Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. ágúst 1977 A UGLITITIL A UGLITIS Norræn myndlistarsýning 1976-77 Norræna myndlistarsýningin „Augliti til auglitis” — á sænsku: öga mot öga — er væntanleg hingað til lands i haust. Hún mun standa yfir á Kjarvalsstöðum dagana 10. — 25. september að báðum dögunum meðtöldum. Sýningin kemur hingað á vegum Norræna myndlistarbandalags- ins og Félags islenskra myndlist- armanna.sem er aðili að þvi. Allt frá árinu 1946 hefur bandalagið gengist fyrir meiriháttar sam- sýningum myndlistarmanna frá Danmörku, Finnlandi, Islandi, Noregi ogSviþjóð. Fyrst voru þær haldnar d hverju ári I höfuðborg- um landanna en siðan annaðhvert ár t.d. i Bergen, Gautaborg og Óðinsvéum. Siðasta stóra sam- sýningin var á Kjarvalsstöðum i tengslum við Listahátið i Reykja- vik 1972. Að henni lokinni var ákveðið að gera hlé á sliku sýn- ingarhaldi um sinn og freista nýrra leiða. A aðalfundi mynd- listarbandalagsins 1974 var end- anlega ákveðið að fela Staffan Cullberg listfræðingi i Stokkhólmi að setja saman norræna samsýn- ingu myndlistarmanna af nýrri gerð. Þessi sýning Cullbergs — (hann hefur verið algjörlega ein- ráður um skipulagningu hennar, val verka og höfunda þeirra) — var lengi i mótun. Hann ferðaðist milli landanna fimm árin 1975 og 1976, kynnti sér stefnur og leiðir i myndlist, skoðaði sýningar og heimsótti marga myndlistarhöf- unda. Hingað til lands kom hann tvivegis i þessu skyni. Arangur- inn af starfi Cullbergs varð sýn- ingin :„Augliti til auglitis”. Hér verður ekki reynt að gera grein fyrir tilgangi sýningarinnar enda er hann listilega útskýrður i stórri og vandaðri sýningarskrá, sem verður til sölu á sýningunni að Kjarvalsstöðum. Samt skal þessgetið, að „leikstjórinn” Cull- berg vill sýna okkur myndlist og formmótun i viðara samhengi en tiðast hefur verið gert, vikja frá hinum sérfræðilegu sjónarmiðum og tekur þá um leið mið af um- hverfisvandamálum siðustu ára og áratuga. Sýningin: „Augliti til auglitis” var opnuð i Stokkhólmi 19. nó- vember 1976 og stóð þar til 19. de- sember i Liljewalhs konsthall. Frá Stokkhólmifórhún til Osló og var þar 20. janúar til 16. febrúar 1977, i Bergen var hún fyrrihluta marsmánaðar og i Helsingfors nær allan april. 1 sumar hefur sýningin staðið i Nikulásarkirkj- unni i Kaupmannahöfn og er reyndar nýlokið þar i hinu sér- kennilega umhverfi. Áður en sýn- ingin kemur hingað til Reykja- vikur, verður hún sett upp i nýju Listasafnsbyggingunni i Alaborg i Danmörku. Mikið hefur verið rætt og ritað umsýninguna: „Auglititil auglit- is” og eru menn sist á einu máli um listrænt gildi hennar eða hittni boðskaparins, ef hann er þá einhver einn og sérstakur. 1 norskum blöðum er talið, aö sýn- ingin eigi einkum að kenna mönn- um að sjá og uppgötva að nýju hluti eða staðreyndir, sem þeir eru fyrir löngu hættir að skynja sakir hraða og vélvæðingar nú- timans. Samkvæmt fréttum hefur sýningin hlotið góða og sennilega bestu dóma i Sviþjóð og framlagi fslands hrósað. Afturá móti hefur Dönum fallið þetta framtak Nor- ræna myndlistarbandalagsins miður. Hér skal að lokum gripið niður i listdóm úr danska stór- blaðinu „Politiken”, eftir B.E. Honum fylgja