Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 11
Jólablað Þjóöviljans 1979 11 Steinn Steinarr: Vöggugjöf Litla barn með bera fætur, bros í auga, roða á kinn. Veistu hvaða gjöf ég gef þér? Gettu, litli stúfur minn! Kóngsdóttur og konungsríki, kastala á fögrum stað? Nei, við skulum sleppa slíku. Það er slúður allt um það. Gott og nytsamt verk að vinna, vilja og dugnað heiðvirðs manns? Nei, því miður. Nú er komið nóg af slíku hér til lands. Kaupmanns fégirnd fláa, slungna, er fátæks skilding dregur sér? Sjáðu til, þar sitja margir og smátt mun eftir handa þér. Grát og þjáning, gnístran tanna, guðlaust stríð við sult og nekt? Hvaða bull! Við þekkjum þetta. Það er allt of hátíðlegt. Fifldjaft þrek und fólksins merki frelsisþrá og mannúð vígt? Sjáðu, hvað við höfum hérna: Höggstokk, gálga og fleira slíkt! Nei, þú getur naumast hlotið neitt af þessu heilt né hálft. Sjá! Ég gef þér tryggt og trúfast tilgangsleysið: Lífið sjálft! Njörður P. Njarðvík: Barn í Biafra Barn í Bíafra bregður upp mynd sinni eitt andartak guðar það á glugga sjónvarpsins eitt andartak horfir hungrið inn í huga þinn úr tærðu andliti angistarfulls barns eitt andartak horfist sekt þín í augu við sekt þína eitt andartak kemst þú við klökknar og segir: blessað barn hvað þú átt bágt og slekkur á sjónvarpinu. Sú Túng Pó: Sonur fæddur Konan mín vill að krakkinn sé með kollinn gáfum fylltan. Ég lít með sorg á sjálfs mín hag af sjálfs míns gáfum spilltan og vona að þetta veslings grey verði tröllheimskur drjóli sem fái að enda farsælt líf i forsætisráðherrastóli. (Þýð. Helgi Hálfdanarson) Kristján frá Djúpalæk: Slysaskot í Palestínu Lítil stúlka. Lítil stúlka. Lítil svarteygð, dökkhærð stúlka liggur skotin. Dimmrautt blóð í hrokknu hári. Höfuðkúpan brotin. Ég er Breti, dagsins djarfi dáti, suður í Palestínu, en er kvöldar klökkur einn, kútur lítill, mömmusveinn. Min synd er stór. Ó, systir mín. Svarið get ég, feilskot var það. Eins og hnífur hjartað skar það, hjarta mitt, ó, systir mín, fyrirgefðu, fyrirgefðu, anginn litli, anginn minn. Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn. Böðvar Guðmundsson: Söngur þess sem truflaður var Barnsorg, og Djöflinum dátt er dillað í iðrum jarðar frændur og frænkur við dyr fælandi ró mína brott, kossar og kveðjur lítt sparðar kærleikshót goldin af afli rétt einsog kviðmiklar kýr kálfinum stuggi af spen. Ekkert er andstyggilegra en ættingjaskari í heimsókn: hvapholda mæður og menn montin af börnunum, sem hlaupa hrínandi um með horfull vitin og skitug skemma til skaða hvern grip skekja mitt lífstré af rót. ,1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.