Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. október 1978 Laugardagur 21. október 1978 IÞJÓDVILJINN — StDA 11 ‘ RÆTT VIÐ SIGURJÓN ÓLAFSSON MYNDHÖGGVARA, SEM ER SJÖTUGUR í DAG ÉG PRIÓNA Listskynjunin kemur meö vinnunni.... I MYNDIR Blaöamannastarfiö býö- ur yfirleitt ekki upp á Ijóð- ræn eöa táknræn augna- blik. En þegar undirritaður barðist við norðanáttina tiI fundar við Sigurjón ólafsson, var engu líkara en allur hinn hefti kraftur í höggmyndum hins aldna meistara hefði leystst úr læðingi og stígi trylltan dans á Laugarnestangan- um til heiðurs skapara sín- um, Sigurjóni ólafssyni sem er sjötugur í dag. Húsamálari og hausagerðarmaður Þegar hinn kviki, snaggaralegi högglistamaöur hefur bjargaö blaöamanni inn Ur vindhviöun- um, förum viö skyndilega aö ræöa pólitfk. — Blessaöur vertu, ég hef aJdrei haft neinn tima til aö hugsa um pólitik. Aö visu gekk ég i Kommúnistaflokk Danmerkur 1939, en þaö var bara út af þvi, aö þá voru allir aö ganga úr honum af ótta viö nasista. Ég hef alltaf helgaö mig vinnunni. Þessu er nefnilega þveröfugt fariö meö pólitikusana. Þeir hafa aldrei tima til að velta list fyrir sér. Þess vegna eru þeir ólæsir á myndlist — algjörir analfabetar. Þaö er alltaf eitthvaö meira aktú- elt aö gerast i brauöpólitikinni en i listinni. En engu aö siöur ræöur pólitikin yfir listinni — allavega fjárhagslega. En ég þarf ekki aö kvarta, þaö hefur nefnilega alltaf hjálpaö mér, aö ég hef gaman af aö gera hausa. Og ég hef alltaf komiö hausunum I peninga. Ætli ég hafi ekki gert svona 160 til 170 hausa. Já — þaö er hérumbil uppi Thorvaldsen, hann geröi 200 hausa. Blaöamaður umlar eitthvaö um skilningsleysi yfirvalda á lista- mönnum og hneykslast á bvi aö lágmynd afmælisbarnsins „Salt- fiskstöflun” hafi ekki hlotiö veg- legri sess, en aö vera „annkanna- legur veggur á bersvæöi” eins og Björn Th. hefur oröaö þaö. — Já, hana geröi ég i Dan- mörku á árunum 1935-36. Ég steypti þetta allt sjálfur I gips, þetta var heljarmikil vinna. Nútildags er þetta gert fyrir lista- mennina. En ég er gamall hand- verksmaöur, ég læröi húsamálun i Iönskólanum sem ungur maöur og útskrifaöist þaöan meö sveins- próf 1927. Ég var lika aöstoöar- maöur prófessorsins mins i Kaupmannahöfn, Einars Utzon- Franks. Þaö hefur komiö sér vel að kunna handverk. Holberg og séra Friðrik Eftir nokkra afleggjara I um- ræöunum tökum viö aö spjalla um sjúkdóma og elli. — Ég hætti ekki aö reykja fyrr en ég fékk berkla fyrir tæpum tuttugu árum og var nærri þvi dauður. Hins vegar hef ég aldrei veriö neinn drykkjumaöur. Mér hrýs hugur viö þvi aö vera timbr- aöur næsta dag og geta ekki unn- iö. Ég fæ miklu meira út úr vinn- unni en fyllerii. En ég hef misst eitt skynfæri. Eöa eins og Lax- ness oröaöi þaö, þegar ég hitti hann fyrir ári: — Segöu mér Sigurjón, hefur þú misst nokkurn sans? Og veistu hvaöa sans ég hef misst? Lyktarskynið, en hin skynfærin hafa skerpst aö sama skapi. En þaö háir mér ekkert viö vinnu. Séra Friörik, sá ágæti maöur: hann