Þjóðviljinn - 06.01.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.01.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 llmsjón: Magnús H. Gíslason Glúmur Hólmgeirsson skrifar: Það er margt, sem heyrist i útvarpi og sést i blöðum, sem maður hnýtur um og getur ekki sætt sig við að sé látið svo til ganga. Ráðherra gerir sig digran Nú er látiö svo aö reyna eigi aö vernda ofveidda fiskistofna hér stórt skarö þarna I síldarstofninn af smásild, sem var hent dauöri f hafiö aftur? Þó eru Norðmenn verri Þó aö þessisaga okkar viö sild- veiöar sé ekki fögur eru þó aöfar- ir Norömanna viö norsk-islenska sildarstofninn, sem viröist vera aö bæra á sér, enn hörmulegri. Þeir viröast ekki ráöa neitt viö græögi og gróöafykn fjárplógs- manna kringum sildina svo þaö litiö, sem fariö er aö sjást af sild- inni, veröi strax uppuriö. Hnotið um sítt af hverju viö land og reyna aö koma þeim upp aftur. En hver er reynslan? Fiskifræöingar hafa nú um langan tima bent á ofveiöi á þorski. Þaö eina, sem þjóöin stóö aö lokum einhuga um til aö minnka sókn i þorskstofninn, var aö færa landhelgina út og koma útlendingum úr henni. En hvernig hefur svo gengiö siöan? Fiskifræöingar hafa sett veiöitakmörk, sem ekki mætti fara yfir ef takast ætti aö rétta stofn þorsksins viö. Þaö er einsog þeir tali þar fyrir daufum eyrum, ogalltaf veriö veitt langt yfir þau mörk, sem þeir telja aö mest megi vera. Jafnvel sjávarútvegs- ráöherra, (M.B.), hefur gert sig svo digran aö segja, aö þaö væri ekkert meö þetta álit fiski- fræðinga aö gera. Hvernig fer með slldina? Það viröist þvi alls ekki blása byrlega með aö viö ætlum, þegar viö erum orönir einráöir á miöun- um, aö búa svo að þorskstofnin- um, að hann veröi þjóöinni ævarandi auðsuppspretta. Aftur gekk gæfulega með aö vernda og koma upp sfldarstofninum hér viö land. En nú, þegar veiöar eru byrjaöar aftur er helst útlit fyrir að græögin og gróöahyggjan veröi látin leggja allt I rúst á ný, ef ekki veröur betri stjórn á en var i haust. Þegar hringnóta- veiöin hófet kom strax i ljós, aö megnið af þeirri sfld, sem veidd- ist, var svo smá, aö þaö mátti ekki veiða hana og ekki söltunar- hæf, og ekki mátti heldur bræða hana. Hér var þvi ekki um neitt aö gera annaö en sleppa öllu úr nótunum. Taka þurftiitaumana Alitiö er, aö megniö af þeirri sild, sem búiö er aö taka i nót, drepist. Er þvi hér um tilgangs- lausar veiðar aö ræöa og þar aö auki likur á, aö þetta magn af dauöri sild spilli fiskislóöum, þar sem hún rotnar. Svona veiöar virtust þvi ekki þjóna öörum tilgangien aö höggva stór skörö i sildarstofninn. Heföi þvi mátt ætla, aö yfirstjórn sildveiöa, (sjávarútvegsráöherra?) heföi tekiö i taumana og bannaö þessar veiöar. En þvi var ekki aö heilsa. Hringavitleysan hélt áfram, lik- lega i þeirri von, aö þaö kæmi þó eittogeittkast, sem eitthvaö væri nothæft i'. En hvaö var höggviö Hjá báöum þjóðunum viröist ráöa skammsýni og gróöaflkn, sem ekkert tillit tekur til skynsamlegrar langtlma áætl- unar um notkun náttúruauöæfa. Hvernig er meö loönuna hér, hlýtur ekki þessi gegndarlausa veiöi á henni að enda meö ósköp- um, eins og meö sildina? Svo eru þaö Suöurnesjamenn