Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Stlnnudagur 23. september 1979 Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Belgrad* Albanía. á albönsku: Shqipfeqa (land arnarins) Staösetning: á Balkahskaga vestanverðum Stærð: 28.748 ferkm. 'v Meðalhæð yfir síávarrr.„... Náttúruauðæfi: Ýmiss konar jnálmur og olia. Tunga: albanska (indo-évrópskt) Fólksfjöldí: 2,5 millj., afkomendur lllyra. \ Höf uðborg i^-Tir.ana, 250 þús. íb. Ríkisskipulag: Sósíalismi, alræði öreiganna. „Jöröin en ekki Við förum frá Kaupmannahöfn með ferðafólki á veg- um Dansk- albanska vináttufélagsins. Flugvéliner ung- versk. Um borð er boðið upp á kryddpylsur, ost, keldu- vatn og pepsíkóla. Á leiðinni er gist í Búdapest og svo er haldíðáfram með viðkomu í Belgrad. Þaðan fljúgum við út yfir strönd Adríahafsins og í sveig inn yfir albanskt landsvæði í áttina til Tirana. Albaníu-megin eru ásarnir og hæðirnar við ströndina uppgræddar og frá f lugvellin- um sjáum við fjallgarðinn í austri standa upp úr hvít- blárri móskunni eins og snævi þakta tinda, grjótið og klettarnir eru hvítá litinn. Flugvöllurinn er umkringdur ökrum. Sumir grænir af maísrækt og aðrir í hörgulum lit hveitiuppskerunnar. Umhverfis flugstöðina eru ýmis konar tré, runnar og blóm til skrauts. Við könnumst að- eins viðeinn runnann: langir teinungar vaxnir lárviðar- laufi. okkar A flugvellinum sáum viö einnig i fyrsta sinn vinsamleg samskipti sem viö áttum eftir aö sjá oft I ýmsum myndum: Þrir fullorönir karlmenn héldu þétt yfir axlirnar hver á öörum i mesta bróöerni og iáköfum samræöum. Þetta kvöld sáum viö sams konar viömót á „rúntinum” i Tirana. Manngrúi aö spássera á götunum, tala sam- anog hitta aöra i svo vinsamlegu andrúmslofti aö viö sögöum okk- ar á meöal aö enginn tryöi okkur á Islandi og varla viö sjálf þegar heim kæmi. Verksmiðjan er stofnun 1 úthverfi einu i Tirana er stór verksmiöja. Þar eru framleiddir vélahlutar. Fyrsti albanski trakt- orinn kom þar út i fyrra og nú er áætlaö aö smiöa einnig vörubila. — I málmsteypunni hittum viö Shollo. Hann hefur unniö þarna i 15 ár. Viö spyrjum hann um starfiö og verksmiöjuna. Verk- smiöjan hefur stækkaö og afköst- in aukist. Þegar liöur á samtaliö fer okkur aö skiljast aö þetta er ekki verksmiöja eins og viö eig- um aö venjast. Verkamennirnir ákveöa framleiöslumagniö og þeir hlaupa ekki endilega heim þegar vaktinni er lokiö. Verka- mannaráö er i verksmiöjunni sem skiptir sér af öllu. Félagslif er mikiö á staönum. Námshringir eru settir á fót og sumir verka- mannanna eru I tækni- og háskólanámi. Fótboltaliö verk- smiöjunnar tekur þátt i lands- keppninni og Shollo stjórnar kór. Viö biöjum hann aö syngja fyrir W* Röskar hendur gera hræruna klára. Hrafn E. Jónsson skrifar ferðasöguglefsur frá Albaníu okkur og verkfræöingurinn tekur undir meö honum. Lagiö er sér- kennilegtogfjallarum frumkvæöi Envers Hoxha. Listdansarahópur frá verksmiöjunni vann fyrstu verölaun i fyrra á „Tiu dagar i mai”-listahátíöinni fyrir leik- menn. Rennismiöjan er geysistór sal- ur. Okkur var sagt aö 43% verka- mannanna væru konur. Þarna sýndist okkur kvenþjóöin vera i meirihluta. A einum staö er véla- samstæöa sem er ónothæf vegna þess aö þaö vantar eina vélina i rööina. Festingarnar eru klárar og gripa I tómiö. Þetta er sam- stæöa keypt af kinverjum og