var alltaf afskaplega leiður yfir þvi aö vera ekki likamlegur plslarvottur. Þaö var hans heit- asta ósk. Hann missti reyndar sjónina aö lokum. En hann hljóp upp stiga eins og strákur, þótt hann væri kominn á niræöisaldur. Hann var 85 ára, þegar hann komst aö þvi aö hann gat ekki lengur tekiö tröppurnar I nokkr- um stökkum. Hann vildi ekki trúa þessu og geröi aöra atlögu, en allt fór á sama veg. Þá sagöi hann, „Jæja, kölkunin byrjar hér.” og klappaöi sér á fótleggina. „Þaö er nú gott aö hún byrjar ekki hérna”. Og klappaöi sér á haus- inn. Annar merkur maöur, danska leikritaskáldið Holberg, segir I ævisögu sinni, sem hann skrifaöi sjötugur: „Ég er alltaf aö lesa, en ég gleymi jafnóöum þvi, sem ég les. Ég get bara ekki hætt þessum ávana.” Hann sagöi llka: „Ég hef étiö til aö lifa, en aörir hafa lifaö til aö éta — en þeir eru bara allir dauö- ir.” Gelsted, ellin og bjórinn Sigurjón er nú spuröur um áhrif aldursins á vinnu hans. — Ég er farinn að taka tillit til þess, aö ég þarf aö fara snemma i hattinn, ég þoli ekki reyk og ryk, og ég er alveg hættur aö skralla. En ég vinn 4 til 5 tlma á degi hverjum. Aður fyrr var unglingum kennt aö prjóna, svo þeir heföu eitt- hvaö aö gera I ellinni. Ég læröi nú aldrei aö prjbna almennilega en ég prjóna enn I myndir. Ég vann i grjóti meöan ég gat þaö, en svo þoldi ég ekki rykið og fór þá aö fást viö kopar, en þoli hann illa núoröiö. Ég vinn mest I tré þessa dagana. En ég segi eins og Otto gamli Gelsted: Ég held áfram meöan ekki eru öll sund lokuö. Hann orti llka baráttusöng fyrir danska stúdenta, sem fjallar um likt þema og byrjar svona: „Skal vi havne til sidst i en skumring hvor de rödeste katte er gra ga til grunde I altings forplumring som en andelig ladegardsá? Á gá væk! Vi er træt af attropa den forsonlige udviklings mænd, for vi ved at för fanden fár skopa er de endt i det gamle igen” Gelsted var einstáklega skemmtilegur maöur og mikill vinur minn. Hann haföi þann hátt á, aö þegar hann eignaöist pen- inga, — hann var bókmennta- ráöunautur — lagöi hann þá alla inn á hinar og þessar knæpur Kaupmannahafnar. Svo þegar þorstinn sótti aö honum og hann átti ekki peninga, þá gekk hann inn á veitingastaöina og tók út á reikning. Og hann var aldrei snuöaður. Hann var mikill vinur danska skáldsins Johannes V. Jensens. Jensen var sprottinn úr yfirstétt og drakk aldrei annaö en léttvin. Gelsted var hins vegar verka- lýössinni og drakk ekkert annaö en bjór. Þegar þeir drukku sam- an var Gelsted vanur aö striða Jensen á þvi, aö hann gæti ekkert pissaö af þessu rauövini, en drykki maöur bjór gæti maður pissaö langt. Gelsted var heiöursmaöur. Mér finnst alltaf tómlegt aö koma til Danmerkur og hitta hann ekki lengur. ✓ I dönsku neðan- j arðarhreyf ingunni Sigurjón bjó og starfaði i Dan- mörku um 20 ára skeiö. Þegar striöiö skall á, fór hann ekki heim til Islands um Petsamó, eins og svo margir landar hans geröu, heldur varö eftir I Danmörku — og gekk I dönsku neöanjarðar- hreyfinguna. — Ég