Þjóðviljinn - 07.07.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.07.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júll 1978 Góðir gestir og félagar. Ég þori ekki aft ráftast I þann vanda aö reyna að skilgreina heiti þessa erindis. En eitt veit ég af nokkuð langri revnslu bæði minni og annars fólks úr alþýöustétt að rétturinn til menningarllfs á ls- landi var og er enn stéttbundinn og misjafn. Menntun og menning Þd vil ég gera nokkurn fyrir- vara um orð og hugtök. Margir rugla saman menntun og menn- ingu, sem er þó hreint ekki hið sama. Menntaður maður getur I hugsun og starfi veriö menning- arsnauðastur allra. ólæs maöur og óskrifandi getur i hjarta slnu og athöfnum átt dýpri skilning á menningu en margir þeir, sem lengi lærðu og uröu stoltir af. Þó er óhætt að segja að frá sjónar- miöi okkár sem nú lifum, litum við yfirleitt svo á að þekking og menntun sé undirstaöa menning- arlifs. Og varla getur betri mann en þann, sem hefur mikla þekk- mgu og er þar að auki I hjarta slnu góður og vitur. Orðið menning mun I huga okk- ar flestra höfða til þekkingar og verður ekki komist, á henni grundvallast allur auður og vald þessa tima... Það kostar þekk- ingu að veröa sjálfstæður maöur, og þaökostarbæöiféog vinnu. En það er eina leiðin”. Vald peninga og áróðurs Siöan þessi orð voru töluð hafa vissulegaorðið miklar breytingar á kjörum verkafólks á Islandi. Og enda þótt þekking alþýðu manna hafi aukist á mörgum sviöum, þá hafa atvinnuhættir og þjóöfélags- gerðin lika, breyst mikið og orðiö æ flóknari. En eitt er þaö sem ekki hefur breyst: Fégróöaöfl og slöan auðhringavald skákar enn og í vaxandi mæli i skjóli van- þekkingar þeirra, sem auöinn skapa með vinnu sinni. Eitt aöal- tæki fégróöaaf lanna hér sem ann- arsstaöar er að gera einfalda hluti flókna og lltt skiljanlega, undir yfirskyni lærdóms og vís- inda. Þar er sérfræöinni oftlega teflt fram bæði til að afsanna hið einfalda og rétta, og ekki síður til þess að láta hinn ólærða finna til vanmáttar, vegna þess aö hann skortirsvör við lærðum ósannind- um. Slðan er fylgt eftir með öllum Rétturinn Stefán ögmundsson flytur ræðu slna. fyrir fólkið sem vinnur fram- leiðslustörfin og nú slöast full- orðinsfræöslu, sem geri hvort- tveggja i senn að miöa til endur- hæfingar og almennrar mennt- unar. Þegar rætt er um nýjar menntabrautir er fyrst og fremst verið aö tala um skólafólk, þvl fyrir fólk, sem fer út I atvinnulifið á unga aldri, er, eins og ég sagði áðan, flestum menntabrautum lokað eftir gagnfræða- og iönnám. Þá ræður skóli llfsins nálega einn þroska manna. öll sú fræösla, sem viö hljótum utan þess sem við gripum upp af leið okkar, er þvl fulloröinsfræösla I þeirri merkingu, sem um er rætt I dag og meginhluti hennar er frl- stundanám, sem við auk þess þurfum að greiöa fyrir af launum okkar. Stefnumótun Langsamlega mestur hluti þess fólks sem fullorðinsfræöslu mun njóta er I verkalýðssamtökunum og I tengslum við þau. Það veröur þvi að vera okkar verkefni og skyldra samtaka að marka stefn- una I fræðslu fulloröinna og þá fyrst og fremst þeirri fræðslu, sem verkaiýöshreyfingin hefur