Þjóðviljinn - 01.12.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1979 Ásmundur Ásmundsson ekkí kröftunum Sundrum Alþýðubandalagið er besti kostur þeirra sem vilja byggja upp lifandi hreyfingu sósíalista Það hlýtur að teljast eðlilegt aö herstöövaandstæðingar séu ein- hverjir enn aö gera upp hug sinn um til hvaða ráöa skuli gripiö á kjördag. Þeir eiga i fljötu bragði séð aðeins tvo kosti: kjósa Alþýðubandalagið eöa skila auðu. Allavega á þetta viö þá her- stöövaandstæöinga sem sóslalist- ar teljast og ætla sér að ná ein- hverjum árangri i komandi kosn- ingum. Gömul þula Viö höfum mænt á það löngum herstöövaandstæðingar að Alþýðubandalagið, sem er eini stjórnmálaflokkurinn á alþingi er hefur hvort tveggja brottför hers- ins og úrsögn Islands úr NATO á stefnuskrá sinni, hefur setiö i þremur rikisstjórnum án þess að fá miklu þokað þar um. Við höf- um með réttu bent á aö ákvæði um brottför hersins i stjórnar- sáttmálum þessara rikisstjórna hafa orðið stöðugt deigari. Við þyljum gjarnan þessi gömlu ákvæöi liöinna vinstri stjórna máli okkar til stuðnings. Siöan ekki söguna meir. Það heyrir til algjörra undantekninga aö rætt sé um hver mælikvaröi þessi þró- un geti verið á Alþýðubandalagið og almenna stjórnmálabaráttu i landinu. Min skoðun er sú, aö þótt benda megi á nokkrar megin staðreyndir, þá sé ekki hægt að ráöa af þessu einhlitan mæli- kvarða og þvi sé þula okkar her- stöðvaandstæðinga um vinstri- stjórnirnar ekki sanngjörn (ef til vill villandi), þvi hún sannar á engan hátt fráhvarf Alþýðu- bandalagsins frá stefnu sinni I herstöövamálinu. Hún ber hins vegar vitni ákveðinni þjóöfélags- þróun og leiðir þvi hugann aö stöðu sósialiskrar hreyfingar á Islandi I ljósi fenginnar reynslu. Hægrisinnaðir miðflokkar Allt frá þvi að róttækir flokkar Islenskir voru stofnaðir á öðrum áratug aldarinnar hefur þaö átt sér stað að samfara batnandi lifs- kjörum hefur róttækni þeirra dvinaö. Má segja að tveir hinir fyrstu, Framsóknar- og Alþýöu- flokkur, hafi gengið sér til húöar sem boöendur framtiðarþjóðfé- lags á Islandi. Þeir eru nú miö- flokkar islenskra stjórnmála og afkoma þeirra byggist á aö fiska I gruggugu vatni. Þeirra hlutverk um alllangt skeið hefur veriö ann- ars vegar að koma I veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi hrein- an meirihluta og hins vegar að hindra framgang sósialismans. Þeirra stefna er engin. Þeir boöa óskiljanlega samsuðu frjáls- hyggju og sósialisma. Þeirra aö- ferö hefur veriö að bjóöa kjós- endum sinum gull og græna skóga og kenna svo ihaldi og kommum um að hafa ekki stefnur til aö skapa loforðapólitikinni grund- völl. Þaö eina sem má ráða nú um atferli þeirra að kosningum lokn- um er aö þeir munu báðir halla sér aö Ihaldinu. — I stað öflugrar baráttu fyrir hag verkafólks og bænda leggja þessir flokkar nú höfuö*áherslu á að gera bindandi samkomulag við verkalýðshreyf- inguna um að hún láti af kaup- kröfum á meöan þeir framkvæma ævintýralegar tilraunir sinar á sviði efnahagsmála. Þannig ætla þeir verkafólki að skrifa upp á vixil sem vandséð er hvernig verði greiddur, nema ef vera kynni með „öruggri” atvinnu hjá erlendu einokunarauðmagni, — erlendri stóriðju. Framsóknarflokkurinn boðar nú áhuga sinn fyrir nýrri vinstri stjórn með þeim skilyrðum aö herinn verði um kyrrt. Þá boöar hann að hafin veröi stórfelld er- lend stóriðja. Alþýðuflokkurinn