Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 13
12 Jólablaft Þjóöviljans 1979 Einn af helstu korta- söfnurum landsins er Jón Halldórsson bólstrari. Hann safnar hvers kyns kortum og þ.á.m. jóla- kortum. Viö heimsóttum Jón á verkstæði hans á Vatnsstíg lOb og báðum hann um að sýna okkur jólakort frá fyrri hluta aldarinnar. — Ertu búinn aö safna lengi, Jón? — Þaö má segja að ég hafi nú safnað kortum í 20 ár og af islenskum jólakortum frá þvi fyrir striö og úr striöinu á ég um 600 stykki. — Hvernig nærðu i kortin? — Þegar fréttist aö maður er að safna kemur fólk gjarnan til min og vill frekar koma kortum sinum i safn en að henda þeim út i öskutunnu. Það veit sem er að svona stóru safni veröur ekki fargaö. Svo kaupi ég sumt og þetta berst til min á ýmsan hátt. —'Hvenær var farið að gefa út innlend jólakort? — Ég veit það ekki nákvæm- lega en upp úr 1920 verður mikið blómaskeiö i innlendri jólakorta- gerð og eru mörg þeirra hrein- ustu listaverk. Aður var.mest um dönsk eða þýsk kort. Ég held að elsta jólakortið með islenskri áletrun sem ég hef komist yfir sé frá þvi um 1912. — Hvernig voru þessi eldri kort? — Þau voru næstum undant- ekningarlaust með teikningum á og hefur þar oröið töluverð breyt- ing þvi að nú eru ljósmyndir alls ráöandi. Þá var yfirleitt vers á framhliö hvers korts. 1 striðinu mátti svo enginn vera að þvi að láta gera jólakort og þá veröur úrvalið afar fábreytilegt. Þau fáu kort sem þá voru gefin út voru ósköp ómerkileg t.d. var mynd af Shirley Temple algeng á þessum kortum. — Hver stóð fyrir útgáfu jóla- korta áöur fyrr? Rætt við Jón Halldórsson kortasafnara ÍSLENSK JÓLAKORT — Er annar blær á islenskum kortum heldur en þeim erlendu? — Já, allt annar. A dönskum og norskum kortum er t.d. mikið um smáverur eins og búálfa og þess háttar sem ekki hefur tiðkast hér. — Helduröu aö þú hafir náð i flest kort frá þvi fyrir striö? — Nei, það vantar töluvert upp á þaö en þessi jólakort liggja furðu viða ofan i skúffum og uppi á háaloftum svo að ég á von á aö mikið geti enn bæst við. —GFr Skreyting af jólakorti sem Kurt Zier teiknaöi — Helgi Arnason var lang- stærsti kortaútgefandinn og Sól- veig dóttir hans mun hafa teiknað þau mörg. — Voru ekki þekktir listamenn fengnir til að teikna? — Jú, einkum á seinni hluta þessa timabils. Mörg kortin eru teiknuð af Tryggva Magnússyni og siöar Þórdisi dóttur hans. Þá teiknuðu einnig kort þau Barbara Morey Williams sem seinna varö þekkt sem Barbara Árnason, Kurt Zier, Stefán Jónsson og eftir strið kom Halldór Pétursson með mörg skemmtileg kort. Annars eru flestar teikningarnar nafn- lausar og veit ég þvi ekki eftir hvern þær eru. — Voru ekki notaðar erlendar myndir á islensk kort? — Jú, það var algengt t.d. myndir af tetaverkum og glans- myndir ýmis konar. Þá var stundum prentað Gleðileg jól á venjuleg póstkort. Það voru t.d. gefin út póstkort i tilefni af komu Kristjáns X til landsins 1921 og einhver hefur látið prenta þessa áletrun á þau til að græða á þvi. Merkar byggingar hafa löngum prýtt islensk jólakort Hér er ekta fslenskt jólakort meö burstabæ og Jólasvein meö skotthúfu og bættar brækur. Jólablaö Þjóöviljans 1979 13 Algeng kort á þriöja áratugnum. Dómkirkjan til vinstri, vers til hægri. (Jtgefandi var Friöfinnur L. Guöjónsson. Jólasveinar einn og átta eftir Halidór Pétursson. Jólin vati sttlu sinni sigurríkri heim tíl þín; háiið vcrði í hvgans inni, hlý ■ og björt scm óskin mín. M. G. TryggviMagnússonteiknaöimörgjólakortsem voruá boöstólnum fyrirstrfö. Hér er jólasveinninn i kunnuglegu umhverfi. mynd af engli sett inn i. ^awi w||-i»|~i,w»»,„n»"n. I*L V Fyrir striö og i striöinu var barnakvikmyndastjarnan Sirley Temple á ööru hverju jólakorti. Barbara Morey Williams (siöar Arnason) teiknaöi mörg jólakort sem Bókhlaöan i Reykjavik gaf út Striösárajólakort. Gervijóiatré meö kertum og islenskum fánum og stelpu á stuttum kjói. Gleðileg jóll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.