Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. növember 1977 WÓÐVILJINN — SIÐA S af er/endum vetivangi „Kóraninn eina leiðsögn okkar” Senúda þriöji, patriarki kop- tisku kirkjunnar i Egyptaiandi, hélt fyrir skömmu föstu i Markúsardómkirkjunni i Kairó 44 biskupar kirkjunnar tóku þátt i föstunni meö honum. Patrfarkinn virtist þreyttur og niöurdreginn. Koptiska kirkjan, sem þorri Egypta aöhylltist áöur en Arabar lögöu landiö undir sig á sjöundu öld, er ennþá fjölmenn, þótt margt hafi yfir hana gengiö gegnum aldirnar. Taliö er aö um sex miljónir manna heyri henni ennþá til. En nú óttast egypsku koptarnir aö válegir atburöir kunni aö vera i vændum fyrir þá. Dauöarefsing fyrir að kasta trú Rikisstjórn og þing Egypta- lands hafa undanfariö haft til umræöu aö gera lögmál Kórans- ins, bibliu Múhameðstrúar- manna, aö landslögum. Meöal annars hefur verið upp á þvi stungiö aö hver sá, sem kasti Múhameðstrú, skuli engu fyrir týna nema lifinu. „Sósialismi er vantrú.” „Tak- markanir fæðinga eru villutrú.” Setningar eins og þessar heyrast nú oft i prédikunum Kiúhameðskra trúarleiötoga i Egyptglandi. Eitt helsta blaö landsins-, Al-Akbar, fagnaði falli Indiru Gandhi i Indlandi sérstak- lega vegna þess, að óviöeigandi væri aö konur færu meö völd. Enn lengra ganga strangtrúar- söfnuðir eins og Iðrunar- og aftar* hvarfsfélagið svokallaöa, sem varpa sprengjum inn i kvik- myndahús og myröa stjórnmála- menn, sem ekki þykja nógu sterk- ir i trúnni. Hvarvetna um hinn múha- meöska heim á sér staö trúarleg vakning, sem á sér margar miöur skemmtilegar hliöar. „Framvegis munum viö hlita íeiðsögn Kóransins,” sagöi Zia ul- Hak hershöföingi, eftir aö hann steypti stjórn Alis Bhutto I Pak- istan af stóli meö valdaráni i júli. Hershöföingi þessi, sem kvaft vera mjög strangtrúaöur, inn- leiddi i réttarfar Pakistans Sjarla, þaö er aö segja réttar- reglur samkvæmt erföavenjum Islams. í samræmi viö þaö var fariö aö refsa spilltum embættis- mönnum með opinberri hýöingu, en þaö haföi ekki skeö i manna minnum þar ( landi. Olíudollarar — áhrifamikið trúboðstæki 1 Máritaniu á Atlantshafsströnd stjórnaöi landsfaöirinn, úld Dadda, fyrstu ráðstefnu múha- meöska trúboöa i Afriku. 1 Malasiu hafa samtök Múhameös- trúarmanna krafist þess, aö ara- biskt letur veröi tekiö upp. 1 Tyrklandi krefst svonefndur Hjálpræöisflokkur þess, aö allar leikmannaumbætur frá þvi i tiö Atattirks verði afnumdar. Þessi nýja alda Múhameös- trúar ris einnig á Vesturlöndum. í Westend i Lundúnum hefur mikil og skrautleg moska veriö reist. Margir svartir Bandarikjamenn, aö sögn svo skiptir hundruöum þúsunda, hafa snúist til Múha- meðstrúar að dæmi hnefaleika- meistarans Muhammad Ali. Saúdiarabiskt timarit segir, aö koma veröi þvi I kring aö „einnig ameriska meginlandiö snúist til réttrar trúar.” Olludollararnir skipta miklu máli við útbreiöslu Múhameös- trúar. Þess gætir i Sómalilandi, múhameösku landi frá fornu fari, en sem fyrir nokkrum árum snerist til sósialisma. Nú eru Sómalir komnir upp á kant viö Menn eru hýddir opinberlega fyrir að drekka bjór, handhöggnir fyrir stuld og geta jafnvei átt á hættu að missa höfuðið, ef þeir kasta trúnni. Margjr Múhameðstrúarmenn hafa af ýmsum ástæðum