Þjóðviljinn - 03.01.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1978, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. janúar 1978 Þriöjudagur 3. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 1 hvert skipti sem dhapp veröur vegna hafnleysu bæjanna Stokks- eyrar og Eyrarbakka vakna meö- al almennings umræöur um hina langþráöu brú yfir ölfusárósa, sem myndi gerbreyta allri aö- stööu þessara bæja, svo og Sel- fyssinga og annarra ibúa á Suöur. landsundirlendi. Þaö er alger misskilningur aö brú yfir ölfus- ' árósa þjóniaöeins Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún er raunar for- senda þess aö Þorlákshöfn veröi sú höfn fyrirSuöurland sem til er ætlast. Spyrja má sem svo hvort þaö geti munaö öllu aö aka þá 56 km. sem núverandi vegur á milli Þor- lákshafnar og Eyrarbakka er, i stað 12—15 km. sem vegurinn veröur þegar brúin er komin á Olfusárósa. I sjálfu sér breytir munurinn á vegalengd ekki öllu máli, heldur hitt, aö núverandi vegur frá Þorlákshöfn til Hvera- geröis er meö þeim endemum lé- legur aö stóran hluta vertföar er hann lokaöur vegna þungatak- markana og þaö hefur oft komiö fyriroger raunar oröiö algengt aö bilar sem aka fiski frá Þorláks- höfn til Stokkseyrar eöa Eyrar- bakka veröi aö aka Þrengslaveg frá Þorlákshöfn og siöan austur yfir Hellisheiði vegna þess aö vegurinn uppi Hverageröi er lokaður. Sama gildir þá meö aöra þungaflutninga frá Þorlákshöfn um Suðurlandsundirlendi. Þaö er þvi ekki aö furöa, þótt ibúar við suðurströndina séu orönir langeygir eftir þvi aö haf- istveröi handa um brúargerð yfir ölfusárósa. En núverandi sam- gönguráöherra Halldór E. Sig- urðsson hefur svaraö þvi til, aö brúargerö yfir ósinn sé ekki á dagskrá fyrr en brúargerö yfir Borgarfjörö sé lokiö, sem áætiaö eraö veröiáriö 1979. Sjálfsagt má styöja þaö rökum, aö frá þjdö- hagslegu sjónarmiöi beri aö blöa með brúarframkvæmdir yfir Olfusárós þar til Borgarfjaröar- brúarsmiöinni er lokiö, þar sem nota veröi sömu tækni og tæki, auksérhæfös mannskaps viö bæöi verkin. En á móti koma lika þau rök, aö hvaö eftir annað veröi stórskaöar á bátum á Eyrar- bakka og Stokkseyri vegna þess aö bátar leggja þar upp I staö þess aö leggja upp I Þorlákshöfn, sem gert væri ef brúin yfir ósinn væri komin. Ariö 1975 eyöilögöust 3 bátar á Eyrarbakka og á dög- unum 4 bátar i Stokkseyrarhöfn, samtals 7 bátar, og nemur þetta tjón nokkur hundruö miljónum I beinu tjóni vegna skemmda á bátunum, auk þess sem þetta veldur afla-og atvinnulegu tjdni, fráift Loftmynd af ölfusárósum. Þaö er svo sem ekki breytt biliö sem brúa þarf hjá óseyrarnesi, en nógu langt samt til þess aö engln loforö fást frá ráöamönnum um það hvenær hafist verður handa um brúarsmíöina. — sem erfitt er aö meta. Þvi veröur þaö spurning hvort er hagkvæm- ara frá þjóðhagslegu sjónarmiöi aö bíöa meö brúargeröina þar til Borgarfjaröarbrúarsmíöinni er lokið, hefjast handa strax, til aö forðast frekari tjón á bátum i höfnum Eyrarbakka og Stokks.