Þjóðviljinn - 03.01.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. janúar 1978 Málgagn sósialisma, verkalýöshreyfin gar og þjóöfrelsis Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjööviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. 1 áfangastaö Þjóðviljinn er málgagn, sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Við áramótstaldra menn gjarnan við og spyrja, — hvert er þá orðið okkar starf? Hvað liður baráttunni fyrir sósialisma á íslandi? Nokkuð á aðra öld er nú liðið siðan fyrstu íslendingarnir kynntust sósialisk- um þjóðfélagshugmyndum siðari tima og brátt er öld liðin siðan hugmynda sósial- ista tóka fyrst að gæta i stjórnmálaum- ræðum á Islandi. Alla tið siðan hefur sósialisk stjórnmálabarátta verið háð hér heima, og sömu sögu er að segja frá nær öllum pörtum jarðarinnar. Auðvelt er að benda á marga og mikla sigra, sem unnist hafa, bæði hér og um viða veröld, en þó er miklu fleira óunnið. Enn sem fyrr er jarðarbúum skipt i hina fáu, sem búa við allsnægtir.og hina mörgu sem búa við örbirgð. Þeir sem hvorugum hópnum tilheyra kunna fljótt á litið einnig að virðast nokkuð margir, en þó eru þeir færri en sá meirihluti mannkyns, sem ör- birgðin kvelur á okkar riku jörð. Meðan svo er ættu allir þeir sem nefna sig sósialista að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að sér. Á síðustu timum kann mörgum bilifis- manni að virðast það merkingarlitið að kalla sig sósialista, svo margir og ólikir hópar, sem skreyta sig með þeirri nafn- gift, og sú tið er reyndar fyrir löngu liðin, þegar besta fólk trúði þvi að sósialisk bylt- ing hlyti undir öllum kringumstæðum að færa þjökuðum lýð himnariki á jörð og leysa flest mannleg vandamál. Samt er það svo, að framhjá grund- vallarhugmyndum jafnaðarstefnunnar, sósialismans um þjóðfélagsgerð og gildis- mat, verður með engu móti gengið vilji menn á raunsæjan hátt berjast fyrir betra lifi þess fólks sem jörðina byggir. Það eru hrikalegar andstæður örbirgðar og allsnægta, sem krefjast þjóðfélagslegr- ar lausnar. Verði sú lausn ekki fundin á næstu áratugum mun hættan á gjör- eyðingu alls mannkyns vaxa stórlega. Þessar andstæður örbirgðar og alls- nægta, sem bletta ásýnd jarðarinnar, eru ekkert náttúrulögmál. örbirgð hinna mörgu og allsnægtir hinna fáu er mann- anna verk, afurð þess þjóðfélagskerfis, sem beint eða óbeint tryggir örfáum ráða- mönnum risavaxinna auðhringa nær allt efnahagslegt forræði i flestum heimshorn- um og jafnframt sterk pólitisk völd. Sú ófreskja sem hér er við að glima verður ekki að velli lögð, nema sósialiskri stjórnmálabaráttu, sem ris undir þvi nafni, vaxi ásmegin hvarvetna um heimsbyggðina á komandi árum. í rauninni ætti það að vera sósialisti, jafnaðarmaður,að vera jafn sjálfsagt um næstu aldamót eins og það þótti sjálfsagt i norðvestanverðri Evrópu um síðustu aldamót að vera andstæðingur þræla- halds. En hér eru þaðreyndar ekki heiti og orð, sem skipta máli, heldur verkin ein. „Sósialismi”, sem ekki ræðst að rótum meinsins, sem ekki upprætir örbirgð miljónamúgsins og alveldi auðdrottn- anna, — hann er enginn sósialismi. „Sósialisminn”, sem ekki þolir jafnan rétt mismunandi skoðanahópa og ein- staklinga til að tjá sig á opinberum vett- vangi og gagnrýna ráðamenn á hverjum tima er enginn sósialismi, — heldur af- skræming. Sósialisminn á fyrst og siðast að tryggja jafnrétti og jöfnuð, útrýma misrétti og ójöfnuði. Það er misréttið, það er ójöfnuðurinn, sem flestum skuggum veld- ur i mannlegu félagi, — svo er einnig á okkar landi, þótt hér hafi barátta verka- lýðshreyfingarinnar tryggt almennari velmegun en viðast annars staðar. Allt þetta skulum við islenskir sósialist- ar hafa i huga, þegar við nú hefjum okkar stjórnmálabaráttu á nýju ári. Baráttan fyrir þjóðfélagi jafnaðarstefn- unnar er ekki timabundin barátta, hún er ævarandi. Þar verður ekki um neinn loka- sigur að ræða, en það hvernig til tekst á hverjum staðog hverjum tima getur samt haft óendanlega mikla þýðingu. Þess vegna verður hver maður að gera skyldu sina. — k. Aronskan er hættulegri en Rússar! Einn fulltrúa Sjálfstæöis- flokksins i utanrikismálanefnd alþingis, Guðmundur H. Garðarsson, skrifaði grein i Morgunblaðið á föstudaginn, 30. desember, þarsem hann benti á þá hættu sem landsmönnum getur stafað af þvi aö taka greiðslur fyrir aðstöðu Banda- rikjahers hér á landi. Komst hann að þeirri niðurstööu að sú hætta væri i rauninni miklu meiri en hætta sú sem stafaði um þessar mundir af Rússum. Þótti flestum tiðindum sæta er þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sliku yfir.