fyllst aukinni andúð á vestrænum siðum og halla sér aftur að 13 alda gömium reglum trúarbragða sinna. Sadat: hlkar vift aft gera Kóran- inn aft laadalftgam. Gaddafl LtbfaferaeU: olfadalir eru sterk rftksemd. Aftaka I Jemen: „syndin” skal upprætt meö forneskjulegri grimmd. Sovétmenn og þiggja mikla aðstoö frá Saúdi-Arabiu. í Kartúm, höfuðborg Súdans, hefur vændishúsum veriö lokaö vegna saúdiarabiskra áhrifa. Libia er ekki síður strang- múhameðsk, enda þótt ráöa- menn þess lands telji sig ólikt rót- tækari en valdhafa Saúdi-Arabiu, og Kaddafi Libiuleiötogi beitir lika sinum oliudollurum til út- breiðslu trúarinnar. Fyrir sex árum lét hann loka öllum kirkjum kristinna manna i landinu. Tveir afriskir þjóðarleiðtogar Bongo I Gabon og Bokassa keisari i Miö- Afriku, sem uppaldir voru i kaþósku, turnuöust til Múha- meöstrúar I von um efnahags- aöstoö frá Libiu. Bokassa snerist aö visu aftur til kaþólskunnar, þegar honum þótti Kaddafi ekki eins rausnarlegur og hann haföi átt von á. 1 þvi sósialiska lýöveldi Suöur- Jemen, þar sem menn voru um skeiö tómlátir um trúmál, er nú aftur boöiö upp á múhameösk rit — enda fær rikiö nú drjúgan skilding frá oliurikinu Kúvæt. Kristnin — trúar- brögð nýlendukúgara Þessi endurreisn Múhameös- trúar er þó ekki oliufénu einu aö þakka. Þessi þróun hófst þegar aö lokinni siöari heimsstyrjöld. Þegar Evrópurikin uröu aö sleppa nýlendum sinum i Afriku og Asiu, þar á meðal i Arabalönd- um, kom i ljós aö menn þar litu almennt á kristnina sem trú kúg- aranna frá Evrópu og kristni- boöar voru litnir sömu augum og stjórnsýslumenn og kauphöldar frá sömu löndum. Kristniboö- arnir voru sakaöir um aö reyna aö eyöileggja menningu hinna hörundsdökku þjóöa, og var sú ásökun ekki rakalaus meö öllu. Afturhvarfiö til Múhameöstrúar varð hjá allmörgum liöur i leit aö eigin þjóölegum verömætum. Frelsishreyfing Alsírmanna háöi i átta ár striö gegn Frakklandi undir hálfmánamerkinu. 1 sumujn nýju rikjanna var reynt að nota Múhameöstrúna til aö brúa bilið milli ólikra og sundur- þykkra þjóöa og þjóöflokka. Stjórnir Alsirs og Marokkó reyndu þannig aö hafa hemil á Berbum, sem voru meö sjálfs- stjórnartilhneigingar, og hiö sama reyndi Iraksstjórn viö Kúrda, en meö litlum árangri. 1 nýjum afriskum rikjum eins og Mali og Máretaniu varö Múhameöstrúin þjóölegt samein- ingartákn, en i báöum þessum rikjum búa nokkrir þjóöflokkar. Barátta gegn fátækt og vanþróun var einnig háö i nafni Múhameös spámanns. Þaft allra helgasta I Mekka: vaxandl Ahril Sddl-Arahfn Heimsveldi i fjármálum Sósialismi og Múhameöstrú voru lengi kallaöar andstæöur. En svo er ekki lengur allsstaöar. Ráöamenn i Alsir og Egypta- landi, svo og Bhutto i Pakistan og Kaddafi i Libiu voru i engum vandræðum meö að finna i Kóraninum greinar, sem vanda- laust var aö túlka sem boðorö um sósialisma. Aörir strangtrúar- menn beittu sér harkalega gegn þessu, svo sem Múslimbræður, egypskt leynifélag, sem barðist gegn stjórn Nassers meö undir- róðri og sprengjutilræöum. Nasser svaraði með þvi aö loka fólk þetta þúsundum saman inni i einangrunarfangabúöum, þar sem margt af þvi sætti pynd- ingum. En þaö fékk griðland og peninga i Saúdi-Arabiu. Þetta eyöimerkurland, sem er i krafti oliunnar