Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978 BREYTTUR AFGREIÐSLU- TÍMI Aukin þjónusta í hádeginu — tilfærsla siðdegis Frá 1. október 1978 verður afgreiðslutími bankans þannig: ALMENN AFGREIÐSLA: Mánudaga til föstudaga kl 9,30 - 15,30 SÍÐDEGISAFGREIÐSLA: Sparisjóður og tékkareikningar: Mánudaga - fimmtudaga kl. 17,00- 18,00, föstudaga kl. 17,00 - 18,30 Alþýöubankinn Samveruform Framhald af 3. síöu. ig refsingu skuli beitt. Hjá mörgum foreldrum minnti þetta einna helst á hegningarlög- gjöfina. t>vi meira sem afbrotið telst, þvi meiri refsing. Ef barnið skrökvar, fær það ekki að horfa á sjónvarpið, ef það hnuplar fær það ekki að nota hjólið i svo og svo langan tima osfrv. Barsmiðar eru einnig viður- kenndar sem heppilegur þáttur i uppeldi barna. En þetta er kannski skiljanlegt miðað við þá streitu og vinnuálag, sem kúgar stóran hluta bandarisku þjóðarinnar. Og sjónvarpið á einnig stóran þátt i þessu hugar- fari, styrkja það og viðhalda. .Þar rikir ofbeldiö, ofbeldið og enn einu sinni ofbeldið. Þetta endurspeglar lika sögu-* lega arfleifð þeirra. Þeir hafa þurft að berjast fyrir tilveru sinni, nema land, og eru raunar ennþá hrakningarfólk, sem treystir á hnefaréttinn. En slik hegðan foreldra gagnvart börnum sinum segir náttúrlega mikið um liðan fólksins i landinu. En ég vil einnig taka það fram, Bandarikjamenn eru byrjaðir að taka viö sér i þessum málum. Tií að mynda hafa bandariskir for- eldrar sem misþyrmt hafa börnum sinum stofnað með sér samtök i þvi skyni að fyrirbyggja að slikt endurtaki sig, Samtökin nemfast PA (Parents Anonymous) og eru hliðstæð áfengisvarnarsamtökunum AA. Og það mega Bandarikin eiga, að þau eru mjög til fyrirmyndar varðandi tengsl foreldra og stofn- ana. Ekki sist tengsl fjölskyldna og skóla og annarra uppeldis- stofnana. Þar gætum við dregið mikinn lærdóm af Banda- Pipulagnir Nylagmr. br?yt- ingar, hitaveitu- tengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 a kvoldm) | rikjunum, og menn eru áfjáðir i að leita sér þekkingar, enda er | hún á boðstólum i aðgengilegu formi. — Heldur þú að tslendingar séu tregir til að sækja slika foreldra- fræðslu eins og þið hafið auglýst? Ég held að þaö sé óttaleg goð- sögn, að tslendingar séu lokaðir, stórir upp á sig osfrv. Málið er bara það, að sérfræðingar hafa ekki leitað til fólksins, og gefið þvi tækifæri aö fá hjálp við ýmsum vanda. Það er verst að geta ekki sinnt öllum, sem hafa hringt og látið i ljós áhuga á foreldrafræðslu jafntsem öörum málaflokkum. —IM Rossellini Framhald af 7. siöu endum til hæfis hafa margar myndir verið teknar ofanúr hill- um og sýndar á ný, myndir sem áður voru aðeins sýndar í klúbb- um fyrir áhugamenn. Er rétt að tala um kvikmynda- kreppu undir þessum kringum- stæðum? Draumur um barnfóstru Þegar ég var beöinn að vera formaður dómnefndar i Cannes setti ég það skilyröi að haldin yrði ráöstefna um „þjóöfélagslega og fjárhagslega virkni kvikmyndar- innar. Þessiráðstefna sem átti að standa i 2 daga, stóð i 10 daga. Þar fóru fram fjörleg skoðana- skipti. Meðal þeirra mörgu málefna sem rædd voru, var löggjöf, sem margir óska eftir aö sett verði til að stuðla að þróun kvikmynda- gerðar. Mér til undrunar sá ég að marga dreymir um löggjöf, sem hægt væri að kalla barnfóstru. Þá dreymir um fóstru (brjóstastóra, huggunarrfka, verndandi) sem geti gefið þeim næringu eftir þörfum. En er þetta mögulegt? Menn svara: já, með stofnun sérstakra nefnda. Þetta hefur oft veriö reynt, og reynslan hefur sýnt okkur að