Þjóðviljinn - 21.07.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.07.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. JúH 1879 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 7 Hin nýja kæligeymsla bæjarútgerOarinnar getur rúmab I allt milli 8 — 10 þús kassa, en þegar þessi mynd var tekin voru milli 3 — 4 þús kassar komnir inn I hina nýju og glæsilegu kæligeymslu sem kemur til meö að auka nýtingu og halda gæðum fisksins við, meðan beðið er eftir að hann komist i vinnslu. Ljósm. Leifur Rætt við Kristvin Kristinsson, annan fulltrúa Alþýðubandalags- ins í útgerðarráði vin er jafnfram annar af tveimur fulltrúum Alþýðubandalagsins i útgerðarráði Bæjarútgerðar Reykjavikur. Kæligeymslan bætir nýtinguna stórlega „Þettaerorðinn alveggifurleg- ur munur frá því sem áöur var” sagði Kristvin ,,núna landa togar- arnir hérna alveg upp við geymslurnar og allt keyrt beint á lyfturum hingað inn I kæli- geymslurnar sem eru ekki nema um 10 metra fra hafnarbakkan- um. Aður fyrr lönduðu togararnir i Austurhöfninni og öllum aflanum var síðan ekið á vörubilum gegn- um miðbæinn vestur i fiskiðjuver. 1 dag notumst við aöallega við lyftara oghöfum einn vörubil sem er i' eigu bæjarútgerðarinnar til að aka fiskinum héöan úr kæli- geymslunni yfir I möttökuna á fiskiðjuverinu sem er um 200 m héðan. — Kemur ekki kæligey mslan til með að auka verðmæti fisksins? „Alveg tvimælalaust. Þettavar oft hörmulegt ástand hérna áöur fyrr, þegar td. allt var fúllt af fiskii móttökunni yfir helgi. Fisk- ur, sem metinn var upp úr togara i 1. flokk, var jafnvel kominn niður I þriðja flokk ef hann varö aðbiöa i tvo daga eftir að komast i vinnslu. Nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur af sllku. Kæli- geymslan tekur 8 — 10 þús. kassa og þar verður þvi sjálfsagt nóg pláss, þvi I þeirri miklu aflahrotu sem nú hefur gengið yfir siðustu vikur hefur kæligeymslan staöið fuilkomlega fyrir sinu. — Eru einhverjar aðrar hugmyndir uppi I útgerðarráði varðandi samtengingu móttök- unnar i fiskiöjuverinu og nýju kæligeymslunnar? „Menn hafa rætt um einhvers- konar færibandakerfi þar á milii, en ekkert hefur ennþá verið á- kveðið i þeim efnum.” Mikið uppbyggingarstarf Nú eru breyttir timar við uppskipunina. Togararnir landa beint fyrir framan kæiigeymsiuna og iyftari ekur siöan afianum beinustu leiö inn I kæligeymsluna. — Nú er rétt liðlega eitt ár liðið frá þvi nýr meirihluti tók við i út- geröarráði. Hafa orðiðeinhverjar stef nubreytingar I rekstri út- gerðarinnar á þessum tíma? ,,Já alveg tvlmælalaust. Vinstri meirihlutinn hefur lagt áherslu á þaðaðbyggja upp starfssemi út- gerðarinnar og hafa margar til- lögur i þá veru verið samþykktar á þessu fyrsta starfsári nýja meirihlutans. Það hefur veriö gott samstarf við minnihluta I- haldsins i útgerðarráði, en samt verður að segjast, að fhalds- menn hafa yfirleitt haft lltinn á- huga á rekstri bæjarútgerðar- innar, nema þá helst Bjarni Benediktsson heitinn, sem var dyggur stuöningsmaður útgerð- arinnar. Sem dæmi um áhuga íhaldsins i þessum efnum eða öllu heldur á- hugaleysi, þá voru einir 8 togarar i eigu útgerðarinnar á nýsköp- unarárunum, en i dag eru þeir helmingi færri, eða aðeins 4. Þaö var þvi eitt af fyrstu verkum okk- ar imeirihlutanum að samþykkja tillögu um kaup á tveimur nýjum skuttogurum og var sú tillaga endaniega afgreidd og samþykkt útgerðarráöi 29. janúar sl. Annar togaranna er smiöað- ur I Portúgal og verður afhentur núna eftir næstu áramót en hinn aö hann verði afhentur okkur seinni partársins 1981. I tillögun- um um þessi togarakaup er meirihlutans í útgerðarráði nýja Fyrir skömmu tók bæjar- útgerð Reykjavikur i notkun nýja kæligeymslu fyrir kassafisk, en aöbúnaöur Bæjarútgerðar- ínnar á þvi sviöi hafði verið mjög lélegureða nánar enginn fram til þessa. Þjóðviljinn átti fyrir stuttu samtal við Kristvin Kristinsson umsjónarmann meðfiskmóttöku i Bakkaskemmu þar sem hin nýja kæligeymsla er til húsa en Krist- Samþykkt kaup á tveimur nýjum skuttogurum Kristvin Kristinsson umsjónar- maður með fiskmóttöku i Bakka- skemmu er annar af tveimur full- trúum Alþýðubandalagsins i út- gerðarráði Bæjarútgerðar Reykjavikur. reiknað með að seldur verði einn eldri togari útgerðarinnar en það er samt ekkert frágengið mál, viö stefnum að því að halda þeim öll- um. Núþá dreif nýi ineirihlutinn i þvi að fullklára þessar kæli- geymslur sem ég lýsti hérna áðan og koma tilmeð að auka nýtingu hráefnisins um allan helming. Þá hefur verið unnið að þvi öllum krafti aö skipta togurunum yfir á svartoliuna, sem hefur gifurlegan sparnað I för með sér, og nú eru þrir togarar komnir á svartoliu- brennslu,eöa allir nema Hjörleif- ur, en óvíst er hvort mögulegt er að breyta honum vegna þess hvernig vélin er uppbyggð, en Hjörleifur er byggður I Frakk- landi en hinir togararnir á Spáni. Af ööru sem nefna má þá hefur verið ákveðið að kaupa stóra og mikla kassaþvottavél og aöra hluti sem vantað hefur, en nauð- synlegt er að hafa i nútima frysti- húsi. Annars heföi útgerðin þurft að fá nýja lóð fyrir nýtt frystihús eins og td. þar sem Isbjörninn trónir nú, en Ihaldið sá til þess á sinum tima að tryggja einka- framtakinu þá aðstöðu. — Hvernig hefur rekstur út- gerðarinnar gengið á siöasta ári? „Afkoman var góö á fiskiðju- verinu, þar varð tekjuafgangur um 65 miljónir. Þá hafa togararn- ir aflað alveg sæmilega það sem af er árinu þannig að ég held við þurfum engu að kviða ef rétt er haldið á spööunum og bæjarút- gerðin rekin sem fyrirtæki i eigu og þágu almennings.” sagði Kristvin að lokum. —ig Svona eru fiskikassarnir þvegnir meö gamla laginu en útgeröarráö hefur ákveðið að bæta úr þvi eins og öðru og kaupa nýja fulikomna kassaþvottavél.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.