Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. nóvember 1977 ÁRÁS Á PUNGROTTUR Einhvern næstu daga kemur út hjá Helgafelli skáldsagan Karlmenn tveggja tíma/ eftir Egil Egilsson. Viðfangsefni hennar verður að teljast nýstárlegt í ís- lenskum bókmenntum. Sagan er aldar- farslýsing frá árunum skömmu fyrir og eftir 1968. Lögð er megináhersla á þá karlmannagildishugsjón sem ríkir á þessum árum, eins og höfundur orðar það. í stuttu máli má segja að það sé staða karlmannsins sem f jallað er um. Egill Egilsson er eðlisfræðingur, hefur dvalið langdvölum í Kaupmannahöf n, og á rætur sínar í eyfirskri bændamenn- ingu. Staða kvenmannsins í karlmannaþjóð- f élaginu hef ur verið mikið til umræðu, en minna verið rætt um hvernig karlskepn- unni líður i eigin karlræði. Við hefjum máls á því við Egil hvort skoða beri Karl- menn tveggja tíma sem árás karlmanns á sitt eigið kyn? Rætt við Egil Egilsson um nýja skáldsögu eftir hann sem kemur út hjá Helgafelli næstu daga E. Þaö fer eftir því hvaöa merking er lögö i spurninguna. Þaö má segja aö verkiö sé árás á þá karlmanngerö sem hæfir okk- ar þjóöskipulagi, og er allsráö- andi á dag. Og sér i lagi er seinni hlutinn árás á þá vinstri menn sem berjast fyrir réttlátara þjóö- félagi en haga sér ekki sam- kvæmt þvi i einkalifi sinu, en nota þessa svokölluöu réttlætisbaráttu sina til persónulegs ávinnings. 1 sambandi viö það má minna á leikrit sem er á fjölum þjóöleik- hússins þessa daga, þó aö þaö fjalli um sósialista á öörum tim- um. Karlmenn er i sjálfu sér ekki hægt aö ráöast á frekar en hvaö annað. Þaö hvernig þeir eru, það er afleiðing þess þjóöskipulags sem viö búum viö. Maöurinn og konan eru aðeins sitt hvort birt- ingarform þess. En fyrsta skrefið er alltaf aö komast til meðvitund- ar um hlutina. Og til þess þurfa menn aö skiptast á reynslu, svo aö hver og einn haldi ekki aö hans eigin reynsla sé persónuleg, held- ur er hún partur af stærra sam- hengi. Ég efast ekki um að þaö hafi fleiri en höfundur, eða aöal- persónur bókarinnar, Ingi og Don Pedro skaddast af þvi aö veröa gagnrýnislaust viö þeim kröfum sem eru geröar til þeirra vegna þess aö þeir eru karlmenn. En það er ekki aöeins aö karlmenn tali ekki um þessa hluti sin á milli, heldur afmá flestir úr meö- vitund sinni reynsluna af þvi þeg- ar þeir voru aö aölagast þessum kröfum. Hún er óþægileg vegna misræmis á milli þess sem maður er og þess sem maöur á aö vera. Þannig má segja að sagan sé árás á þá karlmanngerð sem sam- félagið gerir úr karlmanninum. Einbeittur, virkur tilfinningaka Idur... Þjv. Hvað fær raunvlsinda- mann til aö skrifa skáldsögu, og sér i lagi um þetta efni? E: Ég held ekki að það komi málinu mikið við að ég er raun- visindamaður. Það er langt i frá ný bóla að þeir fáist viö skriftir. Það hafa ekki verið sett nein lög til aö tryggja hámarksafköst i þjóðfelaginu, um að hver maður skuli bara fást við sitt sérsvið. Þær hvatir sem reka mig áfram eru sjálfsagt eitthvaö svipuð blanda af umbótavilja og fordild og hjá öðrum sem skrifa bækur. Annars má segja að ástæðan fyrir þessu efnisvali sé að fyrr á árum, á timum fyrri hluta sögunnar, fann ég mikið fyrir þegar var ver- ið að steypa mig i það mót sem var eitt til þá og er næstum þaö eina núna. Við getum taliö upp eitthvaö af þeim eiginleikum er karlmaður á aö hafa: Einbeittur, virkur, tilfinningakaldur, lætur sig fjölskylduna litt varða, nema sér fyrir henni og sjálfsagt má bæta fleiru viö. Ég