Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.06.1977, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. júní 1977 Sumarferð Alþýðubandalags á Norðurl. vestra Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Siglum á Hornstrandir SumarferO Alþýðubandaiags- ins á Norðuriandi vestra er að þessu sinni sigling yfir Húnaflóa á Strandir með flóabátnum Drang og verður gist þar tvær nætur i tjöldum. Ollum er heimil þátttaka i þessari ferð. Drangur fer frá Siglufiröi kl. 15.30 föstudaginn 5. ágúst og frá Skagaströnd kl. 22 sama kvöld. Fólk getur komið i skipið á hvorum staðnum sem vill, og er fargjald þaö sama frá báðum stöðum. Um kvöldið verður siglt þvert yfir Húnaflóa og gist þar i tjöldum. A laugardagsmorgni verður byggðin á þessum slóðum skoð- uð, en siöan er siglt norður fyrir Geirólfsgnúp á syðri hluta Hornstranda og gist i tjöldum i Reykjafirði nyrðri. Veröun þar efnt til kvöldvöku. í Reykjafirði nyrðri er litil sundlaug, og á þessum slóðum er margt að skoða. Siðari hluta sunnudags veröur haldið af stað til Skagastrandar og komið þangað kl. 20 en til Siglufjarðar nokkru eftir miðnætti. Á siglingu verður margt til skemmtunar um borð i Drangi, upplestur, spurningakeppni, fjöldasöngur og félagsvist. Þátttakendur i ferðinni þurfa að hafa með sér viðlegubúnað og nesti. Þó má fá keypt kaffi og gosdrykki um borð i skipinu. Þátttökugjald verður 8400 kr., en þátttakendur yngri en 14 ára borga hálft gjald. Ef útlit yrði fyrir óhagstætt veður, yröi ferðinni væntanlega frestað um eina viku með aug- lýsingu i hádegisútvarpi 5. ágúst. Athugið að fjöldi farmiða er takmarkaður og þvi vissara að tryggja sér far sem fyrst. Vænt- anlegir þátttakendur láta skrá sig og fá nánari upplýsingar hjá eftirtöldum stöðum: Hvammstangi: Þórður Skúlason, sveitar- stjóri, simi 1382. Blönduós: Sturla Þórðarson, tannlæknir, simar 4357 og 4356^- Skagaströnd: Eðvarð Hallgrimsson, bygg.m., simi 4685. Varmahlið: Hallveig Thorlacius, Mána- þúfu, simi 6128. Sauðárkrókur: Hulda Sigurbjörnsdóttir, verkstj., simi 5289 Hofsós: Gisli Kristjánsson, oddviti, simi 6341. Siglufjörður: Sigurður Hlöðversson, tækni- fræðingur, simi 71406. . Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi vestra. Gamall löndunarkrani I Djúpuvlk á Hornströndum. Sumarferð Alþýöubandalags á Suðurlandi Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi Vestmannaeyjarferð Efnt verður til ferðar fyrir Alþýðubandalags- fólk og gesti þeirra helg ina 1. til 3. júlí nk. Farið verður með Herjólfi úr Þorlákshöfn kl. 13.45 föstudaginn 1. júlí og komið til baka sunnudag- inn 3. júlí. Farið verður i skoðunarferðir um Heimaey, og ef viðrar i bátsferð kringum Vestmanna- eyjar. Heimamenn sjá um leið- sögn og dansleik á föstudags- kvöld. Svefnpokapláss og/eða tjald- stæöi fyrir þá sem vilja. Látið vita um þátttöku i simum: Selfoss: 1460, 1973 og 1659 Hveragerði: 4332 Þorlákshöfn: 3733 Heimaklettur og innsiglingin og hjá Björgvini Salómonssyni, Ketilsstöðum i Mýrdal,og Þor- steini Guðmundssyni, Bjargar- koti, Fljótshlið. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi. Bruno Framhald af bls. 7. — Ég held hérna fyrirlestra um setningafræði við Háskóla Islands. — Hvernig stendur á hinum mikla áhuga á Islandi i Þýska alþýðulýðveldinu? — Til þess eru margar ástæð- ur: ein er vafalaust úgáfa bóka sem ég hef nefnt. önnur er til dæmis sú að ég hef haldið 100- 150 fyrirlestra um Island i verk- smiðjum, þorpum og viðar. Þekkingarfiknin er ekki minni hjá alþýðu manna þar en hér. Var það ekki i Skagafirðinum sem bóndinn kunni að nota lóga- ritma i reikningi? Svona fólk er til hjá okkur. — Þú hefur oft komiö til Is- lands siðustu árin. — Já, nokkrum sinnum. Ég kom hingað i desember siðast þá sem túlkur með fulltrúa frá verkalýðssambandi Þýska al- þýðulýðveldisins sem sat ASI þingið. Þar áður kom ég hingað 1973 og 1972 og þar áður 1958. Ég varð hissa á þessum mikla vexti sem átti sér stað frá 1958. Ég vil ekki nota orðiö breyting heidur vötur. Er þetta ekki erf- itthjá ykkur? Ég sé að fólk hef- ur talsverð auraráð, en ég frétti um miklar erlendar skuldir. — Þú fæst enn við kennslu. — Já, ég hef kennt allt fram til þessa þó að ég sé orðinn sjö. tugur. Ég fer að kenna aftur i haust þvi þá tökum viö inn i deildina 20-25 nýstúdenta i há- skólann I Greifswald. — Fer það fólk siðar i kennslu? — Yfirleitt