meö höndum. Hún þarf aö marka þær leiöir, sem hæfa hennar fólki, örfa þaö og gera þvl fært að fara þær. Það er augljóst mál að þar er úr mörgum vanda aö ráða, ekki sist þegar um vaktavinnu er menningarlífs Ráðstefnan var vel sótt. Hér sést bluti fundarmanna. (Myndtr tók Snorri Konráðsson). til • • Ræða Stefáns Ogmundssonar formanns MFA á ráðstefnu á menningardögum verkalýðsins í Vestmannaeyjum lista. Sjálf erum við öll búin þeim eiginleikum að eiga þrá til þekk- ingar og vera listfeng i eðli okkar á einhverjum sviöum. Þjóðfélagslegar aðstæð- ur Þessum hæfileikum okkar flestraer mjög snemma breytt og oft á ungum aldri. Það fer venju- legaeftir þvihvar viðerum I sveit sett i llfinu. Höfum við efni eöa aðstæður til aö hlúa að hæfileik- um okkar eða vitum viö eöa aðrir hverjir þéir eru? Óskum okkar eru búnar þjóðfélagslegar að- stæður, sem mestu ráða um þaö hvort þær rætast, eöa hvort við þurfum aögera eitthvað annaö en hugur okkar stendur til. En jafnvel þótt svo sé, þá er ekki þar með sagt að við séum óánægö með hlutskipti okkar I lif - inu, t.d. þaö að vera sjómaður, prentari, fiskvinnslumaöur, smiöur, húsfreyja. Það er slöur en svo. 011 þessi störf eiga I sér fólginn möguleikann til menning- arlifs sé þannig aö þeim búið, séu þau metin aö verðleikum, ekki sist áf okkur sjálfum. Mig langar til þess aö láta fljóta hér með stutta tilvitnun I eina af ritsmlðum Siguröar Nordals, þess margvisa manns. Hún er um afstöðuna til vinnunnar. Hann segir: „Hvert starf sem á skilið aö vera unniö, á lika skilið aö ein- hverjir vinni þaö fyrir þess eigin sakir, án umhugsunar nokkurs annars. Ef þetta sjónarmið týnist skekkist öll stefna”. Sannleik þessara oröa þekkja þeir, sem leggja sig alla fram um aö vinna hvert starf sem best og skila sem vönduöustu verki. En án þekking- ar og góörar aðstöðu er hætt við aðlítiö veröi úr góöum áfórmum I þessu efni. Fyrir um það bil 66 árum flutti eitt af höfuðskáldum islendinga, Þorsteinn Eriingsson, erindi i verkamannaféiaginu Dagsbrún i Reykjavlk, þar sem hann komst m.a.svo aö oröi: „hjá fræðslunni þeim áróöri, sem fégróöaöflin telja sér nauðsynlegan svo þau geti haldið völdum og aukiö gróða sinn. Við skulum þvi ekki reyna að dylja okkur þess, að þar sem gróðasjónarmiðið eittræöur ferð- inni þarer fátt til sparað að slæva dómgreind okkar, þvi ekkert ógn- ar óheftum sjónarmiöum gróða og andfélagshyggju meir en þroskuö og menntuð vinnustétt. Með slíku valdi peninga og áróöurs er þvi raunverulega verið aö skerða rétt okkar til menning- arlifs. Nú skyldi enginn halda, að ég og minir likar vanmeti þekkingu og fræöimennsku, ekki heldur menntun i hagfræði og tölvlsind- um. Ég vil aöeins vekja athygli á ' að það fer sifellt I vöxt aö menntun og þekking á þessum sviöum er notuö sem auðsöfnun- ar- og valdatæki gegn þeim stétt- um, sem varbúnar eru og fátæk- ari að fé og þaðfærist sifellt i auk- ana að hið ríka vald kaupi til liðs við sig þá, sem hafa sérfræðina á valdi sínu. Þokukennt sérfræði- þrugl Og þegar svo er komið, að kjarasamningar, sem verkafólk gerir við kaupendur vinnunnar, eru orönir svo flóknir að þeir