Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ginsog fram hefur komiö I Þjóðviljanum er Fjalakötturinn nýtekinn til starfa, og þvi upp runnin betri tiö fyrir kvik- myndaunnendur I Reykjavík. Hér veröur nú stuttlega gerö grein fyrir vetrardagskránni, en nánari upplýsingar fá menn svo I sýningarskrá Fjalakattar- ins, sem kemur væntanlega út siöar I þessari viku. Fyrsta myndin I vetur, og sú sem sýnd er um þessa helgi, er Allonsanfan, eftir itölsku bræö- urna Paolo og Vittorio Taviani. Fjalakötturinn sýndi á sinum tima frægustu mynd þeirra, Padre Padroni, en Allonsanfan er gerö nokkru áöur og hlaut ekki verulega frægö fyrren eftir að Padre Padroni haföi verið verölaunuö i bak og fyrir. Viö höfum þaö eftir áreiöan- legum heimildum, aö Allonsan- fan sé frábær mynd, jafnvel betri en Padre Padroni. Mar- cello Mastroianni leikur aðal- hlutverkiö í henni, þreyttan byltingarmann á Suður-ítaliu. Næst á dagskrá (27., 29.og 30. sept.) er sú umtalaða mynd Renaldo og Clara,,sem Bob Dyl- an á heiöurinn af. Hún er mjög löng, 232 minútur, og veröur aö breyta sýningartimanum af þeim sökum. Hún veröur sýnd kl. 20 á fimmtudagskvöldiö og kl. 16 og 20 á sunnudaginn, en laugardagstiminn er óbreyttur, kl. 17. Er ekki aö efa aö Dylan- aðdáendur munu þá streyma i Tjarnarbió i stórum hópum. Nýsmiður Dagbók önnu Magdalenu Bach eftir Jean-Marie Straub veröur sýnd 4., 6. og 7. okt. Straub er merkur nýsmiöur i kvikmyndalistinni, bæöi hvaö snertir innihald og tækni. Hann er franskur aö þjóöerni, en flestar myndir hans eru geröar i Þýskalandi. 11., 13. og 14. okt. kemur svo mynd eftir pólska meistarann Andrzej Wajda: Allt er falt.frá 1968. Þetta er mynd sem Wajda geröi I minningu leikarans Zby- szek Cybulski, sem fórst af slys- förum skömmu áður. En mynd- in er einnig um Wajda sjálfan og afstöðu hans til listarinnar, einskonar uppgjör I stil viö 8 1/2 eftir Fellini, þótt þessar myndir séu gjörólikar. Allt er falter þvi mynd sem allir aödáendur Wajda verða að sjá. Spánskar kvikmyndir hafa verið nokkuö ofarlega á baugi i kvikmyndaheiminum siöan Franco geyspaöi golunni og andrúmsloftiö varö ögn frjáls- legra þar I landi. Myndin Hiö langa sumarfri áriö 1936 sem Buster Keaton veröur á dagskrá Fjalakattarins I vetur. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir: Vetrardagskrá Fjalakattarins Fjalakötturinn sýnir 18., 20. og 21. okt. var ein fyrsta myndin sem fram kom. Einsog nafniö bendir til fjallar hún um fortlö- ina, þessa blóöugu fortiö sem Spánverjar fengu ekki aö tala um fyrren Franco var dauöur. Leikstjóri er Jaime Camino. Þrír aðalf lokkar Sökum plássleysis hér á siö- unni veröur nú fariö nokkuö hratt yfir sögu, og gerö tilraun til að flokka myndirnar nokkuö, en dagsetningar látnar eiga sig, enda veröa þessum myndum væntanlega gerö betri skil þeg- ar nær dregur sýningardögun- um. Þrir flokkar mynda eru mest áberandi á vetrardagskrá Fjalakattarins. I fyrra var gerð skoöanakönnun meöal félags- manna um þaö, hvernig myndir þeir vildu helst sjá, og kom út úr þeirri könnun sterk löngun i jap- anskar myndir og franskar gamanmyndir. Aöstandendur