Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. jiiní 1978 NOTAÐ «°N?TT Vísindaleg skoðana- könnun Ég er ekki lakari i félagsfræöi en hver annar og á þriöjudaginn tók ég mig til og skipulagöi skoö- anakönnun. Ég hringdi i 130 manns af handahófi og býst viö þvi, aö ég hafi hringt vfsindaiega séö, haft höpp sem giöpp eins og hver ann- ar. Ég spuröi hvaö fólkiö ætlaöi aö kjósa. Svörin voru á þessa leiö: ,,Æ mér leiöist” sögðu 10 eða 7.8% „Þér kemur þaö ekki viö, fifliö þitt” (sumír sögðu reyndar „éttu skít”) sögðu 13 eða 10%. „Jamm, en hvaö ætlar þú aö kjósa?” spuröu fjðrir eða 3.1%. „Attu nokkuð?” spurðu þrir, eða 2.3% (eða um 23% aðspurðra) sem sýndu ýmiskonar ábyrgðar- leysi og alvöruleysi á þessum al- varlegum tímum. Þá eru eftir hundrað sem gáfu upp sinn vilja og er það að þvi leyti þægilegt, að hvert svar jafngildir einu prósenti (ekki eru þeir svona sniðugir i félags- kommadeildinni i Háskólanum, hehe). írrslitin voru mjög eftirtektar- verð. Alþýðuflokkurinn fékk 22%. Framsóknarflokkurinn fékk 22%. Samtökin fengu 3%. Alþýöubandalagiö fékk 40%. Sjáifstæöisflokkurinn fékk 5%. Aörir fengu 7%. Þetta eru sem fyrr segir mjög merkilegar tölur og sýna satt aö segja iskyggilega þróun. Samt er ekki liklegt að þessar tölur séu marktækar enda þótt að vel hafi verið að könnuninni stað- ið. Astæöurnar eru eftirfarandi: Mikið af ungu fólki og frekju- legu kom i simann, en eins og menn vita er það helst unga fólkið sem hleypur i símaskrattan þeg- ar hringt er. Það er þetta fólk sem lærir einhverskonar rauö tjá- skipti i skólunum og segist þvi ætla að kjósa Allaballann. Auk þess gat ég hér og þar orðiö var við hræðslugæði, þóttist ég heyra það i tóntegund og blæbrigðum i tali, aðsumtfólk þyröiekki annaö en kjósa komma af ótta við endurhæfingu, heilaþvott og tómarúmið i sálinni sem Birgir Isleifur skildi eftir. Er þvi liklegt sem betur fer, að i reynd fái kommar miklu færriatkvæði. Fylgi Framsóknarflokksins er sýnu meira, en verið hefur i öðr- um skoðanakönnunum. Astæðan fyrir þvi er fyrst og fremst sál- ræn: svo lengi getur einnig flokk- ur orðiö feimnismál og vilji eng- inn við hann kannast, að þeir sem þannig breyta að lokum forklárist eins og Pétur postuli og taki upp aftur kross sins herra. Freud orö- aði þetta á þann veg: svo lengi má veifa rauðri dulu, að friðsam- ar kvlgur stangi. Framsóknar- menn standa nú fast þar sem þeir hafa staðið, álútir og horfa meö stillingui og festu á fslenska jörð. Þeir kannast við syndir sinna herra og taka þær á herðar sér. Áskorun til allra þjóðhollra Islendinga Hurðaskelli á þing! Undirrituð samtök skora ein- dregiö á aiia þjóöholia tsiend- inga að kjósa Huröaskelii á þing. Við viljum gera grein fyrir þessari sameiginiegu afstööu okkar sem samþykkt var ein- róma á fundi i Hafnarhúsinu i gærkvöldi: Hurðaskellirer atkvæðamest- ur jólasveina og það heyrist langar leiöir hvar hann fer. Og þaö veitir ekki af að fá á þing svein sem harkalega stundum lokar á eftir sér. Það gæti vakið þá þingsveina sem i rökkri þing- sala eru gjarnir á að ,,fá sér væran dúr”. A siðustu dögum hefur Huröa- skellir sannað það fyrir alþjóð að hann er ekki sérlega hnugg- inn yfir þvi þó harkalega marri hjörunum i þegar um er að tefla áhrif hafnarverkamanna i Hafnarstjórn. Meö formennsku sinni i Sam- bandi hurðaskeila hefur Huröa- skeilirsýnt og sannað að hann sýtir það ekki heldur þótt þjóð- félagsdurunum sé skellt á nef þó að þau séu i stærra lagi og bog- in. Af þessum sökum heitum viö á alla tslendinga að kjósa Huröaskelli til þess ábyrgðar- starfs að skella dyrum Alþingis i sifellu næstu fjögur árin til þess aö halda öðrum þingsvein- um vakandi við lausn efnahags- vandans. Með baráttukveöju Sendisveinaféiag M-blaösins. Jólasveinafélagið. Mormónar af kirkju síöari daga heilagra. Kommúnistaflokkurinn af kirkju siðari daga heilagra. (KF-ksdh) Musterisriddarar f Alþýöu- flokknum. Herhvöt, félag óánægöra Sjálf- stæðiskvenna. Valiö land. Glimukappafélagiö. Frjálst framtak, félag ánægöra Framsóknarmanna. Má vera að þeir fái enn meira fylgi en hér segir til um, því eins og i Biblfunni segir: til þess hafa sauðir ufl, að þeir séu rúnir. Alþýðuflokkurinn virðist aðeins á undanhaldi miðað við fyrri