skiljast ekki fullskýru fólki án handleiðslu sérfræöinga, þá er okkur áreiðanlega þörf á að staldra við og ihuga hvar við stöndum. Engin handleiðsla i þessum efnum, hversu góö sem hún kann að vera, má koma i staöinnfyrir sjálfstæöan skilning og gagnrýna yfirvegun verka- fólks á því, sem það raunverulega ber úr býtum fyrirvinnu sina. Og þegar viö ætlum að gera okkur grein fyrir rétti okkar til þekking- ar og menningarlifs veröum viö vissulega að lita upp og átta okk- ur, þegar sjálfsögöustu grund- vallar réttindi okkar eru aö verða að þokukenndu sérfræðiþrugli. Fullorðinsfræðsla Þaö hefur mikið verið um það rætt, einkum á slðari árum að gera þurfi öllum þjóðfélagsþegn- um jafn hátt undir höfði hvað snertir aðstöðu til menntunar. Þetta er sérstaklega undirstrikað I stjórnarfrumvarpi, sem búið er að liggja fyrir þrem þingum og velkjast þar I nefndum, sem skip- aðar eru mönnum úr flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkum þingsins. Þetta er frumvarp til laga um fulloröinsfræöslu. Nú- verandi menntamálaráðherra lagði þetta frumvarp fram, en ég veit ekki til þess að einstakir þingmenn eða flokkar hafi sýnt þvi nokkurn áhuga. I 1. gr.Jþessa frumvarps segir orðrétt: „Fulloröinsfræðsla hefur aðmarkmiði að skapa öllum skil- yrði til þroska bæði sem einstakl- ingum og samfélagsþegnum. FullorðinsfræöSla er annar þáttur i menntakerfi þjóðarinnar, ævi- menntun, og er hún jafnrétthá hinum þættinum, hinu lögbundna skólakerfi, frummenntuninni”. Þetta eru fögur orð, en þvl mið- ur aðeins óskir góðra manna. Það er nefnilega staöreynd, að það er ekki hægtaö gera alla jafnréttháa i þessum efnum, t.d. veita öll- um langskólamenntun eða há- skólanám, einfaldlega vegna þess, aðtilþessaðkosta þaö nám, þarf aöra en þá sem i skólunum eru til þess aö vinna framleiðslu- störfin, og þegar við erum komin út I atvinnulifiö, setjumst viö ekki á skólabekk nema I fristundum okkar, að minnsta kosti heyrir þaö til undantekninga. Ef jafn- rétti á að verða 1 menntunarmál- um þjóöarinnar þarf aö endur- skapa allt menntakerfið og stór- breyta verkaskiptingu i atvinnu- lifi landsmanna. Að sinni held ég þvi að réttast sé aö við tökum hlutina eins og þeir eru. Við, sem vinnum fram- leiðslustörfin, — jafnvel þótt við ynnum þau aðeins 40 stundir á viku, hiíum ekki jafna stöðu við þá, sem stunda framhalds- og sérfræöinám allar þær stundir, sem við erum að vinna. Sem betur fer hefur islensku námsfólki veriö gert kleift meö styrkjum og lánum að stunda framhaldsnám og sllk þekking er ekki aðeins þvi, heldur einnig hraðvaxandi þjóðfélagi brýn nauðsyn. En þaö á áreiðanlega langt I land, að unnt sé fyrir þá, sem komnir eru út i atvinnullfiö, stofnað hafa heimili og eiga fýrir börnum að s já, aö taka sig upp og setjast á skólabekk og vinna upp það sem langskólanámið veitir I menntun og aöstöðu. Þroski og reynsla En eins og ég gat um áðan má enginn taka orð mln svo að ég sé með harmtölur fyrir okkar hönd, sem ung hurfum að framleiöslu- störfum. Þvert á móti. Ég vil aðeins aö við bregðumst sem skynsamlegast við vanda okkar, samkvæmt raunveruleikanum eins og hann er, en engri