segist ekkert gefa upp, en segist þó ekki fara i stjórn meö Alþýðu- bandalaginu nema þaö breyti um stefnu I efnahagsmálum. Af þessu má ráða að þessir flokkar munu ekki hafna hægri stjórn standi hún til boða. Sé það haft I huga aö þeir sem miðjuflokkar halla sér að þeim sterka, þá verður ekki sagt að árangur af stjórnarsam- starfi með þeim hafi verið mikill, og var þó ekki boðaöur neinn sósialismi af siðustu vinstri stjórn, né voru þjóöfrelsismál þar á dagskrá. En Alþýðubandalagið á sin heiöarlegu svör. Astandiö var erfitt. Atvinnuvegirnir að stöðv- ast og við blasti að ihaldið ætlaði að reyna að leysa máliö með kjaraskerðingu. Verkalýöshreyf- ingin lagöi þvi hart að flokknum til aðildar að rikisstjórn. Þá má benda á endurskoðun stjórnar- sáttmálans.sem fram átti aö fara á yfirstandandi ári, hófst aldrei. Ég hygg að i þessu felist nokkur lýsing á þeirri stöðu sem Alþýöu- bandalagið er i nú fyrir kosning- ar. Vel sloppið Nú virðist auösætt aö Alþýðu- bandalagið er eini kostur vinstri- manna i komandi kosningum. Það er aö visu heillum horfið frá þvi sem áður var, þótt þvi svipi enn til forvera sinna sósiallskra KFI og Sósialistaflokksins. Hin mikla áhersla flokksins á þing- ræðisbaráttuna hefur leitt til tak- markaös árangurs. Hægri flokk- arnir hafa allt tið haft rika til- hneigingu til að einangra hann i islenskri pólitlk. Þá hefur flokk- urinn, meðal annars i viðleitni sinni viö að brjótast út úr imynd- aðri einangrun, vanrækt það megin hlutverk sitt að efla stétt- arvitund hins vinnandi fólks og látið leiða sig út I rikisstjórn sem aö nokkru leyti átti að leysa stétt- arfélög af hólmi. Það getur ekki talist göfugt hlutskipti sósialisk- um flokki að vera notaður til aö friöa verkalýöshreyfinguna sam- fara þvi að forða atvinnulffinu frá stöðvun eftir að fjármagnseig- endur hafa mergsogið fyrirtækin svo aö þau ramba á barmi gjald'- þrots. Allt með þeim afleiðingum að pilsfaldakapltalistarnir geti sest aftur að kjötkötlunum. Sé þessi erfiða staða flokksins I sið- ustu rikisstjórn, sem að verulegu leyti var sjálfsskaparviti ef tekið er miö af áróðri hans fyrir siðustu kosningar, þá verður að segja aö honum hefur tekist furðanlega það markmiö sitt að viðhalda kaupmætti launa, og má raunar vera guöslifandi feginn að Alþýöuflokkurinn skyldi i ámát- legum aumingjaskap sinum losa hann úr prisundinni. Stjórnaraðild. Þaö má ef til vill lita á þaö sem forboöa kreppu hve oft Alþýðú- bandalagið hefur tekiö þátt i rikisstjórn á þessum áratug. Hins vegar mætti lika segja sem svo, að aðild Alþýðubandalagsins að siöustu rikisstjórn afhjúpi aö nokkru veikleika verkalýöshreyf- ingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur ver- iö einn af hornsteinum islensks þjóöfélags. Þrátt fyrir mikil Itök hægri afla I henni hefur sósialist- um auðnast að leiða hana gegn auðvaldi, hvort heldur var til að verjast ásókn þess, eöa sækja á hendur þess sjálfsögð mannrétt- indi og aukinn jöfnuð i samfélag- inu. Vegna samstarfs sósialista við borgaraleg öfl innan verka- lýðshreyfingarinnar hefur al- mennur pólitiskur kraftur hennar smátt og smátt veriö aö hjaðna. Til dæmis hafa þjóðfrelsismálin um langtskeiö verið þar eins kon- ar feimnismál, sem helst aldrei Asmundur Ásmundsson var formaður miðnefndar Samtaka herstöövaandstæðinga þar til i siöasta mánuði. má ræöa, hvaö þá kljást um. Þvi hefur