þeir neita aö afgreiöa vélina sem á vantar fyrr en albanir flaöra upp um þá og leggjast hundflatir. Þaö er ljóst aö vélin veröur aldrei af- greidd. Viö spyrjum1 hvort viö megum ekki ræöa viö eina kvennanna. Henni er ekki vel viö þetta um- stang þegar viö ráöumst aö henni og spyrjum hana spjörunum úr. Hún heitir Marita og er 25 ára. Nei, hún er ekki gift og svipurinn á henni segir: Hvers konar spurningar eru þetta eiginlega? Viö gefumst ekki upp og spyrjum hvaö hún ætli aö gera i kvöld eftir vinnu. Þá lifnar hún aftur viö. Þær ætla nokkrar stöllur aö hitt- ast i verksmiöjunni og ræöa framleiösluvandamál. Aftur rek- umst viö á þetta undarlega á- stand sem er okkur svo framandi. Verksmiöjan er ekki bara vinnu- staöur. Hún er miklu meira. Þaö rennur einnig upp fyrir okkur aö kvenfólk getur veriö jafn áhuga- samt um tækni- og framleiöslu- vandamál og karlmenn. Úti á milli verksmiöjuhúsanna er stórt áróöursspjald. Þaö er mynd af þvi hvernig marxisminn- leninisminn visar Húa á rusla- haug sögunnar. Okkur sýnist Titó og Brésnev sitja þar fyrir, ámát- legir á svipinn. Jarðskjálftinn „Jöröin skelfir fjöllin en ekki hjörtu okkár” (texti á skilti viö veginn á jaröskjálftasvæöinu). Viö komum til jaröskjálfta- svæöisins þ. 1. ágúst, 3 og hálfum mánuöi eftir jaröskjálftann mikla i Júgóslaviu og Albaniu. Albaniu megin viö landamærin fórust 35 manns, um 10 þús. hús og mann- virki skemmdust og 6 þús. fjöl- skyldur uröu heimilislausar. 1 þorpinu Bahcallek er endur- byggingin langt komin og á undan áætlun. Fjöldi sjálfboöa- liöa vlös vegar af landinu vinnur þar. Búiö er aö reisa granitplötu I þorpinu og á henni stendur aö þ. 9. mai 1979 hafi uppbygging Bahcaliek hafist eftir aö þorpiö hrundi gjörsamlega þ. 15. april 1979. Viö kikjum inn i þaö hús sem stendur næst okkur og er aö mestu fullgert. Húsiö er byggt fyrir tvær fjölskyldur meö aö- skildum inngangi á hvora hæö. A efri hæöinni eru tveir trésmiöir aö leggja massift parkett á stofu- gólfiö. Þeir horfa undrandi á út- lendingana. Ibúöin er u.þ.b. 80 ferm. og þriggja herbergja. Hin gólfin eru lögö steinflísum, hrein- lætistækin eru ókomin og rafvir- arnir standa út úr veggjum og biöa frágangs. — Trésmiöirnir segja okkur aö þeir séu aö vinna sjálfboðavinnu þarna. Annars vinna þeir i trésmföafyrirtæki I Shkodraborg. Þeir fengu fri á fullum launum til aö taka þátt i uppbyggingunni. Viö lýsum yfir undrun viö þá hve fljótt þessi hús hafa verið byggö. Þeir brosa á- nægöir og viö göngum út i sólskin- iö. Rustem gengur meö okkur inn- an um húsin. Hann er forstööu- maöur borgarbókasafnsins I Shkodra en hann er meö okkur þarna þvi hann er i framkvæmda- ráöi borgarinnar og þetta þorp er innan borgarmarkanna. Hann fullyrðir aö svona sé gengiö frá öllum ibúöum: parkett á stofu og steinflisar á hitt. — Við göngum fram á steinahrúgald. Þar haföi eitt húsanna staöiö fyrir jarö- skjálftann. Nýju húsin eru betri og stærri. Þau eru hlaðin úr tfgúl- steini meö járnbentum uppistöö- um og gólfplötum. Þau eiga aö þola mesta jaröskjálfta. Rikiö leggur til efni og skipulagningu en sjálfboöaliöar alla vinnu og þeir sem uröu fyrir náttúruhamförun- um fá ókeypis betra húsnæöi. Þannig getur ógæfan snúist til hins betra. Viö stönsum viö annaö hús. Þar erveriö aöhlaöa veggi á efri hæö. Bæöi konur og karlar vinna saman i