og Vestmannaeyingar. Þeir liföu hátt á meðan þeir voru meö hjálp islenskra og erlendra togara aö slátra mjólkurkúm slnum, hrygn- ingarþorskinum. Nú er allt i volæði þar. Kýrnar, sem búiö er aö slátra, mjólka þeim ekki lengur. Skipulagsleysi A tlma þessarar miklu slátrunar á hrygningarþorski réöi óheftur hnefaréttur einka- framtaksins, svo upp risu 2—3 fiskvinnsluhús þar sem eitt heföi nægt, og öll vanbúin og svo reyndu þau öll aö troöa skóinn hvert niður af ööru. Sýnir þetta hversu bankastarf- semi hér er áfátt, aö ausa fé I smábraskara,þar sem auösætt er aö eitt fyrirtæki i félagseign á staönum væri fullnægjandi og á allan hátt hagkvæmara, og standa svo frammi fyrir stórtapi þegar þessi óþörfu fyrirtæki leggja upp laupana. Bankarnir hafa virst fúsari aö veita fjármagni þvi, sem þeir ráöa yfir, til ýmiss konar mis- jafnlega álitlegrar spákaup- mennsku en þess, að byggja upp sterkt og heilbrigt athafnalif i landinu, sem ætti þó aö vera hlut- verk þeirra. Samvinna i stað samkeppni Vandi þessara útgeröarstaða er vafalaust stór og erfitt aö finna ráð til þess aö leysa hann. Þó viröistþaðblasa viö, aö ekkert vit er I þvi, aö halda uppi mörgum fiskvinnsluhúsum þar sem eitt er nóg. Eins viröist einsýnt, eftir reynslu Fiskiöjusamlags Húsa- vlkur, sem rekiö er á félagslegum grundvelli og viröist hafa algera sérstööu meöal útgeröarfyrir- tækja I landinu, aö útgerö og fisk- vinnsla værifarsælliog liklegri til heilla fyrir bæjarfélög, aö hvort- tveggja værirekiö á félagslegum grundvelli. Þaö sannast þar eins og allsstaöar, aö samvinna er heilladrýgri en skefjalaus hnefa- réttur. Hans heilagleiki, herinn Aö þessu rituöu ber mér fyrir augu frásögn um aö Suðurnesja- menn séu enn aö kæra yfir auk- inni eitrun frá hernum á Miönes- heiöi. Þeir hafa oft kvartað yfir þessu viö islensk yfirvöld en aldrei haft árangur sem erfiði. Likast sem undirlægjuhátturinn sé svo mikill aö allt, sem frá hernum kemur og er honum viðkomandi, hljóti aö vera af þvi góöa. Helst heftir þvi veriö boriö viö, aö þaö sé of dýrt aörannsaka þetta og úr aö bæta. Mér er þvi spurn: Er ekki her- inn þarna á Miðnesheiði skyldur til, eins og aðrirmenn, aöhreinsa sinn eigin skit og valda ekki öör- um tjóni meö ófullkomnum frágangi alls úrgangs? Eöa er það skoðun yfirvalda hér, aö viö eigum aö skeina hvebjálfana þarna i herstöðinni, hella úr koppum þeirra og moka skitinn undan þeim, og þykja heiöur að? Mætti nú ekki vænta þess aö núverandi stjórn sýndi þá rögg- semi af sér, aö sjá um aö herinn hætti aö veita oliuúrgangi sinum I vatnsból Suöurnesjamanna og beri sjálfur kostnaö af þeim framkvæmdum? Þó aö hún geröi ekki meira en þetta I þessum málum er þaö þó þakkavert, en eins og stjórnin er samansett viröast engar likur til aö hún beri gæfu til þess að hreinsa þessa óværu af landi og þjóö. t klóm Alþjóðabankans? Nú hefur rekiö á fjörur frásögn, sem fullyröir, aö lánasamningar viö Alþjóöabankann vegna iána til stórvirkjana hérlendis séu þannig úr garöi geröir, að bank- inn hafi þar tögl og hagldir, Land- inn veröi þar aö standa og sitja eins og þessum höfuöpaur al- þjóöaauövaldsins þóknast. Gæti þarna veriö lausn á