk- framleiðenda. Innkaupadeild LIO Ferðaskrifstofur Samband islenskra sam- vinnufélaga. Snemma i janúarmánuði s.I. sneri Markús B. Þorgeirsson, skipstjöri sér bréflega til rikis- saksóknara og skýrði honum frá þvi að þegar hann var skipverji á einu skipa Eimskipafélags ts- lands i septembermánuði 1974, þá hafi einn starfsmanna Eim- skipafélagsins snúið sér til sln um borð I skipinu, afhent sér eyðublað frá sendiráði Banda- rikjanna á tslandi með ýmsum spurningum, og þess veriö kraf- ist að Markús sem skipverji hjá Markús greinir frá þvi, að þarna hafi hann verið krafinn svara um ýmis einkamál sin,svo og um pólitiskar skoðanir. í bréfi sinu til saksóknara lýsir Markús þeirri skoðun sinni að með þessu athæfi hafi verið rofin friðhelgi sins einkalifs og brotið gegn 66. grein stjórnar- skrárinnar. 1 erindi sinu til rikissaksókn- ara fer Markús þess á leit að fram veröi látin fara opinber rannsókn vegna þessa athæfis á vegum bandariska sendiráðsins, svo og á hlut forsvarsmanna Eimskipafélagsins eða starfs- manna þess. Krafðist Markús þess.aðþeir sem sekir reyndust yrðu látnir sæta refsingu. Markúsi hefur nú borist svar frá embætti rikissaksóknara og er málaleitan hans synjað og segir þar að af „ákæruvaldsins hálfu þykja eigi efni til aögerða i máli þessu.” Markús vill hins vegar ekki una slikri niðurstöðu og hefur nú I hyggju aö höfða einkamál gegn viðkomandi aðilum. Þá skal tekið fram hér, að það var missagt i Þjóðviljanum þann 27. mars s.l. i frásögn af réttarhöldum i Mánafossmál- inu, aö Markús Þorgeirsson hafi fyrir réttinum haldið þvi fram, að skipið hafi hailast á snarpri beygju sem tekin hafi verið er skipverjar voru að varpa út spira. Markús B. Þorgeirsson. Sllku hefur Markús aldrei haldið fram hvorki fyrir rétti eða annars staðar, og byggðist þessi missögn Þjóðviljans á öðr- um og ótraustum heimildum. Saksóknari neitar opinberri rannsókn Eimskip svaraði þessum spurningum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.