orðið heimsveldi i fjármálum, hefur sérlega sterka stööu I múhameöska heiminum vegna þess, að þaö er vagga trúarinnar sjálfrar. A hverju ári koma miljónir manna sem pila- grimar til Mekku, helgustu borgar Islams. Pilagrimsför til Mekku er eitt af fimm atriðum, sem allir sanntrúaöir Múhameös- trúarmenn veröa aö hlita. Hin fjögur atriði eru: Aö viöurkenna Alla sem hinn eina guö, biöjast fyrir daglega, gefa ölmusur og fasta. Hýðing fyrir að kyssast 1 Saúdi-Arabiu og nokkrum smárikjum á Arabiuskaga er Kóraninn ekki einungis biblia, heldur lögbók. Þar eru þjófar handhöggnir, fyrir hjúskaparbrot mega menn eiga von á aö veröa grýttir, morðingjar eru háls- höggnir opinberlega og vinstri- menn ofsóttir sem guölastarar. 1 réttarfari þessara landa hafa engar framfarir orðiö frá upphafi trúarinnar fyrir 13 öldum. Úlemarnir, sérfræðingar i réttarreglum Kóransins, kenna Vesturlöndum um allt iilt, sem gengur yfir lönd Islams, valda- rán, borgarastriö, áframhaldandi neyö almennings, ásókn i bila og sjónvarp og ferðir til Vestur- landa, þar sem hvorki er bannað áfengi né vændi. „Vesturlönd hafa ekki fært okkur annaö en synd og óhamingju,” segja þessir skriftlæröu. Og stjórnmálamenn taka gjarnan undir þaö — til að beina reiði þegnanna frá sjálfum sér. Margar stjórnir reyna nú meö miskunnarlausum reglum Kóransins aö halda þegnunum undir aga. 1 einu Persaflóarikinu var leigubilstjóri hýddur fyrir aö hafa spilað kasettu meö „siö- spillandi söngvum” fyrir far- þegana og sömu hegningu fékk ungt par, sem sést haföi kyssast á baðströnd. Útlendingar sleppa ekki heldur. Þýsk stúlka, sem nauðgað haföi veriö af tveimur Saúdi-Aröbum, fékk 20 svipuhögg fyrir að hafa veri klædd á ögrandi hátt. Sprengjuhótanir Vestrænum siöum á aö útrýma. Boumedienne, rikisleiötogi Alsir, hefur afnumiö sunnudaginn sem fridag, en það haföi sá dagur veriö frá þvi I tiö Frakka þar i landi. Hann hefur einnig tekiö á ný upp hiö gamla timatal Múhameöstrúarmanna, það er aö segja aö miöa upphaf timatalsins viö Hidsjra, flótta Múhameös spámanns frá Mekku til Medinu áriö 622. Vestrænir kvikmynda- framleiöendur, sem gera vilja kvikmyndir um Múhameö, eiga ekki sjö dagana sæla, þvi aö Múhameðstrúarmenn telja þaö argasta guölast aö sýna spá- manninn á mynd. öfgamenn hóta aö sprengja i loft upp þau kvik- myndahús, sem dirfist aö sýna kvikmyndir af spámanninum. Meöal Múhameöstrúarmanna eru aö visu hófsemdarmenn, sem mótmæla öfgunum, og þeir hafa viöa áhrif. Þeir benda til dæmis á, aö gagnkvæmt trúarofstæki Múhameöstrúarmanna og krist- inna manna f Libanon hafi átt drjúganþátt i borgarastriðinu þar I landi, sem enn er ekki fyllilega séö fyrir endann á. 1 Pakistan tókst þeim llka aö draga úr opin- berum hýöingum meö þvi aö benda á aö þaö heföu i rauninni ekki verið múhameöskir lands- menn, sem fyrstir innleiddu þann siö, heldur bresku nýlenduherr- arnir. Og i Egyptalandi kvaö Sadat — sem leggur mikið upp úr þvi aö hafa vináttu Vesturlanda — hafa i bili stöövaö umræöurnar um aö innleiöa réttarreglur Kór- ansins sem landslög. Hann hefur meira aö segja variö fjárfúlgu mikilli til byggingar sjúkrahúss á vegum kopta. (Byggt á Der Spiegel, dþ)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.