slikar lausnir skapa hagsmuni, sem hafa neikvæð áhrif. Menn eru ekki fullorðnir séu þeir ekki reiðubúnir að hagnýta sér þann eina höfuðstól sem sérhver mark- sækin manneskja ræður yfir; hugrekki sitt. Þegar ég sagði þetta á ráð- stefnunni tók ég eftir þvi að sumir áheyrendur horfðu á mig grun- semdaraugum, og jafnvel vork- unnsamir á svip. Einhver var m.a.s. svo hræddur við hugmynd mina um að lita beri á kvik- myndir og sjónvarp sem sam- virka dreifingaraðila, að hann fór að fjölyröa um það sem væri sér- stakt og einkennandi, annars- vegar fyrir kvikmyndina, hins vegar fyrir sjónvarp. Litum nú á sjónvarpið. 1 þeim löndum Evrópu þar sem rikiö ein- okar þennan miöil, rakar þaö inn gifurlegum afnotagjöldum um hver áramót. Upphæöum sem siðan er að hluta til varið til að framleiöa nýtt sjónvarpsefni. Ein lítil staöreynd: franska sjón- varpið (sem er i rikiseign) tvö- faldaöi tekjur sinar á árunum 1966-70, en á sama tima minnkaöi framleiöslan um 50%. Skapandi starfi ógnað Hvaö sýnir þetta fyrirbæri? Að velmegunin, ofgnóttin, leiöir til leti. Letin leiðir til offitu, sem gerir okkur erfitt um andardrátt, dregur úr lifsorku, gerir mann syfjaöan og drepur sköpunar- þrána. Þessar stofnanir verða að báknum. Aöeins þeir sem starfa innan stofnananna sjálfra (þ.e. sjón- varpsstöðvanna) geta breytt þessu. Til þess að geta raunveru- lega nýtt þau forréttindi sem þessar stofnanir bjóða upp á, verða menn að fara i einu og öllu eftir þvi sem segir i lögum þeirra: þær eiga að stuðla aö fé- lagslegri og menningarlegri þró- un viðkomandi landa. Þaö sem máli skiptir er að hafa hugrekki til að þvinga stofnanirnar (ef þær eru tregar til) til að sinna skyldum sinum Verðlaunamyndin frá Cannes, Padre Padrone, eftir Taviani- bræðurna, var framleidd fyrir sjónvarp. Hún er fulltrúi þeirra itölsku kvikmynda sem fram- sæknastur eru og lausar við málamiðlanir. Þetta er i fyrsta sinn sem kvikmynd, framleidd utan valdasviðs þeirra stórfyrir- tækja sem stjórna kvikmynda- heiminum, hlýturfyrstu verðlaun á svo marktækri kvikmyndahá- tið. Nú spyrja menn: hvernig verður dreifingu þessarar myndar háttaö? Við vitum að markaðseftirlitið er svo strangt, aö kvikmynd á borð við Padre Padrone á það á hættu að lenda utangarðs. Eflaust heföi Rossellini haft þessa grein lengri, heföi honum enst aldur til. 1 framhaldi af þessu er skylt að geta þess, aö betur fór en á horföist með dreif- inguna á Padre Padrone. Hún hefur veriö sýnd I kvikmyndahús- um og sjónvarpi viða um heim við góða aösókn. Astæöan er fyrst og fremst sú, aö verölaun I Cannes eru ein besta auglýsing sem kvik- mynd getur fengið Merarkóngur Framhald af 17. síöu. minntist oft á þann átburð, sem mun öðrum fremur hafa verið or- sökin til drengilegrar baráttu hans til stofnunar og eflingar Björgunarfélags Vestmannaeyja, þótt ekki ætti hann upptökin að þeirri hugmynd. Sigurður taldi sig hafa átt höfuðþáttinn i stofnun Björgunarfélagsins og kaupunum á Þór, sem varð hans óskabarn, og leit hann á sig sem nokkurs konar föðurlega forsjón skips- hafnarinnar.... Hann gladdist innilega, er hann var sæmdur Fálkaorðunni fyrir störf sin aö b jör gunarm álum... Sigurður var eins og fleiri lista- menn geðbrigðamaöur, viö- kvæmur fyrir öllum móögunum og hrifnæmur fyrir nýjungum, tók geyst nýjum persónulegum kynnum við menn sem hann hélt sig geta átt eitthvert sálufélag við, þótt stundum yröi það félag endasleppt. Þannig tók hann mér. Ég hafði bækistöð mina að öllu leyti i franska spitalanum, sem var svo