myndir af lista- verkum eftir norðmanninn Bárd Breivik og Tryggva Ólafsson. Um Tryggva segir, að hann fari sinar eigin, flóknu leiðir, sem eru sam- bland abstraktsjónar, popplistar og algengs natúralisma. „Að öðru leyti gleðja nokkrir Islendingar hjörtu okkar með finum mynd- vefnaði — Óskari Magnússyni, Blómeyju Stefánsdóttur og Hildi Hákonardóttur gleymir maður seint” I heild er sýningunni lýst i „Politiken”sem norrænni ringul- reið. fslenskir þátttakendur í sýning- unni „Augliti til auglitis” eru þessir: Agúst Petersen, Hildur Hákonardóttir, Hringur Jóhann- esson, Oskar Magnússon, Blómey Stefánsdóttir. Auk þess islenskt hraungrjót, bárujárnsplötur, ljósmyndir af torfbæjum og báru- járnshúsum. íslenskir leikhópar út fyrir landsteinana: ,Fröken Júlía’ sýnd á leiklist- arhátíð á Ítalíu Þrátt fyrir það að frjálsir leikhópar njóti engra lögboð- inna opinberra styrkja á fs- landi, samkvæmt nýjum leik- listarlögum, eru þó tveir á för- um i sýningarferðalög á er- lendri grund. Annar er Alþýðu- leikhúsið, en hinn er Hreyfileik- húsiö, sem heldur til ttaliu siðar i þessum mánuði. Verður þar sýnd sýning Hreyfileikhússins á „Fröken Júlia Alveg Oð”, sem sýnt var hér i Reykjavik s.í. vet- ur. Þingið, sem haldið verður i Bergamo á Italiu er haldið með styrk frá UNESCO, en stjórn- andi hátiðarinnar er leikhús- stjóri Odin-leikhússins i Dan- mörku, Eugenio Barba. Hafa verið valdir um fimmtán leik- hópar viðs vegar úr heiminum til að sýna á hátiðinni, en þar verður einnig rætt um stöðu frjálsra leikhópa, vinnuaðferðir o.s.frv. Þá hefur Hrevfileikhús- inu borist boð frá itölskum og índverskum leikhópum um að vinna með þeim eftir þingið, ferðast með þeim og sýna „Fröken Júliu” viðs vegar um ftaliu. Hefur verið ákveðið að sýna „Fröken Júliu —” einnig i Wales, en ekki hefur verið ákveðið hvort þegið verður boð frá Hollandi. I förinni verða þau Inga Bjarnason, Nigel Watson, Sólveig Halldórsdóttir og Viðar Eggertsson. ÞS Vestfírðingar stofna húsagerðarsambönd: Góöar heyskapar- horfur á Vestfjörðum Heyskaparhorfur á Vestfjörð- um eru mjög góðar, að þvf er Sig- urður Jarlsson á ísafirði, ráðu- nautur Búnaðarsambands Vest- fjarða sagði okkur i gær. Vikuna þar á undan var hinsvegar látlaus rigning svo aö ekki var einu sinni gerandi að hirða I votheys- geymslur, að þvi er Siguröur Jarlsson sagði .Vmsir bændur á Vestfjörðum eru að ljúka hey- skap, aörir iangt komnir. Votheysverkun er nokkur, eink- um i Dýrafirði. Þar mun um helmingur töðunnar fara i vot- heysgeymslur, annarsstaðar minna. Grasspretta er framúrskarandi góð og telja bændur sig ekki muna hana betri.' Gildir einu hvort um úthaga er að ræða eða tún. Sig- urður taldi, aö býlum fækkaði nú ekki lengur á starfssvæði Bún- aðarsambands Vestfjarða. Fremur sigi það i hina áttina. Inndjúpið og Austur-Barða- strandasýsla hafa nú um skeið haft með sér húsagerðarsam- band, til mikils hagræðis fyrir húsbyggendur. Tvö önnur slik éru að fara af stað: Annaö i Vestur- Barðastrandarsýslu en hitt nær yfir fsafjörð, Bolungarvik og Suðureyrarhrepp. Enn hafa þau þó ekki fengið nauðsynleg tæki til starfseminnar og stendur á fyrir- greiðslu frá rikinu. —mhg Kvarta um litla kennslu í