býst viö að ég hafi fundið harkalegar fyrir að- löguninni að þessu en aðrir af þvi að ég varð að skipta allt i einu um umhverfi, fór beint úr rótgróinni bændamenningu i borgarmenn- ingu Kennedyáranna. Eftir 1968 var a.m.k. i vissum hópum farið að setja mörg viðtekin atriði und- ir smásjá gagnrýni. Ég var svo heppinn að vera i Höfn, þar sem var meira um slikt en annars staðar, t.d. hér. Og vegna reynslu minnar frá fyrri árunum lagði ég fljótt við hlustirnar þegar það var farið að ræða um karlmanninn. Þjv. Er þetta þá aö einhverju leyti sjálfsævisaga? E: Nei, ekki að öðru leyti en þvi að allir höfundar hljóta að sækja i forða lifsreynslu sinnar þegar þeir 6krifa, framar öllu. 1 öllum formsatriðum stendur eins á fyrir aðalpersónunni, Inga, og fyrir mér, látum okkur segja árið 1964. Ég hefði getað breytt þeim hlut- um ef mér hefði verið það kapps- mál að enginn teldi þetta ævi- sögu. En ég tel vangaveltur um svona hluti ekki skipta verulegu máli. Sagan er ekki sansöguleg að öðru leyti en þessu. Leiðir Inga og höfundar skiljastalveg framan til i fyrri hluta, þegar uppeldi Inga til karlmanns er látið takast svona vel. Sama aðlögun hjá höf- undi gekk aldrei jafn langt, og ég tel að þeirri þróun hafi verið snúið við. Kvenfyrirlitning Þ. Þaö vekur athygli aö oröalag þess hugsunarháttar sem þú ert aö ráöast á er rikjandi I bókinni. Kvenfólk er t.d. nær undantekn- ingarlaust kallaö pussur. Fyrir- litning á konum skin allstaöar I gegnum þetta oröafar. óttastu ekkert aö þetta veröi lagt út á þann veg aö afstaöa bókarinnar sé fjandsamleg konum? E: Það má telja einhverja hættu á þvi. Það hefur áður gerst hér á landi að þvi er ruglað sam- an þegar höfundur er að lýsa hlutum á raunsæjan hátt og þvi hver er afstaða hans. Þar á ofan sveiflast frásögnin á milli þess að vera frá sjónarmiði aðalpersón- unnar og einhvers sem mætti kalla sögumann. Lesendur eru lika vanir þvi að fyrirferðamesta persóna skáldverks túlki afstöðu höfundar. Hér er þetta öfugt. Þarna er viss hætta á misskiln- ingi. Nýtt í skáldsögu Þjv: Hlutverk- og hlutverka- skipting kynjanna hefur veriö tiskucfni I bókmenntum annars- staöar á Noröurlöndum siöustu ár. Er hægt aö segja aö þin saga sé I beinu framhaldi og undir áhrifum þessarar umræöu? E: Ég sagði áðan að ég hafi orðið fyrir áhrifum af um- ræðum um þessi mál úti. Þar á meðal eru bækur sem hafa verið gefnar út I Danmörku og Noregi undanfarin ár. Þetta eru greinasöfn eða essei, aðallega. Ég veit ekki til að karlmanninum hafi veriö gerð skil i skáldsöguformi þar úti til þessa. Aftur á móti hefur hafist þar til vegs gerð skáldsagna sem fjalla um kringumstæður konunn- ar og skrifaðar af konum. En sú bylgja kom eftir að ég flutti það- an. Hvenær kúgar maður mann? Þjv: Þaö eru nú oröin býsna viötekin sannindi, a.m.k. á vinstri kantinum aö karlmáöurinn kúgi konuna. i þvi oröalagi felst næst- um sú fullyrðing aö honum líöi takk bærilega einmitt vegna þess. Þú ert ekki ýkja hrifinn af slikri röksemdafærsiu? E.t fljótu bragði gæti sýnst að karlmaðurinn kúgi konuna. En skiptingin i kúgaða og kúgara fer ekki eftir kynjum. Ég er að minnsta kosti viss um að dreng- urinn og seinna karlmaðurinn þarf að fremja meira sálarlegt ofbeldi á sjálfum sér en konan, til að hann falli að þeim kröfum sem ráðandi öfl gera til hans. Þjv. Þaö er ef til vill hótfyndni aö ættast til þess aö eölisfræöing- urinn sé færari aö skera úr um hvort karlmaöurinn er jafnmikil tilfinningavera