að segja i næsta húsi. Heilsufar mátti heita gott þetta sumar, svo aö ég haföi venjulega tima afiögu á kvöldin. Bauð hann mér þá oft til sin og bar fram spiritus, sykursaft og vatn, blandaöi til þriðjunga i há kampavinsglös. Ég var óvanur áfengi og var alltaf fariö varlega i drykkjuna, en hann las mér ljóð sin og stundum annarra skálda, <BÁO LKIKFÍ-IAt; KEYKIAVÍKUR WjPI 3* 1-66-20 r SKALD-RÓSA i kvSd kl. 20.30 glerhOsið áttunda sýning þriðjudag kl. 20.30 gy II t kortgilda niunda sýning laugardag kl. 20.30 brún kort gilda GESTALEIKUR Trúðurinn og látbragðssnill- ingurinn Armand Miehe og flokkur hans miövikud og fimmtud kl. 20,30 Aðeins þessar tvær sýningar. Miðasala i Iðnó kl. 14—20,30 innlendra og erlendra. Auk þess sagði hann mér undan og ofan af um ýmisl^gt, sem á daga hans hafði drifið, einkum á bernsku- og námsárunum. Sjálfur ákvað hann aðjafnaöi hvenær samverustund- um skyldi lokiö, og eitt sinn er við höfðum setið með lengra móti og honum þótti ég ætla að veröa of þaulsætinn, sagði hann: „Alvar- leg störf að morgni, góði doktor”. Einstöku sinnum kom fyrir að hann fékk konu sina til að spila fyrir okkur nokkur lög á pianóið, en hún spilaði ágætlega, og var jafnan fengin til að aðstoða, er einsöngvarar komu til Eyja. Hann var mpög kurteis viö mig ogekki kumpanlegur um of, kall- aöi mig alltaf doktor, og að sjálf- sögðu þéruðumst við.... Sigurður hélt minningu föður sins mjög i heiðri, en suörænt lundarfar taldi hann sig hafa tek- ið i arf frá móður sinni, sem hefði verið af itölskum ættum”. Síðustu árin Þegar Sigurður var fimmtugur var honum helgað eitt blað af vikublaöinu Viði (16.9.1929). Kristján Linnet bæjarfógeti skrif- aði um skáldið, Páll V.G. Kolka læknir um Björgunarfélagið og Sigurð, Þorsteinn Jónsson í Laufási sendi Sigurði kveðjur frá sjómönnum i Vestmannaeyjum, Viggó Björnsson bankastjóri skrifaði um Lyfjabúð Vest- mannaeyja og heimilið i Arnar- holti og minntist jafnframt eigin- konu Sigurðar, önnu G. Pálsdótt- ur, hinnar frábæru listakonu, og Hallgrimur Jónasson kennari sagöi frá áhuga Sigurðar á bóka- safni bæjarsins og bókagjöfum hans til þess. En Sigurður var i stjórn bókasafnsins. Var farið miklum lofsorðum um Sigurð i öllum þessum greinum. Siguröur var mikill sundmaður og synti mikið á sumrum utan og innan hafnar. Einnig var hann áhugasamur um aðrar iþróttir. Alþingi veitti Siguröi skálda- styrk árið 1916, og 1935-1939. 1 júlimánuði 1931 andaöist Helga einkadóttir þeirra hjóna á heimili þeirra eftir langvarandi veikindi. Sigurður tók mjög nærri sér veikindi og andlát dótturinn- ar. Lagðist hann í óreglu, og var alilengi til lækninga i Reykjavik. Þegar skoðun fór fram á lyfja- búöinni um mánaðamót aprll/mai 1931 var sagt I skoðun- argerðinni, aðSigurður hefði ver- ið óstarfhæfur i eitt ár. Tók ladcn- irinn, sem framkvæmdi skoðun- ina, fram að óviöunandi væri aö enginn lyfjafræöingur starfaði við fyrirtækið*. Kona Sigurðar hafði annast rekstur lyfjabúðarinnar. Varð Sigurður að selja lyfja- búöinafrá ogmeðl.sept. 1931. Þá um haustið fluttist hann og fjöl- skylda hans til Reykjavikur. Þar áttu þau heimili þangað til Sig- uröur andaðist skyndilega 4.8.1939. útför hans fór fram á kostnað Vestmannaeyinga. Neysluþjóöfélagid Framhald af bls. 24. En mér finnst sambandið milli listamanna og almennings verra þar en hér, sem stafar liklega af þvi aö firringin er meiri i stærri þjóðfélögum. Stéttaskiptingin er augljósari. Hér heima virðist mér einstaklingurinn hafa svolitið meira sjálfstraust