var tekinn þrivegis af nasistum, en ég slapp alltaf. Oft var þaö hrein heppni, sem bjarg- aöi mér úr klóm þeirra. Eitt skipti var ég leiddur til yfirheyrslu, og þýski foringinn, sem yfirheyröi mig, byrjaöi á þvi aö spyrja mig af hverju ég væri á móti nasistum. „Ef það er eitt- hvaö, sem ég hef á móti nasistum, þá er þaö þaö, aö ég er ekki nærri nóg á móti þeim.” „Das gefallt uns” (Þetta likar okkur), sagöi Þjóöverjinn og mér var umsvifa- laust sleppt úr haldi. í annað skipti var ég handtek- inn og útlitið var sannarlega svart. Nasistarnir spuröu hvort - ég væri danskur, en ég kvaöst vera tslendingur og búa i Nýhöfn númer 63. „Hvaðan frá tslandi”, þrumuöu þeir. Ég sagöi eins og satt var, aö ég væri fæddur og uppalinn á Eyrarbakka. Þeir drógu fram heljarmikiö kort af tslandi, sem var frá árinu 1902. Svo var fariö að leita aö Eyrar- bakka. Þaö vildi mér til happs, aö Eyrarbakki var merktur stóru svörtu letri á þessu gamla korti. „Hérna er þaö”, æpti einn nasist- anna. „Þér eruö Germani”, öskr- aöi fyrirliöinn, „Snautiö út”. Heföiég t.d. veriö frá Stokkseyri, sem ekki var merkt inn á kortið þá veit ég ekki, hvort ég væri hérna I dag. Svona skiptir heppn- in miklu máli. Höggmyndirnar áttu að fara í höfnina Sigurjón segir frá ýmsum at- burðum á listferli sinum i Dan- mörku. Hann minnist á, þegar hann var fenginn til aö gera stór- ar steinhöggsmyndir sem standa áttu beggja megin viö ráöhús- tröppurnar I Vejle, og áttu aö tákna hinar fjórar atvinnugrein- ar borgarinnar. Þegar verkinu lauk 1944, var honum borgaö fyrir verkiö en nýir borgarráösmenn höföu tekiö viö og breytt um skoö- un varöandi staösetningu mynd- anna, og hugöust sökkva þeim I höfnina til uppfyllingar I nýja bryggju. En allt fór vel aö lokum — fimmtán árum seinna, (og stytturnar standa nú á upphafleg- um áætlunarstaö). Sigurjón segir llka frá þvi, þeg- ar verkum hans var úthýst vorið 1939 af hinni opinberu Charlotten- borgarsýningu, þar sem verk hans voru talin of viövaningsleg. Þaö uröu heilmikil blaöaskrif út af báöum málunum, og Sigurjón flettir i gömlum blaöaúrklippum og getur ekki stillt sig um aö brosa. — Þaö var miklu meiri hasar I myndlistaskrifum hérna áöur fyrr. Og þaö hefur alltaf veriö meira fjör I dönsku pressunni en þeirri Islensku varöandi lista- gagnrýni. Hér á tslandi hrósa menn öllu. Þaö er ekkert oröiö variö I þetta. Þó var nú alltaf gaman aö honum Guömundi úr Grindavíkinni. sem skrifaöi i Alþýöublaöiö. Þaö eina, sem hann gat funið aö höggmyndum.var aö hakinn væri ekki nógu beittur. Móna Lísa og sjónvarpið — Listskynjunin kemur meö vinnunni. Maöur vinnur aö hlut- Ég vinn mest I tré þessa dagana Þaö var sem hinn hefti kraftur höggmyndanna heföi leystst úr læöingi... Ég hef alltaf veriöduglegur viö aö búa til hausa.... Maöur vinnur aö hlutunum og fer smám saman aö gera sér grein fyrir efninu og forminu. unum og fer smátt og smátt aö gera sér grein fyrir efninu og forminu. Þaö ættu allir aö fá aö kynnast sllkum hlutum. Kynnast