Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1978 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Augiýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. AfgreiBslustjóri: Filip W. Franksson BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Erla Sig- urBardóttir, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Iþrótta- fréttamaBur: Asmundur Sverrir Pálsson. ÞingfréttamaBur: SigurBur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaðaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, óskar Albertsson. SafnvörBur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar SkarphéBinsson, SigriBur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa : GuBrún GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson. Kristtn Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárBardóttir. HúsmóBir: Jóna SigurBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiBsla og auglýsingar: SlBumúla 6. Keykjavik, slmi 81333 Prentun: BlaBaprent h.f. Veruleiki og yfirskin • Eftir flokksráðs- og formannafund Sjálfstæðisflokks- ins á dögunum hefur Morgunblaðið birt langa greinar- gerð sérstakrar nefndar sem miðstjórn flokksins hafði skipaðtil að „kanna orsakir úrslita kosninganna í vor" og fleira þeim skylt. • í greinargerð þessari er þess m.a. getið að það hafi komið upp allháværar raddir um að f lokkurinn ætti ekk- ert málgagn. Þar segir á þá leið/ að Morgunblaðið styðji að vísu f lokkinn dyggilega í kosningastríði en hneigist þó æ meir til óháðrar blaðamennsku eins og þar stend- ur.Ekki þykir höfundum greinargerðarinnar málið samt það alvarlegt að þeir telji rétt að láta flokkinn sjálfan koma sér upp dagblaði/ heldur beri að skipu- leggja skrif flokksmanna í dagblöðin, stofna til innan- flokksútgáfu á ýmsum upplýsingum og þar fram eftir götum. • Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart þótt Sjálfstæðis- flokkurinn komist að þeirri niðurstöðu að það borgi sig • ekki fyrir hann að reyna að gef a út blað sem viðurkennir opinberlega flokkslit. Raddir í þá veru koma að sjálf- sögðu upp þegar flokksmenn þreytast á því, hvernig Morgunblaðið og síðdegisblöðin eru á víxl notuð til þess að punda á einstaka forystumenn í þeim bræðravígum sem eru að verða annað eðli stærsta f lokks landsins. En menn sjá f Ijótt að vandi persónulegrar togstreitu innan f lokksins verður ekki leystur með því að ná ritskoðunar- tökum fullkomnum á einhverju blaði, sem reyndi síðan að breiða ungahænuvængi sína yfir duttlunga og sér- visku einstakra forystumanna. • Þegar til lengdar lætur skiptir það miklu meira fyrir Sjálfstæðisf lokkinn, að hugmyndafræði hans haldi þeirri þægilegu stöðu sem hún nú hefur í íslenskum blaða- heimi. Þessi staða er í stuttu máli sú, að Morgunblaðið, Vísir og Dagblaðið reyna hvert sem betur getur að aug- lýsasig uppsem óháð blöðog sjálfstæðog gott ef ekki lítt pólitísk og hefur í ýmsum tilvikum — og þá fyrst og fremst síðdegisblöðunum að sjálfsögðu — tekist f urðan- lega vel að koma því inn hjá almenningi, að þau séu með nokkrum hætti fyrir ofan f lokkadrætti. I raun og veru hef ur ekki mikið annað gerst en það, að öll íslensk blöð eru nú óralangt frá því að vera flokksmálgögn í þeim þrönga skilningi sem þau voru fyrir tuttugu árum, þótt sú þróun haf i reyndar gerst nokkuð misört á blöðum. En það sem skiptir mestu f yrir stöðu Sjálf stæðisf lokksins til