Kattarins bættu svo viö þýskum expressjónisma. Úr siöastnefnda flokknum veröa sýndar eftirtaldar mynd- ir, sem allar eru sigild meist- araverk frá mesta gróskuskeiöi þýskrar kvikmyndasögu: Nosferatueftir F.W. Murnau, gerö 1922 — fyrsta myndin um þann sögufræga Rúmena, Dra- cula greifa. Skápur Dr. Caligari (1920) eftir Robert Wiene, sigild hrollvekja um brjálaðan vis- indamaiin. Og loks tvær myndir eftir Fritz Lang: ,,M” (1931) og Metropolis (1926). Frönsku gamanmyndirnar eru: Miljóninog Undir þökum Parisarborgareftir René Clair, og Borg hins takmarkalausa ótta eftir Jean-Pierre Mocky. Fleiri franskar myndir eru á dagskrá: Weekend eftir Godard og Lyfta til aftökustaöar eftir Louis Mallé. Japönsku myndirnar eru: Ugetsu Monogatari eftir Kenji • Mizoguchi, Tvöfalt sjálfsmorö eftir Masahiro Shinoda, Oni- babaeftir Kaneto Shindo, Dode- ska Den eftir Kurosawa, ólym- píuleikarnir I Tokyo, eftir Kon Ichikawa, og loks mynd eftir Nagisa Oshima, þann er fór svo mjög fyrir brjóstið á kvik- myndaeftirlitinu á Kvikmynda- hátiö Listahátiöar hér um áriö. Þessi mynd heitir Veldi á- striönannaog ber ekki aö rugla henni saman viö Veldi tilfinn- inganna. Polanski og Antonioni Polanski er ómissandi nafn á lista einsog þessum. I vetur veröur sýnd ein af hans fyrstu myndum: Hnífur I vatninu. Antonioni á lika eina mynd: Zabriskie Point. Hakakrossinn nefnist heimildarmynd um nas- ismann sem Philippe nokkur Mora hefur gert, og er i henni m.a. notað efni frá Evu Braun, einskonar „fjölskyldumynd” af foringjanum. Buster Keaton og Max Linder koma til meö aö skemmta okkur I vetur, bæöi meö ýmsum stuttum myndum og svo Steamboat Bill Jr. eftir Keaton. Ein mynd er frá Suður-Ame- riku: Hugrekki fólksins eftir Bólivíumanninn Jorge Sanjines, sem er einn merkasti kvik- myndastjóri þeirrar álfu um þessar mundir. Fulltrúi Svia er enginn annar en grinistinn Tage Danielsson, en hann á þarna myndina I huv- et paa en gammal gubbe, sem þeir fjalakettlingar hafa þýtt svona Sem svipt úr heföu gam- als manns. Pönkararnir fá eitthvaö fyrir sig: Punk in London nefnist ein Framhald á bls. 21. Kristín Bjarnadóttir: Að verða eitthvað Að verða eitthvað er að mega hugsa það sem aldrei yrði hugsað án þín er að mega sjá það sem aldrei yrði séð án þín er að mega gera það sem aldrei yrði gert án þín Aðeins í fullvissu um að einhver þurfi á þér að halda geturðu orðið eitthvað af sjálfsdáðum þess vegna leitum við hvors annars Flestir eiga fullt í fangi með að viðhalda eignarrétti sjálfs sin Varnarmúrar eru margbrotnir Sumir borga gjarna fyrir annarra verk og halda sér borgið Aðrir nota eigið afl og vex ásmegin skammt er á milli þess sem er viðráðanlegt aðeins í hugsjón finnast möguleikarnir óskertir Sjáumst í Alþýðuleikhúsinu Kristín. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 10—12 OG 13—17 Símar: 20345 - 38126 74444 24959 - 39551 oanssHfiu sivninssonnR KENNSLUSTAÐIR: Reykjavik: Brautarholt 4 Drafnarfell 4 Félagsheimili Fylkis (Árbæ) Kópavogur: Hamraborg 1 Kársnesskóli Seltjarnarnes: Félagsheiniilið Hafnarfjörður: Gúttó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.