snertingunni viö verkiö. Listfræö- ingar geta t.d. oft komiö meö skýringar á list, sem eru alveg út i hött. Almenningur hefur ekki tlma til aö setja sig inn I myndlist. Þegar túristar koma á Louvre hlaupa allir til aö finna Mónu LIsu. Aróö- ur hefur svo óhemju mikiö aö segja. Fólk heldur til dæmis aö Erró sé eitthvaö nýtt. Þetta hefur allt veriö gert áöur. En tslending- ar þekkja ekki til þessara hluta. Þeir eru sóldýrkendur, eiga blla, sem þeir keyra eitthvaö I og sjón- vörp til aö glápa á. Ég myndi aldreí þora að eiga sjónvarp. Þaö getur eyöilagt sjónminniö. Danskurinn segir: „Det som kommer let, gar let”. Þaö er nefnilega hægt aö þjálfa litaskynjun. Þegar ég var aö læra hjá Asgrlmi foröum, þá sá ég fleiri og fleiri liti á degi hverjum. Nú las ég einhversstaöar aö 8% allra manna séu litblindir, svo ætla má að 20-30% fólks sjái bara fjóra liti. Þaö fólk er náttúrulega ánægt meö litasjónvarp. En ég er hræddur um, aö þaö myndi gera endanlega út af viö litaskyniö mitt. -im SJÖTUGUR Sigurj ón Olafsson MYNDHÖGGVARI ÞegarAsaþór glimdi viö Elli kerlingu i trtgaröahöll, féll kapp- inn á kné öörum fæti, enda nú orö- inn löngu dauöur. Hafi sú sama kerling knúö dyra á Laugarnes- töngum — sem lýsti þó furöuleg- um skorti hennar á mannþekk- ingu —, þá hefur Vittorio Gio- vanni annnaöhvort ekki heyrt til hennar fyrir hamarshöggum sln- um og borvélagný eöa þá boöiö henni innfyrir og sagt henni sodd- an sögur af Bakkanum aö sú gamla hafi skellt sér á lær og steingleymt erindinu. Nema hann hafi bara sett hana f stól eins og hvern annan intresant haus og slöan hoppaö i kringum hana, hjólkvikur, meö leir i báöum höndum. Allavegana hefur hann aö minnsta kosti ekki enn boriö á hana rétt kennsl. Viö Islendingar höfum eignazt þrjá mikla myndhöggvara, og þótt Sigurjón Olafsson sé þeirra yngstur, ber kirkjubók og kal- endri saman um aö hann fylli sjö- unda tuginn í dag. Þótt skyggt sé fyrir augu og skimaö um, bólar samt hvergi á þeim f jóröa i þeirri röö, eftir aö Gerði leiö. En þess höfum viö einfaldlega ekki sakn- aö sem vert væri, þvl Sigurjón hefur ekki gefiö okkur neitt ráö- rúm til þess. A hverjum starfs- kafla slnum, meö hverri nýrri sýningu eða meginverki, hefur hann ávallt reitt fram eitthvað sem var I broddi timans og al- ferskt. Hvert eitt efni sem hann tekur sér I hendur veröur honum aönýjum miöli, nýrri samkveikju anda og áþreifanleika: Mýrar- eikin og Undistofnarnir i Dan- mörku, grágrýtiö á Laugarnesi, rekadrumbarnir, málmplöturnar og logsuöan, plastmótin stóru, og nú siöast borvélin, kvistir og naglar. Honumeraðþvileytieins fariö og starfbræörum hans á morgni aldanna, aö hann þvingar aldrei hugmynd i efni, heldur laö- ar hugmyndina úr þvi, leikur sér aö hennium stund, ogeigi þau öll þrjú skap saman, ja, þá gerir Sigurjón Ólafsson ekki víðreist næstu vikurnar; varla I matinn. Þaö er þetta dæmalausa næmi á efniö sem löngu hefur skipaö Sigurjóni I brodd norrænnar höggmyndalistar á okkar öld. Að þvi leytinu fara jafnvel fáir