lengdar er það, að meðan þrjú dagblöð með mikið aug- lýsingaveldi á bak við sig skapa með lævíslegum en yf ir- borðslegum hætti hugmynd um f jölbreytni og sjálfstæði i blaðamennsku, þá eru þau í reynd öll málsvarar þeirra viðhorfa sem saman eru komin í Sjálfstæðisf lokkinum. Meira en svo: þessi blöð hafa öll tilhneigingu til að teyma flokkinn lengra til hægri en hann sýnist vera, enda þótt ritstjórar Morgunblaðsins skilji að það geti verið hættulegt fyrir fylgi flokksins. I skrifum allra þessara blaða þriggja ríkir herskár ungtyrkjatónn úr herbúðum Heimdellinga: minnkum samneysluna segir þar, drögum úr umsvifum hins opinbera í atvinnulífi, bætum skattakjör einkafyrirtækja, niður með rauða eða bleika norræna menningar- og félagsmálastefnu og fleira mætti telja í þessum dúr — allt með því markmiði að skapa hreinræktaðra „markaðsþjóðfélag" eins og hægrimenn kjósa nú helst að kalla auðvaldsþjóðfélag. • Menn kynnu nú að minna á það, að einnig í þessum blöðum séu birtar greinargerðir og kjallaragreinar frá róttæku fólki, jafnvel sósíalistum. Það er rétt, og það er eðlilegt og sjálfsagt, að menn reyni að koma sínum málstað á framfæri sem víðast. En gleymi menn því ekki, að slíkt efni er öðrum þræði mjög þægilegt innan um og samanvið allan þann hægriáróður sem ræður ríkj- um í blöðunum þrem. Það tryggir orðstír frjálslyndis, það ýtir undir blekkinguna um blaðamennsku ofar flokkum, það veitir innrætingarmeisturum hægri- mennskunnar einskonar f jarvistarsönnun meðan þeir sjóða einn og sama grautinn niður í þrem útgáf um. —áb. Nýr heims- meistari kvenna í skák: Um þessar mundir er hún kölluð skákdrottningin, þótt aldurs vegna gæti hún fullt eins verið prinsessa I nokkur ár I viðbót. — Maja Chiburdanidze, hinn nýi heimsmeistari kvenna i skák er aðeins 17 ára gömul. Hún fæddist 17. jan. 1961. Hún er yngst allra sem hlotið hafa þennan titil, en byrjaö var aö veita hann áriðl927. Nona Gaprindasviii, sú sem Maja sigraði hafði haldið titlinum 116 ár. Hún var aðeins 21 árs þegar hún varð heims- meistari. Maja Chiburdanidze tekur við lárviöarsveig heimsmeistara kvenna I skák, eftir að hafa sigraö landa sinn Nonu Gaprindasvili. Maja Chiburdanidze Lokaúrslit einvigis þeirra, sem haldið var i Pitsunda, voru 8,5:6,5. Það er ekki leyndarmál að flestir sérfræðingar höfðu spáð allt öörum úrslitum. Ég náði tali af stórmeistaranum Svetoslav Gligorits þar sem hann var stadd- ur I Júgóslaviu, skömmu áður en heimsmeistaraeinvlgið I Pitsunda hófst. Hann kvaðst full- viss um að Nona myndi sigra. Þessi reyndi júgóslavneski skák- maður og frambjóöandi til for- setaembættis FIDE, Alþjóöa- skáksambandsins, sagði aö Nona væri eina skákkonan i heiminum sem tefldi á við karlkyns stór- meistara. Á sama máli var núverandi forseti FIDE, Max Euwe. Auðvitað höfðu sérfræðingarnir rétt fyrir sér, Nona er engu lakari en margir stórmeistarar karla. En ekki var tekið með I reikninginn að Maja er það greinilega ekki heldur. I einviginu viö eldri vinkonu sina sýndi hún svo sannarlega stórmeistaralegan stll, sér- staklega I sókninni. Það var ekki tilviljun að Nona og Maja völdu einmitt Pitsunda sem einvigisstað. Þær eru báðar frá Grúsiu og þetta sjávarþorp er i Abhasi, sjáfstjórnarlýðveldi innan Grúsiu. Þannig voru þær báðar á heimavelli i keppninni um heimsmeistaratitillinn. Skák- konur i Grúsiu hafa á undanförn- um árum verið mjög