glaöværö. Foringi sjálf- boöaliösflokksins er kennari frá Tirana. Hann er meö tveggja daga skeggbrodda, brúnt andlit af sól og hreyk- inn af frammistööu flokksins. Þau munu ljúka sinu verkefni einum mánuöi fyrir áætlaöan tima. Hann segir okkur aö hann hafi strax boöiö sig framþegar hann frétti um jaröskjáiftann og flokkurinn og rikisstjórnin báöu um sjálfboöaliöa. Hann varö bara aö ijúka skólanum og vona hiö besta þvi miklu fleiri buöu sig fram en komust. Hann er einarð- legur á svipinn og okkur finnst hann vera eins og fulltrúi fyrir alla þá samhjálp sem kemur fram i þessum byggingum og mannfjölda. — Stuttu áöur höfö- um viö séö I sænsku blaöi, Dagens Nyheter, grein frá jaröskjálfta- svæöinu Júgóslaviu-megin. Sam- kvæmt blaöinu er litiö búiö aö gera og fólkiö i uppgjafarskapi Einhverja áætlun er búiö aö gera sem er miöuð viö 1981. — Sjálf- boöaliöinn sagöist vita þetta og að þaö væri náttúrlega munur á stjórnkerfunum. í Albaniu værí þaðjfólkiö meö flokkinn i farar- broddi en I Júgóslaviu væru þaö endurskoöunarsinnarnir sem heföu mestar áhyggjur af feröa- ’r 'j SKSÖi* mannaversluninni niöur viö ströndina, hótelum og kókakóla- menningunni en ekki fólkinu. Hérna var áætlaö aö ljúka allri endurbyggingu fyrir 1. október 1979 en þeirri áætlun verður náö einum mánuöi fyrir þann tima. A meöan búa Ibúar þorpsins i her- mannatjöldum og stunda sina vinnu. Fyrir börnin er þetta stutt sumarævintýri i. áhyggjulausri útilegu. Albönum var boöin aöstoö erlendis frá en þeir afþökkuöu hana kurteislega. Annars vegar var sú aöstoö mjög litil, tiltölu- lega fá uppbyggö hús á meðan þörfin var upp á þúsundir húsa. Hins vegar var þetta einnig póli- tiskt atriði aö sjá um þetta sjálfir á eigin vegum og án erlendra sér- fræöinga 1 samsetningu nokk- urra húsa frá útlöndum ásamt til- heyrandi fréttamennsku um aö endurbyggingin I Albaniu væri nú undir velviljuöum útlendingum komin. Ströndin Strönd Adriahafsins er hvit og blátt hafið er svo hreint og kyrrt aö eftir nokkra daga i nágrenni þess setur aö manni ógnvænlega tilfinningu. Þaö er eins og hafiö sé aö bralla eitthvaö. En þetta er ekki úthaf og engin skyndileg veðrabrigöi eru hér I samanburöi viö Island. Albanir hafa löngum haft þessa óþægilegu tilfinningu u gagnvart hafinu. Gamlar sögu- sagnir segja frá skrimslum og i Lítill og stór Albania er litiö land meö stóra óvini. Flestir kannast viö landiö af afspurn: Alban- ir eru róttækir. Þeir rifa kjaft viö stórveldin. — Sumir töldu þá útibú Kinverja i Evrópu vegna þess aö þeir vöröu Kinverja þegar Krú- stéf gerö sem haröasta hriö aö þeim. Þeir böröust einnig fyrir rétti Kinverska Alþýöu- Lýöveldisins til setu i Sþ. Sovétrikin vildu hafa ráö- stöfunarrétt yfir albönum og þegar þeir neituðu aö hlýöa, bannfæröi Krústéf þá. — Sama sagan endurtók sig siöastliðiö sumar nema þá kom bannfæringin frá Pe- king. Kinverjar notuðu sömu aöferöir gegn albönum og Sovét beitti bæöi gegn albön- um og kinverjum áöur: ein- hliöa svik allra samninga. Þjóörembingspólitlk kin- verja sýndi sig svo i vetur þegar þeir geröu innrásina I Vietnam. Þ.e.a.s. pólitik sem gengur út á aö hinir stærri hafi rétt til aö fara meö lög- regluvald meöal hinna minni og stugga þeim til og frá. Albanir eru fordæmdir af öllum sem álita enga smá- þjóö mega sin neins nema meö þvi aö halla sér