Alþýöubandalagið leiðst inn I a.m.k. tvær rikisstjórnir til að freista þess að reka herinn úr landi, þvi ekki viröist almennt launafólk haldið þeirri pólitisku vitund til að sjá hagsmunum sin- um verulega ógnað með herset- unni. Þótt segja megi að hlutverk Alþýðubandalagsins væri ekki sist aö opna augu manna fyrir tengslum verkalýðsbaráttunnar við þá hugsjónabaráttu sem á að einkenna sósialiska hreyfingu, þá hafa fjötrar stettarsamvinnu- unnar i verkalýöshreyfingunni komið að verulegu leyti I veg fyrir það. Það er að minu mati ekkert rangt við það að verkalýðshreyf- ing óski þess að ákyeðinn stjórn- málaflokkur taki þátt i rikis- stjórn. En þvi aðeins getur flokk- ur sinnt slikri ósk aö verkalýös- hreyfingin tryggi I kröfugerö sinni að einhver helstu baráttu- mál hans fái brautargengi. Sósialiskur verkalýðsflokkur eins og Alþýðubandalagið er hér engin undantekning. Hann litur ekki á verkalýðshreyfinguna sem at- kvæðamarkað sem ekki má styggja. Þvi verður flokkurinn aö meta þaö hverju sinni hvort slik- ar óskir eiga við rök aö styðjast. Ég tel, þrátt fyrir kosningaáróö- urinn voriö 1978, aö svo hafi ekki verið, þvi hann hlutu kjósendur að setja að einhverju leyti I sam- band við meginmarkmið flokks- ins. Séu hafðir I huga sigrar verkalýöshreyfingarinnar sum- ariö 1977 og voriö 1978 þá finnst mér ósk Verkamannasambands- ins um stjórnaraöild Alþýðu- bandalagsins lýsa vanmati á verkalýöshreyfingunni sem heild. Fari svo að stjórnaraðildin skili okkur hægri sveiflu þá er hér um alvarlegt mál aö ræða, þvi verka- fólk I þessu landi má alls ekki við veikri stöðu Alþýöubandalagsins. Það er von min að launafólk skilji hve mikilvægar þessar kosningar nú eru framtiöarhagsmunum þess og að þaö taki þvi höndum saman um að styrkja róttækt Alþýðubandalag. Það eitt getur stöövaö leiftursókn auðhyggjunn- ar sem Sjálfstæðisflokkurinn nú boðar. Barátta herstöðvaandstæðinga Við virkir herstöövaandstæð- ingar höfum stöðugt verið að ein- angrast isamtökum okkar, vegna þess að hinir pólitisku floldiar, sem samleið eiga með okkur hafa sjálfir litið sinnt herstöðvamál- inu, og alltof sjaldan tekið það upp I tengslum við hina almennu dægurmálabaráttu. Þá er einna helst gripið til herstöðvamálsins að blásið sé til atlögu við ihaldið, enda ákjósanlegt til að sameina okkur I slagnum hverju sinni. Staða málsins fer þvi versnandi. Stoðar litiö gróskumikiö starf Samtaka herstöövaandstæðinga (SHA). Þaö virðist ekki fá rönd við reist gegn þróun undanfar- inna ára. Sé þaö haft I huga að tilgangur SHA er fyrst og fremst að sameina og virkja það afl sem önnur pólitisk samtök geta skap- aö gegn her og NATO, þá virðist þróun undanfarinna ára stór- furðuleg, þvi ekkert er vlsara til að einangra málið en afskipta- leysi og fásinni pólitiskra sam- taka sem I oröi kveðnu styðja það. Þetta sinnuleysi hefur svo leitt til þess að SHA hafa i vaxandi mæli orðið aö skapa sitt eigiö afl, og svo getur orð- ið enn um sinn ef aðrar leiðir virðast ekki færar til eflingar herstöövaandstöðunni i landinu. Þessi leið verður þó aldrei sú sem úrslitum ræður en hún getur dug- aö til að halda merkinu á lofti. Eftir áralanga baráttu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þótt efia verði SHA með ráöum og dáö, þá skortir gjörsamlega að verkalýðshreyfingin taki málið á dagskrá. Þvi lit ég svo á að ein leið út úr ógöngunum