greininni Nýlega var haldinn aðalfundur Myndhöggvarafélagsins i Reykjavik. Á fundinum voru samþykkt ný félagslög, sýningar- reglur og eyðublaðaform fyrir þátttakendur á sýningum félags- ins. Myndhöggvarafélagið er sem kunnugt er stéttarfélag þeirra myndlistarmanna sem vinna verk sin i þrividd, en fylgir engri sérstakri stefnu i myndlist. Fundarmenn lýstu yfir áhyggj- um sinum vegna litillar kennslu i þriviðu formi i Myndlista- og handiðaskóla Islands, og telja þeir að það geti haft skaðvænleg áhrif á framgang höggmyndalist- ar i landinu. Myndhöggvarafélagið er aðili að Listahátið i Reykjavik og hef- ur undanfarin ár staðið fyrir viðamiklum sýningum i Austur- stræti. Af alkunnum orsökum er ekki lengur grundvöllur fyrir þessum sýningum þar og hyggst þvi félagið leita nýrra leiða. A aðalfundinum var stjórn falið að gera áætlun fyrir hátið næsta árs og bréfa til framkvæmdastjórnar Listahátiðar með fyrirspurnum um þann möguleika að fá til landsins 1980einhvern af þekktari myndhöggvurum heimsins. Þá voruá aðalfundinum rakin bréfa- skipti félagsins og Listasafns fslands um höggmyndaeign safnsins. Fundurinn fól stjórninni að annast'frekari framkvæmdir. Borgarráð samþykkti fyrir nokkru breytingu á leigusamn- ingi milli þess og Myndhöggvara- félagsins um húsnæðið að Korpúlfsstöðum, sem felur i sér stóraukna möguleika og stækkun á rými. Fagnaði aðalfundurinn þeim málalokum og taldi að framkvæmdir gætu gengið hrað- ar úr þessu. 1 Myndhöggvarafélaginu i Reykjavik er nú 21 félagsmaður og bættust tveir við á fundinum. Niels Hafstein var endurkosinn formaður. Aðrir i stjórn eru: Ragnar Kjartansson ritari, Hallsteinn Sigurðsson gjaldkeri og Sigfús Thorarensen vara- maöur. I sýningarnefnd eru, auk ritara og gjaldkera félagsins, Helgi Gislason, fvar Valgarðsson og Sigrún Guðmundsdóttir. (Fréttatilkynning). Minning Ólafur Sigurvinsson Með láti Ólafs Sigurvinssonar hefur Leikfélag Keflavikur misst einn sinn besta félaga. Um margra ára skeið starfaði Ólafur i L.K. af miklum dugnaði, bæði innan sviðs og utan, sem leikari og að ýmsum félagsstörfum. Hann átti sæti i stjórn L.K. i nokk- ur ár, eða þar til hann fluttist vegna atvinnu sinnar i annan landshluta. Eigi að siður hafði hann ávallt samband við L.K. og fylgdist vel með þvi sem þar var á döfinni hverju sinni. Eftir siðustu áramót var Ólafur við nám i Reykjavik, en gaf sér þó tima til aö taka þátt i leiksýningu hjá slnu gamla félagi. Fyrir nokkrum vikum ákvað Ólafur að flytja aö nýju til Kefla- vikur, og hann ætlaði svo sannar- lega aö koma i hópinn hjá L.K. þegar vetrarstarfiö hæfist. Um leið og L.K. þakkar Ólafi Sigurvinssyni störf hans I þágu leiklistar á Suðurnesjum, vottar það eiginkonu hans, dóttur og öll- um aðstandendum dýpstu samúð. Leikfélag Kefiavikur Bírœfinn bílþjófur Lissabon 11/8 reuter — Lögreglan I Lissabon skýröi frá þvi i dag að hún hefði haft hendur i hári bíræfins þjófs sem gerði sér litið fyrir og stal talstöðvarbfl frá lögregl- unni þar sem hann stóð á bilastæði beint fyrir framan aðallögreglustöð borgarinn- ar fyrir tveimur dögum. Þjófurinn fannst sofandi i bilnum nærri flugvelli borg- arinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.