aö ein- hverjum stórum. Þannig sögðu kinverjar: „Fyrst þiö viljiö ekki hlýta okkar for- ystu þá þýöir þaö náttúru- lega aö þiö ætliö aö halla ykkur aö Sovét.” En albanir eru stoltir. Þeir hafa valiö leiö sjálfstæöisins og veröa aö treysta á eigin mátt. Stelpurnar I handlanginu. nútimanum hafa innrásarherir komiö yfir hafiö. Láglendiö meö- fram ströndinni var mýrlent. Þar vaknaöi upp á vorin moskitóflug- an og bar malariuna manna á meöal. Ströndin var, sem sagt, ó- byggileg og fina fólkið i Durres, hafnarborginni, foröaði sér alltaf á sumrin inn i landiö til Tirana. Núna er búiö aö vinna bug á malariunni og tugir þúsunda Albana er hér f sumarleyfi á ströndinni skammt fyrir sunnan Durres. Sumar-, gistihús og hótel eru hér I rööum. Albanskur verkalýöur hefur forgang aö ströndinni og útlendingar koma meö skilyröum albana. — Viö sleikjum sólskinið, syndum i sjónum og gefum okkur tima til aö ræöa viö túlkinn okkar um lifiö i þessu landi. Hver ræður? Túlkurinn talar ensku. Hann er kominn á eftirlaun og hefur lifaö timana tvenna, séö ítalska og þýska fasista herja land og þjóö. Hann tók þátt I baráttunni fyrir frelsun landsins og ber með sér stolt þess sem frelsar sig sjálfur. „Viö uröum aö byrja á núlli eftir striö”, segir hann. „Bretarnir vildu gleypa okkur en við sýndum þeim hnefann. Amerikanarnir ætluöu aö vera sniöugri og sendu yfir okkur flugumenn i fallhlifum meö allan nýtiskulegasta út- búnaö og vopn. Hlutverk þeirra var aö skipuleggja valdarán aö innan. Þessir flugumenn náöust fljótt. Viö komumst aö leyni- sendingalyklinum og sendum beiöni um meiri vopn og útbúnaö þvi uppreisnin væri á fullu! Kan- arnir héldu þannig áfram aö senda okkur útbúnaö I fallhlifum að næturlagi uns þeir uppgötvuöu aö þaö væri eitthvaö skrýtiö meö þessa uppreisn. Þeir einu sem sýndu okkur viröingu voru Sovét- rikin á timum Stalins.” Viö spyrjum hann um lýöræöiö. Bara einn flokkur er leyföur i landinu og fréttir af kosningum fjalla um aö 99.9% kjósenda hafi kosiö fulltrúa Alþýöufylkingar- innar til þingsins. „Þetta er alveg eins og i Sovét sem þiö fordæm- iö.” „Nei, nei, alls ekki,” segir hann „þetta er alls ekki þaö sama. Þiö eruö vön aö hafa marga flokka til aö velja á milli. Ýmislegt ber á milli þessara flokka en þeir hafa samt það sameiginlega markmið aö viö- halda kapitalismanum. Hjá okk- ur er þaö Flokkur vinnunnar og Alþýöufylkingin sem I nafni fjöld- ans vilja hafa sósialisma og vinna saman. Margir þingmenn okkar eru ekki I flokknum þó þeir séu hlynntir sósialismanum.—Þegar kosningar eru, eins og t.d. i fyrra, þá eru fulltrúarnir valdir af fólk- inu. Þannig var þaö I hverfinu sem ég á heima i I Tirana. Fyrst voru fjöldafundir I húsráöunum og þar var rætt um hverjum þeir gætu best mælt með sem fulltrúa úr hverfinu. Svo kom hverfisráöiö saman og ræddi tillögurnar frá húsráöunum. Hverfisráöiö ákvaö endanlega aö mæla meö ungum manni sem haföi getiö sér gott orö og allir i hverfinu treystu. Þetta er nú einfalt mál og ekkert skrýt- iö aö allir kjósi svo sinn mann i kosningunum. Þegar þessi maöur er svo oröinn þingmaöur okkar þá fær hann engin laun fyrir aö vera þingmaöur. Hann fær bara frl úr vinnunni nokkrum sinnum á ári þegar þingiö er kallaö saman til aö kjósa stjórn, semja lög og gera áætlanir. — Viö erum ekki meö atvinnu -þingmenn eins og