ósk- hyggju. Menntunerekkialltaf hið sama og þroski, þaö vitum við. Og þegar viö tölum um réttinn til menningarlifs skulum viö ekki vanmeta.hvað hiö daglega llf viö framleiðslustörfin, baráttan fyrir lifinu ogfélagsstörfin I verkalýðs- hreyfingunni færa okkur vinnu- stéttarfólki af þroska og reynslu. Það er meira að segja spakra manna mál, að það sé einmitt skortur sllkrar reynslu, sem skapar tómarúmiö, sem oft verð- ur vart viö I menntun og lifsvið- horfi langskólafólks og sérfræö- inga. Sannleikurinn er sá að hvorugt er einhlitt skólinn eöa púlið. Hitt er aftur á móti augljóst að við verðum að jafna metin á mennt- unarsviöinu. Eins og i mörgum öðrum greinum viö öflun lifsgæð- anna þarf verkafólk einnig á þessusviðiað leggja meira að sér en þeir sem forréttinda njóta. Þaö er talaö um nýjar náms- leiöir fyrir unga fólkiö I skól- unum, endurhæfingu vegna breyttrar tækni og nýrra starfa að ræöa, störf sjómannastéttar og sjóvinnufólks o.s.frv. Þau sjónarmið gerast nú æ fyrirferðarmeiri, einnig hjá fólk- inu I framleiöslustörfunum, að menntun sé söluvara, sem eigi að gefa möguleika til hærri launa. Auk þess knýr iðnvæðingin og breytt tækni á um þessi sjónar- mið með endurhæfingu fólks og nýnám I störfum. Atvinnurek- endur og rikisvald bjóða gjarna fram þessa möguleika vegna ótt- ans við að dragast aftur úr I kapp- hlaupinu um hámarksframleiðslu og hámarksgróða af vinnu fólks. Þar við bætist það sem kallað hefur verið þvi prúðbúna heiti: Hvetjandi launakerfi. Sá hvati sem slíkri vinnutilhögun ræður gefur næstum sjálfvirkan árangur i aukinni framleiðni, en oft á kostnað hinna félagslegu viöhorfa og samstöðu verkafólks, aðbúnaöar, öryggis og nauösyn- legrar hvfldar. Og á sumum svið- um er gæðum framleiðslunnar þá lika meiri hætta búin en ella. Aðstaða til menntunar Þá skulum viö velta fyrir okkur tveimur mikilvægum spurning- um: Hver er aðstaða okkar verkafólks nú til aukinnar mennt- unar og hvaða menntunar þörfn- umst viö fyrst og fremst? Ég hef áður lýst þvi hve gætilega hefur verið I þessa hluti farið I lög- gjafarstofnun þjóðarinnar. En nokkur úrbót hefur námstarf MFA og Félagsmálaskóli alþýðu verið á undanförnum árum. í skólakerfinu er að þvl keppt að sem flestir geti gefið sig alla að náminu og námslán og styrkir nægi til llfsframfæris. Aöstöðu- munurinn milli skólamanns og verkamanns verður þvl mikill. Auövitað munum við ekki slður en verkalýðshreyfing annara Norðurlanda reyna að draga úr þeim mismun, sem er og veröur til menntunar i þjóðfélaginu. Við eigum réttlætiskröfu á þvi, að fólkið sem stendur undir megin- þunganum af menntunarkerfi þjóðarinnar fái stóraukinn fjár- hagsstuöning til fræðslumála sinna. Allt annað er hróplegt mis- rétti, sem verkalýöshreyfingin á ekki lengur að þola. Lög um fuil- orðinsfræöslu þarf aö samþykkja hiö bráöasta. Við hljótum með vaxandi þunga aö gera kröfu til þess, að maður vinnustaðarins eigi þess kost með styrkjum og námslaunum, að setjast að námi um skeið I þeim greinum sem hann óskar, án þess aö þurfa að bera kviðboga fyrir afkomu sinni og sinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.