þvi til þessa hefur hættan af Rússum yfirskyggt allt i hugum talsmanna NATO - sinna hér á landi. Messuglöp Þjóðviljinn vakti athygli á þessari grein Guðmundar strax daginn eftir. Guðmundur minnti á hlutskipti Kúrileyja i þessu sambandi; sagði að eyjar- skeggjar hefðu fengið greiðslur ótæpilegar frá Bandarikja- mönnum,allt að lOOOdollurum á mann á ári. Þarna hefur Guð- mundi hins vegar orðið á i messunni. Kúrileyjar hafa verið i náðarfaðmi Sovétrikjanna allt frá 1945 er Japanir biðu ósigur, en Japanir höfðu haft yfirráð eyjanna frá 1875. Eyjaklasinn sem Guömundur á viö er þvi sennilega Mariana-eyjar.en þar hafa Bandarikjamenn haft her- stöðvar á eyjunni Guam. Bandarikjamenn hafa farið þar með húsbóndavald allt frá 1944 og á Guam eru flestir ibúanna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna hafa hvað eftir annað lýst stuðningi viö sjálfstæði Guams, en jafnframt hefur i ályktunum allsherjarþingsins verið lýst yfir óánægju með bandarisku herstöðina þar sem tæplega samrýmdist nýlendumálayfir- lýsingum Sameinuðu þjóðanna. 200.000 íslenskar krónur á mann á ári! Dæmið sem Guðmundur H. Garðarsson nefnir um örlög smáþjóðar sem hættir aö lifa sjálfstæðu lifi er engu að siður — þrátt fyrir messuglöpin — ákaf- lega fróðleg. Þar kemur fram að ibúar eyjanna hafa sóst eftir þvi að fá sifellt hærri leigu fyrir hina bandarisku herstöð. 1 hitt- eðfyrra, 1976, fengu eyjar- skeggjar i leigugjöld um 100 miljónir doilara en það jafn- gildir um 1.000 dollurum á mann, 200.000 islenskum krón- um. Er nú svo komið að þeir eru svo til hættir að stunda sin fyrri störf svo sem fiskveiðar og landbúnað. Fólkið er hyskið og latt Auk leiguteknanna fá þeir miklar tekjur af vinnu við her stöðvarnar. „Þetta mikla peningaflóð á þeirra mæli- kvarða hefur gert fólkið hyskið og latt. Framlagið til Kúrileyja er orðiö umtalsveröur liður á fjárlögum bandariska þingsins sem sjá má að því að Kúrileyjar stefna að þvi að fá 780 miljónir dollara á næstu 15 árum i stað- inn fyrir eða sem gjald fyrir að- stöðu Bandarikjamanna á eyj- unum. — Samningar munu að öllum likindum takast. Það stendur yfirleitt ekki á stórvelöunum að kaupa sér að- stöðu sé hún föl. Vandinn fyrir smáriki i samskiptum við hina stóru er fólginn i þvi að halda reisn sinni og sjálfstæði og selja ekki frumburðarréttinn — land sitt og sjálfsforræði.” Margir flokkar undir sama nafni Alyktunarorð Guðmundar H. Garðarssonar standast. Þau eru fróðleg heimild um það hugar- far sem nú er að mótast innan Sjálfstæðisflokksins. Og þó er alveg sérstaklega athyglisvert það sem bent var á i upphafi greinarinnar: Að Guðmundur H. Garðarsson gerir sér grein fyrir þvi að hættan af aronistun- um er meiri en hættan sem hingað til hefur verið talin, stærst allra — af Rússum! Grein Guðmundar H. Garðarssonar er lika til marks um það ástand sem nú rikir inn- anflokks i Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur einn flokkur, heldur margir stjórnmálaflokkar, — þar sem allir hafa sama nafnið. Sá sem kýs Sjálfstæðisflokkinn veit ekki hvern flokkanna hann er að kjósa. En niðurstaða Guðmundar H. Garðarssonar ætti einnig að endast honum til þess að gera sér grein fyrir þvi,að starfsemi tslenskra aðalverktaka og margvisleg viðskipti islenskra heildverslana og fyrirtækja við herinn er stórhættuleg. Hann hlýtur einnig að gera sér ljóst hvað það getur verið háskalegt að tengja starfsemi stjórnmála- flokka við herinneða bandariskt fjármagn. Undirritaður full- yrðir að það hefur verið gert hér á landi. Þá hlýtur Guömundur einnig að skilja af hverju ein- stakir aðilar — eins og fulltrúar fjármálaaflanna I Framsókn og Sjálfstæðisflokknum — hafa lagt meiri áherslu á áframhald hersetunnar en aörir. Vonandi bendir þessi niðurstaða Guð- mundar H. Garðarssonar til þess að fleiri séu að átta sig á hættum hernámsins en nokkru sinni fyrr. —s- fl t'araulfn /lanio) S t&i, ' lamoOeJe^ 'Sttk t/fn& . Marciaina-eyjarT Guam neðarlega , I eyjaröðinni . $al lUl e IfPvX# JPa/uu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.