á vesturlöndum. Hér þurfum viö ekki sifellt aö breyta lögum, gera bráöabirgöaráöstafanir, breyta sköttum og tollum og blása ryki i augun á fólki.” Við spyrjum hvort það sé ekki dýrkun á Enver Hoxha i Albaniu og aö hann ráði miklu. Túlkurinn okkar skilur ekki alveg spurning- una. Hann er meira aö segja hneykslaður. „Enver Hoxha er fremstur okkar. Vib dáumst aö honum fyrir þaö sem hann hefur gert og staöiö sig i forystu flokks- ins. Hann hefur alltaf tekiö miö af þörfum fjöldáns. Hann sá fyrstur i gegnum nýju herrana I Kreml þegar Krústéf komst til valda. Þegar hann fór til Moskvu þá hélt hann alltaf fundi meö albönsku stúdentunum þar og ræddi málin viö þá. Hann varöi kinversku félagana þegar Krústéf ætlaöi að reka þá úr alþjóðahreyfingunni. Hann sá lika hvernig klikubarátt- an var I kinverska flokknum. Hann hefur skrifaö bók um heimsvaldastefnuna og bylting- una. Þar tekur hann fyrir heims- Framhald á bls. 14. Barátta gegn kven- fyrirlitningu og kúgun Eiga þær ekki gott konur i Albanfu? Þær þurfa ekki aö hafa áhyggjur af framfærslu sinni né barna sinna. Næga vinnu er aö fá. Húsaleigan er ekki nema örfá prósent af kaupinu. Vöggustofur og dag- heimili erualls staöará næstu grösum. Ef þær eru meö barn á brjósti fá þær fri nokkrum sinnum á dag til aö gefa barninu brjóst. Samkvæmt lögum fá þær sömu laun fyrir sömu vinnu og kariar. Ekki nóg meö þaö: ef kona og kari eru jafn hæf til einhvers starfa á konan aö fá starfiö, samkvæmt lögum. Þetta hljómar eins og óréttlæti gagnvart karlkyninu þvi þaö mætti nú kasta krónunni 1 svona tilfeilum. En þetta er ákveöin pólitik stjórnarinnar til aö stuöla aö frelsi konunnar. 1 margar aldir réö Hund- tyrkinn yfir Balkanskaga áöur en hann var hrakinn þaöan fyrir tæplega sjö áratugum. Múhameöstrúin var rikjandi og sú trú er aiveg einstaklega kvenhatursleg eins og nýlegar fréttir fra' tran bera meö sér. 1 Albaniu var konan eins og húsdýr. Hún var seld og keypt fyrir nokkrar geitur eöa hveitipoka. Mismun kynjanna mátti sjá daglega: karl- maöurinn sat hestinn meö byssu um öxl og konan gekk á eftir meö allan farangur á heröum sér og sveipuö dulum svohvergi sást ihana. Þá var einnig viökvæöiö: „Asninn étur hey en konan brauö, þess vegna veröur hún aö vinna meira.” Sem sagt, nútimalif konunnar I Albaniu hefur kostað mikla baráttu gegn ógurlegri kvenfyrirlitnmgu og kúgun. En umræðan um hlutverk kynjanna er miklu róttækarien viö þekkjum. Þær fjalla ekki um hvort þessi rétt- indi eöa hin séu fyrir hendi heldur um þaö sem hindrar aö konan gangi inn um þær dyr sem búiö er aö opna. Hindrunin er afstaöa margra karlmanna til kynhlutverk- anna bæði úti og heima við. Einnig tilfinningar margra kvenna um aö þær eigi siöur aö hafa sig i frammi sam- kvæmt gömlum siðum sem eru oft á tiöum ævafwnir og bera meö sér afturhaldsamar hugmyndir frá annarri sam- félagsgerö. Ungu fóki erráölagtaö flýta sér ekki i hjónabandiö. Engir þurfa aö taka tillit til fjár- hagslegrar afkomu I vali á maka. Hér á fólk aö geta kynnst á eðlilegan hátt I starfi og fritima og bundist sönnum vinaböndum, oröið lifsföru- nautar. Merita viö rennibekkinn. Hún og nokkrar stöliur ætla aö hittast eftir vinnu i sjáifri verksmiöjunni. Kristofoz Shollo vinnur I málmsteypunni og æfir verksmiðjukórinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.