- eyrar. Fróöir menn telja víst aö ef hafist heföi veriö handa um byggingu brúar yfirósinn um leiö og hafist var handa um byggingu landshafnar i Þorlákshöfn, hefði brúin kostaö minna i krónum tal- iö en nemur þvi tjóni sem orðið hefur á bátum i hafnleysunni á Stokkseyri og Eyrarbakka á þeim árum sem liðin eru slöan byrjað var á hafnargeröinni I Þorláks- höfn. 1 öllu þessu máli er þó eitt ákveöiö: brúin kemur, um þaö eru allir sammála, spurningin er bara hvenær. Og nú hefur þetta mál blossaö upp enn á ný eftir óhappið sem varð á Stokkseyri á dögunum, þegar stórstreymisflóð færöi 4 báta þar á land upp meö þeim afleiöingum aö þeir eru a.m.k. þrir taldir ónýtir. Til aö heyra hljóö i fólki á Eyrarbakka og Stokkseyri um þetta mál fór blaöamaður frá Þjóöviljanum austur og ræddi viö nokkra aöila á staðnum og fara þau viðtöl hér á eftir. —S.dór Nú duga ekki loforðin lengur segir Frímann Sigurösson á Stokkseyri „Sjálfsagt hafa menn aliö meö sér drauma um brú yfir ölfusár- ósa allt siöan þar var ferjustaöur, aö Óseyrarnesi, oglangt er oröiö siöan menn fóru aö telja brúar- gerö þar mikiö nauösynjamál. Og svo 1956 komst brú yfir ósinn inná brúarlög, en slöan hefur ekkert gerst, nema loforöin ein, en nú duga þau ekki lengur”, sagöi Frl- mann Sigurösson á Stokkseyri, er viö ræddum viö hann um brú yfir ölfusárósa. „Allt frá þvi aö Þorlákshöfn varö landshöfn, og ljóst var aö hvorki hér á Stokkseyri né á Eyrarbakka yrðu byggöar viöun- andi hafnir, hefur krafan um brú yfir ölfusárdsa oröiö háværari og ég þori aö fullyrða aö nú i nokkur ár hefur þetta veriö mál málanna fyrirokkur, sem og Eyrbekkinga. Meðan brúin ekki kemur eykst si- fellt sú hætta aö fólk flytji héöan burt, einkum sjómenn meö slnar fjölskyldur, en um leiö og brúin yfir ósinn er komin hverfur þessi hætta og ekki bara þaö, heldur aukast möguleikar fyrir veru- legri fólksfjölgun á Stokkseyri og Eyrarbakka, þar sem möguleikar fyrir iönað myndi aukast veru- lega meö tilkomu brúarinnar. Ekki bara fyrir Eyrar- bakka og Stokkseyri „Og menn mega heldur ekki gleyma þvl að brú yfir ölfusárósa er ekki bara fyrir Stokkseyri og Eyrarbakka. Hér er um mikla samgöngubót aö ræða fyrir allt Suöurlandsundirlendiö. Nú eiga til að mynda Selfyssingar oröiö hlut I togara og til hvers er aö eiga hlut I togara ef aflinn er ekki nýttur á staönum. Meö brú yfir ósinn myndu hinir dýru og erfiöu fiskflutningar frá Þorlákshöfn veröa leikur einn, enda vega- lengdin til Eyrarbakka, Stokks- eyrar og Selfoss ekki nema brot af þvl sem hún er nú eftir aö brúin væri komin. Þá yröi brúin einnig mikil samgöngubót fyrir upp- sveitir Arnessýslu. Hin tíöu tjón Hin miklu tjón, sem uröu á bát- um á Eyrarbakka 1975 og svo hér á Stokkseyri á dögunum hafa aö sjálfsögöu oröiö til þess aö menn hafa enn hert róðurinn fyrir þvi aö brúin veröi byggö. Og þaö er alveg ljóst, aö á meðan bátar reyna aö leggja hér upp, þá má búast viö svona tjónum. Þaö er ekki fyrr en þeir nota Þorlákshöfn eingöngu, sem hættá á þeim hverfur og þvl er brú yfir ósinn eina raunhæfa úrbótin í þessu máli. Mér finnst og hefur fundist þaö nokkuö lengi aö menn hér um slóöir hafi ekki fylgt þessu máli nógu fast eftir. Sjálfsagt þættum viö heldur slakur „þrýstihópur”. Þaö er helst þegar oröiö hafa stórtjón aö málið hreyfist eitt- hvaö, og tjóniö hér á dögunum Frfmann Sigurðsson hefur oröiö til þess aö menn eru nú aö ræöa þetta mál af miklum þunga. Mér þykir einsýnt aö ekki veröi komist hjá þvl aö halda borgarafundi um máliö bæöi á Stokkseyri og Eyrarbakka til aö fylgja þvl eftir, enda þykir mönn- um nú mælirinn vera oröinn full- ur eftir siöasta tjón hér. Þarfari en Borgarfjarðar- brúin Þeg.ar bygging Borgarfjaröar- brúarinnar hófst komst töluvert rót á málið hér, enda þótti okkur og þykir enn sem brú yfir ölfusárósa sé þýöingarmeiri en brúyfir Borgarfjörö, þar sem