og konan? E.Um það er erfitt að fullyrða. Hvaö eðli er, það er flóknasta og umdeildasta mál i heimi. Vinstri hópar hafa oft einfaldaö það og gert þaö aö kreddu aðhlutumeins og greind og tilfinningalegum eiginleikum sé jafnt skipt á milli manna. Fleiri hafa þó meðtekið hina öfgana. Af reynslu minni er ég viss um það eitt að hvert sem eðlið er, þá f er fram á þvimikil og harkaleg afbökun, og að eigin- leika hvers karlmanns má setja i meira samband við umhverfi hans en erfðaeigindir. Ég þykist sjálfurhafa verið aö endurheimta smám saman þaö sem var af mér tekið þegar ég varð fyrir hluta af þeirri forheimskun sem aðalper- sónan, Ingi, tekur alla I sig. Endurskoðun á gildismati og siðferði Þjv. I seinni hluta sögunnar kemur fram hörð gagnrýni á „hina nýju vinstri menn”. Þú heldur þvi stift fram aö tóma- hljóöiö i þeim heyrist langar leiö- ir. Ertu ekki viðbúinn þvl aö þessi gegnumtekt veki andsvör? E: Það vona ég bæði og held. Það hefur varla þekkst hingaö til að þeir sem eru gagnrýndir kyngi þvi möglunarlaust. Sjálfur tel ég KAFLI ÚR BOKINNI: Karlmenn tveggj a tíma Ingi heldur sig hafa staðist þær kröfur sem lærifeöur hans gera um það hvernig skuli um- gangast 1) sjálfan sig, 2) annað karlkyns, 3) allt kvenkyns. Það kemur fram i að þeir taka hann gildan fyrir veiöifélaga. Hann sýnir þeim einnig fram á verð- leika sina og verður töluvert ágengt við þær veiöar sem þeir stunda. Þó er ein sú undirgrein höfuðgreinarinnar sem veröur ekki ástunduö að hinum við- stöddum. Lærimeisturum hans leikur hugur á að vita hvernig gengi I henni. Ingi er tregur til að segja frá. Bæöi veit hann að greinargerð hans mundi ekki standa vel af sér hvassa gagn- rýni sérfræðinga, og honum er ekki alls kostar um að láta mik- iö uppi um það sem fleiri eiga hlutdeild aö. Það er aöeins siðasttalda ástæöan sem hann ber fyrir sig til að komast hjá uppljóstrunum. Þeim rökum er sópað til hliöar vægöarlaust. Þessi afstaða kemur lærimeist- urunum töluvert á óvart og ber þess sist vitni aö þeir hafi of- metið það sem hafi áunnist. Þeir auka enn á um hið ranga viö afstöðu hans með þvl að gera þvi rækilega skil sem þeir hafa aðhafst sjálfir i þessum málum vikuna á undan. Það er þó dá- litið tvieggjaö, því að Inga finnst hann enn minni i þessu tilliti þegar hann hefur saman- burðinn. En eins og fyrr lætur hann undan eftirgöngum þriggja alvarlegra andlita sem hann stendur i þakkarskuld við. Þau eru þrjú af þvi aö Vinur Hetjunnar dvelur enn með þeim og hefur yfirumsjón meö hand- leiðslu hinna tveggja á Inga. Ingi finnur á manninum án þess að þaö þurfi aö segja orð, að hann á sér engrar undankomu auðið. Það er alger og eðlileg af- leiöing þess félagsskapar sem er meö þeim, aö hann gefi skýrsluna. Ingi er dálitið útsmognari en hann heldur að þá óri fyrir. Hann bjargar slatta af þeim hluta heiðurs sins sem er I hættu meö þvi að hagræða staö- reyndum hér og þar. En hann lýgur ekki miklu beinlinis. Það er þó reynslan sjálf holdi klædd sem er við að eiga. Og hana grunar að það sé ekki allt með felldu við skýrsluna. Hún hefur hvað eftir annaö leiftursóknir meö þvi að bera fram spurn- ingar sem koma Inga á óvart og eiga að koma honurn i mótsögn við sjálfan sig. Ingi verst af hörku framan af, en fellur loks- ins á miklu klókindabragði. Kvenmaður nokkur er snoppu- friður og kroppurinn eftir þvi. Hún verður seinna eiginkona mikils framámanns i Reykja- vík. Hana á Ingi að hafa haft samkvæmt skýrslunni. Þessi