skoðanakannanir. Eigi er þó víst að það sé marktækt — könnunin fór fram einmitt meöan á stóð kosningafundi flokksins, svo ekki svöruðu þeir mér sem þar voru. Þetta gæti hækkaöhlut A-listans. Á hinn bóginn er það tiska hjá fólki sem heldur að það sé flott að vera ópólitiskur að segjast vera kratar, vegna þess að þeir séu ekki pólitiskur flokkur heldur sið- væðingarstúka eins og Junior Chamberog Rotary.Aþetta fólk er ekki aö treysta og þvf gæti hlutur flokksins einnig lækkaö. Það er eins og Vilhjálmur Þ. Gislason, þjóðkunnur hugsuöur, sagði þeg- ar hann nam staöar milli fimmtu og sjöttu hæðar i útvarpshúsinu: Hvort er ég á leið upp — eöa niður? Sjálfstæðisflokkurinn fær aöeins fimm prósentatkvæða ( og þrjá þingmenn) samkvæmt könn- un minni. Þessu trúi ég auövitað ekki, oggeturhvermaöurséðupp undir sjálfan sigmeð það. 1 fyrsta lagi skulu menn athuga, að þegar könnunin fór fram, var verið aö sýna Kojaki sjónvarpinu, og fjöl- miölakannanir sýna, að sjálfstætt fólk og réttsýnt hefur mætur á þessari öruggu hetju, sem berst einn við átta og ellefu tvisvar. Kjósendur D-listans, sem sumir hverjir hafa sýnt söknuð eftir traustri fööurimynd sér til hand- leiðslu i lifsins ólgusjó og kommúnisma (sbr C. Jung: Vatertum und Freiheit, Wien 1929), þeir munu hafa verið negldir upp við Kojak f sjónvarp- inu og ekki svárað i sima, eða lát- iö kommakrakkana sina um það, sem fyrr segir. Auk þess veit ég, aö meðal okk- ar Sjálfstæöismanna hefur þaö orð um fariö, að menn skuli festa sér i minni orð Bibllunnar: Veriö slægir sem höggormar. Það þýðir núí miöri hinnirauðu þoku: segiö sem fæst. Best aö láta þetta vinstra pakk rasa út i bjartsýni. Meðan við hugsum meö hinni islensku þjóðhetju, Skugga-Sveini: Hittumst á Kili! Skaði. þiÓÐVILHNN fyrir 40 árum Sunnlenskur maður var á Siglufirði um sildveiðitimann og stundaði lausavinnu, meðal annars vann hann allmikið hjá sama atvinnurekanda. Þégar vinnan er búin skrifar hann reikning fyrir henni og vill fá hann greiddan, en sá sem borga átti biður um frest til ákveðins dags, en á þeim tima legst hann veikur og deyr. Þpgar sunnlendingurinn frétti þetta varð honum að orði: „Flest er eins á Siglufirði. Heídur drepast þeir en borga manni.” Úr Breiöabliki Þ jóð viljans, 23. júnl 1938. Umsækjandinn I dag heitir Asgeir Hannes Eiriksson. verslunarmaður. Umsókn- in er .sambland af kosninga- heilræðum og fjölskyldu- vernd. En nóg um það. Hér kemur umsóknin: „Hækjur austan■ roðans” „1 komandi alþingiskosn- ingum munu reiðir sjálf- stæðismenn finna gremju sinni útrás á eðlilegan hátt. Þeir kjósa D-listann um land allt en strika yfir nöfn þeirra frambjóðenda, sem þeir telja mega missa sin f þjóð- málabaráttunni. Af tvennu iflu er útstrikaður D-seðill steinn i varnarmúr borgara- stéttar en atkvæði greitt krötum styrkir hækjur aust- anroðans yfir Sovét-lslandi. Fjölskyldan er sterkasta vé i sjáifstæðu þjóðfélagi. Þess vegna vilja boisévíkar leysa hana upp i ósjálfstæða einstaklinga og koma fyrir á tUheyrandi dagvistunarhæl- um. t öllum fjölskyldum liggja hins vegar dauð at- kvæði i almennum kosning- um. Sumir eru gæddir minni áhuga fyrir þjóðmálum en aðrir. Viða gætir einhverrar óánægju með ýmsa skipan dægurmála. Oft má giæða áhugann eða leiðrétta misskilning ef rétt- ur maður vinnur verkið. Það er til dæmis teljandi á fingr- um annarrar handar sem börn og tengdabörn vilja ekki gera fyrir gömlu hjónin séu máiin rædd af einlægni. tslenzk borgarastétt þarf á slikri einiægni að halda um helgina. Þaðer orðið stutt til kjördags en þó nógur timi til að spjalla við fjölskylduna. Góð kvöldstund innan um litlu barnabörnin getur riðiö baggamuninn.” - (Dagblaöið. 21/6) Alyktun: Alkuklúbburinn er og verður fjölskylduklúbbur. Hvað er yndislegra en kjarnafjölskyldan.sem biður eftir manni, þegar maður kemur heim úr vinnunni? Eða litlu barnabörnin, sem eru ráfandi i einhverri vinstri villu, og maður tekur á hnén og les úr Litlu gulu hænunni eða Litlu rauðu hænunni, eins og þau kalla kverið. Nei, fjölskyldualúð, kristin hugsun og Sjálf- stæðisflokkurinn; þetta er okkar mottó. Velkominn i hreyfinguna, Asgeir!!! Meö föðurlegri kveðju, Hannibal ö. Fannberg formaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.