þeirri gátu hversvegna eriendum auöhring- um, sem hingað teygja klærnar, er alltaf falt rafmagn, jafnvel langt neöan viö framleiösluverö. Ekki getur hún verið okkur i hag, slik sala, en allnokkur búbót fyrir auöhringinn. Að fengnum þessum upplýsing- um veröur manni hugsað til ófreskjunnar á Grundartanga, sem þar er aö veröa fuilsköpuö, ogvar komin lengra á leiöensvo, aö núverandi stjórn gæti fengiö eytt henni. Ogheföi þó veriö þarf- ara verk en mörg fóstureyöingin, sem framkvæmd er. Hvaðan kemur fjármagnið Hvernig er þetta fyrirtæki fjármagnaö og meö hvaöa kjör- um ogskyldum? Nú er látiö heita, aö rikiö eigi meira en helming fyrirtækisins en útlendur auö- hringur hinn hlutann. Það er ljóst hverjum manni, aö islendingar eigi engan eyri handbæran til aö leggja þarna fram. Hvaðan kem- ur þeim þá þetta fé, og meö hvaö kjörum og skilyröum? Eöa leggur erlendi auöhringur- inn fram allt féö til byggingarinn- ar og rifur helmingur veröur tal- innlántil íslendinga.svo þeirgeti i oröi talist eiga meiri hluta? Ef svo væri, yröi meiri hluta nafniö litilsviröi. Eigendur fjárins yröu alltaf þeir, sem réöu. Niöurstaöan yröi raunar alveg sú sama þótt féö væri fengiö annarsstaöar. Þetta samkrull viö útlendan auöhring getur aldrei leitt til neins góös. Þótt taliö sé aö viö höfum meirihluta vald veröur þaö i reynd einskis nýtt. Hringurinn hefur efniskaup og sölu framleiöslunnar i sinum höndum og þar meö alla aöstööu til aö hiröa gróöann, ef hann er einhver, en láta verksmiöjuna bera tapiö, þ.e. meiri hluta eigentía. Þetta mun nú hafa verið leikiö óhikaö viö bygginguna. Samningana á borðið Fari meiri hlutinn aö gera sig digran eru nóg ráð til þess aö þagga niöur i honum, t.d. meö þvi að segja honum aö taka viö fyrir- tækinu aö öllu leyti. Og hvernig ætti meiri hlutinn aö geta þaö þegar vitaö er aö hvorki væri hægt aö fá hráefni né selja fram- leiðslu? Hringurinn sæi um þaö. Og varla fengist heldur lánsfé til þess aö kaupa minnihlutann út. Þaðhlýturþvi aö veröa allhæpinn ávinningur aö þvi aö rugla sinu viö erlenda auöhringa enda þótt viö séum aö nafninutil taldir hafa meiri hluta, þaö veröur aldrei I reynd. En viö hljótum aö gera þá kröfu, aö allir þeir samningar, sem geröir hafa verið viö útlend- inga um þessa verksmiöju á Grundartanga veröi birtir. Bæöi samningar við norska hringinn um samvinnu hans og felensku eigendana og alla samninga islands um lán til framkvæmdanna. Þetta á að koma fram hreint og undanbragöalaust á boröiö. Glúmur Hólmgeirsson, Vallakoti. Frá basar Dvalarheimilisins. Basar í Borgarnesi Fimmtudaginn 7. des. s.l. hélt vistfólkiö á Dvalarheimiii aldr- aðra i' Borgarnesi sýningu og basar. Voru þar til sýnis og sölu fjölmargir góöir gripir, sem vistfólk hefur sjálft unniö. Þetta mun vera annaö áriö, sem þessi starfsemi á sér staö og fer hún fram undir hand- leiöslu Sigriöar Jónsdóttur. Þótt þetta sé aöeins I annaö sinn, sem vistfólkiö heldur basar af þessu tagi, hefur starfeemin vakiöslika athygli og aödáun aö naumast leiö hálf klukkustund frá þvi aö opnaö var og þar til allt mátti heita uppselt. (Heim.: Rööull). jó/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.