Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. október 1977 Nýtur hennar best með augun lokuð Colosseum II — Electric Savage MCA/FALKINN hf. Stjörnugjöf (af fimm möguleg- ★★★★★ + Þetta er eina hljómplatan er út hefur komið á þessu ári, sem er skemmtilegri og betri en ég bjóst við. Aðalnúmer COLOSSEUM II, sem er trommuleikarinn JON HISEMAN og er einna frægast- ur fyrir að hafa aðstoðað JO- HANN Q. JÓHANNSSON með trommuíeik á plötu hans LANG- SPIL, er I frtemsta flokki þess hóps sem nær yfir virkilega skemmtilega trommuleikara, hann er sérstaklega nákvæmur og öruggur og skreytir lögin með skemmtilegum og tiðum „breikum”, auk þess er hann skemmtilegur lagasmiður og útsetjari. aflRy MOOR£ Gitarleikarinn og söngvarinn GARY MOORE er ekta nútima- gitarleikari og hann „sólar” flest lögin þar sem þau eru öll „instrumental” utan eitt, og hann „sólar” svo áreynslulaust að það virðist honum eins ein- falt og öðrum finnst að drekka vatn, þetta eina lag, sem er sungið, „RIVERS”, syngur hann vel og minnir söngstili hans svolitið á stil STEVE WIN- WOOD, MOORE er einnig góður lagasmiður, en hann og HISE- MAN semja flest lög þessarar plötu saman. Það er skritið að svo merkilegur og fær tónlistar- maður, sem MOORE er, skyldi hafa verið i eina tið meðlimur irsku hljómsveitarinnar THIN LIZZY, sem leikur einfalt og gróft „graðhestarokk” — jafn- vel þó að MOORE sé irskur sjálfur. Hljómborðsleikarinn DON AIREY „sólar” sum lögin að nokkru ieyti á móti MORE, sérstaklega fá sólóhæfileikar hans að njóta sin i vælandi synthesiserleik i laginu „THE SCORCH”, þá setur hann fal- 30M HIJCMflN legan blæ á þau lög þar sem það á við, með þýðum strengja- og/eða orgelleik. Bassaleikarinn JOHN MOLE er þéttur bassaleikari sem fylg- ir hinum snillingunum vel eftir. Helmingur laganna eru róleg, melódisk og falleg með skemmtilegri stigandi sem dáleiðir mann strax við fyrstu hlustun, hinn helmingurinn og jafnframt sá þyngri er hröð djassrokklög. Einn af hinum fjölmörgu kostum við ELECTRIC SAV- AGE er það að hún er sigilt verk, þ.e.a.s. það er hægt að hlusta á hana endalaust án þess að fá svo mikið sem smávott af leiða á henni, þvert á móti er einmitt best að hlusta sem oft- ast á hana þvi að hún er skemmtilegri eftir þvi sem maður hlustar oftar og betur á hana. Þegar ég skrifa hlusta þá á ég ekki við að platan sé látin rúlla á fóninum á meðan þú ert að tala i sima eða ert i sturtu, heldur nýtur maður þessarar plötu aðeins með þvi að slappa af og hlusta þannig á hana og það helst með lokuð augun! Framhlið umslagsins er skemmtileg, en bakhliðin er lé- legasti þáttur ELECTRIC SAV- AGE. —jens Gamlar lummur fyrir fólk yngra en 12 og eldra en 30 ára Lúdó & Stefán SG-hljómplötur Stjörnugjöf (af fimm möguleg- um);Í Þar sem ég er fæddur eftir að „Prestleyæðið” svokallaða var upp á sitt besta.þá hef ég aldrei kynnst þessari frægu rokk og roll stemmningu seirf var vist bylt- ing og uppreisn unga fólks- ins gegn snobbi og tilfinn- ingakulda auðvaldsskipu- lagsins á sinum tima, enda fékk vist mörg ihaldskerling- in að hneykslast hressilega og veitti ekki af. Þegar ég fór að kynnast tónlist eitthvað að ráði var Elvis Prestley orðin gamall og feitur sjúklingur, innilokaður i eigin frægð og byltingu, fastur i þvi auðvaldi sem byltingin hneykslaði mest á sinum tima, og slúðurdálkar dagblaðanna keppt- ust við að birta lista yfir morgun- verð rokkkóngsins, eða myndir af konum sem voru „skotnar i hon- um”. Um svipað leiti sá Lúdó að þetta var ekki hægt lengur og hætti (1968) eftir u.