um veröldina I skóna hans. Þegar við Asgeröur kona mln settum bú saman, áttum viö fyrst undir þaki I fornu húsi við Ný- höfnina I Kaupmannahöfn. Þar á gólfi stóö mikill og svardökkur eikardrumbur, uppgrafin mýrar- eik, formuö I stórgeröum mynd- um karls og konu. Þetta var þungt og magnaö verk, i senn drumbur, þar sem ekkert haföi veriö af eikinni haft, en þó mynd. Hún var frá árinu 1939 og eftir Sigurjón. En spölkorn frá okkur, uppi á Kóngsins nýjatorgi, stóö rókokóhesturinn undir Kristjáni kóngi fimmta og tróö undir sér öfundina. Hann var svo nýr, þótt gamall væri, aö eirinn glóöi enn 1 sólinni. Aö þessum hesti haföi Sigurjón lika unniö og mótaö upp eftir blýhestinum gamla sem kominn var aö ofanlotum. Mér varö þá hugsaö sem svo (eöa kannski þaö hafi veriö siöar): Hvernig getur einn og sami maö- urinn endurunniö svona glamp- andi rókokóverk, meö öllum tæknilegum göldrum þess, og gengiö síöan aö eikardrumbinum atarna, gagnsósa og sprungnum, og glaðst viö hann á svo innilegan hátt? Asgeröur þekkti Sigurjón, enégekkinemaaönafni og oröi. Það var ekki fyrr en siöar, frammi á Laugarnestöngum, sem mér opnaöist þaö I verkum hans, aö þar máttihvorugt vera annars vant. Þegar slikt kallaöi á, geröi hann myndir meö klassiskri fág- un og ytri glæsibrag: minnis- merkiö um Knút Rasmussen, myndina af móöur sinni, styttuna af séra Friöriki ..., en hinsvegar verksvo einföld, aö óreyndar sál- ir héldu aö soleiðis væri nú eng- inn vandi: Krluna, Grimuna og marmaramyndina Ekkjuna, sem er einhver innhverfasta högg- myndasmíö sem ég hef séö. En á- vallt þó hvort meö ööru, þannig aö I kunnáttunni býr ævinlega frumstæöur kraftur, en I einfald- leikanum háþjálfuö kunnátta. Og þegar stóru verkefnin kölluðu á, Búrfell, Landsnámsmerkiö eöa önnur sllk, þá gekk hann I fang viö þau af sama sjálfsagöa létt- leikanum og þegar hann tekur upp kartöflurnar stnar austur á Eyrarbakka eöa leikur sér meö borvél og koparnagla viö fallega berktan drumb. Þvi er varla von hann geti elzt; lifiö er honum svo flunkunýtt á hverjum guðsbless- uöum degi. Þaö er heldur ekki um daufan aö detta í þvi húsi. Eiginkona hans, Birgitte, gengur meö rösku látleysi aö hverju verki og er nú komin I háskólann, en börn þeirra hjóna eru á vængjum tónlistar- innar og múslsera svo fagurlega, aö varla munu til múslkalskari sjófuglar en á Laugarneshlein- um. Og aldrei hef ég til þess vitaö að Sigurjóni félli daglahgt verk úr hendi. Jafnvel viö glas á manna mótum kann hann ekki aö standa drykklanga stund I sömu sporum. Þannig er allt 1 teikni hreyfingar og athafnarinnar. Þótt embættis- menn séu heim reknir á þessum aldri og sagt aö labba sér nú i Tryggingarnar til að drepa tlm- ann,þá sé ég ekki þann á Laugar- nesinu tylla sér par né gleöjast viöönnur ellilaunen þau, aöfá ótrauöur aö vinna. Þvi sé honum enn heill, Vittorio okkar Giovanni! Og viö lofum þvl aö fara aö taka afmæli hans alvarlega áriö 1998 eöa svo. Bj. Th. Björnsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.