kona á að hafa fæðingarblett á nára vinstra megin, segir Hetj- an. Svo breytir hann atlögunni og biður Inga að segja sér hvort hún hafi fæðingarblett á til- greindum stað eða ekki. Inga hugkvæmist ekki eina skynsam- lega vörnin i málinu, af þvi aö hvað leiöir annað mjög skyndi- lega af sér. Vörnin væri að segja að þaö hafi samkvæmt eöli málsins aldrei verið nógu bjart þar sem hann var aö hvotlast með kvenmanninn til aö hann hafi komist aö þvi. Svarið er þvi lukkuspil af þvi tagi sem er kall- að fifftl fiffti. En auövitað slys- ast hann á vitlaust fiffti og segir blettinn vera þarna. Þá lýsir Hetjan yfir þvi að spurningin hafi verið uppspuni og til þess eins ætluð að komast aö hvað væri hæft i skýrslunni: hann hafi legið stúlkuna I alls konar lýsingu, frá skellibirtu til niöa- myrkurs, þanið hana meö rassaköstum eins og fýsibelg svo að ýldi i, og hún hafi alls- engan fæöingarblett. Ingi verð- ur þvi að draga i land með þaö að hann hafi komist yfir hana. En andskoti var það þó nærri þvi. Afganginn af skýrslunni tekur hetjan i aöalatriðum, enda hafi hún verið varin af klókindum og sannfæringarkrafti sem tölu- verður sannleikur hljóti að vera að baki. Ingi hefur þvi ekki fyr- irgert aðild sinni að riddara- reglu þeirra. En þaö hafði hann haldið um tima, þegar útlitið var hvað svartast. v Aö loknum þessum úrskurði kinkar Hetjan kolli til vinar sins. Sá kinkar kolli á móti til samþykkis og brosir meira að segja til Inga. En það hefur hann ekki gert áöur, þó að Ingi hafi haft af honum aö segja I eina tvo mánuði. Don Pedro kinkar lika kolli, bæði hátt upp og enn lengra niður. Hann litur fyrst á Hetjuna en svo lengi á vin hans. Og suörænn haus hans, sem má rekja til land- ferða baskneskra duggara fyrir Austfjörðum fyrr á öldum, er eins og festur við hláupastelp- una á hæggengri sláttuvél. Þar með hefur Ingi riðiö af sér þennan storm I tvöföldum skiln- ingi. Og umrædd ánægjutið heldur áfram. Lifsgildi reglunn- ar eru ástunduö, en námi er tek- ið heldur létt. Enda er langt til skuldadaga. Þeir meðlimir reglunnar synda eins og kvikir fiskar i hafi dana, sem þeir skera sig heldur en ekki úr. Jafn mikill munur og á fiskunum og vatninu i raunverunni. Danirnir eru hæglátir og ástunda sinar skyldur, viðræöugóðir, en ekki sérstaklega áhugaverðir. Þeir hafa oft sinar stelpur, en oftast meö það i huga að leggja lag sitt viö þær ævilangt. Auk þess eru þær lítið eftirsóknarverðar kvengerðir, minna helst á skólastýrur eöa mæður. Og þeir reglubræður færu aldrei að leggja tálsnörur sinar fyrir þær. Þeir lita á danina eins og ein- hverja hérvillinga i þessum heimi sjöunda áratugsins. Þeir heita allir Niels nema Henrik sem heitir Jörgen. Og það er einhvern vegin dæmigert fyrir þá að vefja hálfháum sokkunum utan um skálmarnar upp undir hné. Danirnir telja þá sjálfsagt lika hérvillinga I þessu landi þeirra. Þeir staðnæmast þegar islendingarnir ganga framhjá i hóp. Þeir eru háir og myndar- legir og það geisla af þeim kyntöfrar karlmannsins. Og það dynur undir eins og visinda- hjörð fari hjá. Sennilega er það þó ekki bara furða dananna á að það sé til annars konar og lifmeira fólk en þeir sjálfir, sem fær þá til aö stansa og horfa á hjáreiðina. Ef vel væri aö gáð mætti sjálfsagt sjá dálítil merki um öfund I svipnum á þeim. Þaö vantaði nú ekki annað. Ef dæmið væri gert upp, hvort lifernið skyldi þá reynast eftirsóknarverðara?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.