þ.b. tiu ára rokk og rollspiliri, svo að ég missti af að heyra eða sjá nokkuð til þeirra (án nokkurs saknaðar). Fyrir þremur árum var tæki- færið komið til að ná aftur ein- hverju af fyrri vinsældum og Lúdó var ekki hætt lengur og kvikmyndin American Graffity var eins og auglýsing fyrir endur- komu Lúdó. I fyrravetur þegar lagið „Let’s Twist Again” var að ná toppnum aftur, en nú á vinsældarlistum barna undir 12 ára aldri og fólks á milli 30 og 50 ára, kom út fyrsta L.p. platan með Lúdó og Stefáni og á henni var m.a. einmitt lagið „Let’s Twist Again” með hörmu- lega lélegum islenskum texta eft- ir Þorstein Eggertsson, sem heit- irj,Ólsen, ólsen ”, þetta lag náði auðvitað strax þeim vinsældum sem „Let’s Twist Again” var búið að ná og vel það, „Ólsen, ólsen” bókstaflega tröllreið barnatimum hljóðvarpsins og óskalagaþáttum sjúklinga og platan, sem innihélt auk „ólsen, ólsen,” marga fleiri gamla rokk og roll slagara, seld- ist mjög vel og alltof vel miðað við gæði þvi að enginn þeirra Lúdófélaga er fær hljóðfæraleik- ari né góður söngvari, a.m.k. kemur það ekki fram á plötum. en þeir reyna heldur ekki að remb- ast við neitt sem þeir ráða ekki við, heldur láta einfaldleikann ganga yfir og allt i gegn. Þessi önnur (og vonandi sið- asta) plata Lúdó er nánast tviburi þeirrar fyrri, sömu útsetningarn- ar, og næstum þvi sömu rokk og roll slagarnir og islenskir vitleys- istextar. Lögin eru öll saman er- lend og gömul og mér hefur alltaf fundist þau þrautleiðinleg svo að ekki vex álit mitt á þeim i þurrum og einhæfum útsetningum Lúdó og Stefáns, jafnvel þó að blásturs- og strengjahljóðfæraleikarar úr Sinfóniuhljómsveit Islands að- stoði i nokkrum slögurunum og Þorleifur Gislason taki slatta af saxófónsólóum. Þegar ég var að undirbúa þenn- an þátt þá spilaði ég alltaf til skiptis þessa Lúdó-plötu og Electric Savage með hljóm- sveitinn Colosseum II og munur- inn er alveg ótrúlega mikill, það er eins og að lesa til skiptis Kommúnistaávarpið og stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins, eftir þvi sem maður les meira sér maður hvað siðarnefnda ritið fölnar og verður ómerkilegra og minna, þannig hvarflaði að mér hvort það væri ekki gaman að sjá vorkunnarsvipinn á meðlimum Colosseum II ef þeim gæfist færi á að hlýða á Lúdó. Textarnir á plötunni eru eftir Þorstein Eggertsson (7), Berta Möller (3), Ómar Ragnarsson og Ómar Ingimarsson (1 hvor). Vægast sagt eru textarnir þaö lé- legir að þeir eru stór minus fyrir plötuna, það virðast ekki vera til nein takmörk á þvi hvað meigi hnoða saman mikilli vitleysu og syngja inn á plötur, mætti ég þá heldurbara biðja um að uppruna- legu textarnir séu sungnir, það er skömminni skárra en að fara svona illa með blessað móður- málið og ég bara skil ekkert i þvi að fullorðið fólk skuli taka i mál að syngja svona bull — ódrukkið. Það er einnig skritið eða van- skapað að besta platan sem SG- hljómplötur hafa sent frá sér, þ.e. sólóplata Björgvins Gislasonar skuli vera minnst selda plata fyr- irtækisins, en svo seljast plötur eins og Lúdó & Stefán eins og heitar lummur með risinum. Þó má búast við að þessi Lúdóplata seljist ekki nálægt þvi eins vel og fyrri plata þeirra félaga, bæði vegna þess að sú fyrri kom út á besta tima sem hægt var að hugsa sér fyrir svona „drasl”, núna er þetta orðið' að fjöldaframleiðslu og hætt að vera spennandi fyrir börn og miðaldra fólk; þá eru á plötunni m.a. lögin „The 'Birds And The Bees” og „Lipstick On Your Collor”, en það fyrr- nefnda kom út fyrir nokkrum dögum með islenskum texta á plötu með Dúmbó & Steina og það siðarnefnda, einnig með islensk- um texta á plötu með Rut Regin- alds og þvi miður fyrir Lúdó & Nú eru ræflarokkararnir búnir að taka við hlutverki Lúdó og Prest- leys i að hneyksla fullorðna fólkið og er enginn óhultur fyrir þeim. Stefán þá fara þeir halloka i sam- anburði við bæði tilfellin. Umslagið er hryllilega ljótt og ósmekkiegt. A bakhlið þess má sjá smádæmi um það hvernig unglingarnir fyrir rúmum tuttugu árum hneyksluðu ihaldið með hressilegum tilburðum, en þetta sýnishorn er af keppni um Is- landsmeistaratitilinn i jitterbug sem fram fór i Austurbæjarbiói. —jens

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.