brú yfir ölfusárósa þjónar undir- stööuatvinnuvegi þjóöarinnar, út- gerö og fiskvimlslu. En héöan af veröur þessu ekki breytt og þvi ekki um annað að gera fyrir okk- ur en heröa róöurinn fyrir þvl aö bygging brúar yfir ósinn hefjist sem fyrst. Þaö er uppá llf og dauöa fyrir þorpin hér, aö hafist veröi handa við brúarfram- kvæmdir yfir ósinn sem allra fyrst. -S.dór. Við tökum alltaf vissa áhættu með því aö koma hér inn, segir Ragnar Jónsson skipstjóri á Eyrarbakka Menn eru sammáia um þaö, á Eyrarbakka og Stokkseyri aö mikil hætta sé á að sjómenn þess- ara staöa flytjist á brott, og þá til Þorlákshafnar, eftir aö hin ágæta höfn kom þar og menn þurfa aö aka yfir 100 km. fram og til baka ef þeir leggja uppi Þorlákshöfn en vilja skreppa heim til sin ef þeir búa á Bakkanum eöa Stokkseyri. Viö heimsóttum Ragnar Jónsson skipstjóra á Skálavik, en hann býr meö fjölskyldu sinni á Eyrar- bakka og spurðum hann um þessi mál. Sjómenn óánægðir „Það fer ekkertá milli mála, aö hætta er á þessu meðan brú yfir ölfusárós kemur ekki: Það er vissulega þreytandi að þurfa að aka á annað hundrað kilómetra til að skreppa heim til sln, auk þess sem það kemur oft fyrir á vetrar- vertið að ófært er fyrir fólksbila þá leið sem fara þarf. Það er þvi ólikt þægilegra fyrir menn að hafa búsetu i Þorlákshöfn. Hins- vegar væri það ekkert mál aö skreppa heim frá Þorlákshöfn ef leiðin er ekki nema 12-16 km. eins og hún yrði ef brú kæmi á ósinn. Nú, að landa hér er alltaf viss áhætta. Einkum er þaö áhættu- samt yfir veturinn, vegna þess að mjög mikil hætta er á að bátar lokist hér inni. Ég man eftir einu dæmi, þar sem við lokuðumst hér inni i 14 daga á meðan Þorláks- hafnarbátar réru uppá hvern dag. Menn gera það ekki á óþörfu að taka slika áhættu. Jú, það er rétt, ég varð fyrir tjóni þegar flóðin miklu komu hér 1975, þá brotnaði bátur sem ég átti, Skúli fógeti, sem var 23ja tonna bátur. Og það munaði ekki miklu aö eins færi um daginn, þegar óhappið varð á Stokkseyri i flóðinu, þá rétt sluppum við út, áður en ósköpin dundu yfir. Þaö fer ekkert á milli mála að ef bátar hefðu verið i Eyrarbakkahöfn þá hefði það sama gerst og á Stokks- eyri. Heftir eðlilega þróun Þá má og geta annars, en þaö er að hafnleysan hér á Bakkanum og á Stokkseyri hefur orðiö til þess að þessir staðir hafa ekki fylgt öðrum útgerðarstöðum eftir hvað varðar þróun I stærð fiski- skipa. Nú eif menn aftur á móti gera það og kaupa stóra báta, þá eru þeir dæmdir til að leggja upp i Þorlákshöfn og þá komum viö aftur að þessu vandamáli sem það er fyrir sjómenn að þurfa aö aka alla þessa leið, ef þeir þá komast hana yfir veturinn, til aö fara heim til sin. Ég segi fyrir mig og veit að þannig hugsa fleiri, að maður býr hér enn, aðeins vegna þess að maður heldur alltaf i þá von aö brú komi á ósinn. Ég er alveg vissum það að ef það yröi úrskurðað að brú kæmi ekki á ósinn næstu 10 árin eða svo, þá myndu þessi tvö þorp hérna tæm- ast af sjómönnum. — Eru hafnirnar á Stokkseyri og Eyrarbakka beinlinis hættu- legar að liggja við? Það má segja að viö allar venjulegar aðstæður sé hægt að liggja inni á Eyrarbakkahöfn, yf- ir sumarið til aö mynda en yfir veturinn er það beinlinis hættu- iegtfyrir stærri báta en svona um 50 tonn, auk þessarar hættu sem ég nefndi áðan, að þeir komist ekki út dögum saman. Og á Stokkseyri er mjög svipaða sögu að segja. Jú, það er rétt að skoðanir voru skiptar um