sé aö efla einn róttækan verkalýðsflokk, sem lftur á það sem eina forsendu I starfi að virkja hreyfingu gegn herstöðvum á Islandi og aöild að hernaöarbandalagi innan verka- lýðshreyf ingarinnar. Framhald á bls. 21 Elinborg Kristmundsdóttir Ihaldið er erkióvinurinn Þaö vantar svosem ekki lýð- ræðiöi þessulandi.Viöfengum að kjósa tvisvar i fyrra, og enn eig- um við að fara aö kjósa og nú á versta tima árs. Og afhverju all,ar þessar kosningar? Jú, útibúi ihaldsins, sem kallar sig Alþýðu- flokk liggur þau ósköp á aö reyna að komast I stjórn meö íhaldinu, eða öllu heldur virðist hann vilja afhenda ihaldinu öll völd og er raunar búinn að þvi i bili, dingla bara sjálfir eins og sprellikarlar, þar sem ihaldið heldur i aila spottana. Það eru nú rúmlega 50 ár siöan égfór að fylgjast litillega með þvi sem gerðist I kringum mig. Þá réði Ihaldið hér öllu og kjör hins vinnandi fólks voru vægast sagt ömurleg. Smátt ogsmáttfór aö birta til, verkalýðsfélög risu upp á f leiri og fleiri stööum, samstaöan óx og hinn vinnandi lýöur fór að berjast fyrir aö fá aö lifa sem næst mann- sæmandi lifi. En sú barátta var óheyrilega erfið og langsótt. Oft virtist lftiö mjakast áfram, en með miklum fórnum þeirra er i baráttunni stóöu hefur samt mik- ið áunnist. Og viö hvern þurfti svo hiö vinnandi fólk aö berjast svona hatrammmlega? Alltaf viöeinn og sama óvininn, ihaldið og aftur ihaldið. Já, Ihaldið hefur alltaf barist með kjafti og klóm, gegn öllum félagslegum umbótum vinnandi fólki til handa, gegn öll- um þess tilraunum til aö bæta sin kjör. Og aöeins fyrir samtaka- mátt og samstööu verkafólks i verkalýös-og stéttarfélögum hef- ur það orðið að gefa eftir á ýms- um sviðum, svo nú má heita að lifskjör fólks séu sæmilega góð Elinborg Kristmundsdóttir: Það er hætta á feröum og það liggur mikið við að hrinda þessari heiftarárás sem ihaldiö hyggst gera. miöað viö það sem áður var. Enda hatar ihaldiö öll verkalýös- og stéttarfélög og vill þau feig, svo og alla stéttarlega samstöðu hins vinnandi fólks. En nú kemur þetta sama ihald, erkióvinur allra kjarabóta hins vinnandi manns, til ykkar kjós- endur góðir og biöur ykkur að veita sér hvorki meira né minna en hreinan meirihluta á Alþingi. Og til hvers? Jú, til að leggja veröbólguna að velli segja þeir. Ja, svei. Veröbólguna hafa þeir sjálfir búið til. Hún er sú svik- amylla sem þeir hafa sett upp til aö geta hirt aftur sem mest af þvi sem þeir hafa orðið að gefa eftir fyrirharðri baráttu verkalýðsins. Og dettur ykkur i hug að trúa þvi að þeir ætli i alvöru að fara að leggja þetta óskabarn sitt aö veili? Nei, það megið þiö bóka. Þeir vilja frá meirihluta til aö geta hirt af ykkur þau réttindi sem þið hafiö áunnið ykkur með áralangri baráttu. Þau eru þeim mestur þyrnir iaugum. Þeir hafa nefnilega ekki lengur vald til að skammta ykkur kaup og kjör án þess að þið getið nokkuö gert við þvi. Til þess að geta afnumiö eöa minnkað sem mest þessi réttindi ykkar þurfa þeir meirihluta á Al- þingi. Það er hætta á ferðum og það liggur mikiö við að hrinda þessari heiftarárás sem ihaldiö hyggst gera. Nú má enginn liggja á liði slnu, númá enginn sitja heima. Ihaldiö má dcki bæta við sig einum ein- asta manni. Sterkasta svariö viö áróðri ihaldsins er að kjósa Alþýðu- bandalagiö. Reyk javík 28. nóv. 1979. Elinborg Kristmundsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.