og eiga auðveldara með að náigast listina. Islenskt alþýðufólk er ekki eins firrt og almenningur er i Sviþjóð. — t inyndum þinum má greina ÞJÓDLEIKHÚSIÐ A SAMA TtMA AÐ ARl 2. sýning i kvöld kl. 20 Blá aðgangskort gilda 3. sýning miðvikudag kí. 20 SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS 7. sýning þriðjudag kl. 20 8. sýning fimmtudag kl. 20 Litla sviöið: MÆÐUR OG SYNIR i dag kl. 15 miövikudag kl. 20.30 Miðasala 13.15—20. Simi 11200. árekstur tveggja heima: náttúrunnar og stórborgarinnar, eða hins manneskjulega og gervi- mennskunnar. Sumir gagnrýn- endur hafa sagt, að þetta séu við- brögð þin, Vestmannaeyingsins, við stórborginni, Stokkhólmi. Hvað segir þú sjálf um þetta? — Ég held að þarna sé um að ræða sambland af mörgum þáttum. Tilfinningin fyrir firring- unni verður áreiðanlega meira yfirþyrmandi þegar maður er út- lendingur i stórborg, ekki sist ef útlendingurinn er alinn upp i nánum tengslum við náttúruna, baráttuna við náttúruöflin. Þegar maður kemur úr sliku umhverfi skynjar maður kannski betur en ella hvilika skripamenningu við erum i rauninni.að skapa. Þá á ég við þetta gifurlega flóð gervi- framleiðslu, sem skapar gervi- þarfir. Þessuerdembt yfir okkur, og samt vitum viö að úti i heimi er fólk að veslast upp úr hungri meðan við hrúgum i kringum okkur tómum blikkdósum og sitjum svo föst i öllum ósóm- anum. Það sem mér finnst vera gegnumgangandi þema i mynd- unum minum er þetta fáránlega veröinætamat neysluþjóðfélags- ins og hættan sem náttúrunni stafar af þvi. Þetta er bæði persónulegt — ég reyni að losa um min eigin bönd og sjá skýrar — og svo set ég þetta i viðara samhengi, með þvi að lita á fólkið i kringum mig, fólkið i heiminum. Þetta eru hlutir sem erfitt er að koma orðum að. Ef til vill getum við sagt að maðurinn sé fangi ómannúðlegs kerfis. 1 sumum myndum minum sjáum við fang- ann reyna að slita sig lausan. — Þú sagðir aö sænskur almenningur ætti erfitt með aö nálgast listina. Af hverju held- uröu að það stafi, að listin á svo erfiðan aðgang að almenningi i þessum þróuðu iðnað arþjóðfélögum? — Ég held að það stafi að miklu leytiaf þessum lögmálum neyslu- þjóðfélagsins, þar sem allt byggist á fölsku gildismati. Framleiðslan er framleiðslunnar vegna, til að skapa eftirspurn eftir gerviþörfum, sem verða stöðugt fáránlegri. Þetta er vita- hringur. „Þetta er það sem fólkið vill” segja framleiðendur, en það er ekki rétt. Sannleikurinn er hinsvegar sá , að fólk tapar áttum i þessu flóði og missir sin upp- runalegu tengsl viö lifið. Það sem listamenn þurfa að gera er að reyna að halda sinu striki. Þeir þurfa að vera með i að brjóta þennan vitahring, brjóta sér leið til fólksins. Samkeppnin við það sem á útlensku heitir massa- kúltúr, en við getum kallað múg- menningu, er mjög hörð, og um þessar mundir virðist manni sem listamennirnir hafi orðiö undir i þeirri samkeppni, viðast hvar á Vesturlöndum. — Þú hefur gert tilraunir til að ,,ná til fólksins” hér heima, með þvi að sýna úti á landi og einnig með þvi að senda boösmiöa, t.d. á vinnustaði. Hvernig hefur það gengið? — Arangurinn vekur hjá mér bjartsýni, en það þyrfti að gera miklu meira. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að fara aörar leiðir en þetta hefö- bundna sýningahaldá söfnum og gallerium. Það vill oft veröa erfitt að stiga þetta skref, að fara á safn eða á sýningu. Ef til vill þarf myndlistin að vera i nánari tengslum viö aðra starfsemi fóiks. ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.