brúarmálið á Eyrar- bakka fyrir nokkrum árum, með- an menn héldu i vonina um betri höfn hér, en þetta hefur breyst, ég þori aö fullyrða að menn hér eru alveg einhuga i þessu máli nú- orðiö. —S.dór Hægt að byggja brúna á 2 árum Fyrir rúmum tveimur árum varð mikið tjón á Eyrarbakka I stórstraumsflóöi og vondu veðri. Þrir bátar eyöilögöust I höfninni þar. Þá átti undirritaður stutt fréttaviðtal viö Þór Hagalin sveitarstjóra á Eyrarbakka um þaö mál og nokkur fleiri og bar brúarsmiðina yfir ölfusárósa þá á góma. Viö hittum Þór aftur að máli I ferð okkar austur á Bakka á dögunum og spurðum hann hvort ekkert hefði gerst i þessu máli siðan 1975, aö allir viður- kenndu þörfina fyrir brúna. „Nei, þvi miður það hefur nákvæmlega ekkert gerst i málinu, annað en þaö jú, að brúin yfir ósinn er á tvennan háttkomin inni kerfið. Það er að hún komst á brúarlög 1956, sem kunnugt er, þannig að siöanhefurhún verið til sem hugtak og viö afgreiðslu vegaiaga 1977 var breytt skil- greiningu á Eyrarbakka vegi á þann hátt að I stað þess aö hann hefur verið talinn Iiggja frá Sel- fossi að Eyrarbakka, en eftir vegalög I977erhann talinn liggja frá Selfossi til Þorlákshafnar, sem þýöir að brú verður að koma á ósinn, leiðin er bein lina yfir ölfusárós. Þetta er þó I sjálfu sér ósköp litiö atrið, ennþá að minnsta kosti. Of löng bið Eina svarið sem við höfum fengið, þegar þess hefur verið óskað að hafist væri handa um byggingu brúarinnar er, að þaö veröi ekki geít fyrr en lokið er byggingu brúarinnar yfir Borgar- fjörð. Þaö er ekki fyrr en á árinu 1979 og þóttvitað sé aö byggia má með sömu tœkni og beitt er við Borgarfjarð- arbrúna brúna hér yfir ósinn á tveimur árum, meðþeirri tækni sem unniö er með viö Borgarfjarðarbrúna, ogþvi hægt aö nefna árið 1981 eða 1982 að lokið veröi smiði brúar- innar, þá tel ég ekki raunhæft að búast við að brúarsmiðinni yfir ölfusárós ljúki fyrr en 1983 eða jafnvel 1984. Og það er of langur biötimi fyrir okkur. Ég óttast að bæði Eyrarbakki og Stokkseyri hafi beðið óbætaniegt tjón með brottflutningi fólks ef svo lengi þarf að biða eftir brúnni. Viö höfum reynt allar leiðir, sem okkur hefur dottið I hug til að fá þvi flýtt a framkvæmdir við brúargerðina hefjist, en allt kemur fyrir ekki. Það virðist óhagganlegt að beðið veröi eftir að Borgarfjarðarbrúnni ljúki. Þar sem ákveðið hefur verið að samskonar hönnum og bygg- ingartækni verði beitt við báöar þessar brýr, má vissulega bera það fram meö rökum að þjóð- hagslega sé hagkvæmt að blða með brúna yfir ölfusárós þar til Borgarfjarðarbrúin er búin, en á móti kemur hitt, að flotinn hér fyrir austan var forsenda fyrir byggingu hafnar i Þorlákshöfn, sem nú er aðeins hálfnýtt fyrir- tæki, vegna þess að bæöi Eyr- bekkingar og Stokkseyringar hafa ekki getaö fylgt öðrum byggðarlögum i þróun fiskiskipa- flota sins, vegna þess að brúna yfir ósinn vantar og þannig verður þaö þar til brúin kemur. Hvor brúin átti að koma á undan? Vissulega var deilt um það á sinum tima hvor brúin ætti aö koma á undan, sú yfir Borgar- fjörðinn eöa brúin hér yfir ósinn og það er deilt um þaö enn þann dag I dag. Ég get alveg fallist á þaö að brúin yfir Borgarfjörð sé eðlileg öryggisráöstöfun, gamla brúin yfir Hvltá er orðin gömul. En brú yfir Borgarfjörð er þó aldrei annaö en brú fyrir feröa- menn og vöruflutninga, sem hæg- iega er hægt aö annast af sjó. Brú yfir ölfusárósa þjónar aftur á móti undirstööuatvinnuvegi