ekki; meginhlut- inn lærir Norðurlandamálin vegna starfa i utanrikisþjónustu og utanrikisviðskiptum. Þeir sem lengra halda i náminu leggja stund á visindastörf, en þeir eru fáir. — Hvernig hefur samstarfið gengið við Halldór Laxness? — Það gengur vel. Hann hef- ur sagt aö ég sé eini maðurinn sem geti þýtt á þýsku beint úr islensku. I Vestur-Þýskalandi þýða þeir eftir öðrum þýðing- um. Slikt getur verið varasamt eins og dæmin sanna. Ég sendi Halldóri oft fyrirspurnir þegar ég er að þýða bækur hans um einstök orö, orðtök og setningar og stundum spyr ég islenska málvisindamenn. En þeir geta ekki alltaf svarað spurningum minum, þekkja ekki orðtökin sem Halldór notar. — Geturðu nefnt mér dæmi um það? — Hann segir einhvers staöar að Gunnvör hafi ekki verið ,,aö sama skapi hress við veg.” Ég spurði þrjá háskólaprófessora hér hvort þeir vissu hvað orð- tækið þýddi. Enginn gat svarað mér. — Þú sagðir að það væri varasamt að notast við aðrar þýðingar — kanntu dæmi? — Ég gæti sagt þér mörg dæmi um raunir þýðandans — eitt nægir: I Gerplu stendur eft- ir Ingigerði Ölafsdóttur drottn- ingu: ,,.... og hlógu að mér svartbrýn gaprildi Miklagarðs, nöktar að þindarstað, og kölluðu að hér var komin skjaldmær tröllaættar, og mundi bera hafa mig mylkta.” Siðustu orðin hafa valdið sænskum þýðanda Gerplu erfiðleikum og varð nið- urstaða hans sú að þýða þau svo I sænskuna, „Man burde mjölke hende”! Þannig sést að margt er að varast og það er sannar- lega ekki létt verk að þýða Hall- dór. En það er skemmtilegt og viðtökurnar seni bækur hans fá I Þýska alþýðveldinu erú á- nægjulegar. Að lokum vildi Bruno koma þvi á framfæri að islendingar mættu vera duglegri að gefa út bækur höfunda Þýska alþýöu- lýðveldisins. Hann nefndi sér- staklega Sjöunda krossinn eftir önnu Seghers. Hann gat þess einnig að þýðingar að austan á bókum Laxness sjást ekki i bókabúðum hér á landi og það fannst honum miklu miöur, Bruno Kress vonast t il þess að koma aftur til Islands, helst að sumarlagi, og renna fyrir fisk i ám og lækjum. Vonandi verður honum að ósk sinni. Víkingur Framhald af bls. 10 spjaldið sé aðeins tæki til að vernda þá sjáfa í starfi, s.s. gegn óþarfa munnpúðri. Slikt virðist manni fremur sakleysislegt I samanburði við þegar efnilegir leikmenn verða að yfirgefa ÞJÓDLEIKHÚSID HELENA FAGRA i kvöld kl. 20 fimmtudag kl. 20 Síðustu sýningar. Miðasala 13.15 - 20. Simi 1- 1200. N emendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ Hlaup - vldd sex eftir Sigurö Pálsson. Nemendaleikhúsið sýnir I Lindarbæ Hlaupvldd sex eftir Sigurð Pálsson. Miðvikudagskvöld kl. 20:30 StlÐASTA SINN Miðasala ILindarbæ frá kl. 17- 19 alla daga simi 21917. völlinn og hljóta e.t.v. það slæm meiðsli að þeir verði frá knatt- spyrnu i lengri eða skemmri tima. Seinni hálfleikur var algerlega eign Eyjamanna. Vörn Vikings var þó sem fyrr föst fyrir og gaf sig hvergi. Liðsmenn IBV eru greinilega að sækja sig eftir trega byrjun. Er greinilegt að liðið verður ekki i fallbaráttunni i sumar. Þeirra bestu menn voru ólafur Sigur- vinsson og Þórður Hallgrimsson. Hjá Vikingi skar enginn sér- stakursig úr frekar en venjulega. Leikmenn voru flestir fremur daufir, einhver þreyta farin að gera vart við sig hjá liðinu. Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson. Tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða um slaka frammi- stöðu hans. —hól Semja Framhald af 16. siðu. Ríkisverksmiðjur Að sögn Halldórs Björnssonar hjá Dagsbrún hefjast viðræður um kjör starfsmanna i Rikisverk- smiðjunum i dag. Viðræðurnar fara fram hjá sáttasemjara og hefjast kl. 3. Kröfur hafa verið lagðar fram fyrir löngu, en i stóra samninga- þófinu voru þessir samningar lagðir til hliðar. Það er sameiginleg samninga- nefnd frá öllum verksmiðjunum sem fer með þessi mál. Að þessu sinni er ekki vist hvort vélstjórar verða i samfloti með hinum, en vonir standa til þess. Stefnt er að þvi að ljúka þessum samningum sem allra fyrst. eng Píanókennarar — organistar Við Tónskólann i tNeskaupstað er laus staða pianókennara. Æskilegt er að um- sækjandi geti einnig gegnt starfi organista i Norðfjarðarkirkju. íbúðarhúsnæði er til reiðu. Allar upplýsingar veita skólastjóri Tón- skólans, simi 97-7540, og sóknarpresturinn i Neskaupstað, simi 97-7127. Skólafulltrúinn i Neskaupstað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.