I sviðsljós- inu. Hvaða ástæöur liggja að baki þvi? Það eru hefðir, en öldum saman hefur það tiðkast i Grúsiu að konur fengju taflborð I heim- anmund. Einnig er mjög góður kvannaskákskóli i Grúsiu, sem var stofnaöur af Vahtang Karseladze. Og siöast en e.t.v. ekki sist, hefur Nona verið góð fýrirmynd og haft þannig áhrif á skákkonurnar þarna. Ég vil taka það fram að þegar Nona vann heimsmeistaratitilinn keppti hún lika við landa sinn, stórmeistarann Nana Aleks- andriju frá Tibilisi. Allt að þriðj- ungur allra kvenna I alþjóðlegum keppnum siöustu árin hafa verið frá Grúsiu. Já, og til þess að móöga ekki karlmenn vil ég undirstrika að þeir kunna einnig að tefla i Grúsiu. 1 höfuðborginni, Tibilisi, búa 3 alþjóðlegir meist- arar, þeir Búhúti Gúrgenidze, Edvard Gúfeld og Tamas Georgagze. Allir hafa þeir veriö þjálfarar og einvigisvottar Maju. Skóla- stúlka frá Grúsíu I siöasta einviginu var Georgagze einvigisvottur hennar. Skákferill nýja heims- meistarans er athyglisverður. Hún lærði mannganginn 8 ára. 13 ára var hún orðin alþjóðlegur meistari og 16 ára varö hún stór- meistari. Er hún yngst allra sem hlotið hafa þessar nafnbætur innan skákarinnar. Áöur en hún tefldi I heimsmeistaraeinviginu hafði hún borið sigurorö af Alex- andriu, Ollu Kyshnir og Jelenu Ahrnilofskaja i undankeppnum. Jelena hefur þrisvar teflt lokaein- vigi við Nonu. Meðan Maja stóð i þessum undankeppnum tókst henni lika að verða Sovét- meistari. Að þeim loknum keppti hún á kvennamóti i Búdapest, þar sem hún vann til verðlauna og á alþjóðlegu karlamóti i Vilnjustan, en þar gekk henni alls ekki eins vel. Þó tókst henni að ná þar nokkrum jafnteflum við stór- meistara, m.a. við Reshef (USA), Dorfman (USSR) og Espig (Austur-Þýskaland). Þrátt fyrir að taflmennskan hafi verið bæði timafrek og erfið, andlega og likamlega, þá hefur Maja alltaf stundað nám sitt vel. 1 sumar lauk hún prófi frá skóla I Tibilisi (próf hennar samsvarar stúdentsprófi hér). Maja hefur margoft sagt að hún ætli aö leggja stund á forngrúsiskar bókmenntir (sennilega hefur hún erft bókmenntaáhugann frá móöur sinni, en hún er bókmennta- kennari). En nú hefur hún skipt um skoðun, þvi hún er byrjuð i læknisfræði. öfugt við Karpov, sem heldur þvi fram að skák sé fyrst og fremst iþrótt, litur Maja á þennan forna leik sem list. Frami I listum er henni meira viröi en árangur I Iþróttum. Siðan 1944, þegar fyrsti heims- meistari kvenna I skák, Vera Menchik, lést i sprengjuárás á London, hafa sovéskar konur haldið titlinum. Á undan Nonu voru Ljudmila Rudenko, Olga Rubsova, Elisabet Bikova heims- meistarar. Maja er sjötti heims- meistarinn og eins og fyrirrennarar hennar er hún odd- viti bestu skáklistar Sovétrikj- anna. Skáksérfræðingar telja að Maja, sem varö heimsmeistari áöur en hún var fullvaxin, muni halda áfram að þroskast I listinni eins og hún hefur rikuleg efni til. Gúfeld, fyrrverandi þjálfari hennar, er einn af höfundum nýútkominnar ævisögu hennar, „Enn er allt framundan”. 1 þessu sambandi má segja að titill bókarinnar útskýri fullkom- lega stöðu hennar gagnvart skákinni. Aleksei Srebnitski. Skólaheimllið í Breiðuvík Óskum að ráða bústjóra að heimilinu er vinni að búskap, kennslu og öðrum heimil- is-og uppeldisstörfum. Upplýsingar gefur starfsfólk skólaheimil- isins, — simi um Patreksfjörð. Forstöðumaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.