þjóö- arinnar, útgerð og fiskvinnslu og þvi verða menn aö spyrja sig, hvor þeirra er nauðsynlegri og þá um leið hvor þeirra átti að hafa forgang. — Hefur alls engu fé verið veitt til brúargerðar yfir ósinn? — A vegalögum 1977 var 45 miljónum króna veitt til Eyrar- bakkavegar og veitt lánsheimild fyrir 20 miljónum króna I sama veg. Siöan var okkur hér fyrir austan falið að taka ákvörðun um hvernig þessu fé skuli varið. Litlar 65 milj. kr. eru eins og dropi i hafið við brúargerð sem kostar 2 miljarða, þannig aö þessu fé hefur verið varið til að setja varanlegt slitlag á Eyrar- bakkaveg og þvi fé sem til vegar- ins kemur 1978 verður sennilega einnig varið til þess, en það munu vera 50 miljónir kr. auk 20 milj. kr. lánsheimildar. Og ég á von á þvi aö fjáíveiting tii þessa vegar verði svipuö 1979 og 1980. Það er alveg ljóst að til að hefja fram- kvæmdir við brúarsmiðina af alvöru þarf upphæðir af mikið hærri stærðargráðu, varla undir 500 miljónum króna, og þá bara til þess aö byrja. Menn vakna þegar tjón verða t hvert skipti sem tjón verða hér eystra á bátum, vakna menn annarsstaöar af svefni I þessu brúarmáli. Aftur á móti er máliö daglega lifandi bæði hér á Eyrar- bakka og á Stokkseyri. Og kannski er þaö orsökin fyrir þvi hve seint gengur að fá ráðamenn til að hefja framkvæmdir, hvað umhverfið sefpr i málinu.nema Ragnar Júnsson. bara þegar tjón veröa hér. Nú hafa orðiö stór tjón meö 2ja ára millibili hér um slóðir og kannski það veröi til aö alvara komi loks i ináliö. Ég held þvi fram að þaö sé hægt að hefjast handa mun fyrr en samgönguráðherra segir. Ég álít aö hægt sé að hef ja hönnunar- framkvæmdir strax og siðan aö hefja byggingarframkvæmdir um leið og stöplamótin losna viö Borgarf jarðarbrúna. Þannig mætti flýta framkvæmdum um ein tvö ár aö minnsta kosti. Og i fyrravetur sameinuðust sveitar- félögin i Flóa og ölfusi um . nefndarskipan, sem á aö vinna aö brúarmálinu. Þá er Arnessýsla með sérstaka nefnd i málinu og sú nefnd hefur sett fram kröfu um aö farið verði aö eins og ég lýsti hér að framan. Það er að segja aö um leiö og tæki losna við Borgar- fjarðarbrúna veröi þau flutt hingaö austur og notuð hér. Halldór E. Sigurðsson hefur iýst þvi yfir að ekki verði hafist handa hér fyrr en Borgarfjarðar- brúnni er lokið. Þessi ummæli þykja mér bera keim af oröaieik þannig að ráðamenn vilja hafa Rætt viö Þór Hagalín sveitar- stjóra á Eyrarbakka þaö í hendi sér hvenær byrjaö verður. Þetta segir ekki að endi- lega verði hafist handa strax og smiði Borgarfjarðarbrúarinnar lýkur, heldur aðekki verði hafist handa fyrr en að henni lokinni, og spurningin er þvi veröur það strax og henni iýkur eða ein- hverntimann siðar? Ég get alveg fallist á þau rök að nota skuli sömu tæki og sérhæfðan mann- skap frá Borgarfjaröarbrúnni við brúargeröina yfir ölfusárósa, það væri skakkt að vera með tvö- faldan útbúnað og mannskap við 8mai beggja brúnna, en ég vil aö þarna komi keöjuvinna, þann- igog framkvæmdir hérhefjist um leiö og tækin til undirstööu- vinnunnar losna i Borgarfirði. Og að iokum vil ég taka fram aö okkur hér finnst aö lágmarkið sé að ráðamenn timasetji byrjunar- framkvæmdirnar. Meðan þetta hangir allt svona i lausu lofti gerir þaö menn hér órólega og hættan á að fólk flytji burtu, eykst með hverju árinu sem liður og ekkert áþreifanlegt kemur i ljós i málinu. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.